Fleiri fréttir

Kvikmyndafólk syrgir Lumet

Bandaríski leikstjórinn Sidney Lumet andaðist í síðustu viku, 86 ára að aldri. Fjölmargir kvikmyndagerðarmenn hafa vottað honum virðingu sína að undanförnu og látið í það skína að hann hafi verið í fremstu röð leikstjóra.

Spennandi tónlistarkokkteill

TV on the Radio frá Brooklyn í New York hefur gefið út plötuna Nine Types of Light. Hljómsveitin er þekkt fyrir að hrista saman ýmsar tónlistarstefnur í litríkan og bragðgóðan kokkteil.

Leikrit um leðurblöku

Framleiðendur nýrrar Batman-leiksýningar í Bretlandi hafa lofað því að vandamálin við sýninguna verði ekki þau sömu og í söngleik um Köngulóarmanninn í Bandaríkjunum sem ítrekað hefur verið frestað. „Sú sýning er allt öðruvísi en okkar. Einu líkindin eru þau að bæði verkin fjalla um ofurhetjur,“ sagði Anthony van Laast, leikstjóri Batman Live, í viðtali við BBC.

Til Íslands í þriðja sinn

Þýski plötusnúðurinn Stephan Bodzin spilar á Nasa miðvikudaginn 20. apríl. Hann er að koma hingað í þriðja sinn. Bodzin er þekktur fyrir að spila mínímalíska teknótónlist. Aðrir sem koma fram á Nasa eru Oculus, Steffan J, Mr. Cuellar og Balrock. Miðasalan er í Mohawks í Kringlunni og kostar 2.500 krónur.

Aukakílóin hrynja af skokkandi útgáfustjóra

Eiður Arnarsson, útgáfustjóri afþreyingarfyrirtækisins Senu, hefur misst þrettán kíló síðan hann byrjaði að stunda langhlaup í september ásamt eiginkonu sinni. Hann stefnir á að hlaupa hálfmaraþon (21 km) í Reykjavíkurmaraþoninu í haust.

Uppstokkun á FM 957

„Ég vil ekki gefa mikið upp, en það eru stórir hlutir að gerast á FM,“ segir Heiðar Austmann, dagskrárstjóri FM 957.

Aðdáendur Coldplay fara ekki alla leið

Aðdáendur bresku hljómsveitarinnar Coldplay eru ólíklegastir allra tónlistaraðdáenda til að stunda kynlíf á fyrsta stefnumóti. Könnun vefsíðunnar Tastebuds.fm leiðir þetta í ljós, en vefsíðan leiðir saman fólk eftir tónlistarsmekk.

Danski prinsinn á kvennafari

Danskir fjölmiðlar fara nú mikinn vegna myndbands sem sýnir Friðrik krónprins láta vel að konu á skemmtistað nokkrum dögum fyrir skírn tvíbura hans.

Með ævintýralegt húðflúr af Mjallhvíti

Ég er sérstakur aðdáandi Disney-teiknimyndanna og hef alla tíð horft mikið á fyrstu teiknimynd Disney; Mjallhvíti,“ segir Eyrún Helga Guðmundsdóttir klippari. Hún skartar litskrúðugu húðflúri af aðalpersónum teiknimyndarinnar Mjallhvítar og vekur mikla athygli fyrir vikið. "Ég vinn sem klippari, er til dæmis að klippa þættina Makalaus núna. Ég er útskrifuð úr Kvikmyndaskóla Íslands, teikna mikið sjálf og langaði að fá mér tattú sem væri fullt af litum og fallegum persónum, eins og ævintýrið um Mjallhvíti hefur.“ Jón Páll Halldórsson húðflúrmeistari hjá Íslenzku húðflúrstofunni sá um verkið. "Ég treysti Jóni Páli vel þannig að ég var ekkert stressuð, en ég hefði ekki treyst öðrum til að gera þessa mynd, það er mjög gott að vinna með honum. Jú, þetta hefur vakið mikla athygli og fólki finnst ótrúlegt að hægt sé að gera tattú að svona miklu listaverki, með þessum skyggingum. Tattúlistin hefur nefnilega þróast svo mikið síðustu árin, með betri nálum og tækni.“

Rússneskt og yfirdrifið

Mercedes Benz-tískuvikunni sem haldin var í Rússlandi, í höfuðborginni Moskvu, lauk í gær. Tískusýningin er sú stærsta í Austur-Evrópu en þar eru sýndar tískulínur upprennandi rússneskra tískuhönnuða auk alþjóðlegra hönnuða. Sýningarnar voru af mismunandi toga, allt frá lágstemmdum klassískum flíkum og upp í yfirdrifnar múnderingar.

Hjálmar spila fyrir íslenska keppendur

Hljómsveitin Hjálmar heldur tónleika til styrktar íslenskum keppendum á Special Olympics 2011. Tónleikarnir fara fram á Nasa á föstudaginn. Sérstakur gestur verður hljómsveitin Valdimar. Meðlimir Hjálma vilja koma því á framfæri að þeim þykir afskaplega vænt um að fá að standa fyrir þessum tónleikum og hjálpa þannig einstöku íslensku íþróttafólki að láta draum sinn rætast. Miðaverð er kr. 1.500 og renna peningarnir óskiptir til ferðarinnar. Miðasala er við innganginn. Húsið verður opnað kl. 21 og tónleikarnir hefjast kl. 22.

Upprennandi dansstjörnur

Meðfylgjandi myndir voru teknar á danssýningu á vegum dansskólans DanceCenter en skólinn hefur það að markmiði að kenna krökkum á öllum aldri sem hafa ástríðu fyrir dansi að dansa. Eins og framkvæmdastjóri skólans Nanna Ósk Jónsdóttir segir: Með dansafli er vísað til jákvæðra áhrifa sem dansinn hefur á líkama og sál og þeirri gleði sem hann gefur þeim, sem hann stundar.

Sigtryggur gerir sjónvarpsþátt

„Ég afþakkaði þessa beiðni fyrst ákaflega pent og langaði eiginlega ekkert að gera einhvern stúdíóþátt. En óskin kom frá FTT þar sem séra Frímann [Jakob Frímann Magnússon] ræður ríkjum og maður getur ekki svo auðveldlega sagt nei við hann. Þannig að lendingin varð sú að við gerðum þennan þátt í hljóðveri,“ segir Sigtryggur Baldursson, tónlistarmaður og verðandi sjónvarpsstjarna.

Finna ekki fólk í kviðdóm

Fjölmiðlar búa sig undir mikið fár þegar réttarhöld yfir Conrad Murray, lækni Michaels Jackson, hefjast. Erfiðlega gengur að finna fólk í kviðdóm.

Ætla að reyna aftur

Leikkonan Michelle Williams og leikstjórinn Spike Jonze hafa verið að stinga saman nefjum aftur, rúmu ári eftir að þau slitu sambandi sínu. Parið tók fyrst saman sumarið 2008 en leiðir þeirra skildu ári síðar.

Ætlar að flytja Reðursafnið til Reykjavíkur

„Ég á þrjár dætur og einn son og það voru allir sammála um að hann tæki við þessu þegar ég hætti,“ segir Sigurður Hjartarson, stofnandi og starfsmaður Reðasafnsins á Húsavík.

Ekki veikan blett að finna

Upptökum á fjórðu plötu Geirs Ólafssonar lauk fyrir skömmu í Kaliforníu. 22 hljóðfæraleikarar komu við sögu og stóðu upptökur yfir í þrjá og hálfan tíma.

Eignast barn með dóttur Stewarts

Ein stærstu tíðindin í heimi fræga og ríka fólksins eru þau að Kimberly Stewart er ólétt. Það eitt og sér er auðvitað ekki fréttaefnið heldur sú staðreynd að pabbinn er Óskarsverðlaunaleikarinn Benicio Del Toro. Og þau tvö eru ekki par. Og hafa engar háleitar hugmyndir um að verða par í nánustu framtíð.

Gyrðir: Frelsið mikilvægast listamönnum

Gyrðir Elíasson hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir bókina Milli Trjánna en tilkynnt var um verðlaunin í Osló í morgun. Gyrðir mun taka á móti verðlaununum á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í nóvember og segir þetta stóran dag í sínu lífi.

Gefa út nýja veftímaritið Bast Magazine

Nýtt vefrit, Bast Magazine, fór í loftið um helgina. Á bak við ritið standa Hafrún Alda Karlsdóttir, Íris Dögg Einarsdóttir og Sif Kröyer. Að sögn Sifjar, ritstjóra vefritsins, höfðu allar stúlkurnar gengið með þessa hugmynd í maganum í nokkra stund en hjólin fóru fyrst að snúast þegar þær hlutu peningastyrk frá Dansk Islandsk Fond. „Styrkurinn gerði það að verkum að við gátum leigt atvinnuhúsnæði og komið undir okkur fótunum. Þetta gerði það einnig að verkum að við fengum aukið sjálfstraust því styrkveitingin sýndi að fleiri höfðu trú á þessu verkefni með okkur,“ útskýrir hún.

Gogoyoko.com hélt partý

Meðfylgjandi myndir voru teknar á veislu sem tónlistarveitan Gogoyoko.com hélt á veitingahúsinu Hvíta perlan til að fagna frábærum árangri síðunnar undanfarið. Fólk úr tónlistarbransanum, vinir, velunnarar og aðdáendur síðunnar gerðu sér glaðan dag eins og sjá má á myndunum.

Vesturport á vöktum í Pétursborg

"Þetta er náttúrulega bara bilun,“ segir Gísli Örn Garðarsson, einn af forsvarsmönnum leiklistarhópsins Vesturport. Yfir fimmtíu manna hópur frá Vesturporti og Borgarleikhúsinu flaug til St. Pétursborgar í gær en þar mun afhending evrópsku leiklistarverðlaunanna fara fram 17. apríl.

Skilnaðurinn særði Evu Longoria

Eva Longoria ræddi í fyrsta skipti skilnaðinn við Tony Parker, leikmann NBA-liðsins San Antonio Spurs, í þætti Piers Morgan á CNN. Leikkonan viðurkenndi að skilnaðurinn hefði sært hana afar mikið.

Rokkarar skoða fossa, hljóðver og plötubúðir

Reykjavík Music Mess verður haldin í fyrsta sinn um næstu helgi. Aðalnúmerið er bandaríska rokksveitin Deerhunter. Meðlimir sveitarinnar ætla að taka sér nokkurra daga frí á Íslandi í kringum hátíðina. Planið er að skoða náttúruperlur, hljóðver og grúska í plötubúðum.

Reykjavík síðdegis sendi út í gegnum síma

Reykjavík síðdegis hélt til Hamborgar í samstarfi við Icelandair, föstudagsmorgun en Icelandair er að hefja beint flug þangað nú í vor. Það sem merkilegt þykir er að þátturinn var sendur út í gegnum síma. Við ákváðum að prófa nýja tækni að þessu sinni en hún gengur út á að nota Iphone sem útsendingartæki. Tilraunin heppnaðist fullkomlega og ótrúlegt að hægt sé að senda út heilan útvarpsþátt á borð við Reykjavík síðdegis í gegnum Iphone síma. Síminn er tengdur inn á þráðlaust net sem er að finna ansi víða og hann sér svo um að tengja sig við höfuðstöðvarnar í Skaftahlíð. En þetta er framtíðin og heimurinn minnkar skuggalega mikið þegar maður upplifir svona framfarir í samskiptatækninni, svaraði Kristófer Helgason útvarpsmaður spurður út í útsendinguna frá Hamborg.

Sólóferill í biðstöðu

Fergie, hin þokkafulla söngkona Black Eyed Peas, hefur ákveðið að leggja sólóferilinn til hliðar um stundarsakir. Hana langar einfaldlega að eyða meiri tíma með manninum sínum, Hollywood-leikaranum Josh Duhamel. Fergie gaf út sína fyrstu sólóskífu 2006 og seldi ríflega sex milljónir eintaka af The Dutchess. „Það eru mörg verkefni á borðinu hjá mér og þetta ár mun snúast alfarið um að reyna að einfalda aðeins hlutina og veita þeim hlutum athygli auk þess sem mig langar til að eyða meiri tíma með manninum mínum,“ segir Fergie í samtali við Access Hollywood.

Konunglegt brúðkaup á tveimur stöðvum

"Jú, ég er búin að fallast á að lýsa þessu fyrir Stöð 2. Við erum ekki búin að ákveða öll smáatriði en þetta verður örugglega mjög skemmtilegt,“ segir Hildur Helga Sigurðardóttir blaðamaður.

Jóhannes orðinn hrikalegur

"Ég verð Jóhannesi innan handar ef það vakna spurningar um líkamsrækt. Og ef mig vantar upplýsingar um leik og leikræna tilburði þá get ég alltaf leitað til Jóhannesar. Það verður gott samstarf okkar á milli á tökustað,“ segir Egill "Gillz“ Einarsson. Tökur á kvikmyndinni Svartur á leik hefjast seinna í þessum mánuði en myndin er byggð á samnefndri bók Stefáns Mána um undirheima Reykjavíkur.

Bara vinir... glætan!

Leikararnir Sean Penn, 50 ára, og Scarlett Johannson, 26 ára, skokkuðu í Malibu í Kaliforníu síðasta sunnudag ásamt leikaranum Owen Wilson eins og sjá má á myndunum. Sean og Scarlett hafa verið að stinga saman nefjum um nokkurt skeið en þau halda því fram að þau séu bara vinir. Tímaritið The Enquirer heldur því hinsvegar fram að sambandið er öllu nánara en það og að Sean sé orðinn svo stjórnsamur að Scarlett þoli ekki lengur við. Hann heimsækir elskuna sína á tökustað kvikmyndarinnar We Bought a Zoo daglega og fellur hegðun hans ekki í kramið hjá samstarfsfélögum Scarlett. "Hann verður fúll út í hvern þann mann sem svo mikið sem horfir í áttina að Scarlett og heimtar að starfsfólkið sinni öllum hennar þörfum. Ef Scarlett er svöng þá sendir Penn einhvern á næsta veitingastað til að ná í mat handa henni. Ef honum finnst eitthvað að förðuninni fær hann sminkurnar til að laga það. Þetta er allt mjög einkennilegt," var haft eftir innanbúðarmanni.

Samvinnuþýður við ljósmyndara

Bandaríski leikarinn Matthew McConaughey viðurkennir að þótt honum þyki ágangur paparazza-ljósmyndara óþolandi hefur hann sætt sig við að þurfa að umgangast þá.

Úps þetta hefur verið sárt

Meðfylgjandi myndskeið sýnir þegar Lady Gaga datt ofan af píanói á miðjum tónleikum í Houston. Eins og sjá má stóð söngkonan skjótt upp aftur og lét sem ekkert væri.

Gjafmild stjarna

Eftir sambandsslitin við Justin Timberlake hefur leikkonan Jessica Biel ákveðið að losa sig við allar gjafirnar sem hann hafði gefið henni í gegnum tíðina.

Afar hrifin hvort af öðru

Tímaritið Star greinir frá því að sést hafi til Gwyneth Paltrow og Matthews Morrison snæða saman kvöldverð í London í lok mars. Eftir matinn færði parið sig yfir á Grosvenor House-hótelið þar sem þau sátu að snakki fram á nótt.

Vó þetta er magnað

Meðfylgjandi myndskeið tók Sveinbi hjá Superman.is á laugardaginn síðasta þegar Íslandsmet í svokallaðri hraðlest var slegið á veitingahúsinu Hressó. Í umræddri hraðlest voru hvorki meira né minna en 170 skot-glösum raðað ofan á önnur 170 glös og þegar fyrsta glasið fellur þá dettur hvert glasið af öðru ofan í stærra glasið og útkoman verður kokteill. Sjón er sögu ríkari!

Taka þátt í danskri götuhátíð

Íslendingabarinn Salonen mun taka þátt í Distortion-hátíðinni sem fram fer í Kaupmannahöfn nú í sumar. Hátíðin stendur yfir í fjóra daga og skiptast ólíkir bæjarhlutar á að halda götuskemmtun þar sem íbúar, verslunarrekendur og tónlistarmenn koma saman og gera sér glaðan dag.

Ömmur og afar, frænkur og frændur plötuð í pössun

"Þetta er ákaflega barnmargur hópur og því var þetta mikið púsluspil,“ segir Sigrún Sól, eiginkona Pálma Sigurhjartarsonar. Pálmi er Eurovision-sveitinni Vinir Sjonna sem flytur lagið Coming Home eftir Sigurjón heitinn Brink við texta Þórunnar Ernu Clausen. Eiginkonur fimm Eurovision-faranna ætla að fara til Düsseldorf og styðja við bakið á sínum mönnum en Gunnar Ólason er sá eini sem er einn. "Hann á víst einhvern bangsa sem strákunum er tíðrætt um,“ grínast Sigrún Sól með.

Heiðurshnakki þénar milljarða

Sjónvarps-og útvarpsmaðurinn Ryan Seacrest verður launahæsta raunveruleikaþáttastjarna heims á þessu ári. Talið er að Seacrest muni þéna 55 milljónir Bandaríkjadala eða rúmlega sex milljarða íslenskra króna. Seacrest er með einn vinsælasta útvarpsþátt Bandaríkjanna, er auðvitað kynnir í American Idol og hefur verið að framleiða sjónvarpsefni samkvæmt Hollywood Reporter.

Liam lofaður

Leikarinn Liam Neeson hefur trúlofast kærustu sinni, Freyu St. Johnston, ef marka má fréttir tímaritsins The National Enquirer. Eitt og hálft ár er síðan eiginkona Neesons, leikkonan Natasha Richardson lést.

Kempur frá Malí og Kúbu spila í Hörpunni

Afrocubism, stórsveit tónlistarmanna frá Kúbu og Malí leikur á tónleikum í Hörpu hinn 28. júní í sumar. Það er Þorsteinn Stephensen hjá Hr. Örlygi sem stendur að tónleikunum.

Frekar gaman hjá þessu liði

Eins og meðfylgjandi myndir sýna leiddist liðinu ekki á skemmtistöðunum Bankinn, Hvíta Perlan, Oliver og Hessó um helgina. Sumir girtu niður um sig á meðan aðrir brostu blítt. Sveinbi ljósmyndari hjá Superman.is tók myndirnar.

Sjá næstu 50 fréttir