Lífið

Greitt fyrir þagmælsku

Mel Gibson og kærasta hans, Oksana Grigorieva, hafa slitið sambandi sínu.
Mel Gibson og kærasta hans, Oksana Grigorieva, hafa slitið sambandi sínu. nordicphotos/getty
Líkt og kunnugt er orðið þá endaði Mel Gibson samband sitt við rússnesku tónlistarkonuna Oksana Grigorieva fyrir stuttu. Grigorieva var stödd í Rússlandi í síðustu viku og sagði þá í viðtali við fjölmiðla að hún gæti ekki sagt ástæðuna að baki sambandsslitanna.

„Ég get sagt ykkur að eftir þriggja ára samband höfum við hætt saman. Því miður get ég ekki sagt ykkur ástæðuna að baki sambandsslitunum. En þið munuð komast að því innan skamms. Hin opinbera ástæða er aftur á móti sú að við skildum sátt.“ Fjölmiðlar telja nú að Gibson sé að greiða Grigorievu fyrir þagmælsku hennar því hann hefur keypt handa henni og dóttur þeirra fallegt hús í Kaliforníu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.