Leikjavísir

Aerosmith í Guitar Hero

aerosmitH Hljómsveitin Aerosmith er í aðalhlutverki í nýjum Guitar Hero-leik.
aerosmitH Hljómsveitin Aerosmith er í aðalhlutverki í nýjum Guitar Hero-leik.
Tölvuleikurinn Guitar Hero: Aerosmith er væntanlegur í júní fyrir leikjatölvurnar Playstation 2 og 3, Wii og Xbox 360. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem tölvuleikur er byggður á tónlist eftir eina vinsælustu rokksveit Bandaríkjanna. Nú geta spilarar fetað í fótspor Joes Perry, Brads Whitford og Toms Hamilton og rokkað við hliðina á söngvaranum Steven Tyler og Joey Kramer trommara. Í leiknum geta menn upplifað glæstan feril Aerosmith, allt frá fyrsta gigginu til heimsfrægðar. Einnig eru tónleikahallirnar þar sem hljómsveitin hefur komið fram hafðar með í leiknum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×