Lífið

Reno fékk ekki hjartaáfall

Jean Reno í kvikmyndinni Leon.
Jean Reno í kvikmyndinni Leon.

Franski leikarinn Jean Reno segist ekki hafa fengið hjartaáfall í vikunni líkt og erlendir fjölmiðlar hafa greint frá.

Reno sem er sextugur var staddur í fríi með eiginkonu sinni Zofiu á Karabísku eyjunni St. Barts þegar hann kenndi sér meins. Talsmaður leikarans segir að ekki hafi verið um hjartaáfall að ræða.

Meðal mynda sem Jean Reno hefur leikið í eru The Da Vinci Code, Ronin, Mission Impossible og síðast en ekki síst Leon frá árinu 1994 þar sem hann lék leigumorðingja á móti Natalie Portman.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.