Fleiri fréttir Orlando vill ögrandi hlutverk Orlando Bloom finnst skemmtilegast að leika persónur sem ögra honum sem leikara. "Ef handritið er mjög gott, persónan vel skrifuð og fólkið sem kemur nálægt myndinni áhugavert þá tek ég að mér hlutverkið,“ sagði Bloom. 21.3.2011 22:00 Foo Fighters vilja ekki vera í Glee Tónlistarmaðurinn Dave Grohl er lítið hrifinn af sjónvarpsþáttunum Glee og mun sjálfur ekki gefa leyfir fyrir því að lög með hljómsveit hans, Foo Fighters, verði flutt í þáttunum. 21.3.2011 21:30 Opnar vefsíðu fyrir hármódel Anna Sigríður Pálsdóttir hárhönnuður hefur komið á laggirnar fyrstu íslensku vefsíðunni þar sem hárgreiðslufólk getur á auðveldan og fljótlegan hátt fundið fyrirsætur fyrir ýmis verkefni. „Hugmyndin að síðunni kom til þegar ég var að vinna að eigin hárlínu í fyrra og ein fyrirsætan forfallaðist á síðustu stundu. Það er ekkert hlaupið að því að finna nýja fyrirsætu með svipað hár með engum fyrirvara og ég fór að spá í því af hverju það væri ekki til síða sem þessi til að auðvelda manni lífið og spara tíma og fyrirhöfn," útskýrir Anna Sigríður, eða Anna Sigga eins og hún er oftast kölluð. 21.3.2011 20:00 Íslensk menning slær í gegn í París Menningarhátíðinni Air d‘Islande lauk í París í gær. Lay Low, Hjaltalín og Feldberg héldu tónleika á einum þekktasta tónleikastað Parísar, Flèche d‘Or, og voru gestir um 500 talsins. Að sögn skipuleggjenda fengu íslensku sveitirnar frábærar viðtökur og komust ekki allir að sem vildu. 21.3.2011 19:00 Bæ bæ baugar (nei þetta er ekki enn ein bótox fréttin) Helga Emilsdóttir förðunarfræðingur hjá Bobbi Brown í Lyf og heilsu í Kringlunni sýnir í meðfylgjandi myndskeiði hvernig hægt er að afmá dökkar línur og bauga í kringum augun á auðveldan máta með hyljara frá snyrtivöruframleiðandanum La Mer. Veitið athygli hvernig fyrirsætan Marentza Poulsen lítur út í byrjun myndskeiðsins, þ.e. áður en Helga setur hyljarann í kringum augun hennar. Útkoman er vægast sagt frábær. 21.3.2011 18:10 Tölvunirðir heyja einvígi í skák og boxi "Ég fer óhræddur í þennan bardaga,“ segir Björn Jónsson. Tveir starfsmenn í þrívíddarteymi tölvuleikjafyrirtækisins CCP, þeir Björn og Daníel Þórðarson, ætla að keppa í skákhnefaleikum í Laugardalshöll næstkomandi föstudag, 25. mars, á Fanfest-aðdáendahátíð tölvuleiksins EVE online. Hið áhugaverða er að Björn er með 2039 Elo-stig en hefur aldrei keppt í hnefaleikum en Daníel varð Íslandsmeistari í hnefaleikum árið 2009 en er aftur á móti með engin Elo-stig. 21.3.2011 14:30 Stíf dagskrá hjá Shia 21.3.2011 14:00 Sendir spilara á stærsta pókermót heims „Þetta er það stærsta sem hefur verið gert í pókernum hérlendis og jafnvel þótt víðar væri leitað,“ segir pókerkóngurinn Davíð Rúnarsson, Dabbi Rú, á Gullöldinni í Grafarvogi. 21.3.2011 13:00 Safna fé fyrir fórnarlömb Fjöldi tónlistarmanna og hljómsveita um heim allan ætlar að láta gott af sér leiða vegna hamfaranna í Japan. 21.3.2011 12:30 Allir í stuði og svona Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndarinn Sveinbi hjá Superman.is á tónleikum Dr Spock með Haffa Haff og Playboy-partýinu á veitingahúsinu Nasa um helgina. Eins og myndirnar sýna var gleðin alls ráðandi. Þá leiddist liðinu heldur ekki á veitingahúsunum Hressó og Hvíta Perlan. 21.3.2011 09:59 Framleiða kvikmynd Breska hljómsveitin Coldplay tekur þátt í fjármögnun kvikmyndarinnar Ashes með Ray Winstone í aðalhlutverki. Um spennumynd er að ræða sem Mat Whitecross, sem hefur leikstýrt mörgum myndböndum fyrir Coldplay, mun leikstýra. Söngvarinn Chris Martin og félagar verða einnig titlaðir sem meðframleiðendur myndarinnar. Ekki hefur verið ákveðið hvenær ræman kemur út. Coldplay er þessa dagana að taka upp sína nýjustu plötu. Tvö ár eru liðin síðan sú síðasta, Viva la Vida or Death and All His Friends, kom út. 21.3.2011 09:00 Frægir láta gott af sér leiða Popparinn Alan Jones lætur gott af sér leiða og efnir til Stjörnuleiks í körfubolta til að safna fé fyrir krabbameinssjúk börn. 20.3.2011 18:00 Eigandinn fundinn Í dag sótti Anna Helen, 9 mánaða hundinn sinn, Starsky, sem er af tegundinni Siberian Husky, en hann strauk af heimili sínu í Skerjafirði eldsnemma í morgun. Það var stuttu eftir að myndskeiðið af týndum Starsky birtist á Visi að Anna Helen sótti hann til fólksins sem fann hann á ráfi um Hliðarhverfi Reykjavíkur. Anna Helen vinnur nálægt Hlíðunum sem gæti verið ástæðan fyrir því að Starsky ráfaði þar um. Meðfylgjandi má sjá fagnaðarfundinn. 20.3.2011 16:06 Öskumyndband fær athygli Tónlistarmyndband hljómsveitarinnar Vigra hefur vakið athygli erlendis. Það var tekið upp við rætur Eyjafjallajökuls síðasta sumar. 20.3.2011 13:00 Hundur leitar eigandans - látið berast Ungur Siberian Husky hundur sem sjá má í myndskeiðinu fannst í Hlíðarhverfi í Reykjavík fyrir tæpri stundu. Hann er ómerktur, með gula ól um hálsinn. Hann er óöruggur en greinilega vel upp alinn. Hann er í góðum höndum og það er búið að láta lögreglu vita. Vinsamlegast aðstoðið okkur að finna eiganda hundsins með því að láta myndskeiðið berast áfram. Hafið samband við fréttastofu stöðvar Stöðvar 2 og Visis í síma: 5125200. 20.3.2011 12:40 Sungið fyrir heimilislausa og svanga Íslendinga (já þú last rétt) Tónleikar til styrktar Kaffistofu Samhjálpar, sem gefur svöngum Íslendingum mat, voru haldnir í Háskólabíó í gærkvöldi. Það var áberandi góð stemning á meðal listamannanna baksviðs, á sviðinu og á meðal áhorfenda út í sal eins og myndirnar sýna en allir voru staðráðnir í að legga sitt af mörkum til að hjálpa heimilislausum sem leita í miklum mæli til Kaffistofu Samhjálpar. Ellen Kristjáns og Pétur Hallgríms, Hjálmar, Sniglabandið, Fjallabræður, Ferlegheit, Siggi Kafteinn, Blússveit Þollýar, KK og UNG komu fram. Þrátt fyrir að Reykjavíkurborg styðji Samhjálp í húsaleigumálum og birgjar séu örlátir þá vantar fjármagn og þess vegna var ákveðið að efna til tónleikanna sem voru vel sóttir. Samsala.is (styrkarfélag Smahjálpar). 20.3.2011 10:25 Fagnar tíu ára afmæli Brettafélag Íslands fagnar tíu ára afmæli sínu í dag með mikilli hátíð. Frá klukkan 13 til 17 stendur félagið fyrir svokölluðu Jibb‘n skate. Þá er keppt á hjólabrettum á yfirbyggðum palli og svo á snjóbrettum þar sem notast er við handrið og rör. Þetta fer fram á Laugavegi 56, í Nikita-garðinum. Samhliða þessu mun Brettafélagið standa fyrir uppboði á munum sem velunnarar félagsins hafa gefið. Allur ágóði uppboðsins rennur óskiptur til Péturs Kristjáns Guðmundssonar, sem lamaðist fyrir neðan mitti þegar hann lenti í slysi í Austurríki 1. janúar og er í hjólastól. Um kvöldið verða afmælistónleikar Brettafélagsins á Dillon þar sem hljómsveitirnar Morgan Kane og Mighty Good Times koma fram. 20.3.2011 10:00 Gaga tískugoð ársins Mörgum kom að óvörum að Lady Gaga skyldi vera valin tískugoð ársins þegar Fatahönnunarráð Bandaríkjanna sendi út tilnefningar til fatahönnunarverðlaunanna þar í landi á miðvikudagskvöld. 20.3.2011 10:00 Dúett með Doom Thom Yorke, söngvari Radiohead, er að vinna að nýrri plötu með bandaríska rapparanum Doom. „Við erum að vinna að nokkrum dúettum,“ sagði Doom. Þetta er á byrjunarstigi en við munum örugglega taka upp stóra plötu saman.“ Yorke er mikill aðdáandi rapparans og endurhljóðblandaði lag hans, Gazzillion Ear, fyrir tveimur árum. Yorke hefur unnið með fleirum að undanförnu því stutt er síðan hann tók upp smáskífulag með Four Tet og Burial. Skömmu áður tróð hann óvænt upp sem plötusnúður á klúbbi í Los Angeles. Nýjasta plata Radiohead, The King of Limbs, kom út í síðasta mánuði. 19.3.2011 17:00 Stern er ekki sama Hinn umdeildi útvarpsmaður Howard Stern prýðir forsíðu næsta tölublaðs Rolling Stone og ræðir meðal annars um skilnað sinn og seinna hjónaband sitt. Hann talar einnig um hegðun leikarans Charlie Sheen sem hann sagðist heillaður af. 19.3.2011 16:00 Dæmir ekki aðra Leikkonan Claire Danes sagði í nýlegu viðtali að fólk ætti að varast það að dæma aðra og þá sérstaklega konur sem kjósa að fara í lýtaaðgerðir. 19.3.2011 14:30 Umhverfis jörðina: Ferðaþreytan segir til sín í Pakistan Sighvatur Bjarnason heldur áfram ferð sinni umhverfis jörðina á 80 dögum til styrktar Umhyggju. Hann er nú kominn yfir til Pakistan og fer meðal annars til borgarinnar Karachi sem hann segir þá brjáluðustu sem hann hefur komið til. Þá tekur við 30 klukkustunda rútuferð í gegnum Pakistan. 19.3.2011 13:30 Stuð á Lebowski-hátíð Ari Lár Valsson bar sigur úr býtum í búningakeppni sem var haldin í tengslum við hina árlegu Big Lebowski hátíð í Keiluhöllinni á dögunum. Ari Lár mætti sem brjálaður Eagles-leigubílstjóri sem kemur fram í myndinni Big Lebowski. Ari var duglegur við að spila Eagles-lög allt kvöldið úr hátalara sem var tengdur við iPod-spilara sem hann var með í farteskinu, auk þess sem hann vitnaði óspart í leigubílstjórann. Alls mættu 110 manns á hátíðina, mun fleiri en í fyrra þegar 65 mættu. Allar 22 keilubrautirnar voru notaðar og skemmtu gestir sér konunglega. 19.3.2011 13:00 Costner í Súperman Leikstjórinn Zach Snyder hefur staðfest að Kevin Costner mun leika í nýrri kvikmynd hans Súperman. Orðrómur sem hefur verið uppi um að Costner taki að sér hlutverk Jonathans Kent, föður ofurmennisins Clarks Kent, hefur nú verið staðfestur. „Jonathan Kent er eina föðurímyndin sem Clark átti. Hann hjálpaði Clark að skilja hvernig hann ætti að haga sér sem Súperman,“ sagði Snyder. „Kevin mun sýna hinn hægláta styrk sem þessi bandaríski sveitamaður hafði yfir að ráða sem föðurímynd mestu hasarhetju allra tíma.“ Diane Lane leikur móður Súpermans en ofurmennið sjálft leikur Henry Cavill. 19.3.2011 11:00 Fjársjóðsleitin vinsæl hjá ungu kynslóðinni Meðfylgjandi myndir tók Gullý Magg á frumsýningu barnaleikritsins Fjársjóðsleit með Ísgerði í leikhúsinu Norðurpóllinn á Seltjarnarnesi. Frumsýningargestir nutu sýningarinnar sem gengur út á að finna fjársjóð í nánu samstarfi við leikarana Ísgerði Elfu Gunnarsdóttur og Magnús Guðmundsson. Sjá nánar á midi.is og Facebook. 19.3.2011 10:30 Armani hannar fyrir Martin Tískumógúllinn Giorgio Armani ætlar að hanna fötin sem Ricky Martin og aðstoðarfólk hans mun klæðast á væntanlegri tónleikaferð söngvarans. 19.3.2011 10:15 Dylan til Víetnams Bob Dylan ætlar að spila á sínum fyrstu tónleikum í Víetnam í næsta mánuði. Tónlistarmaðurinn ætlar að spila á átta þúsund manna stað hinn 10. apríl og verður þar vafalítið troðfullt af gestum. 19.3.2011 10:00 Ekki spennt fyrir eigin brúðkaupi Söngkonan Jessica Simpson trúlofaðist unnusta sínum, fyrrum íþróttamanninum Eric Johnson, eftir aðeins sex mánaða samband. Parið hefur þó ekki ákveðið brúðkaupsdaginn sjálfan og er það farið að valda Johnson áhyggjum. 19.3.2011 10:00 Rikka selur fötin sín í Kolaportinu í dag "Við munum selja föt, skó og alls kyns glingur sem við höfum sankað að okkur í gegnum tíðina," stendur meðal annars í viðburðatilkynningu á Facebook sem þær Friðrika Hjördís Geirsdóttir fjölmiðlakona með meiru og vinkona hennar Svana Friðriksdóttir almannatengill standa fyrir. Vinkonurnar verða með sölubás fullan af spennandi fatnaði og fylgihlutum í Kolaportinu í dag í bás 2B. Sjá viðburðinn hér. 19.3.2011 09:00 Vikulöng trailer-keppni milli Audda og Sveppa á Vísi Félagarnir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson voru með metnaðarfullan þátt af Audda & Sveppa á Stöð 2 í kvöld þar sem þemað var kvikmyndir. Hápunktar þáttarins voru án efa frumsýning tveggja sýnishorna úr ímynduðum kvikmyndum. Sveppi gerði sýnishorn úr margslungnum sálfræðitrylli, Chroma Key, og Auddi bauð upp á harðsoðinn spennutrylli, Leynilögga. 18.3.2011 21:38 Fær ógeðfelldar hótanir á netinu „Ég vona að þú skerir þig.." er á meðal skilaboðanna sem þrettán ára Rebecca Black söngkona frá Anaheim í Kaliforníu fær frá netnotendum. Eftir að Rebecca birti myndband sitt við lagið Friday á Youtube 10. febrúar síðastliðinn hefur það verið skoðað yfir 16 milljón sinnum. Flestir halda því fram að lagið sé hræðilegt. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá viðtal sem var tekið við Rebeccu í sjónvarpsþættinum Good Morning America um þessa gríðarlegu athygli og umtal sem hún hefur hlotið undanfarið. Þá biður hún söngvarann Justin Bieber í lok viðtalsins að syngja með sér dúett. 18.3.2011 17:05 Sumir skemmtu sér betur en aðrir Meðfylgjandi myndir voru teknar á Enska barnum en þar fögnuðu menn og konur St. Patricksdeginum. Liðinu leiddist ekki að gleðjast á fimmtudegi eins og myndirnar sýna greinilega... 18.3.2011 16:24 Þessi kann að feika fullnægingu "Ég hef alveg fengið það betra," sagði Jóel Sæmundsson einn af leikurum í sjónvarpsþáttum Tobbu Marínós, Makalaus, spurður hvernig honum fannst að kyssa aðalleikkonuna Lilju Katrínu Gunnarsdóttur sem fer með hlutverk Lilju aðalpersónu þáttanna. 18.3.2011 15:10 Kvensamur Cooper Tímaritið Star heldur því fram að leikarinn Bradley Cooper hafi haldið framhjá kærustu sinni, leikkonunni Renée Zellweger með engri annarri en Jessicu Biel, fyrrum kærustu Justins Timberlake. 18.3.2011 13:00 Twilight stjarna á lausu Söngvarinn Joe Jonas, 21 árs, og Twilight stjarnan, leikkonan Ashley Greene, 24 ára, eru hætt saman. Parið byrjaði að hittast í fyrra sumar en um var að ræða sameiginlega ákvörðun ef marka má yfirlýsinguna sem þau sendu frá sér. Söngvarinn, sem hefur átt í ástarsambandi við Taylor Swift, Camilla Belle, og Demi Lovato, lét hafaf eftir sér um Ashley: Ég verð að setja mínar eigin tilfinningar og langanir í fyrsta sætið og hún skilur að ég hef rosalega mikið að gera." 18.3.2011 12:30 Alltaf varkár í ástarmálum Reese Witherspoon stígur varlega til jarðar þegar kemur að ástarsamböndum. Leikkonan er trúlofuð umboðsmanninum Jim Toth og undirbúningur fyrir brúðkaupið er í fullum gangi. 18.3.2011 12:00 Hurts-drengir vilja tíu hvítar rósir Tíu hvítar rósir eru á meðal þess sem meðlimir hljómsveitarinnar Hurts fara fram á að bíði þeirra í búningsherberginu á tónleikum þeirra á Íslandi. 18.3.2011 11:00 Einleikurinn Afinn til útlanda Einleikurinn Afinn er á leiðinni á fjalirnar á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Skrifað verður undir samninga um réttinn á einleiknum á næstunni. Fyrsta sýningin verður í Svíþjóð á næsta ári. 18.3.2011 11:00 Alls ekki horfa ef þú gleymdir að fá þér morgunmat Tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst sendi frá sér myndband í dag við lagið Yeah, yeah, yeah, eftir hann sjálfan og frænda sinn, Barða Jóhannson úr Bang Gang. Við gerð myndbandsins bauð Daníel í kökuboð heim til sín nokkrum hressum konum sem dansa reglulega kántrídans hjá Danssmiðjunni ásamt því að fengnir voru þeir Jón Rósmann og sonur hans Blær til að leika hlutverk. Niðurstaðan er hið skemmtilegasta myndband um mann sem mætir í kökuboðið, spilar á orgel og allt fer í stuð eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Daníel klippti myndbandi saman sjálfur en um upptökur sá Bjarni Grímsson og leikstjóri var Valgeir Magnússon. 18.3.2011 10:15 Afmynduð eftir fótósjopp fyllerí Í meðfylgjandi myndaalbúmi má greinilega sjá að vinstri síðan á fyrirsætunni Candice Swanepoel er í ólagi því búið er að afmynda hana svo vægt sé til orða tekið með aðstoð tölvutækninnar. Um er að ræða Victoria´s Secret baðfatnað. 18.3.2011 09:41 Lét drauminn rætast og gerði plötu með pabba "Þetta er hlutur sem ég þurfti að gera áður en ég varð þrítugur," segir Oddur Snær Magnússon, sonur tónlistarmannsins Magnúsar Kjartanssonar. 18.3.2011 09:00 Semur við One Little Indian Nýjasta plata tónlistarmannsins Kalla kemur út á erlendri grundu í maí. Hann hefur samið við breska plötufyrirtækið One Little Indian. 18.3.2011 08:00 Þrettán ára stelpa slær í gegn með hræðilegu lagi Fyrir nokkrum dögum vissu fáir hver Rebecca Black var, en í dag á hún eitt vinsælasta myndbandið á Youtube við lagið Friday. Lagið er hræðilega slæmt, hræðilega sungið og virðist ætla að þéna hræðilega mikið af peningum fyrir Black. 18.3.2011 07:00 Banatilræði við hasarmyndina Eftir svona bíóferð langar mig helst að setja upp snobbskeifuna og lýsa því yfir að hasarmyndir séu dauðar. Það væri þó ekki alveg sanngjarnt því að þrátt fyrir almennt minnkandi gæði þeirra má enn finna einstaka fagurt blóm innan um alla njólana. En garðurinn í heild sinni er í órækt og það er kominn tími til að kantskera og slá. 17.3.2011 00:01 Cage og Perlman massa miðaldirnar Ein þeirra mynda sem er frumsýnd um helgina er ævintýramyndin Season of the Witch með Nicholas Cage og Ron Perlman í aðalhlutverki. Þess ber að geta að Atli Örvarsson samdi tónlistina fyrir myndina. 17.3.2011 21:30 Sjá næstu 50 fréttir
Orlando vill ögrandi hlutverk Orlando Bloom finnst skemmtilegast að leika persónur sem ögra honum sem leikara. "Ef handritið er mjög gott, persónan vel skrifuð og fólkið sem kemur nálægt myndinni áhugavert þá tek ég að mér hlutverkið,“ sagði Bloom. 21.3.2011 22:00
Foo Fighters vilja ekki vera í Glee Tónlistarmaðurinn Dave Grohl er lítið hrifinn af sjónvarpsþáttunum Glee og mun sjálfur ekki gefa leyfir fyrir því að lög með hljómsveit hans, Foo Fighters, verði flutt í þáttunum. 21.3.2011 21:30
Opnar vefsíðu fyrir hármódel Anna Sigríður Pálsdóttir hárhönnuður hefur komið á laggirnar fyrstu íslensku vefsíðunni þar sem hárgreiðslufólk getur á auðveldan og fljótlegan hátt fundið fyrirsætur fyrir ýmis verkefni. „Hugmyndin að síðunni kom til þegar ég var að vinna að eigin hárlínu í fyrra og ein fyrirsætan forfallaðist á síðustu stundu. Það er ekkert hlaupið að því að finna nýja fyrirsætu með svipað hár með engum fyrirvara og ég fór að spá í því af hverju það væri ekki til síða sem þessi til að auðvelda manni lífið og spara tíma og fyrirhöfn," útskýrir Anna Sigríður, eða Anna Sigga eins og hún er oftast kölluð. 21.3.2011 20:00
Íslensk menning slær í gegn í París Menningarhátíðinni Air d‘Islande lauk í París í gær. Lay Low, Hjaltalín og Feldberg héldu tónleika á einum þekktasta tónleikastað Parísar, Flèche d‘Or, og voru gestir um 500 talsins. Að sögn skipuleggjenda fengu íslensku sveitirnar frábærar viðtökur og komust ekki allir að sem vildu. 21.3.2011 19:00
Bæ bæ baugar (nei þetta er ekki enn ein bótox fréttin) Helga Emilsdóttir förðunarfræðingur hjá Bobbi Brown í Lyf og heilsu í Kringlunni sýnir í meðfylgjandi myndskeiði hvernig hægt er að afmá dökkar línur og bauga í kringum augun á auðveldan máta með hyljara frá snyrtivöruframleiðandanum La Mer. Veitið athygli hvernig fyrirsætan Marentza Poulsen lítur út í byrjun myndskeiðsins, þ.e. áður en Helga setur hyljarann í kringum augun hennar. Útkoman er vægast sagt frábær. 21.3.2011 18:10
Tölvunirðir heyja einvígi í skák og boxi "Ég fer óhræddur í þennan bardaga,“ segir Björn Jónsson. Tveir starfsmenn í þrívíddarteymi tölvuleikjafyrirtækisins CCP, þeir Björn og Daníel Þórðarson, ætla að keppa í skákhnefaleikum í Laugardalshöll næstkomandi föstudag, 25. mars, á Fanfest-aðdáendahátíð tölvuleiksins EVE online. Hið áhugaverða er að Björn er með 2039 Elo-stig en hefur aldrei keppt í hnefaleikum en Daníel varð Íslandsmeistari í hnefaleikum árið 2009 en er aftur á móti með engin Elo-stig. 21.3.2011 14:30
Sendir spilara á stærsta pókermót heims „Þetta er það stærsta sem hefur verið gert í pókernum hérlendis og jafnvel þótt víðar væri leitað,“ segir pókerkóngurinn Davíð Rúnarsson, Dabbi Rú, á Gullöldinni í Grafarvogi. 21.3.2011 13:00
Safna fé fyrir fórnarlömb Fjöldi tónlistarmanna og hljómsveita um heim allan ætlar að láta gott af sér leiða vegna hamfaranna í Japan. 21.3.2011 12:30
Allir í stuði og svona Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndarinn Sveinbi hjá Superman.is á tónleikum Dr Spock með Haffa Haff og Playboy-partýinu á veitingahúsinu Nasa um helgina. Eins og myndirnar sýna var gleðin alls ráðandi. Þá leiddist liðinu heldur ekki á veitingahúsunum Hressó og Hvíta Perlan. 21.3.2011 09:59
Framleiða kvikmynd Breska hljómsveitin Coldplay tekur þátt í fjármögnun kvikmyndarinnar Ashes með Ray Winstone í aðalhlutverki. Um spennumynd er að ræða sem Mat Whitecross, sem hefur leikstýrt mörgum myndböndum fyrir Coldplay, mun leikstýra. Söngvarinn Chris Martin og félagar verða einnig titlaðir sem meðframleiðendur myndarinnar. Ekki hefur verið ákveðið hvenær ræman kemur út. Coldplay er þessa dagana að taka upp sína nýjustu plötu. Tvö ár eru liðin síðan sú síðasta, Viva la Vida or Death and All His Friends, kom út. 21.3.2011 09:00
Frægir láta gott af sér leiða Popparinn Alan Jones lætur gott af sér leiða og efnir til Stjörnuleiks í körfubolta til að safna fé fyrir krabbameinssjúk börn. 20.3.2011 18:00
Eigandinn fundinn Í dag sótti Anna Helen, 9 mánaða hundinn sinn, Starsky, sem er af tegundinni Siberian Husky, en hann strauk af heimili sínu í Skerjafirði eldsnemma í morgun. Það var stuttu eftir að myndskeiðið af týndum Starsky birtist á Visi að Anna Helen sótti hann til fólksins sem fann hann á ráfi um Hliðarhverfi Reykjavíkur. Anna Helen vinnur nálægt Hlíðunum sem gæti verið ástæðan fyrir því að Starsky ráfaði þar um. Meðfylgjandi má sjá fagnaðarfundinn. 20.3.2011 16:06
Öskumyndband fær athygli Tónlistarmyndband hljómsveitarinnar Vigra hefur vakið athygli erlendis. Það var tekið upp við rætur Eyjafjallajökuls síðasta sumar. 20.3.2011 13:00
Hundur leitar eigandans - látið berast Ungur Siberian Husky hundur sem sjá má í myndskeiðinu fannst í Hlíðarhverfi í Reykjavík fyrir tæpri stundu. Hann er ómerktur, með gula ól um hálsinn. Hann er óöruggur en greinilega vel upp alinn. Hann er í góðum höndum og það er búið að láta lögreglu vita. Vinsamlegast aðstoðið okkur að finna eiganda hundsins með því að láta myndskeiðið berast áfram. Hafið samband við fréttastofu stöðvar Stöðvar 2 og Visis í síma: 5125200. 20.3.2011 12:40
Sungið fyrir heimilislausa og svanga Íslendinga (já þú last rétt) Tónleikar til styrktar Kaffistofu Samhjálpar, sem gefur svöngum Íslendingum mat, voru haldnir í Háskólabíó í gærkvöldi. Það var áberandi góð stemning á meðal listamannanna baksviðs, á sviðinu og á meðal áhorfenda út í sal eins og myndirnar sýna en allir voru staðráðnir í að legga sitt af mörkum til að hjálpa heimilislausum sem leita í miklum mæli til Kaffistofu Samhjálpar. Ellen Kristjáns og Pétur Hallgríms, Hjálmar, Sniglabandið, Fjallabræður, Ferlegheit, Siggi Kafteinn, Blússveit Þollýar, KK og UNG komu fram. Þrátt fyrir að Reykjavíkurborg styðji Samhjálp í húsaleigumálum og birgjar séu örlátir þá vantar fjármagn og þess vegna var ákveðið að efna til tónleikanna sem voru vel sóttir. Samsala.is (styrkarfélag Smahjálpar). 20.3.2011 10:25
Fagnar tíu ára afmæli Brettafélag Íslands fagnar tíu ára afmæli sínu í dag með mikilli hátíð. Frá klukkan 13 til 17 stendur félagið fyrir svokölluðu Jibb‘n skate. Þá er keppt á hjólabrettum á yfirbyggðum palli og svo á snjóbrettum þar sem notast er við handrið og rör. Þetta fer fram á Laugavegi 56, í Nikita-garðinum. Samhliða þessu mun Brettafélagið standa fyrir uppboði á munum sem velunnarar félagsins hafa gefið. Allur ágóði uppboðsins rennur óskiptur til Péturs Kristjáns Guðmundssonar, sem lamaðist fyrir neðan mitti þegar hann lenti í slysi í Austurríki 1. janúar og er í hjólastól. Um kvöldið verða afmælistónleikar Brettafélagsins á Dillon þar sem hljómsveitirnar Morgan Kane og Mighty Good Times koma fram. 20.3.2011 10:00
Gaga tískugoð ársins Mörgum kom að óvörum að Lady Gaga skyldi vera valin tískugoð ársins þegar Fatahönnunarráð Bandaríkjanna sendi út tilnefningar til fatahönnunarverðlaunanna þar í landi á miðvikudagskvöld. 20.3.2011 10:00
Dúett með Doom Thom Yorke, söngvari Radiohead, er að vinna að nýrri plötu með bandaríska rapparanum Doom. „Við erum að vinna að nokkrum dúettum,“ sagði Doom. Þetta er á byrjunarstigi en við munum örugglega taka upp stóra plötu saman.“ Yorke er mikill aðdáandi rapparans og endurhljóðblandaði lag hans, Gazzillion Ear, fyrir tveimur árum. Yorke hefur unnið með fleirum að undanförnu því stutt er síðan hann tók upp smáskífulag með Four Tet og Burial. Skömmu áður tróð hann óvænt upp sem plötusnúður á klúbbi í Los Angeles. Nýjasta plata Radiohead, The King of Limbs, kom út í síðasta mánuði. 19.3.2011 17:00
Stern er ekki sama Hinn umdeildi útvarpsmaður Howard Stern prýðir forsíðu næsta tölublaðs Rolling Stone og ræðir meðal annars um skilnað sinn og seinna hjónaband sitt. Hann talar einnig um hegðun leikarans Charlie Sheen sem hann sagðist heillaður af. 19.3.2011 16:00
Dæmir ekki aðra Leikkonan Claire Danes sagði í nýlegu viðtali að fólk ætti að varast það að dæma aðra og þá sérstaklega konur sem kjósa að fara í lýtaaðgerðir. 19.3.2011 14:30
Umhverfis jörðina: Ferðaþreytan segir til sín í Pakistan Sighvatur Bjarnason heldur áfram ferð sinni umhverfis jörðina á 80 dögum til styrktar Umhyggju. Hann er nú kominn yfir til Pakistan og fer meðal annars til borgarinnar Karachi sem hann segir þá brjáluðustu sem hann hefur komið til. Þá tekur við 30 klukkustunda rútuferð í gegnum Pakistan. 19.3.2011 13:30
Stuð á Lebowski-hátíð Ari Lár Valsson bar sigur úr býtum í búningakeppni sem var haldin í tengslum við hina árlegu Big Lebowski hátíð í Keiluhöllinni á dögunum. Ari Lár mætti sem brjálaður Eagles-leigubílstjóri sem kemur fram í myndinni Big Lebowski. Ari var duglegur við að spila Eagles-lög allt kvöldið úr hátalara sem var tengdur við iPod-spilara sem hann var með í farteskinu, auk þess sem hann vitnaði óspart í leigubílstjórann. Alls mættu 110 manns á hátíðina, mun fleiri en í fyrra þegar 65 mættu. Allar 22 keilubrautirnar voru notaðar og skemmtu gestir sér konunglega. 19.3.2011 13:00
Costner í Súperman Leikstjórinn Zach Snyder hefur staðfest að Kevin Costner mun leika í nýrri kvikmynd hans Súperman. Orðrómur sem hefur verið uppi um að Costner taki að sér hlutverk Jonathans Kent, föður ofurmennisins Clarks Kent, hefur nú verið staðfestur. „Jonathan Kent er eina föðurímyndin sem Clark átti. Hann hjálpaði Clark að skilja hvernig hann ætti að haga sér sem Súperman,“ sagði Snyder. „Kevin mun sýna hinn hægláta styrk sem þessi bandaríski sveitamaður hafði yfir að ráða sem föðurímynd mestu hasarhetju allra tíma.“ Diane Lane leikur móður Súpermans en ofurmennið sjálft leikur Henry Cavill. 19.3.2011 11:00
Fjársjóðsleitin vinsæl hjá ungu kynslóðinni Meðfylgjandi myndir tók Gullý Magg á frumsýningu barnaleikritsins Fjársjóðsleit með Ísgerði í leikhúsinu Norðurpóllinn á Seltjarnarnesi. Frumsýningargestir nutu sýningarinnar sem gengur út á að finna fjársjóð í nánu samstarfi við leikarana Ísgerði Elfu Gunnarsdóttur og Magnús Guðmundsson. Sjá nánar á midi.is og Facebook. 19.3.2011 10:30
Armani hannar fyrir Martin Tískumógúllinn Giorgio Armani ætlar að hanna fötin sem Ricky Martin og aðstoðarfólk hans mun klæðast á væntanlegri tónleikaferð söngvarans. 19.3.2011 10:15
Dylan til Víetnams Bob Dylan ætlar að spila á sínum fyrstu tónleikum í Víetnam í næsta mánuði. Tónlistarmaðurinn ætlar að spila á átta þúsund manna stað hinn 10. apríl og verður þar vafalítið troðfullt af gestum. 19.3.2011 10:00
Ekki spennt fyrir eigin brúðkaupi Söngkonan Jessica Simpson trúlofaðist unnusta sínum, fyrrum íþróttamanninum Eric Johnson, eftir aðeins sex mánaða samband. Parið hefur þó ekki ákveðið brúðkaupsdaginn sjálfan og er það farið að valda Johnson áhyggjum. 19.3.2011 10:00
Rikka selur fötin sín í Kolaportinu í dag "Við munum selja föt, skó og alls kyns glingur sem við höfum sankað að okkur í gegnum tíðina," stendur meðal annars í viðburðatilkynningu á Facebook sem þær Friðrika Hjördís Geirsdóttir fjölmiðlakona með meiru og vinkona hennar Svana Friðriksdóttir almannatengill standa fyrir. Vinkonurnar verða með sölubás fullan af spennandi fatnaði og fylgihlutum í Kolaportinu í dag í bás 2B. Sjá viðburðinn hér. 19.3.2011 09:00
Vikulöng trailer-keppni milli Audda og Sveppa á Vísi Félagarnir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson voru með metnaðarfullan þátt af Audda & Sveppa á Stöð 2 í kvöld þar sem þemað var kvikmyndir. Hápunktar þáttarins voru án efa frumsýning tveggja sýnishorna úr ímynduðum kvikmyndum. Sveppi gerði sýnishorn úr margslungnum sálfræðitrylli, Chroma Key, og Auddi bauð upp á harðsoðinn spennutrylli, Leynilögga. 18.3.2011 21:38
Fær ógeðfelldar hótanir á netinu „Ég vona að þú skerir þig.." er á meðal skilaboðanna sem þrettán ára Rebecca Black söngkona frá Anaheim í Kaliforníu fær frá netnotendum. Eftir að Rebecca birti myndband sitt við lagið Friday á Youtube 10. febrúar síðastliðinn hefur það verið skoðað yfir 16 milljón sinnum. Flestir halda því fram að lagið sé hræðilegt. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá viðtal sem var tekið við Rebeccu í sjónvarpsþættinum Good Morning America um þessa gríðarlegu athygli og umtal sem hún hefur hlotið undanfarið. Þá biður hún söngvarann Justin Bieber í lok viðtalsins að syngja með sér dúett. 18.3.2011 17:05
Sumir skemmtu sér betur en aðrir Meðfylgjandi myndir voru teknar á Enska barnum en þar fögnuðu menn og konur St. Patricksdeginum. Liðinu leiddist ekki að gleðjast á fimmtudegi eins og myndirnar sýna greinilega... 18.3.2011 16:24
Þessi kann að feika fullnægingu "Ég hef alveg fengið það betra," sagði Jóel Sæmundsson einn af leikurum í sjónvarpsþáttum Tobbu Marínós, Makalaus, spurður hvernig honum fannst að kyssa aðalleikkonuna Lilju Katrínu Gunnarsdóttur sem fer með hlutverk Lilju aðalpersónu þáttanna. 18.3.2011 15:10
Kvensamur Cooper Tímaritið Star heldur því fram að leikarinn Bradley Cooper hafi haldið framhjá kærustu sinni, leikkonunni Renée Zellweger með engri annarri en Jessicu Biel, fyrrum kærustu Justins Timberlake. 18.3.2011 13:00
Twilight stjarna á lausu Söngvarinn Joe Jonas, 21 árs, og Twilight stjarnan, leikkonan Ashley Greene, 24 ára, eru hætt saman. Parið byrjaði að hittast í fyrra sumar en um var að ræða sameiginlega ákvörðun ef marka má yfirlýsinguna sem þau sendu frá sér. Söngvarinn, sem hefur átt í ástarsambandi við Taylor Swift, Camilla Belle, og Demi Lovato, lét hafaf eftir sér um Ashley: Ég verð að setja mínar eigin tilfinningar og langanir í fyrsta sætið og hún skilur að ég hef rosalega mikið að gera." 18.3.2011 12:30
Alltaf varkár í ástarmálum Reese Witherspoon stígur varlega til jarðar þegar kemur að ástarsamböndum. Leikkonan er trúlofuð umboðsmanninum Jim Toth og undirbúningur fyrir brúðkaupið er í fullum gangi. 18.3.2011 12:00
Hurts-drengir vilja tíu hvítar rósir Tíu hvítar rósir eru á meðal þess sem meðlimir hljómsveitarinnar Hurts fara fram á að bíði þeirra í búningsherberginu á tónleikum þeirra á Íslandi. 18.3.2011 11:00
Einleikurinn Afinn til útlanda Einleikurinn Afinn er á leiðinni á fjalirnar á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Skrifað verður undir samninga um réttinn á einleiknum á næstunni. Fyrsta sýningin verður í Svíþjóð á næsta ári. 18.3.2011 11:00
Alls ekki horfa ef þú gleymdir að fá þér morgunmat Tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst sendi frá sér myndband í dag við lagið Yeah, yeah, yeah, eftir hann sjálfan og frænda sinn, Barða Jóhannson úr Bang Gang. Við gerð myndbandsins bauð Daníel í kökuboð heim til sín nokkrum hressum konum sem dansa reglulega kántrídans hjá Danssmiðjunni ásamt því að fengnir voru þeir Jón Rósmann og sonur hans Blær til að leika hlutverk. Niðurstaðan er hið skemmtilegasta myndband um mann sem mætir í kökuboðið, spilar á orgel og allt fer í stuð eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Daníel klippti myndbandi saman sjálfur en um upptökur sá Bjarni Grímsson og leikstjóri var Valgeir Magnússon. 18.3.2011 10:15
Afmynduð eftir fótósjopp fyllerí Í meðfylgjandi myndaalbúmi má greinilega sjá að vinstri síðan á fyrirsætunni Candice Swanepoel er í ólagi því búið er að afmynda hana svo vægt sé til orða tekið með aðstoð tölvutækninnar. Um er að ræða Victoria´s Secret baðfatnað. 18.3.2011 09:41
Lét drauminn rætast og gerði plötu með pabba "Þetta er hlutur sem ég þurfti að gera áður en ég varð þrítugur," segir Oddur Snær Magnússon, sonur tónlistarmannsins Magnúsar Kjartanssonar. 18.3.2011 09:00
Semur við One Little Indian Nýjasta plata tónlistarmannsins Kalla kemur út á erlendri grundu í maí. Hann hefur samið við breska plötufyrirtækið One Little Indian. 18.3.2011 08:00
Þrettán ára stelpa slær í gegn með hræðilegu lagi Fyrir nokkrum dögum vissu fáir hver Rebecca Black var, en í dag á hún eitt vinsælasta myndbandið á Youtube við lagið Friday. Lagið er hræðilega slæmt, hræðilega sungið og virðist ætla að þéna hræðilega mikið af peningum fyrir Black. 18.3.2011 07:00
Banatilræði við hasarmyndina Eftir svona bíóferð langar mig helst að setja upp snobbskeifuna og lýsa því yfir að hasarmyndir séu dauðar. Það væri þó ekki alveg sanngjarnt því að þrátt fyrir almennt minnkandi gæði þeirra má enn finna einstaka fagurt blóm innan um alla njólana. En garðurinn í heild sinni er í órækt og það er kominn tími til að kantskera og slá. 17.3.2011 00:01
Cage og Perlman massa miðaldirnar Ein þeirra mynda sem er frumsýnd um helgina er ævintýramyndin Season of the Witch með Nicholas Cage og Ron Perlman í aðalhlutverki. Þess ber að geta að Atli Örvarsson samdi tónlistina fyrir myndina. 17.3.2011 21:30