Lífið

Mamma Skúla mennska saumar umslagið

Skúli mennski spilaði á fjórtán stöðum á einum degi um daginn. mynd/julia staples
Skúli mennski spilaði á fjórtán stöðum á einum degi um daginn. mynd/julia staples

„Mamma er ansi afkastamikil í saumaskapnum," segir tónlistarmaðurinn Skúli mennski.

Hann gaf nýlega út sína fyrstu sólóplötu, Skúli mennski og hljómsveitin Grjót, og hefur móðir hans hjálpað honum að sauma umslagið, sem er úr gallabuxnaefni.

„Hún er alltaf tilbúin að aðstoða son sinn við eitthvað uppbyggilegt. Ég hef verið að sníða ofan í hana. Ég sauma örlítið sjálfur og ætla að gera meira ef þörf krefur, sem vonandi verður," segir hann. Mæðginin hafa þegar saumað tvö hundruð eintök en geisladiskurinn sjálfur var prentaður í eitt þúsund stykkjum.

Á útgáfudegi plötunnar spilaði Skúli á fjórtán stöðum í Reykjavík til að kynna plötuna. Lokatónleikarnir voru á Rosenberg um kvöldið. „Þetta gekk rosa vel. Það var vel af þessu látið alls staðar sem ég kom," segir Skúli.

Nýja platan hans hefur að geyma tíu þægileg djass- og blússkotin lög í amerískum þjóðlagastíl og eru þau öll eftir Skúla. Hann er uppalinn á Ísafirði og heldur tónleika þar 26. maí til að kynna plötuna. Næstu tónleikar hans í Reykjavík verða á Horninu í Hafnarstræti á miðvikudag. Þar kemur einnig fram Gísli Rúnar Harðarson. - fb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.