Myndar Frost og kínverska ólympíufara 22. desember 2011 06:45 Kvikmyndagerðarmaðurinn Ágúst Jakobsson tekur upp auglýsingu í Kína um jólin.fréttablaðið/hag Ágúst Jakobsson tekur upp auglýsingu með Ólympíulandsliði Kína um jólin. Hann er sömuleiðs önnum kafinn við upptökur á spennumyndinni Frost. Kvikmyndatökumaðurinn og auglýsingagerðarmaðurinn Ágúst Jakobsson ætlar að taka sér frí frá tökum á íslensku spennumyndinni Frost og eyða jólunum í Kína við tökur á auglýsingu fyrir Coca Cola. „Ég flýg til Kína á Þorláksmessu,“ segir Ágúst, sem ætlar að mynda Ólympíulandslið Kínverja í frjálsum íþróttum. Tilefnið er Ólympíuleikarnir í London á næsta ári en Coca Cola er styrktaraðili kínverska liðsins. Þetta verður í þriðja sinn sem Ágúst flýgur til Kína á þessu ári vegna auglýsingaverkefnis. Hann hefur undanfarin ár myndað fjölda fótboltaauglýsinga erlendis, þar á meðal fyrir íþróttavöruframleiðandann Nike vegna úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu á síðasta ári þar sem hann vann með leikmönnum Manchester United og Barcelona. Evrópukeppnin í fótbolta verður haldin næsta sumar og býst Ágúst við því að vinna við eitthvað tengt henni. „Sérstaklega fyrst Englendingar eru búnir að koma sér áfram. Ég geri alveg ráð fyrir því að hitta Terry, Rooney og Lampard einhvern tímann í vor,“ segir Chelsea-aðdáandinn Ágúst léttur. Frost er fyrsta kvikmynd hans hér á landi í fullri lengd í rúman áratug, eða síðan hann vann við Popp í Reykjavík, Fíaskó og Villiljós. Hann vann við stuttmyndina Karlsefni síðasta sumar á Íslandi og fékk þá áhuga á að taka upp kvikmynd í fullri lengd. Eftir að hafa rætt við framleiðendurna Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp og lesið handritið að Frosti ákvað hann að stökkva á verkefnið. „Um leið og ég frétti að þetta ætti að gerast uppi á jökli og að þetta væri spennumynd sagði ég: „Ókei, ég er klár.“ Leikstjóri myndarinnar er Reynir Lyngdal og handritið skrifar Jón Atli Jónasson. Með aðalhlutverkin fara þau Björn Thors, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Helgi Björnsson og Hilmar Jónsson. Eftir að tökunum á auglýsingunni í Kína lýkur heldur Ágúst áfram störfum sínum við Frost. „Ég verð uppi á Langjökli og mun eiga heima á Hótel Geysi í mánuð. Það er skemmtilegt að takast á við veðrið og jökulinn og allar þessar aðstæður. Maður er með íslenskt blóð í æðum sér og á að geta staðið þetta af sér,“ segir hann. „Mér líst mjög vel á þetta verkefni og ég held að þetta verði alveg þrusugóð spennumynd.“freyr@frettabladid.is Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Ágúst Jakobsson tekur upp auglýsingu með Ólympíulandsliði Kína um jólin. Hann er sömuleiðs önnum kafinn við upptökur á spennumyndinni Frost. Kvikmyndatökumaðurinn og auglýsingagerðarmaðurinn Ágúst Jakobsson ætlar að taka sér frí frá tökum á íslensku spennumyndinni Frost og eyða jólunum í Kína við tökur á auglýsingu fyrir Coca Cola. „Ég flýg til Kína á Þorláksmessu,“ segir Ágúst, sem ætlar að mynda Ólympíulandslið Kínverja í frjálsum íþróttum. Tilefnið er Ólympíuleikarnir í London á næsta ári en Coca Cola er styrktaraðili kínverska liðsins. Þetta verður í þriðja sinn sem Ágúst flýgur til Kína á þessu ári vegna auglýsingaverkefnis. Hann hefur undanfarin ár myndað fjölda fótboltaauglýsinga erlendis, þar á meðal fyrir íþróttavöruframleiðandann Nike vegna úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu á síðasta ári þar sem hann vann með leikmönnum Manchester United og Barcelona. Evrópukeppnin í fótbolta verður haldin næsta sumar og býst Ágúst við því að vinna við eitthvað tengt henni. „Sérstaklega fyrst Englendingar eru búnir að koma sér áfram. Ég geri alveg ráð fyrir því að hitta Terry, Rooney og Lampard einhvern tímann í vor,“ segir Chelsea-aðdáandinn Ágúst léttur. Frost er fyrsta kvikmynd hans hér á landi í fullri lengd í rúman áratug, eða síðan hann vann við Popp í Reykjavík, Fíaskó og Villiljós. Hann vann við stuttmyndina Karlsefni síðasta sumar á Íslandi og fékk þá áhuga á að taka upp kvikmynd í fullri lengd. Eftir að hafa rætt við framleiðendurna Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp og lesið handritið að Frosti ákvað hann að stökkva á verkefnið. „Um leið og ég frétti að þetta ætti að gerast uppi á jökli og að þetta væri spennumynd sagði ég: „Ókei, ég er klár.“ Leikstjóri myndarinnar er Reynir Lyngdal og handritið skrifar Jón Atli Jónasson. Með aðalhlutverkin fara þau Björn Thors, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Helgi Björnsson og Hilmar Jónsson. Eftir að tökunum á auglýsingunni í Kína lýkur heldur Ágúst áfram störfum sínum við Frost. „Ég verð uppi á Langjökli og mun eiga heima á Hótel Geysi í mánuð. Það er skemmtilegt að takast á við veðrið og jökulinn og allar þessar aðstæður. Maður er með íslenskt blóð í æðum sér og á að geta staðið þetta af sér,“ segir hann. „Mér líst mjög vel á þetta verkefni og ég held að þetta verði alveg þrusugóð spennumynd.“freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira