Fleiri fréttir

Vilja banna stóra bíla

Svissneskur stjórnmálaflokkur vill að jeppar, pallbílar og eyðslufrekar lúxuskerrur og sportbílar verði bannaðir. Þeir hafa safnað nægum undirskriftum til að kjósa þurfi um málið.

Útvarpskona á hlaupum

„Ég hef verið að jafna mig á hnémeiðslum undanfarna mánuði, en tók bara ákvörðun um að hlaupa og sjá hvað ég gæti í engu keppnisformi," segir Ragnhildur Magnúsdóttir útvarpskona á Bylgjunni. Hún hljóp tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis á dögunum og var sú þrítugasta og sjöunda hraðskreiðasta í flokki kvenna.

Nýr dómari í American Idol

Fjórða dómaranum verður bætt við í American Idol í næstu seríu þáttarins. Sú heitir Kara DioGuardi og er lítið þekkt utan tónlistarbransans. Hún starfar sem sönghöfundur og á og rekur útgáfufyrirtækið Arthouse Entertainment, sem meðal annars er með Idol-keppandann David Archuleta á sínum snærum.

Ásdís Rán í blaðamennsku

Fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir mun spreyta sig á nýjum vettvangi á næstunni. Hún greinir frá því á bloggsíðu sinni að henni hafi undanfarið borist tilboð frá hinum ýmsu dagblöðum og tímaritum um að skrifa í þau dálka um tísku, fegurð, heilsu og lífsstíl svo eitthvað sé nefnt.

Djassinn vinsæll

Jasspíanistinn Agnar Már Magnússon heldur tvenna tónleika í kvöld í tengslum við Jazzhátíð Reykjavíkur. Agnar fær til liðs við sig tvo heimsþekkta tónlistarmenn, þá Ben Street og Bill Stewart sem báðir eru vel þekktir innan jasssenunnar. Sjálfur hefur Agnar vakið mikla athygli fyrir tónlist sína og vann hann meðal annars verðlaun fyrir bestu tónsmíð á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár. Tónleikarnir verða haldnir í Vonarsal, þar sem einn glæsilegasta flygil landsins er að finna.

Órafmögnuð tónlistarhátíð

Svavar Knútur Kristinsson skipuleggur órafmagnaða tónlistarhátíð um helgina. Listamenn frá fimm löndum koma fram.

Rokkarar heiðraðir

Rokkararnir í Metallica og Rage Against the Machine voru hylltir sem hetjur á hinni árlegu verðlaunahátíð tímaritsins Kerrang! í London. Metallica fékk verðlaun fyrir að hafa veitt öðrum rokksveitum innblástur á meðan Rage voru vígðir inn í frægðarhöll tímaritsins.

Reykjavík Jazz 2008 hefst í kvöld

Næstu dægrin bylur djassinn. Djasshátíð byrjar með fimm samkomum og tónleikum í kvöld og stendur óslitið fram á sunnudag. Mikill fjöldi tónleika er á dagskránni og vantar ekki fjölbreytnina. Boðið er upp á margvísleg kjör á miðum næstu daga og geta áhugasamir kynnt sér dagskrána í heild á vef hátíðarinnar: www.jazz.is/festival. Svo margir viðburðir eru í boði að best er að skoða dagskrána í heild á vefnum.

Skrapp út fær góða dóma

Kvikmyndin Skrapp út fær góða dóma á heimasíðu hins virta bandaríska kvikmyndatímarits Variety. „Þetta er hæglát og sniðug gamanmynd um hassreykjandi íslenskt ljóðskáld, skrítna vini hennar og fjölskyldu. Skrapp út er lítil og skemmtileg mynd sem er uppfull af töfrandi augnablikum," segir í umfjöllun tímaritsins. „Leikstjórinn Sólveig Anspach sýnir meðfædda hæfileika fyrir hversdagslegu gríni og myndin gæti hitt í mark hjá almenningi fái hún góða dreifingu og gott umtal."

Mikið fjör í uppbyggingunni við gömlu höfnina

Þótt enn bóli lítið á glæsilegum nýbyggingum við gömlu höfnina í Reykjavík hefur fjör verið að færast í gömul hús sem þar hafa staðið áratugum saman. Athafnamenn við höfnina segja það kost hvað gömlu húsin eru hrá og lítið lekker.

John Mayer hríðfellur í verði

Söngvarinn John Mayer var ekki tíður gestur á síðum slúðurblaðanna áður en hann ruglaði reitum við Jennifer Aniston. Á meðan á sambandi þeirra stóð eltu paparassarnir þau hinsvegar á röndum, og virtist hann alls ekki ósáttur við það. Eitthvað virðist hann þó hafa misskilið ástæður vinsælda sinna, því hann virðist telja að hann sé enn umsetinn þó þau séu hætt saman.

Snorri sleppti böllunum, segir Gaupi pabbi

„Jú jú ég er mjög himinlifandi með árangurinn," svarar Guðjón Guðmundsson faðir miðjumannsins Snorra Steins Guðjónssonar sem hefur farið hamförum í Peking og haldið áfram að stimpla sig inn sem einn besti miðjumaður heims þegar Vísir biður stoltan föðurinn að lýsa tilfinningunni yfir velgengni sonarins og íslenska handboltalandsliðsins.

Bubbi með húsið á kaupleigu

Óskabarn íslenskra tónlistarunnenda, Bubbi Morthens, gerði kaupleigusamning um íbúðahúsnæði við Glitni banka þegar að hann og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir ákváðu að flytjast í bústað sinn að Meðalfellsvegi 17.

McConaughey þambar bjór í faðmi fjölskyldunnar

Leikarinn Matthew McConaughey og kærasta hans til tveggja ára, Camila Alves, sem eignuðust frumburð sinn, Levi, 7. júlí síðastliðinn eru afslöppuð og njóta fjölskyldulífsins á Malibuströnd eins og myndirnar sýna.

Unglega Kylie Minogue öll að hressast

Fjölmiðlar vestan hafst dást að útliti söngkonunnar Kylie Minogue, sem er 40 ára, af þeim sökum að hún hefur nánast ekkert breyst útlitslega á 28 árum ef marka má myndir af henni sem birtast í auglýsingum spænsks skartgripaframleiðanda.

Paris Hilton iðin við að kynna gervihárið

„Markmið mitt er ávallt að persónuleiki minn komi skýrt fram í verkefnum sem ég tek að mér," segir Paris Hilton sem stendur í ströngu við að markaðssetja gervihár frá framleiðandanum DreamCatchers í Bandaríkjunum.

Sagði að blaðamaðurinn væri forsetinn

Eins og komið hefur fram dró Dorri Moussiaeff, forsetafrú, bandaríska blaðamanninn Dan Steinberg hjá stórblaðinu Washington Post út á leikvöllin í kjölfar sigurs íslenska handboltaliðsins á Spánverjum í undanúrslitum síðastliðinn föstudag.

Dagur fer á flokksþing Demókrata

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, er á leið til Denver í Colorado þar sem hann mun verða viðstaddur flokksþing Demókrataflokksins. „Þetta er mjög spennandi en þetta er auðvitað gríðarlega stór viðburður á alla kanta,“ segir Dagur.

Titanic elskendur saman á ný

Leikararnir Leonardo DiCaprio og Kate Winslet birtast saman á hvíta tjaldinu á ný eftir að þau léku elskhuga í kvikmyndinni Titanic fyrir tíu árum. Kate segir spennu ennþá ríkja milli þeirra

Múm notar hljóðnema úr skriðdrekahlutum

Tónlistarmaðurinn Gunnar Örn Tynes dvaldist í sumar í hinum afskekkta Galtarvita á Vestfjörðum, en vinnur nú að upptöku nýjustu plötu hljómsveitarinnar Múm - þar sem meðal annars er notast við hljóðnema úr skriðdrekahlutum.

Tónleikar fyrir Tíbet

Í kvöld verða haldnir styrktartónleikar í Salnum í Kópavogi undir yfirskriftinni Raddir fyrir Tíbet.

Guy Ritchie og börnin sáu mömmu Madonnu á sviði - myndir

Eiginmaður Madonnu, Guy Ritchie, ásamt börnunum, Lourdes, Rocco og David voru á meðal fjörutíu þúsund áhorfenda sem mættu á fyrstu tónleika Madonnu í tónleikaferð hennar um heiminn sem ber yfirskriftina: Sticky & Sweet, sem þýðir klístrað og sætt.

English Pub í þýskri mynd

English Pub var undirlagður af kvikmyndatökufólki fyrr í vikunni, þegar þar fóru fram lokatökur á þýsk/íslenskri sjónvarpsmynd.

Rekur gallerí fyrir 220 íbúa

Gallerí Dynjandi á Bíldudal opnaði aftur í vor eftir að hafa legið niðri um skeið. Galleríið er rekið af Jóni Þórðarsyni, fyrrverandi kaupmanni, en hann rekur einnig ferðaþjónustu í bænum og stundar útgerð.

Færir Áströlum íslenska einangrun

„Ég ákvað að flytja til Melbourne í Ástralíu eftir hvatningu frá stúlku sem ég kynntist þegar ég bjó í Danmörku,“ segir Sandra Jóhannsdóttir, 26 ára ljósmyndari.

Ísland er land þitt

Mikil stemning myndaðist á Miklatúni í kvöld þegar svipmyndum úr leik Íslands og Spánar í undanúrslitum Ólympíuleikanna var varpað á risaskjá. Sungu tónleikagestir Ísland er land þitt svo undirtók í Hlíðunum og nærliggjandi hverfum.

Dogma mokar út Dorrit-bolum

Verslunin Dogma við Laugaveg hefur í dag selt meira en 100 boli með hinum ódauðlegu ummælum íslensku forsetafrúarinnar .

Sölva söng á setningarathöfn - Þakkaði Ólafi fyrir boðið

Sölva Ford tók rétt í þessu lagið við setningarathöfn Menningarnætur á Óðinstorgi. Áður en Sölva steig á stokk hafði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri flutt ávarp og Þórarinn Eldjárn flutti einnig ljóð. Sölva söng svo nokkur lög við mikla hrifningu viðstaddra.

Bláu mennirnir slá í gegn

Danska kvikmyndin Blå mænd [ísl. Bláu mennirnir], sem er dreift af Scanbox, fyrirtæki í eigu Sigurjóns Sighvatssonar og fjölskyldu hans, hefur heldur betur slegið í gegn í Danaveldi. Myndin var frumsýnd fyrir rétt rúmri viku og sáu um 105 þúsund manns myndina fyrstu sýningarhelgina.

Lesbíurnar rífast um Lindsay Lohan

Fjölmiðlar fá ekki nóg af lesbíuævintýri leikkonunnar Lindsay Lohan. Ekki hefur áhuginn dofnað eftir að fyrsta lesbíuást Lindsay leysti frá skjóðunni um meint ástarsamband sem hún upplifði með leikkonunni.

Bloggvinkonur með sýningu

Fimm myndlistarkonur sem kynntust á blogginu fyrir einu og hálfu ári ætla að halda samsýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur sem verður opnuð 30. ágúst.

Órafmögnuð Björk

Björk Guðmundsdóttir heldur órafmagnaða tónleika í Langholtskirkju næstkomandi þriðjudagskvöld. Henni til halds og trausts verða Wonderbrass og Jónas Sen sem hafa staðið þétt við bakið á söngkonunni á nýafstaðinni tónleikaferð um heiminn. Á tónleikunum verða flutt lög sem hafa verið uppistaðan í tónleikadagskrá Bjarkar, þar á meðal lög af síðustu plötu hennar, Volta.

Reno fékk ekki hjartaáfall

Franski leikarinn Jean Reno segist ekki hafa fengið hjartaáfall í vikunni líkt og erlendir fjölmiðlar hafa greint frá.

Íslendingar fögnuðu í kóngsins Köbenhavn

Fjölmargir Íslendingar komu saman á barnum Café Blasen í Kaupmannahöfn til að horfa á undanúrslitaleik Spánverja og Íslendinga í dag. Þegar staðurinn opnaði í hádeginu var kominn hópur af fólki sem beið óþreyjufullt eftir leiknum, að sögn Sigurðar Mána Helgusonar eiganda Café Blasen.

Heimstúr Madonnu hefst á morgun

Söngkonan Madonna undirbýr sig þessa dagana undir tónleikaferð um heiminn sem hefst á morgun á Þúsaldarvellinum í Cardiff. Madonna sem varð fimmtug fyrir rúmri viku mun koma fram á 16 tónleikum í Evrópu, þar á meðal á Wembley í London, áður en hún færir sig yfir til Norður- og Suður-Ameríku.

Sjá næstu 50 fréttir