Lífið

Sölva söng á setningarathöfn - Þakkaði Ólafi fyrir boðið

Sölva Ford tók rétt í þessu lagið við setningarathöfn Menningarnætur á Óðinstorgi. Áður en Sölva steig á stokk hafði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri flutt ávarp og Þórarinn Eldjárn flutti einnig ljóð. Sölva söng svo nokkur lög við mikla hrifningu viðstaddra.

Sölva er frá Færeyjum en henni var sérstaklega boðið að taka lagið á Menningarnótt af Ólafi F. Magnússyni, fyrrverandi borgarstjóra, en hann hreifst af söng hennar í heimsókn sinni til Færeyja fyrr í sumar.

Sölva notaði tækifærið í dag til þess að þakka Ólafi sérstaklega fyrir boðið en borgarstjórinn fyrrverandi var viðstaddur setningarathöfnina og fylgdist með Sölvu syngja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.