Fleiri fréttir

Ásdís Rán hitti Steve úr Beverly Hills 90210 - Myndir

Þeir voru ekki af verri endanum gestirnir í partýinu sem Ásdís Rán fór í í Playboy setrinu á dögunum. Tilviðbótar við tvær kærustur Hughs Hefners og fjölda Playboy stúlkna mátti sjá glitta í fræg andlit.

Börnin hérna fá litla eða enga umhyggju

Við reynum að veita þeim ást og alúð og vonandi skilar það sér í vellíðan, þó það sé ekki nema þann daginn, segir Sigríður Hostert sem ákvað að eyða sumarfríinu sínu í Víetnma og huga að fötluðum börnum.

Hafa skutlað stjörnunum um Cannes í 25 ár

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá stendur nú yfir í Cannes, hin árlega kvikmyndahátíð franska kvikmyndaiðnaðarins. Fátt annað kemst að hjá Frökkum þessa tíu daga og Hollywood stjörnurnar flykkjast að til að fanga sviðsljósið.

Brad vill ekki að börnin heiti eftir blótsyrði

Leikaraparið Angelina Jolie og Brad Pitt á sem kunnugt er von á tvíburum í ágúst, en geta að sögn slúðurpressunnar vestanhafs engan veginn komið sér saman um hvað þeir eiga að heita.

Mannskapurinn þreyttur í Belgrad

"Hér er mikil keyrsla og mannskapurinn orðinn þreyttur. Það er tvöfalt álag því þetta er jú tvöföld keppni," segir Jónatan Garðarsson sem er staddur með Eurobandinu í Belgrad.

Kirsten Dunst fallin

Leikkonan Kirsten Dunst ákvað um helgina að taka sér smá frí frá edrúmennsku í tilefni af afmælinu sínu. Leikkonan, sem fór í áfengismeðferð í vetur, skálaði fyrir 26 ára afmælinu á Bowery Electric klúbbnum í New York.

Simmi og Jói eru andlega tengdir

"Við Jói erum svo tengdir andlega að það skiptir ekki máli þó að það séu mílur á milli," segir Sigmar Vilhjálmsson sölu og markaðsstjóri Tals.

Eini kvenkyns íþróttafréttamaðurinn á Íslandi

"Gallinn er að sjálfsögðu að vera eina stelpan, og ekki bara á íþróttadeild RÚV, heldur eina stelpan yfirhöfuð sem íþróttafréttamaður," segir Lovísa Arnadóttir íþróttafréttamaður hjá Sjónvarpinu.

Bakraddirnar eru að breytast í hörkudansara

Bakraddakórinn sem styður við þau Regínu og Friðrik í Belgrad er skipaður einvalaliði söngvara. Við heyrðum í Pétri og spurðum hvernig bakraddirnar hefðu það í Serbíu.

Rússneskur Eurovisionfari flaggar bringuhárunum

Rússneski Eurovisionkeppandinn Dima Bilan ætlar aldeilis að taka keppnina með trompi. Til að tryggja það að annars auðgleymanlegt lag hans, „Believe", fari ekki framhjá neinum hefur hann dröslað heilu skautasvelli upp á svið. Þar dillar heimsþekktur listdansari á skautum sér á meðan Bilan syngur lag sitt af mikilli innlifun, berfættur með hneppt niður á maga til að flagga bringuhárunum.

Táraflóð Amy á brúðkaupsafmælinu

Slétt ár er síðan Amy Winehouse og hinn fangelsaði Blake Fielder-Civil giftu sig á Miami. Blake fann greinilega leið til að senda eiginkonunni blóm á brúðkaupsafmælinu þó hann sitji í fangelsi. Og það hafa fleiri en eiginmaðurinn munað eftir afmælinu, því fjöldi blómavanda beið Winehouse þegar hún fór út í morgun. Hún var greinilega snortin, og háskældi yfir blómunum meðan paparassarnir sem biðu hennar smelltu af. Enda svosem kannski nóg að gráta yfir.

Dópmyndband Angelinu Jolie

The Sun hefur birt myndband af Angelinu Jolie í eiturlyfjagreni. Myndbandið er tekið árið 1999, þegar Angelina var 23 ára. Það sýnir leikkonuna ungu ræða fjálglega um sadó masó kynlíf og hinar ýmsu misþyrmingar á gæludýrunum sínum meðan sessunautur hennar reykir heróín.

Justin Timberlake undirbýr brúðkaup

Ofurtöffarinn Justin Timberlake hyggst biðja sinnar heittelskuðu, leikkonunnar Jessicu Biel. Samkvæmt heimildum The Sun er hann þegar farin að leita að hentugum stað fyrir brúðkaupið.

Húsin á Hæðinni óseld

Engin tilboð hafa borist í húsin við Árakur sem keppendur í Hæðinni inréttuðu, en þau fóru í sölu eftir að þáttunum lauk. Landinn er þó greinilega spenntur fyrir sköpunarverkum paranna, því hundruðir manna hafa lagt leið sína í Garðabæinn að skoða þau.

Mariah skipuleggur nýtt brúðkaup

Laumubrúðkaup Mariuh Carey og Nick Cannon á búgarði hennar í Karabíska hafinu fyrir skemmstu dugar henni engan veginn. Hún ætlar því að giftast aftur, og gera það almennilega í þetta sinn.

Dýrar kóngafólksmyndir

Hello tímaritið hefur keypt einkarétt á myndatökum og umfjöllun um konunglegt brúðkaup í Windsor-kastala fyrir eina milljón dollara. Um er að ræða brúðkaup elsta barnabarns Elísabetar drottingar, Peter Phillips og kanadískrar kærustu hans Autumn Kelly sem fram fór á laugardag. Peter lætur lítið fyrir sér fara í konungsfjölskyldunni og hann og Zara systir hans genga engum opinberum skyldum en þau eru börn Önnu prinsessu.

Skemmti öskrandi Kínverjum

Hljómsveitin Hellvar er nýkomin frá Kína þar sem hún spilaði á þrennum tónleikum. "Ég hef bara aldrei upplifað annað eins,“ segir Heiða Eiríksdóttir, söngkona Hellvars, um viðtökur Kínverja á tónleikum sveitarinnar.

Kate og Lance stinga saman nefjum

Nú greina bandarískir slúðurmiðlar frá því að leikkonan Kate Hudson og hjólreiðakappinn Lance Armstrong séu að stinga saman nefjum.

Gifting í Simpson fjölskyldunni

Stjörnuparið Ashlee Simpson og Pete Wentz giftu sig í gærkvöldi við látlausa athöfn í gærkvöldi. Simpson, sem er 23 ára, er líklega þekktust fyrir að vera litla systir söngkonunnar Jessicu Simpson en Wentz, sem er 28 ára, er bassaleikari sveitarinnar Fall Out Boy.

Konunglegt brúðkaup

Peter Phillips, elsta barnabarn Elísabetar drottningar, giftist í dag hinni kanadísku Autumn Kelly. Þau voru gefin saman í kapellu heilags Georgs í Windsor kastala.

Sigfúsarhátíð í Þjóðarbókhlöðu

Nú klukkan þrjú hófst Sigfúsarhátíð í Þjóðarbókhlöðunni í minningu Sigfúsar Daðasonar skálds en hinn 20. maí eru liðin 80 ár frá fæðingu hans.

Fékk tvo eiginmenn í stað eins

"Þú missir ekki Begga heldur færð tvo eiginmenn í staðinn," sagði Pacas við fyrrverandi konu Begga eftir að ástin kviknaði þeirra á milli . Hann ræddi opinskátt í kvennaþættinum Mér finnst á sjónvarpsstöðinni ÍNN í gærkvöldi um samband hans og Begga.

Ferðalag um hið ókunna

Listaverkefninu Ferðalag verður ýtt úr vör í dag, en um er að ræða framtak þriggja listastofnanna á Austurlandi í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík. Stofnanirnar eru Skaftfell - miðstöð menningar á Austurlandi, Sláturhús - Menningarsetur og Eiðar listasetur.

Pete, Amy og gæludýrin

Breskir slúðurmiðlar komust svo sannarlega í feitt þegar Amy Winehouse og Pete Doherty fóru að rugla saman reitum. The Sun segir frá myndbandi sem tekið var af parinu um daginn þar sem þau sjást leika sér að ketti og hvítum músum.

Beggi og Pacas verða í Íslandi í dag í sumar

Búið að semja við Begga og Pacas um fastar innkomur í Íslandi í dag í sumar. Þeir byrja í næstu viku, og ætla að fjalla um mat og drykk og skemmtilega hluti úr mannlífinu eins og þeim einum er lagið.

Tilnefningar til Grímunnar kynntar

Tilnefningar til Íslensku leiklistarverðlaunanna, Grímunnar, 2008 voru kynntar í Þjóðleikhúsinu í þessu. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og verndari Grímunnar afhendir tilnefndum listamönnum viðurkenningar.

Einbýlishúsið í Tjörninni til sölu

Vegfarendur í miðbænum ráku margir hverjir upp stór augu þegar þeir sáu einbýlishús úti í miðri Tjörninni. Uppátækið var hluti af Listahátíð Reykjavíkur en nú er húsið komið á sölu. Það er fasteignasalan Fasteignakaup sem sér um söluna. Varað er við nágrönnum sem eru í sífelldum erjum í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Steini sigraði Cod Music

Sigurvegari Þorskastríðsins 2008, tónlistakeppni útgáfufyrirtækisins Cod Music, er fundinn. Eftir tíu daga vangaveltur valdi dómnefndin Steina, tónlistamann úr Reykjavík sem hefur verið starfandi undir því nafni í nokkur ár. Hann sendi frá sér sína fyrstu plötu í fyrra. Hún hét Behold og fóru tvö lög af henni í spilun. Steini hefur verið að vinna að nýju efni síðan og má þá búast við plötu frá honum í haust.

Ellen giftist unnustunni

Grínistinn Ellen DeGeneres og kærastan hennar til fjölda ára, leikkonan Portia de Rossi ætla að gifta sig. Samkvæmt heimildum TMZ tilkynnti Ellen þetta við upptökur á þætti sínum í gær, þegar verið var að ræða úrskurð Kaliforníuríkis um að leyfa hjónabönd samkynhneigðra.

Pandabirnir í Cannes

Það er ekki oft sem bjarndýr fá að ganga eftir rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi, hvað þá pandabirnir með Kung Fu sem sérgrein.

Mikilvægt að segja fólki ef maður elskar það, segir Krummi

"Svala og þau eru öll að ná sér sem betur fer. Bílbeltin bjarga mannslífum. Þegar maður á svona nána vini og fjölskyldu þá sér maður hvað lífið er dýrmætt og fallegt," segir Krummi Björgvinsson aðspurður um líðan Svölu systur hans sem lenti í bílslysi á Reykjanesbraut við Vogaafleggjara í apríl.

Lítill fréttahaukur fæddur

Fréttaparinu Þóru Arnórsdóttur og Svavari Halldórssyni fæddist heilbrigð og myndarleg stúlka skömmu eftir níu í morgun. „Það er allt æðislegt, þetta er myndarstúlka og allir kátir," segir Svavar. Litla prinsessan var 17 merkur og 55 sentimetrar og heilsast móður og barni vel.

Paris og Posh berjast um paparassana

Ljósmyndarar london borgar unnu líklega yfirvinnu í gær. Tískudrósirnar Paris Hilton og Victoria Beckham voru báðar staddar í borginni, hver að kynna nýjasta viðskiptaævintýri sitt.

Kate og Owen hætt saman enn einu sinni

Það er um það bil korter síðan fréttist að Kate Hudson og Owen Wilson hefðu trúlofast sig. Skjótt skipast veður í lofti. Nú eru þau víst hætt saman enn einu sinni.

Stöð 2 yfir RÚV í áhorfsmælingum

„Við finnum fyrir auknum vinsældum, og ekki skemmir fyrir að lokaþáttur Hæðarinnar var í þessari viku," segir Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Stöðin fór í vikunni í fyrsta sinn yfir Ríkissjónvarpið í áhorfsmælingum í aldurshópnum 12-49 ára.

Reese og Jake upp að altarinu

Leikararnir Reese Witherspoon og Jake Gyllenhaal eru á leið upp að altarinu ef marka má fréttir í slúðurpressunni vestanhafs. Parið hefur verið að stinga saman nefjum um nokkurt skeið. Haft er eftir vinum þeirra að sambandið sé alvarlegt, og búast megi við trúlofun innan skamms. Ein aðal ástæðan fyrir yfirvofandi hjónabandi sé þó sú að Reese sé afar íhaldssöm. Hún geti því alls ekki hugsað sér að börn hennar frá fyrra hjónabandi sjái hana „lifa í synd."

Platurn þeytir skífum á Ólíver

Dj Platurn og íslensku „beat-boxerarnir" Haltu Takt Kjafti, spila á Ólíver 17. maí næstkomandi. Sama kvöld klukkan sex og sjö verður heimildarmyndin From Oakland To Iceland sýnd í Regnboganum. Platurn, sem réttu nafni heitir Illugi, hefur búið í Kaliforníu frá sjö ára aldri. Myndin fjallar um komu hans til Íslands og hip-hop senuna hér með augum aðkomumannsins.

Sjá næstu 50 fréttir