Lífið

Kokkarnir í Perlunni heiðra Vigdísi

Kokkarnir í Perlunni tóku niður mynd af Ólafi Ragnari og hengdu upp mynd af Vigdísi til að heiðra hana í tilefni áttræðisafmælisins.
Kokkarnir í Perlunni tóku niður mynd af Ólafi Ragnari og hengdu upp mynd af Vigdísi til að heiðra hana í tilefni áttræðisafmælisins.

„Hún Vigdís er alveg sérstök kona,“ segir Stefán Sigurðsson, kokkur í Perlunni. Gestir veitingastaðarins í Perlunni hafa undanfarið veitt því athygli að þar hangir uppi mynd af Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, í stað myndar af Ólafi Ragnari Grímssyni, núverandi forseta.

Einhverjir gestanna hafa smíðað kenningar þess efnis að með þessu séu veitingamenn í Perlunni að mótmæla yfirlýsingum Ólafs Ragnars um að Kötlugos gæti verið yfirvofandi með tilheyrandi hörmungum.

„Nei, það er nú ekki þannig þó þetta hafi verið ofsalega klaufaleg ummæli. Það vill nú bara þannig til að við Gísli vorum séffarnir hennar Vigdísar úti á Bessastöðum og vildum heiðra hana í tilefni 80 ára afmælisins,“ segir Stefán og vísar þar til Gísla Thoroddsen kollega síns.

Stefán og Gísli voru matreiðslumenn á Bessastöðum þegar Vigdís réði þar ríkjum og ber Stefán henni vel söguna. „Okkur þykir óskaplega vænt um konuna. Það er enda ekki oft sem þjóðhöfðingi kemur inn í eldhús og kyssir kokkana að lokinni veislu.“- hdm

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.