Lífið

John Mayer hríðfellur í verði

Söngvarinn John Mayer var ekki tíður gestur á síðum slúðurblaðanna áður en hann ruglaði reitum við Jennifer Aniston. Á meðan á sambandi þeirra stóð eltu paparassarnir þau hinsvegar á röndum, og virtist hann alls ekki ósáttur við það. Eitthvað virðist hann þó hafa misskilið ástæður vinsælda sinna, því hann virðist telja að hann sé enn umsetinn þó þau séu hætt saman.

„Hann heldur að hann sé jafn frægur og Jennifer núna," hefur vefsíðan The Scoop eftir einum paparassanna sem elti parið áður. „Hann fór í partý um daginn og hringdi í paparassana til að láta þá vita, en það nennti enginn að elta hann."

Ástæður þess eru einfaldar að sögn paparassannans. 20 þúsund dollarar hafi fengist fyrir myndir af skötuhjúunum meðan allt lék í lyndi. Fyrir myndir af Mayer einum fáist ekki nema tvö hundruð dollarar, og því varla þess virði að elta hann á röndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.