Fleiri fréttir

Söng dáleiddur í Smáralindinni

„Ég er ekki frá því að þetta hafi virkað, ég var allavega alveg marinn á bringunni eftir þetta,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson sem lét dáleiða sig rétt áður en hann sigraði Eurovision á laugardaginn.

D´Angleterre sagt eitt besta hótel í heimi

Á meðan danskir fjölmiðlar hamast á íslenskum viðskiptamönnum þá er hótelið D´Angleterre sem er í eigu íslendinga að slá í gegn. Viðurkenningarnar hrannast upp og er hótelið m.a. talið eitt það besta í heimi.

Coen bræður sigursælir

Coen bræður komu sáu og sigruðu á áttugustu Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fór í Kodak leikhúsinu í Hollywood í nótt.

Daniel Day Lewis besti leikarinn

Það kom engum á óvart þegar Daniel Day Lewis hlaut Óskarsverðlaunin fyrir bestan leik karla í aðalhlutverki. Hann þótti hafa sýnt afburðaleik í There Will be Blood, og virtist sigurinn ekki koma keppinautum hans, þeim Johnny Depp, Tommy Lee Jones, George Clooney og Viggo Morthensen hætishót á óvart.

Fatafella fær verðlaun fyrir frumsamið handrit

Hin skrautlega Diablo Cody hlaut Óskarsverðlaunin fyrir besta frumsamda handritið fyrir kvikmyndina Juno. Hún fjallar um sextán ára stúlku sem verður ófrísk og ákveður að gefa barnið til ættleiðingar.

Austurríki átti bestu erlendu myndina

Die Fälscher frá Austurríki hlaut í nótt Óskarsverðlaunin fyrir bestu erlendu kvikmyndina. Kvikmyndin fjallar um það hvernig fangar í fangabúðum nasista voru nýttir til að falsa erlenda peningaseðla.

Coen bræður áttu besta handritið

Joel og Ethan Coen hlutu Óskarsverðlaunin fyrir besta handritið byggt á áður útgefnu efni fyrir mynd sína No Country for Old Men.

Tilda Swinton er besta leikkonan í aukahlutverki

Tilda Swinton lýsti því yfir á rauða dreglinum fyrr í kvöld að það væru engar líkur á því að hún færi heim með styttu. Leikkonan reyndist ekki sannspá, og hlaut verðlaunin fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Michael Clayton.

Fyrsta stytta No Country for Old Men

Leikarinn Javier Bardem fékk Óskarinn fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í mynd Coen bræðranna, No Country for Old Men. Myndin er tilnefnd til átta Óskarsverðlauna, og þykir einna líklegust til að vera kjörin besta myndin þetta árið.

Ratatouille besta teiknimyndin

Teiknimyndin Ratatouille var rétt í þessu valin besta teiknimyndin. Leikstjóri myndarinnar, Brad Bird vann óskarsverðlaun árið 2004 fyrir teiknimynd sína The Incredibles. Hún, líkt og Ratatouille var einnig tilnefnd fyrir besta handritið, sem er afar sjaldgæft fyrir teiknimyndir.

Angelina kasólétt í þröngum kjól

Angelina Jolie tók af allan vafa um það að hún væri með barni á laugardaginn þegar hún mætti á Independent Spirit kvikmyndaverðlaunin í þröngum svörtum kjól.

Stjörnurnar mættar á rauða dregilinn

Stjörnurnar streyma nú inn á rauða dregilinn við Kodak-höllina í Hollywood. Þrátt fyrir vonskuveður á mælikvarða Kaliforníubúa - rigningu - skarta þær flestar sínu fegursta.

Britney hitti börnin í gær

Söngkonan Britney Spears fékk loksins að eyða tíma með börnum sínum í gær. Börnin tvö sem hún á með Kevin Federline komu í heimsókn til hennar og voru hjá móður sinni í þrjá tíma. Federline fer með forræðið yfir börnunum en það hefur hann gert að fullu síðan í síðasta mánuði þegar Britney virtist missa öll tök sínu lífi.

Friðrik Ómar og Regína til Serbíu

Friðrik Ómar og Regína Ósk verða fulltrúar Íslands í Eurovision-söngvakeppninni í Serbíu í maí. Euro-bandið með þau tvö innanborðs bar sigur úr býtum í úrslitum íslensku undankeppninnar í Smáralind í kvöld með laginu This is My Life eftir Örlyg Smára.

12 sóttu um leikhússtjórastöðu á Akureyri

Staða leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar var auglýst til umsóknar þann 3. febrúar síðastliðinn Alls sóttu 12 manns um stöðuna og óskuðu tveir þeirra nafnleyndar.

Barði ætlar til Serbíu

Barði Jóhannsson, höfundur lagsins Ho Ho Ho We Say Hey Hey Hey, blæs á raddir þess efnis að hann ætli ekki til Serbíu með Merzedes Club flokknum, verði lagið útnefnd framlag Íslands í Eurovision. Illar tungur hafa undanfarna daga gefið það í skyn að Barða sé ekki alvara með laginu og muni ekki vinna að framgöngu þess í Serbíu.

Gæti orðið lokaballið á Nasa

Páll Óskar Hjálmtýsson óttast að hið árlega Eurovision-ball hans á Nasa í kvöld verði það síðasta sem hann haldi þar. Ástæðan er hugsanlegt niðurrif skemmtistaðarins í ágúst.

Finnur féll fyrstur úr Bandinu hans Bubba

Bubbi Morthens sendi Finn Bessa fyrstan allra keppenda heim í þættinum sínum Bandið hans Bubba. Fyrsti úrslitaþátturinn var sýndur í beinni á Stöð 2 í kvöld.

Ósætti með dæturnar

Leikarinn Charlie Seen er ekki sá eini sem er brjálaður yfir því að dætur hans og fyrrum eiginkonu hans Denise Richards komi fram í raunveruleikaþætti þeirrar síðarnefndu.

Hjaltalín með flestar tilnefningar

Hljómsveitin Hjaltalín fær flestar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunana en tilkynnt var um tilnefningarnar í dag. Hjaltalín fær fimm tilnefningar og Sprengjuhöllin kemur á hæla hennar með fjórar.

Kveikt í „Batman“-skikkju Eurobandsins

Það verður engin „Batman" skikkja í atriði Eurobandsins í undankeppni Evróvisjón í Smáralind á Laugardag. „Nei, það var kveikt í vængjunum í gær," segir Friðrik Ómar, annar söngvara Eurobandsins. Batman skikkjan var fokdýr, enda gerð úr dýrindis silki sem Friðrik keypti fimmtán metra af í Taílandi í janúar.

Heather Mills ein kynþokkafyllsta kona heims

Heather Mills rakar inn atkvæðum í kosningu FHM tímaritsins um kynþokkafyllstu konu heims. Síðan að fjölmiðlasirkusinn í kringum skilnað hennar og Pauls McCartneys hófst hefur hún fengið um 1000 atkvæði á dag, á móti um fimmtán áður.

„Eurovision 2009 verður haldin í Kórnum"

Kosningabaráttan fyrir úrslitakvöld undankeppni Evróvisjón á Laugardag harðnar. Nú hafa þeim Merzedes Club liðum borist liðsinni frá fræga fólkinu. Myndband þar sem Pétur Jóhann, Sveppi, Auddi og knattspyrnumaðurinn Tryggvi Guðmundsson lýsa yfir stuðningi við lagið er nú að finna á YouTube.

Madonna, Bruce Willis og lifrarbólgan

Þær hafa kannski haldið að þær væru lentar í þætti af Punk'd, stjörnurnar sem mættu í þrítugsafmæli Ashtons Kutcher á dögunum.

Britney framlengir nálgunarbann á Sam Lutfi

Illmennið meinta í harmsögu Britney Spears, Sam Lutfi, fékk reisupassan formlega í gær. Þá náðist loksins að afhenda honum pappíra um framlengingu nálgunarbanns sem meinar honum að koma nær Britney en sem nemur 250 metrum.

Spáir Merzedes Club sigri

„Það liggur alveg fyrir að Barði vinnur þetta,“ segir Logi Bergmann Eiðsson einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar í Eurovisionfræðum. Þar á hann við lag Barða Jóhannssonar sem flutt er af Merzedes Club genginu.

Þorfinnur kynnir Óskarinn

Það verður nýr maður í brúnni í útsendingu Stöðvar 2 frá Óskarsverðlaunahátíðinni næsta sunnudagskvöld. Ívar Guðmundsson, sem hefur kynnt hátíðina frá því elstu menn muna, lætur af því starfi, en við honum tekur Þorfinnur Ómarsson.

RÚV á 17 vinsælustu dagskrárliði síðustu viku

RÚV á 17 vinsælustu dagskrárliði síðustu viku samkvæmt könnun Capacent sem birt var rétt áðan. Laugardagslögin eru, líkt og í síðustu viku, vinsælasti dagskrárliðurinn með 57% uppsafnað áhorf.

Dr Spock tilbúnir að taka við af vöðvabúntunum

Liðsmenn Dr Spock eru sigurvissir fyrir úrslitakvöld forkeppni Eurovision á laugardaginn. „Við erum eiginlega komnir til Serbíu í huganum,“ segir Óttar Proppé, forsprakki sveitarinnar.

Jessica Alba á von á tvíburum

Það virðist ganga tvíburafaraldur í Hollywood þessa dagana. Jennifer Lopez mun væntanlega fjölga mannkyninu um tvo á hverri stundu, og sögusagnir um að Angelina Jolie gangi með tvíbura eru háværar.

Kaka ársins er súkkulaðiveisla

Kaka ársins 2008 er sannkölluð súkkulaðiveisla, en það var Jón Karl Stefánsson hjá Bæjarbakaríi í Hafnarfirði sem bar sigur úr býtum í árlegri keppni Landssambands bakarameistara um köku ársins.

Sálmatónleikum í Hallgrímskirkju frestað

Sálmum og tónalljóðum, fyrirhuguðum tónleikum Camerarctica og Mörtu Guðrúnar Halldórsdóttur sóprans, sem halda átti í Hallgrímskirkju á sunnudag hefur verið frestað vegna veikinda. Fram kemur í tilkynningu frá listvinafélagi Hallgrímskirkju að ný dagsetning verði auglýst síðar.

Óhefðbundin æska Suri Cruise

Suri Cruise er enginn venjulegur tveggja ára grislingur. Fyrir utan það að vera hundelt af ljósmyndurum eins og eldri stjörnur þá hafa hugmyndir Vísindakirkjunnar meira en lítil áhrif á stúlkuna.

Take That meðal sigurvegara á Brit-hátíðinni

Brit-verðlaunin voru afhent með pompi og prakt í London í gærkvöldi. Það voru hljómsveitirnar Take That, Artic Monkeys og Foo Fighters sem teljast sigurvegarnir að þessu sinni en hver sveitanna hlaut tvenn verðlaun.

Svínahryggur með pöru

Takið kjötið úr kæli um klukkustund fyrir steikingu. Ristið skurði í pöruna með dúkahníf eða beittum hnífsoddi með um 1 cm millibili, einnig er hægt að fá þetta gert fyrri sig í kjötborðinu.

Sérrítriffli

Makkarónukökurnar eru muldar í 6 litlar skálar og bleytt vel í þeim með sérrí.

Créme brulée

Hin sívinsæli eftirréttur Créme brulée.

Sjá næstu 50 fréttir