Lífið

Þór gerir samning í Los Angeles

Þór samdi við K&W Publishing.
Þór samdi við K&W Publishing.

Tónlistarmaðurinn Þór Breiðfjörð Kristinsson, sem er búsettur í Kanada, hefur gert samning við útgáfufyrirtækið K&W Publishing í Los Angeles. Fyrirtækið mun fyrir vikið reyna að koma lögum hans að í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, tölvuleikjum eða á öðrum stöðum.

Thor gaf árið 2008 út plötuna Running Naked. Annað smáskífulag hennar, Sunny Day, var eitt af hundrað lögum sem voru boðin frítt til niðurhals á heimasíðu Microsoft í fyrra.

Nýlega setti Þór á netið kennslumyndband fyrir útlendinga í framburði á orðinu Eyjafjallajökull í tilefni eldgossins og geta áhugasamir kíkt á það á Youtube. Næstu tónleikar hans heima á Íslandi eru síðan fyrirhugaðir í júní.

- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.