Fleiri fréttir

Stuðningshópur fyrir Jóhann R. á Facebook

Á samskiptasíðunni Facebook hefur verið stofnaður hópur undir fyrirsögninni. „Stuðningshópur Jóhanns R. Benediktssonar.“ Síðan var stofnuð í dag en hún er fyrir þá sem vilja sýna Jóhanni, lögreglustjóra á Suðurnesjum stuðning. Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að auglýsa stöðu lögreglustjórans lausa til umsóknar og líta gagnrýnendur svo á að verið sé að bola Jóhanni úr starfi.

Trommarinn í Blink 182 í flugslysi

Travis Barker, fyrrverandi trommari Blink 182 og sjónvarpsstjarna í raunveruleikaþættinum "Meet the Barkers", liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi eftir að Lear þota sem hann var farþegi í hrapaði í Suður Karólínu í Bandaríkjunum. Fjórir létust í flugslysinu en Barker og plötusnúðurinn DJ AM, Adam Goldstein komust lífs af en eru báðir alvarlega slasaðir og með slæm brunasár.

65 milljónir söfnuðust í landssöfnun

Landssöfnun mænuskaðastofnunar íslands náði hápunkti með sjónvarpsþætti á stöð 2 í gærkvöldi. Margir listamenn komu fram, m.a. Stefán Hilmarsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Bergþór Pálsson og Páll Óskar Hjálmtýsson. Leikarar spiluðu mennskan tetris leik og handboltahetjur söfnuðu fé á hvern kílómeter sem þeir hlupu. Alls söfnuðust um 65 milljónir í gær en söfnunarféð rennur óskert til tilrauna á skurðaðgerðum sem verða framkvæmdar í Berlín. Söfnunin stendur ennþá yfir og eru söfnunarsímar opnir fyrir framlögum.

Madonna dettur á tónleikum - myndband

Meðfylgjandi myndband er tekið af Madonnu á tónleikum í Lissabon. Ef horft er á myndbandið til enda sést þegar Madonna dettur kylliflöt á sviði.

Ný SATC kvikmynd væntanleg

Æstir aðdáendur Sex and the City ættu að geta tekið gleði sína því Candace Bushnell hefur staðfest að hún sé að skrifa framhald að Sex and the City kvikmyndinni sem frumsýnd var á þessu ári.

Svartir englar ekki á Dagvakt

Sjónvarpsþættirnir Svartir englar og Dagvaktin verða ekki til sýningar á sama tíma í haust í Ríkissjónvarpinu og á Stöð 2.

South River Band í stúdíó Grand rokk

Hljómsveitin South River Band efnir til tónleika á Grand rokk í kvöld og annað kvöld. Tónleikarnir verða teknir upp, bæði hljóð og mynd, og er síðan ætlunin að gefa þá út bæði sem CD og DVD.

113 ára vill lifa í 10 ár í viðbót

Elsti karlmaður í heimi á afmæli í dag. Sá er Japani og heitir Tomoji Tanabe. Tanaber er 113 ára gamall og í Miyakonojo í suðurhluta Japan.

Afmæli Atla fagnað

Einn merkasti listamaður þjóðarinnar, tónskáldið Atli Heimir Sveinsson, fagnar sjötugsafmæli sínu á sunnudag. Af því tilefni fer fram glæsileg tónleikadagskrá nú um helgina sem teygir anga sína nokkuð inn í næstu viku og meira að segja lengra inn í haustið.

Ævi Liberace

Michael Douglas ætlar að leika bandaríska skemmtikraftinn Liberace í kvikmynd sem Steven Soderbergh hefur í undirbúningi. Er hlutverkið kúvending á ferli leikarans sem hefur til þessa einbeitt sér að gagnkynhneigðum glæsimönnum sem eru ekki allir þar sem þeir eru séðir.

Á hassknúnum flótta

Grínmyndin Pineapple Express verður tekin til sýninga í kvikmyndahúsum hérlendis nú um helgina, en einn framleiðenda myndar­innar er enginn annar en Judd Apatow, maðurinn á bak við myndir á borð við Knocked Up og Superbad.

Nammifiskur í uppáhaldi

Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmaður, sem nýlega gaf út plötuna Sýnir með lögum Bergþóru Árnadóttur, eldar stundum nammifisk með fjölskyldu sinni. Rétturinn er í miklu uppáhaldi hjá dóttur hans, sem fann einmitt upp á nafninu.

Tegundirnar krufnar

Tónlistarpælarinn og uppflettiritið Kristinn Pálsson byrjar í kvöld með útvarpsþátt sinn, Uppruni tegundanna, á Rás 2, þriðja árið í röð. Í þáttunum er fjallað um afmarkaðar stefnur, afbrigði, senur eða stíla sem hafa skotið upp kollinum í rokk- og dægurtónlistar­sögunni.

Tónleikum Soweto aflýst

„Það er mjög leiðinlegt að geta ekki boðið landanum upp á þetta," segir Birgir Nielsen hjá 2B Company um tónleika suður-afríska gospelkórsins Soweto sem hefur verið aflýst vegna dræmrar miðasölu.

Mynd á 72 tímum

Alþjóðleg kvikmynda­hátíð í Reykjavík, sem stendur yfir 25. septem­ber til 5. október, í samstarfi við alþjóðlega listahópinn Grettir Kabarett, býður nú öllum landsmönnum að búa til sína eigin stuttmynd sem verður sýnd í tengslum við hátíðina.

3D allsráðandi

Bandaríski viðskiptajöfurinn Jeffrey Katzenberger, forstjóri bandaríska framleiðslurisans Dreamworks, ávarpaði ráðstefnu um framtíð sjónvarps í Amsterdam í síðustu viku um gervihnött. Þar hélt hann fram þeirri skoðun að brátt verði 3D-format allsráðandi í framleiðslu myndefnis fyrir kvikmyndahús.

Perlur frumsýndar í kvöld

Tvær sígildar og vinsælar óperur verða frumsýndar í Gamla bíói í kvöld, Cavalleria Rusticana og Il Pagliacci. Frumsýningin sætir tíðindum því þar eru samankomnir sterkir kraftar; Kristján Jóhannsson og Sólrún Bragadóttir, Tómas Tómasson og Auður Gunnarsdóttir eru komin heim til að syngja.

Kidman næsti Indiana Jones

Leikkonan Nicole Kidman hefur tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni The Eighth Wonder, sem á íslensku myndi útleggjast sem Áttunda undrið, en áætlað er að tökur á myndinni hefjist á næsta ári. Myndin er sögð vera ævintýra- og hasarmynd í anda Indiana Jones-myndanna og fjallar um fornleifafræðinga sem, í kjölfar merkilegrar uppgötvunar, halda í æsilega fjársjóðsleit á framandi stöðum.

Hvalreki í Grindavík

Leiklistarfólk sem á ættir sínar að rekja til Grindavíkur vill koma þar í gang reglulegu leiklistarstarfi. Nýverið hófust æfingar á 21 manns saknað sem Grindvíska atvinnuleikhúsið frumsýnir í lok október.

Forsala á miðnætti

Forsala verður á tveimur af stærstu tölvuleikjum ársins, Star Wars Force Unleashed og Warhammer Online, á miðnætti í kvöld í versluninni Nexus. „Það er töluverð eftirvænting og ég veit að það er mjög mikið beðið eftir þessum Star Wars-leik," segir Gísli Einarsson, eigandi Nexus.

Verða Jóhannes og Roman nágrannar?

Sveitarstjórinn á Svalbarðsströnd kannast ekkert við að Roman Abramovitsj, eigandi Chelsea hyggist byggja sér glæsivillu í héraðinu. Jóhannes í Bónus yrði nágranni rússneska auðmannsins.

Nicole Ritchie flutt út

Nicole Ritchie er flutt frá eiginmanni sínum og barnsföður ef marka má nýjustu slúðurfréttirnar frá Hollywood.

Gwyneth Paltrow þolir ekki megrunarkúra - myndband

Leikkonan Gwyneth Paltrow segir í viðtali hjá Opruh að hún getur ekki hugsað sér að fara í stranga megrun. „Ég get alls ekki sleppt hinu eða þessu þegar kemur að mataræði," segir leikkonan.

Harry Potter aðdáendur leika quidditch í Laugardal

Hópur af ungu fólki, sem á það sameiginlegt að vera miklir aðdáendur Harry Potter bókanna, kom saman síðasta sunnudag og léku quidditch, íþróttina sem söguhetjurnar í Harry Potter bókunum leika á galdrakústum.

CSI löggur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Tveir starfsmenn tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu heimsóttu Fjölbrautaskóla Suðurnesja á dögunum og kynntu þar störf sín fyrir hópi nemenda.

Nýjar upplýsingar um ævi Agöthu Christie

Gleymdar upptökur með rödd Agöthu Christie voru nýlega gerðar opinberar. Christie las efnið inn á hljóðsnældu fyrir hartnær hálfri öld, er hún vann að sjálfsævisögu sinni.

Mögnuð menningartengsl Reykjavíkur og Grundarfjarðar

Glöggir lesendur tímaritsins What´s on in Reykjavík hafa sumir hverjir veitt því athygli að forsíðumynd nýjasta tölublaðsins tengist alls ekki neinu sem hefur verið á döfinni í Reykjavík heldur er hún tekin á hátíðinni „Á góðri stund í Grundarfirði“ nú í sumar

Richard Wright úr Pink Floyd látinn

Richard Wright, hljómborðsleikari rokkhljómsveitarinnar Pink Floyd, lést í gær úr krabbameini, hálfsjötugur að aldri. Það var árið 1964 sem þeir skólabræður Roger Waters, Richard Wright og Nick Marson stofnuðu hljómsveitina Sigma six.

Mýrin vekur mikla hrifningu

Kvikmyndin Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks hefur hlotið frábærar viðtökur í Bretlandi og Frakklandi að undanförnu. Myndin var frumsýnd í Bretlandi á föstudag og var um að ræða stærstu frumsýningu á íslenskri mynd í Bretlandi frá upphafi.

Dómari kallar sprengjulist Þórarins „heimskulega“

Þórarinn Ingi Jónsson, íslenski listamaðurinn sem olli uppnámi með listaverki sínu í líki sprengju í miðbæ Toronto í Kanada í fyrra, hlaut níu mánaða skilorð þegar hann kom fyrir rétt í Toronto á föstudag.

Tónlistarhátíð á Tunglinu

Unglingar flykktust á tónlistarhátíðina Iceland Music Festival 2008 sem haldin var á Tunglinu um helgina, en hún var sérstaklega fyrir fólk á aldrinum 13-16. Meðal sveitanna sem tróðu upp um helgina voru Sometime, Mammút, Bloodgroup og Dikta, við afar góðar undirtektir gesta.

SNL fer vel af stað - Fey gerði grín að Palin

Saturday Night Live (SNL) fer vel af stað í haust en fyrsti þáttur nýrrar þáttaraðar var eins og venjulega sýndur í beinni útsending frá New York á laugardag. Metáhorf var á þátinn sem er eins konar Spaugstofa í Bandaríkjunum.

Gordon Ramsey saklaus af lundapyntingum

Breska sjónvarpseftirlitsstofnunin Ofcom hefur úrskurðað að sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay hafi ekki brotið reglur hennar með því að drepa og éta lunda í þætti sínum The F Word.

Árni Matt skálaði í Skjálfta í Köben

Árni Mathiesen fjármálaráðherra var á meðal gesta í sendiráðinu í Kaupmannahöfn síðasta fimmtudag en þá var haldið „formlegt opnunarhóf bjórsins Skælv,“ en sá góði mjöður gengur undir nafninu Skjálfti hér á landi og er íslensk framleiðsla frá Ölvisholti Brugghúsi. Guðrún Ágústsdóttir sendiherrafrú setti opnunarhófið en Árni Mathiesen fjármálaráðherra, forsvarsmenn Ölvisholts og dreifingaraðila þeirra í Danmörku fluttu ávörp.

Pink Floyd goðsögn látin

Richard Wright, einn af stofnendum Pink Floyd hljómsveitarinnar ódauðlegu, lést í dag úr krabbameini. Hann var 65 ára gamall. Wright spilaði á hljómborð og er höfundur laga á plötunum Dark Side of The Moon og Wish You Were Here, eftir því sem segir í frétt á The Independent.

Bílablaðamennirnir ánægðir með rysjótt veðrið

Kynning á nýjustu kynslóð af Volkswagen Golf sem fram fer hér á landi þessa dagana hefur gengið vonum framar, þrátt fyrir rysjótt veður. Jón Trausti Ólafsson, markaðs- og kynningastjóri hjá Heklu segir að kynningin hafi vakið mikla lukku, jafnt hjá blaðamönnum sem og forsvarsmönnum Volksvagen.

Lindsay Lohan kallar Palin hommahatara

Leikkonan Lindsay Lohan er ekki par hrifin af varaforsetaefni repúblíkanaflokksins í Bandaríkjunum, Söru Palin. Lohan úthúðaði varaforsetaefninu á MySpace síðu sinni í gær, og kallaði hana meðal annars þröngsýnan og fjölmiðlaóðan hommahatara.

Fjölskyldualbúmum stolið frá pabba Bjarkar

Brotist var inn á heimili Guðmundar Gunnarssonar, formanns Rafiðnaðarsambands Íslands og föður Bjarkar tónlistarkonu, og þaðan stolið ýmsum verðmætum, þar á meðal myndaalbúum. Hann segir lögreglu verða að efla hverfagæslu til þess að koma í veg fyrir tíð innbrot.

Keira Knightley : Ég á fáa fræga vini

Leikkonan Keira Knightley, sem hefur ferðast undanfarið um heiminn að kynna kvikmyndina The Duchess, er ánægð í faðmi kærastans, Rupert Friend, ef marka má meðfylgjandi myndir af parinu.

Sjá næstu 50 fréttir