Fleiri fréttir

Kim og Kris sjást rífast í auglýsingu

Kim Kardashian og Kris Humphries sjást rífast í auglýsingu fyrir raunveruleikaþátt fjölskyldu þeirrar fyrrnefndu. Ný þáttaröð hefst á næstu dögum.

Forréttindi að búa til tónlist

Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir vann hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í fyrsta sinn sem hún plokkaði gítarinn og opnaði munninn undir nafninu Lay Low. Síðan eru liðin fimm ár og mikið vatn hefur runnið til sjávar. Lovísa h

Popp gefur Brostinn streng með Lay Low

Ef þú varst að lesa viðtalið við Lay Low og hugsaðir með þér: "Mikið væri ég til í að eignast nýju plötuna hennar Lovísu“ þá er heppnin með þér.

Frank stofnar plötuútgáfu

Frank Black, söngvari Pixies, hefur sett á fót eigin plötuútgáfu, sem fengið hefur nafnið The Bureau. Black, sem um þessar mundir er á tónleikaferðalagi um Bandaríkin með Pixies, segir að hann muni gefa út eigin tónlist hjá útgáfufyrirtækinu auk þess sem stefnan sé að uppgötva nýja og spennandi listamenn.

Snemma beygist krókurinn - Allt um Ben Stiller

Ben Stiller hefur tekist, þrátt fyrir að vera fremur lágvaxinn og ó-kvikmyndalegur í útliti, að verða ein skærasta kvikmyndastjarna heims. Taugaveiklaðar og seinheppnar persónur eru sérfag Stiller, sem fékk leikarabakteríuna í vöggugjöf.

Morrissey kærir NME

Sérvitringurinn og snillingurinn Morrissey hefur kært tímaritið NME vegna viðtals sem lætur hann líta út fyrir að vera rasisti. Málið verður tekið fyrir hjá breskum dómstólum á næsta ári.

Spilist hátt

Rauðhærði rokkriddarinn Dave Mustaine gefur nú út þrettándu hljóðversplötu sína ásamt hljómsveit sinni Megadeth.

Leikarabörn frumsýna

Stúdentaleikhúsið frumsýnir leikritið Hreinn umfram allt í leikstjórn Þorsteins Bachmann í Norðurpólnum á morgun. Um er að ræða íslenska útgáfu The Importance of Being Earnest eftir Oscar Wilde.

Henti hákarli í gegnum glugga

Tony Iommi, gítarleikari hinnar goðsagnarkenndu þungarokkhljómsveitar Black Sabbath, hefur gefið út æviminningar sínar.

Listakona tekur gamla stóla með sér heim af djamminu

Elísabet Olka myndlistarkona hélt sína fyrstu einkasýningu í Kaupmannahöfn um helgina og vakti mikla athygli. Elísabet hefur verið búsett í Danmörku í fimm ár og segir það auðveldara fyrir listamenn að koma heim og sýna ef þeir hafa þegar fengið viðurkenning ytra.

Gulrótarsafi sem segir sex

Skafið gulræturnar og flysjið rauðrófuna. Setjið grænmetið í grænmetispressu ásamt engiferrótinni og hunanginu og þeytið þar til safinn rennur úr því...

Justice skiptir um gír

Franska dúóið Justice sló í gegn með fyrstu plötunni sinni, Cross, árið 2007. Nú er plata númer tvö komin út, Audio Video Disco.

Bauð hótelstarfsfólki á tónleika

Rapparinn Kanye West bauð á dögunum öllu starfsfólki Mercer-hótelsins í New York á fyrstu tónleikana í tónleikaferð sem fylgir eftir plötunni Watch the Throne.

Breytir röddinni fyrir Skyfall

Það er ekki tekið út með sældinni að vera nýjasta Bond-stúlkan. Samkvæmt breska götublaðinu Daily Star hafa framleiðendur Skyfall, nýjustu Bond-myndarinnar, farið þess á leit við Naomie Harris að hún breyti rödd sinni. Harris á að leika hina goðsagnakenndu Miss Moneypenny og í stað þess að sitja við skrifborð sitt og bjóða James Bond velkominn á fund M með daðrandi athugasemdum á hún að vera fær leyniþjónustukona sem starfar á vettvangi dagsins.

Harry prins í stelpubann

Harry Bretaprins er þessa dagana staddur í Bandaríkjunum þar sem hann lýkur við menntun sína sem þyrluflugmaður hjá hernum. Þar sem æfingabúðirnar eru í Kaliforníu hefur prinsinn eytt frítíma sínum í bænum Gila Bend og eytt nóttunum með stúlkum bæjarins.

George Clooney er skítsama

George Clooney er ein skærasta kvikmyndastjarna heims í dag og gerir um það bil það sem hann vill. Hann frumsýndi nýlega myndina The Ides of March, sem er gæluverkefni hans og kostaði ekki mikið. „Hún er ekki fyrir alla, en mér er skítsama,“ sagði Clooney í viðtali við Rolling Stone. „Ég þarf ekki meiri frægð og við skutum hana fyrir tólf milljónir dala. Þannig að allt sem við gerum er fínt.“

Ný plata frá Lanegan

Mark Lanegan, sá mikli snillingur og söngvari hljómsveitarinnar sálugu Screaming Trees, sendir frá sér plötu í febrúar undir nafni Mark Lanegan Band.

13,6 kg léttari

Söngkonan Mariah Carey, 41 árs, hefur misst 13,6 kg síðan hún eignaðist tvíburana Roc og Roe í apríl á þessu ári, ef marka má forsíðuviðtalið við hana í tímaritinu Us Weekly...

Kynna tónlistina í vinsælum útvarpsþætti

"Við erum rosalega spenntar fyrir þessu,“ segir Alma, sem ásamt þeim Klöru og Steinunni myndar stúlknasveitina The Charlies. Á föstudaginn kemur út svokallað mixteip frá sveitinni sem aðdáendur geta hlaðið niður af netinu og fara stúlkurnar í mikla kynningarherferð vegna þessa í Los Angeles.

Ofurkroppar með vængi

Meðfylgjandi myndir voru teknar á árlegri undirfatasýningu Victoria's Secret í New York í gærkvöldi...

Adele nær fullum bata eftir aðgerðina

Breska söngkonan Adele nær sér að fullu eftir aðgerð sem hún gekkst undir á raddböndum. Söngkonan hefur verið í vandræðum með röddina um hríð en í haust var ástandið orðið svo slæmt að hún þurfti að fresta öllum tónleikum út árið og fara í aðgerð til að bjarga ferlinum.

Samstarfið ber ávöxt

Félagarnir Daníel Bjarnason og Ben Frost hafa sent frá sér plötuna Sólaris. Sólaris er tónverk eftir Frost og Daníel, en íslenskur frumflutningur á verkinu var á Listahátíð í Reykjavík í sumar. Unsound-hátíðin í Kraká í Póllandi pantaði verkið í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá útgáfu samnefndrar skáldsögu eftir rithöfundinn Stanislaw Lem, en verkið er unnið fyrir Krakársinfóníettuna.

Upp á yfirborðið

Gísli Pálmi er eitt heitasta nafnið í hipphoppinu um þessar mundir. Kappinn sendi frá sér lagið Set mig í gang í sumar. það vakti mikla athygli og hann hefur verið að senda frá sér lög á Youtube síðan. Gísli Pálmi kemur fram á Gauknum á laugardagskvöld.

Mikið rétt fallega fólkið mætti

Sigríður Klingenberg spáði og Karl Berndsen, sem var leynigestur kvöldsins, var einstakur ráðgjafi kvennanna þegar kom að fata- og litavali...

Miklar væntingar til Hjálma

Með síðustu hljóðversskífu sinni treystu Hjálmar sig í sessi sem ein albesta hljómsveit landsins hin síðustu ár. Og, það sem meira er, ekki einungis sem eitthvert illskilgreinanlegt lopapeysuafbrigði heldur alvöru, dúndurfín reggísveit. Væntingar voru því miklar fyrir þessa nýju plötu, Óra, en svekkelsið að sama skapi töluvert. Krafturinn sem einkennt hefur Hjálma er víðsfjarri og svo virðist sem sköpunargleðin hafi lent í hremmingum.

Glee sakað um dómgreindarleysi

Framleiðendur bandaríska söng- og dansþáttarins Glee hafa verið sakaðir um dómgreindarleysi af Parent Television Council, sem hópur íhaldssamra Bandaríkjamanna stendur að. Lélegt lagaval eða afbökun á þekktum tónlistarperlum eru hins vegar ekki ástæðan fyrir því að PTC lætur í sér heyra heldur vegna þess að þáttur, sem sýndur var á mánudag, sýndi nána snertingu milli nemenda í framhaldsskóla.

Egill Ólafs og Mugison sungu fyrir Egil

Sjónvarpsstjarnan Egill Helgason fagnaði 52 ára afmæli sínu í gær. Dagurinn hófst á hefðbundinn hátt með því að Egill kom við, árla morguns, á Kaffifélaginu við Skólavörðustíg. Þar höfðu Sigurveig, kona hans, og Kári, sonur hans, hins vegar slegið upp óvæntri afmælisveislu.

Harry Potter fær níu tilnefningar

Síðasta Harry Potter-myndin er tilnefnd til níu verðlauna hjá People-tímaritinu. Hin heilaga þrenning, Emma Watson, Rupert Grint og Daniel Radcliffe eru öll tilnefnd sem kvikmyndastjarna ársins undir 25 ára aldri auk þess sem Radcliffe keppir um verðlaunin leikari ársins við þá Johnny Depp, Robert Pattinson, Ryan Reynolds og Hugh Jackman. Leikkonurnar Emma Stone, Jennifer Aniston, Julia Roberts, Anne Hathaway og Reese Witherspoon keppa um leikkonu-verðlaun ársins.

Alvöru íslensk hrollvekja

Ómar Örn Hauksson frumsýnir stuttmyndina Ódauðlega ást í kvöld. Hann réðst í gerð myndarinnar þegar hann var atvinnulaus og var að koma úr leiðinlegum sambandsslitum.

Mömmuvænt alþýðupopp í Þjóðleikhúskjallaranum

Tríóið 1860 tók til starfa fyrir réttu ári en hefur þegar látið frá sér sína fyrstu breiðskífu, sem kallast Sagan. Hljómsveitin spilar þjóðlagaskotið popp sem fengið hefur góðar viðtökur hjá landanum. Útgáfutónleikar verða haldnir í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld klukkan 22.

Clooney horfir til Óskarsins

Kvikmyndin The Ides of March verður frumsýnd um helgina. Þetta er fjórða myndin sem George Clooney leikstýrir og það dylst engum að stórstjarnan rennir hýrum augum til Óskarsverðlaunanna. Clooney er einnig einn af handritshöfundum myndarinnar, sem er skrifuð upp úr leikverkinu Farragut North eftir Beau Willimon.

Eddie Murphy verður ekki kynnir á Óskarnum

Leikarinn Eddie Murphy tilkynnti í dag að hann væri hættur við að kynna næstu Óskarsverðlaun. Ákvörðun Murphys fylgir í kjölfarið á tilkynningu leikstjórans Brett Ratner um að hann væri hættur við að framleiða útsendinguna.

Barnalán í Efstaleiti

Fréttaparið Þóra Arnórsdóttir og Svavar Halldórsson á nú von á sínu þriðja barni. Samstarfsfólk þeirra á Ríkisútvarpinu fékk að heyra tíðindin í síðustu viku og samfagnaði þeim að vonum innilega. Svavar stendur í ströngu þessa dagana, var fyrir skemmstu sýknaður af meiðyrðum í garð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og þarf enn að verjast slíkri málsókn frá Pálma Haraldssyni.

Bjó til plötu og börn

Barneignir hafa tafið plötugerð hjá popparanum Togga. Fimm ár eru liðin frá síðustu plötu og strákarnir í hljómsveitinni hans hafa eignast sex börn á þeim tíma. Platan Wonderful Secrets kom út í vikunni.

Þessi galli segir grrr

Hlébarðamynstraði samfestingurinn sem söngkonan Ke$ha, 24 ára, klæddist í gær, stal senunni þegar Versace og H&M fögnuðu samstarfi í New York...

Herja á Japan

Hljómsveitin Feldberg er nú stödd í Tokyo í Japan til að kynna breiðskífuna Don‘t Be a Stranger. Platan, sem kom út á Íslandi árið 2009, er nýkomin út í Japan og leikur sveitin á þrennum tónleikum í Tókýó á næstu dögum.

Úrvals útgeislun Angelinu

Leikarinn Brad Pitt, 47 ára, og unnusta hans, leikkonan Angelina Jolie, 36 ára, mættu spariklædd á frumsýningu kvikmyndarinnar Moneyball í Tokyo í Japan í gær...

Hugsar lítið um útlitið

Jack Osbourne segist ekki eyða miklum tíma í að hafa áhyggjur af útliti sínu. „Ég er langt frá því að vera hégómafullur. Ég get sleppt því að raka mig og klippa á mér hárið svo vikum skiptir,“ var haft eftir Osbourne.

Sjá næstu 50 fréttir