Lífið

Bubbi með húsið á kaupleigu

Óskabarn íslenskra tónlistarunnenda, Bubbi Morthens, gerði kaupleigusamning um íbúðahúsnæði við Glitni banka þegar að hann og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir ákváðu að flytjast í bústað sinn að Meðalfellsvegi 17. Þetta staðfesti Bubbi í samtali við Vísi.

Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Glitnis fjármögnunar, segist ekki tjá sig um einstaka samninga. Hann segir þó að það sé mjög fátítt að bankinn geri kaupleigusamninga um húsnæði við einstaklinga. „Þetta er ekki vara sem er í búðarborðinu hjá okkur, ef svo má að orði komast," segir Ingvar. Hann segir þó að bankinn bjóði upp á kaupleigusamningafyrir fyrirtæki.

Ingvar segist ekki þekkja samninginn sem hafi verið gerður við Bubba. Hann sagðist þó telja að kjörin á samingum sem þessum væru ekki eins góð og á venjulegum íbúðalánum. „Menn eru kannski að spara stimpilgjöld á þessu," segir Ingvar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.