Fleiri fréttir

Dagur Kári margfalt fórnarlamb öskunnar

Dagur Kári missti einn aðalleikarann af frumsýningu, er fastur í New York og gat ekki tekið á móti verðlaunum í Póllandi - allt vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli.

Nýtt par?

Leikarinn Josh Hartnett sást um helgina á skemmtistað í New York ásamt leikkonunni Abbie Cornish, fyrrverandi kærustu hjartaknúsarans Ryans Phillippe.

Kokkarnir í Perlunni heiðra Vigdísi

„Hún Vigdís er alveg sérstök kona,“ segir Stefán Sigurðsson, kokkur í Perlunni en þar hangir uppi mynd af Vigdísi í stað myndar af Ólafi Ragnari.

Baksviðs á tískusýningu LHÍ

Tískusýning útskriftarnemenda í fatahönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands var haldin í gamla Bykohúsinu við Hringbraut síðastliðinn föstudag.

Hundrað þúsund í verðlaun fyrir sögu af Stöð 2

Bylgjan og Stöð 2 standa fyrir leik þar sem fólk sendir inn sína skemmtilegustu stund með Stöð 2. Hátt í fimm hundruð sögur hafa borist, fullar af skemmtilegum minningum og stundum með fjölskyldu og vinum.

Kynnti dagskrána með soninn í fanginu

„Þetta var smá flipp bara,“ segir sjónvarpsþulan Katrín Brynja Hermannsdóttir, sem kynnti dagskrá sunnudagskvöldsins með tveggja mánaða son sinn í fanginu.

92 lög keppa í Þorskastríðinu

„Þetta er stórglæsilegt að fá svona mikinn fjölda,“ segir Jón Þór Eyþórsson hjá Cod Music. Lokað var fyrir innsendingar á efni í lagakeppnina Þorskastríðið 2010 um síðustu helgi og tóku alls 92 flytjendur þátt.

Dúndrandi diskóbolti

Black Dynamite er bráðskemmtilegur og eitursvalur snúningur í léttum dúr á blökkumannamyndunum.

Mamma Skúla mennska saumar umslagið

„Mamma er ansi afkastamikil í saumaskapnum,“ segir tónlistarmaðurinn Skúli mennski, sem gefur út plötu með gallabuxnaumslagi.

Vel heppnað kokkteilboð Útón í LA

Um 170 manns mættu í kokkteilboð sem Útón hélt í Los Angeles til að kynna íslenska tónlist fyrir Bandaríkjamönnum. Emilíana Torrini söng þar fimm lög við góðar undirtektir.

Já, Dorrit

Ótrúlega góð hugmynd, en ekki eins gott leikrit, segir Elísabet Brekkan um verkið Nei, Dorrit!

Fjaðrafok í New York út af íslensku fálkamyndinni

„Það hefur verið uppselt á allar sýningar hingað til og við höfum fengið góð og mikil viðbrögð,“ segir Þorkell Harðarson en hann frumsýndi ásamt Erni Marinó Arnasyni heimildarmyndina Feathered Cocaine á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York á föstudaginn. Feathered Cocaine fjallar um umfangsmikið smygl á evrópskum fálkum til Mið-Austurlanda en það sem hefur vakið hvað mestu athyglina er að í myndinni kemur fram að einn mest eftirlýsti maður heims, Osama bin-Laden, er ekki eins vel falinn og vestræn yfirvöld hafa haldið fram. Örn og Þorkell voru til að mynda bara hársbreidd frá því að komast í návígi við hryðjuverkamanninn. Þeir Þorkell og Örn hafa verið bókaðir í fjölda viðtala, meðal annars við stórblaðið New York Times.

Simon innbyrðir aðeins ávaxtadrykki

Simon Cowell er nú í strangri megrun fyrir væntanlegt brúðkaup sitt í sumar og fylgist unnusta hans, förðunarfræðingurinn Mezhgan Hussainy, vel með gangi mála. Samkvæmt heimildarmönnum er Cowell mjög upptekinn af holdafari sínu og innbyrðir aðeins ávaxtadrykki í öll mál. Nýlega sást til Cowells og unnustu hans þar sem þau deildu með sér litlum fiskiforrétti á veitingastað en slepptu aðalréttinum.

Ardís úr Idol syngur einsöng

Ardís Ólöf Víkingsdóttir, sem lenti í fjórða sæti í fyrstu Idol-þáttaröðinni, útskrifaðist úr söngnámi í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. Hún syngur einsöng með Kammerkór Reykjavíkur í Kristskirkju í kvöld.

Kammerkór í Kristskirkju í kvöld

Í kvöld verða tónleikar í Kristskirkju í Landakoti og hefjast kl. 20. Þeir bera yfirskriftina „María drottning, mild og skær“ og þar kemur fram Kammerkór Reykjavíkur undir stjórn Sigurðar Bragasonar. Einsöngvarar koma úr röðum kórfélaga. Á efnisskránni er íslensk og erlend kirkjutónlist.

Hádegi í Hafnarfirði

Í dag verða hádegistónleikar í Hafnarfjarðarkirkju. Þeir hefjast kl. 12.15-12.45. Douglas Brotchie, organisti Háteigskirkju í Reykjavík, flytur fjölbreytta og fagra barokktónlist á Wegscheider-orgel kirkjunnar. Á efnisskrá eru verk eftir Otto Olsson (1879-1964), Johann Pachelbel (1653-1706), :Georg F Kaufmann (1679-1735), Johann Caspar Kerll (1627-1693), og Georg Muffat (1653-1704): Tónleikunum var aflýst í mars vegna veikinda. Listamaðurinn hefur sérstaklega valið efnisskrána með tilliti til hljóms þessa einstaka hljóðfæris sem er í upprunalegum þýskum mið-átjándu aldar stíl. Orgelsmiðurinn Kristian Wegscheider í Dresden þykir fremsti sérfræðingur heims um þessar mundir í smíði og endurgerð upprunahljóðfæra af þessari gerð.

„Hann sér manneskjuna á bakvið fötlunina"

Ásdís Jenna Ástráðsdóttir hefur verið heyrnarlaus og bundin við hjólastól allt sitt líf. Fyrir þremur árum fann hún ástina á vefsíðunni einkamál.is með hjálp tölvu sem hún stjórnar með augunum.

Símadólgar áreita íslenskar fyrirsætur

„Ef þetta heldur áfram breyti ég um númer. Þetta getur verið mjög pirrandi, sérstaklega þegar ég er vakin á næturnar,“ segir fyrirsætan Kristrún Ösp Barkardóttir.

Vinnie Jones í blóðugum slagsmálum í Vegas

Breski leikarinn slóst heiftarlega við boxara á veitingastað í Las Vegas á laugardaginn. Slagsmálin bárust um staðinn og fram í anddyri og var Vinnie Jones alblóðugur eftir þau.

Aðgangsmiði í fínar og frægar merkjaverslanir

Kron hefur hannað skó fyrir vetrarlínu tískuhússins Rue de Mail í París, en þar er Martine Sitbon yfirhönnuður. Fjöldi stórstjarna hafa klæðst flíkum frá Rue de Mail og má þar á meðal nefna leikkonurnar Cate Blanchet, Kirsten Dunst og Scarlett Johansson auk fyrirsætunnar Kate Moss og forsetafrú Frakklands, Cörlu Bruni.

Greitt fyrir þagmælsku

Líkt og kunnugt er orðið þá endaði Mel Gibson samband sitt við rússnesku tónlistarkonuna Oksana Grigorieva fyrir stuttu. Grigorieva var stödd í Rússlandi í síðustu viku og sagði þá í viðtali við fjölm

Þór gerir samning í Los Angeles

Tónlistarmaðurinn Þór Breiðfjörð Kristinsson, sem er búsettur í Kanada, hefur gert samning við útgáfufyrirtækið K&W Publishing í Los Angeles.

Sýna í öllum veðrum og vindum

Leikhópurinn Lotta var stofnaður árið 2007 og setur upp leiksýningar ætluðum börnum. Sýningarnar fara fram utandyra yfir sumartímann þar sem hópurinn notar umhverfið og náttúruna í sýningar sínar.

Söngvari Poison í lífshættu

Bret Michaels, söngvari glysrokksveitarinnar Poison, var fluttur með hraði á sjúkrahús fyrir helgi eftir að hann fékk alvarlegt heilablóðfall. Hann er enn á sjúkrahúsi og var á gjörgæsludeild fyrstu sólarhringana eftir áfallið.

Aðalgæinn Berlusconi

Kostuleg og að mörgu leyti áhugaverð heimildarmynd þar sem reynt er að útskýra hvað fær Ítali til að kjósa Berlusconi aftur og aftur. Óskýr fókus truflar en breytir því ekki að efniviðurinn er bæði dásamlegur og sorglegur.

Sjá næstu 50 fréttir