Miklar væntingar til Hjálma Kjartan Guðmundsson skrifar 10. nóvember 2011 09:00 Órar með Hjálmum. Með síðustu hljóðversskífu sinni treystu Hjálmar sig í sessi sem ein albesta hljómsveit landsins hin síðustu ár. Og, það sem meira er, ekki einungis sem eitthvert illskilgreinanlegt lopapeysuafbrigði heldur alvöru, dúndurfín reggísveit. Væntingar voru því miklar fyrir þessa nýju plötu, Óra, en svekkelsið að sama skapi töluvert. Krafturinn sem einkennt hefur Hjálma er víðsfjarri og svo virðist sem sköpunargleðin hafi lent í hremmingum. Á ýmsan og afmarkaðan hátt tekst sveitinni ágætlega til á plötunni. Söngtextar eru venju samkvæmt í betra lagi og bandið þétt, en þó á of löngum köflum dálítið þunglamalegt, líkt og keyrt sé áfram af skyldurækni fremur en spilagleði. Þá má hafa gaman af tíðum rafkenndum hljóðblöndunaræfingum, til dæmis í lögunum Í gegnum móðuna miklu og Áttu vinur augnablik. Hjálmar í toppformi hefðu nýtt slík trix sem punktinn yfir i-ið. Hér gegna þau heldur því hlutverki að beina athyglinni frá aðalatriðinu, sem eru rýrar lagasmíðar. Örfá laganna eru nánast hlægilega langt frá þeim gæðastaðli sem ætti með réttu að ríkja á Hjálmaplötu (dæmi eru hin átakanlega tilþrifalitlu Borð fyrir tvo og Haust) á meðan fleiri sigla lygnan sjó í andleysi. Undantekningar líta dagsins ljós, meðal annars í stuðsmellinum Ég teikna stjörnu og hinu snotra Eilíf auðn, en í heildina virðist lítil innistæða fyrir umlykjandi trega textanna og útkoman of oft innantóm og máttleysisleg. Sem sagt: Heldur máttlaus plata frá Hjálmum, sem geta miklu betur. Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Með síðustu hljóðversskífu sinni treystu Hjálmar sig í sessi sem ein albesta hljómsveit landsins hin síðustu ár. Og, það sem meira er, ekki einungis sem eitthvert illskilgreinanlegt lopapeysuafbrigði heldur alvöru, dúndurfín reggísveit. Væntingar voru því miklar fyrir þessa nýju plötu, Óra, en svekkelsið að sama skapi töluvert. Krafturinn sem einkennt hefur Hjálma er víðsfjarri og svo virðist sem sköpunargleðin hafi lent í hremmingum. Á ýmsan og afmarkaðan hátt tekst sveitinni ágætlega til á plötunni. Söngtextar eru venju samkvæmt í betra lagi og bandið þétt, en þó á of löngum köflum dálítið þunglamalegt, líkt og keyrt sé áfram af skyldurækni fremur en spilagleði. Þá má hafa gaman af tíðum rafkenndum hljóðblöndunaræfingum, til dæmis í lögunum Í gegnum móðuna miklu og Áttu vinur augnablik. Hjálmar í toppformi hefðu nýtt slík trix sem punktinn yfir i-ið. Hér gegna þau heldur því hlutverki að beina athyglinni frá aðalatriðinu, sem eru rýrar lagasmíðar. Örfá laganna eru nánast hlægilega langt frá þeim gæðastaðli sem ætti með réttu að ríkja á Hjálmaplötu (dæmi eru hin átakanlega tilþrifalitlu Borð fyrir tvo og Haust) á meðan fleiri sigla lygnan sjó í andleysi. Undantekningar líta dagsins ljós, meðal annars í stuðsmellinum Ég teikna stjörnu og hinu snotra Eilíf auðn, en í heildina virðist lítil innistæða fyrir umlykjandi trega textanna og útkoman of oft innantóm og máttleysisleg. Sem sagt: Heldur máttlaus plata frá Hjálmum, sem geta miklu betur.
Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira