Fleiri fréttir Angelina ber tvíbura undir belti Angelina Jolie á von á tvíburum eftir því sem breska blaðið the Sun greinir frá. Það fjölgar því í krakkaskaranum á heimili þeirra Jolie og Brad Pitt en fyrir eiga þau fjögur börn, þar af eru þrjú ættleidd. 26.1.2008 15:59 Kanína fannst á Kópavogsbraut Kanína fannst á Kópavogsbraut í Kópavogi í morgun. Stúlkan sem fann hana óskaði liðsinnis Vísis við að hafa uppi á eigandanum. Sá sem saknar kanínunnar sinnar getur haft samband í síma: 866 2403. Bréf stúlkunnar fer hér á eftir: 26.1.2008 14:25 Oprah og Barbara berjast um viðtal við foreldra Madeleine Spjallþáttadrottningarnar Oprah Winfrey og Barbara Walters berjast nú hatrammlega um réttinn til að tala við foreldra Madeleine McCann litlu stúlkunnar sem rænt var í Portúgal síðastliðið vor. Kate og Gerry McCann, sem sjálf eru grunuð í málinu, hafa hins vegar ekki ákveðið hvort þau fari yfirleitt í viðtal vegna málsins. Talið er að hjónin fái um milljón pund, eða um 130 milljónir íslenskra króna fyrir viðtalið. 26.1.2008 11:58 Þorrablót Stjörnunnar: Hljómsveitin veðurteppt í Köben Nú stendur yfir Þorrablót Stjörnunnar í íþróttamiðstöðinni Ásgarði í Garðabæ. Átta hundruð manns eru þar mættir í mat en engin hljómsveit hefur látið sjá sig. 25.1.2008 21:18 Ellý og stelpurnar spá fyrir Ólafi F og Birni Inga Mér finnst er þáttur sem sýndur er á ÍNN á tveggja klukkustunda fresti allan sólarhringinn. Þátturinn hefur vakið mikla athygli enda eru stjórnendurnir eldhressar stúlkur sem eru með allt á hreinu. 25.1.2008 21:00 Ashley Cole skaut framhjá eiginkonunni Bakvörðurinn knái Ashley Cole hjá Chelsea hélt framhjá Cheryl eiginkonu sinni eftir villt kvöld á djamminu. Bresk ljóska segist hafa eytt nótt með kappanum. 25.1.2008 19:30 Eftirhermufans hjá Loga Logi í beinni verður undirlagður af eftirhermum í kvöld. Logi Bergmann fær úrvalalið eftirherma í þáttinn til sín í kvöld, og munu hermikrákur á borð við Hjálmar Hjálmars, Jóhannes Kristjáns, Freyr Eyjólfsson, Jóhann Sigurðsson, Ómar Ragnarsson og fleiri apa eftir landskunnum einstaklingum. 25.1.2008 16:28 Tölvan dó á versta degi ársins Breski vísindamaðurinn Cliff Arnall reiknaði það út að mánudagurinn 21. janúar yrði versti dagur ársins 2008. Sjónvarpskonan og rithöfundurinn Sirrý getur skrifað undir það. „Hlutabréf féllu, borgarstjórnin féll og tölvan mín hrundi" segir Sirrý, en þar sem hún sat við skriftir á nýrri bók sinni um Örlagadaga byrjaði tölvan að gefa frá sér torkennileg hljóð, urg og surg. Hún náði að slökkva á tölvunni áður en óhljóðin ágerðust, en þegar kom að því að kveikja á henni aftur vönduðust málin. 25.1.2008 15:23 Tommy fastur í annað sinn - á Reykjanesbraut Það á ekki af rokkaranum Tommy Lee að ganga. Vél hans var í morgun snúið til Egilsstaða vegna aftakaveðurs í Keflavík. Rétt fyrir hádegi lagði vélin aftur af stað til Keflavíkur, og lenti í þetta skiptið. Vandræðin eru þó ekki búin, en vegna aftakaveðurs í morgun yfirgaf fjöldi fólks fasta bíla sína á Reykjanesbrautinni. Rokkarinn vansvefta hefur því nú setið fastur á Reykjanesbrautinni í hálftíma. 25.1.2008 14:28 Fór á skíðum í vinnuna Sírnir Einarsson, grafíker á Stöð 2, labbar vanalega í vinnuna. En í morgun ákvað hann hins vegar að fara á gönguskíðunum þar sem viðraði einkar vel til skíðaiðkunar. Gönguferðin í Skaftahlíðina tekur vanalega um 10 mínútur, en á skíðunum var hann helmingi fljótari. 25.1.2008 14:27 Íslenskt veður og Perez Hilton á sömu síðu Íslensk Bloggsíða, The Iceland Weather Report, eftir Öldu Sigmundardóttur, hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna Boggheimsins, The Bloggies, sem besta evrópska bloggsíðan. Síðan er þar með komin á blað með mörgum af fjölsóttustu bloggsíðum heims, á borð við PerezHilton, TMZ, dooce, boingboing, GoFugYourself og Instapundit sem sumar hverjar fá mörg hundruð þúsund heimsóknir á dag. 25.1.2008 13:20 Magnús Geir tekur við Borgarleikhúsinu Stjórn Borgarleikhússins ákvað á fundi í morgun að ráða Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, í stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins í stað Guðjóns Pedersen sem lætur af störfum eftir átta ára valdatíð næsta haust. 25.1.2008 13:06 LA - Egilsstaðir - Reykjavík Ofurpartýinu með Tommy Lee og DJ Aero á Nasa í kvöld virðist borgið. Tommy þurfti að lenda á Egilsstöðum í morgun, vegna veðurs í Keflavík. Hann slapp þaðan fyrir skemmstu rétt í tæka tíð áður en útsendarar fréttastofanna náðu í skottið á honum. Rokkarinn er væntanlegur til Reykjavíkur upp úr hádegi, og ætti því að ná að leggja sig aðeins fyrir partýið í kvöld. 25.1.2008 11:25 Prison Break fer ekki í verkfall á Íslandi Ekki verður gert sýningarhlé á þáttaröðinni Prison Break hér á landi. Allt benti til að gera þyrfti hlé á sýningum þessa vinsælu spennuþátta sökum verkfalls handritshöfunda í Bandaríkjunum, en nú er ljóst að ekki þarf að koma til þess. 25.1.2008 10:25 Amy farin í meðferð Söngkonan Amy Winehouse skellti sér í meðferð í gærdag en hún hefur sem kunnugt er átt við mikið fíkniefnavandamál að stríða. Af þessum sökum hefur hún aflýst fyrirhuguðum tónleikum sínum um helgina. Hún hyggst þó vera orðin hressari fyrir Grammy verðlaunahátíðina í næsta mánuði, þar sem hún er tilnefnd til sex verðlauna. 25.1.2008 10:15 Strax aftur ólétt! Hver man ekki eftir Beverly Hills 90120 þar sem ljóskan Tori Spelling lék við hvern sinn fingur. Nú í mars verður Liam sonur hennar eins árs, en stúlkan er strax aftur ólétt. 24.1.2008 20:57 Bond leitar hefnda í nýju myndinni Nýjasta myndin um spæjarann kynþokkafulla, James Bond, mun bera nafnið Quantum of Solace. Nafnið og söguþráðurinn var kynntur við hátíðlega athöfn í Pinewood kvikmyndaverinu í dag. 24.1.2008 17:11 Beckham á heimsmet í losun koltvísýrings Sagt er að David Beckham hafi hættulegasta hægri fót í heimi. Það þó ekki einungis leðurtuðrur á fótboltavelli sem þurfa að óttast Beckham. Ísbirnir á norðurhveli gætu líka haft sitthvað út á hann að setja. 24.1.2008 15:15 Björk aflýsir tónleikum Björk aflýsti í dag fyrirhuguðum tónleikum sínum á Big Day Out tónlistarhátíðinni í Sidney á morgun. Læknir ráðlagði söngkonunni eindregið að hvíla raddböndin, en þau munu hafa verið bólgin eftir tónleika sem hún hélt í óperuhúsinu í Sidney í gær. 24.1.2008 14:20 Mjórri en Victoria Beckham Eva Longoria veit sem er að einfaldasta leiðin til að virðast grennri er að standa við hliðina á einhverjum sem er stærri en maður sjálfur. Að velja Victoriu Beckham til verksins er hinsvegar ekki á hvers manns færi. 24.1.2008 13:04 Pabbi Amy fluttur inn til hennar Mitch, pabbi Amy Winehouse, er fluttur inn til hennar til að reyna að halda henni frá eiturlyfjaneytandi vinum sínum. Eftir að myndir birtust á dögunum af söngkonunni að reykja krakk reyndi fjölskylda hennar árangurslaust að fá hana til að fara í meðferð. Pabbinn er hinsvegar sannfærður um að Amy eigi eftir að drepa sig á neyslunni, og fór því þessa leið. 24.1.2008 12:34 Seinni hluti Íslandsþáttar Daily Show Seinni hluti Íslandsþáttar The Daily Show er kominn á netið. Þeir sem vilja sjá hvernig ævintýri Jasons Jones fara, og hvort honum tekst að lokum að sjanghæja Herdísi Sigurgrímsdóttur til Írak geta gert það hér. 24.1.2008 12:24 Íbúð Heath leit „eðlilega“ út Bráðaliðar sem komu fyrstir að heimili Heath Ledger í gær sögðu við yfirheyrslur hjá lögreglu að ekkert í íbúðinni hefði bent til eiturlyfjanotkunar. Upprúllaður 20 dollara seðill fannst á heimilinu, en við prófanir á honum fundust engin ólögleg efni. Þá sögðu bráðaliðarnir að lyfjaglösin sem fundust hefðu flest verið næstum full. 24.1.2008 11:04 Frægur fatahönnuður hannar nýja búninga fyrir Icelandair Nýir einkennisbúningar fyrir flugfreyjur, flugmenn og flugstjóra Icelandair eru væntanlegir fyrir augu Íslendinga á næstu mánuðum 24.1.2008 10:19 CCP margfaldar kúnnahóp sinn Tölvuleikurinn EVE online verður í næsta mánuði settur í sölu á vefsíðunni steamgames.com en síðan er einn helsti dreifingaraðili á PC-leikjum í heiminum og er meðal annars framleiðandi Counter Strike, eins vinsælasta net-tölvuleikjar heims. 24.1.2008 00:01 „Ég hafði mikla trú á Heath Ledger“ Krufning á líki leikarans Heath Ledger leiddi orsök fráfalls hans ekki í ljós. Fleiri próf þarf að framkvæma og niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en eftir tíu daga. 23.1.2008 21:54 Daily Show segir Íslandi að kenna að ekkert gengur í Írak The Daily Show er með það á hreinu hvers vegna stríðið í Írak hefur ekki verið unnið. Í þætti sem sýndur var á Comedy Central í gær fer fréttamaður þáttarins, Jason Jones út af örkinni til að kanna hversvegna stríðsreksturinn tekur jafn langan tíma og raun ber vitni. Og kemst að niðurstöðu. 23.1.2008 16:58 Paparassinn vill hjónaband, Britney vill barn Adnan Ghalib, paparassi og kærasti Britney Spears í var ekki lengi að jafna sig eftir að eiginkona hans skilaði inn skilnaðarpappírunum í gærmorgun. 23.1.2008 15:54 Kravitz kynsveltur í þrjú ár Söngvarinn og kyntröllið Lenny Kravitz segist ekki hafa stundað kynlíf í þrjú ár. Kravitz, sem hingað til hefur ekki verið þekktur fyrir að vera neinn kórdrengur, sagði í viðtali við Maxims tímaritið að hann væri að spara sig fyrir hjónaband. 23.1.2008 14:20 Opna - nýtt bókaforlag hefur göngu sína Nýtt forlag, Bókaútgáfan Opna, hefur hafið göngu sína. Stofnendur eru Guðrún Magnúsdóttir og Sigurður Svavarsson. Þau hafa í meira en 20 ár starfað við alla þætti bókaútgáfu, allt frá hugmynd til prentaðrar bókar. 23.1.2008 13:56 Hrafninn er ánægður með nýjan meirihluta Ingvi Hrafn Jónnson sjónvarpsstjóri ÍNN er afar glaður með nýjan meirihluta í borginni. „Ég hef ekki orðið svona glaður síðan sjálfstæðisflokkurinn komst til valda í síðustu kosningum og raunar er ég enn glaðari núna því borgarstjórastóllinn hafði verið þýfi í 102 daga og nú er búið að skila honum aftur," segir hann og bætir við: „Hrafninn er glaður." 23.1.2008 13:24 Mennsku BDSM gæludýri hent út úr strætó BDSM pari í smábænum Dewsbury á Englandi var heldur brugðið er það ætlaði sér að taka strætisvagn í bænum. Maðurinn var með kærustu sína í hundaól og bandi og þegar þau ætluðu um borð í vagninn bannaði bílstjórinn þeim það með þeim orðum að hundar væru ekki leyfðir í vagninum. Parinu brá nokkuð og starði forviða á bílstjórann sem þá öskraði. „Já aðgangur er bannaður fyrir bjána og hunda eins og ykkur“. Parið hefur kvartað undan framkomu bílstjórans við bæjaryfirvöld. 23.1.2008 12:04 Heath Ledger 1979-2008 Heath Ledger var ein af skærustu ungu stjörnum Hollywood, og átti að baki fjölda vel metinna kvikmynda. Hann þótti jafnvígur á dramatík og gamanmyndir, var talinn líklegur til frekari afreka á kvikmyndasviðinu. Dauði hans 23.1.2008 11:12 Bílstjóri Díönu var á perunni Í rannsókn þeirri sem nú stendur yfir á dauða Díönu prinsesssu í París fyrir áratug síðan hefur komið í ljós að bílstjórinn Henri Paul hafði drukkið að minnsta kosti átta einfalda drykki, eða sem nemur einni flösku af rauðvíni, áður en ökuferð hans með prinsessuna og kærasta hennar Dodi Fayed hófst. Áður hefur því verið haldið fram að hann hefði aðeins drukkið tvo einfalda drykki. Rannsóknin er að tilstuðlan föður Dodis, Mohammed al Fayed sem ætíð hefur haldið því fram að Díana og Dodi hafi verið myrt. 23.1.2008 09:38 Heath Ledger látinn Hollywood stjarnan Heath Ledger er látinn aðeins 28 ára að aldri. Heath sem er fæddur og uppalinn í Ástralíu fannst látnn á heimili sínu í gærdag og er talið að hann hafi tekið inn of stóran skammt af svefnlyfjum. Vinir hans segja að Heath hafi verið mjög þunglyndur að undanförnu. Heath á að baki tuttugu kvikmyndir en þekktastur er hann fyrir leik sinn í myndinni Brokeback Mountain en fyrir það hlutverk var hann tilnefndur til Óskarsverðlaun. Og hann leikur jókerinn í nýjustu Batman-myndinni sem sýnd verður bráðlega. 23.1.2008 09:16 Stjarnan úr Brokeback Mountain dáin Leikarinn Heath Ledger sem tilnefndur var til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Brokeback Mountain er dáinn. 22.1.2008 22:16 Oprah brjáluð út í dr. Phil Heimsókn sjónvarpssálans dr. Phil til Britney Spears á spítalann virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Foreldrar Britney og samtök sálfræðinga hafa fordæmt afskiptasemina, og nú bætist sjálf Oprah, spjallþáttadrottningin sjálf í hópinn. Hún mun að sögn pressunnar vestanhafs vera komin með algerlega nóg af skjólstæðingi sínum, sem henni finnst hafa staðið sig illa í málinu. 22.1.2008 17:25 Halda tónlistahátíð til að mótmæla niðurrifi miðbæjarhúsa Hundruðir íslenskra tónlistamanna ætla að koma saman á Sirkus helgina 25. til 27. janúar til að mótmæla þeim yfirgangi og skeytingarleysi sem þeir segja að felist í því að verktakar kaupi sögufræg upp hús í miðbænum og láti þau svo víkja fyrir verslunarkjörnum að hætti úthverfanna. 22.1.2008 16:16 There Will be Blood og No Country for Old Men með flestar tilnefningar Kvikmyndirnar There Will be Blood og No Country for Old Men urðu hlutskarpastar þegar tilnefningar til Óskarsverðlauna voru kynntar í dag. Þær hlutu átta tilnefningar hvor, þar á meðal fyrir bestu mynd, handrit og leikstjórn. Atonement fékk sjö tilnefningar, Michael Clayton sex og Juno fjórar, en allar eru þessar myndir tilnefndar sem besta kvikmyndin. 22.1.2008 14:59 Fágætt tækifæri til að sitja í leðursætum Jacksons Rolls Royce Michaels Jacksons getur orðið þinn fyrir spottprís, hundrað tuttugu og fimm þúsund dollara, eða rétt tæpar 8,4 milljónir. 22.1.2008 13:15 Brad Pitt með kvenmannsmitti í japönskum gallabuxum Svo virðist sem ekki sé allt satt og rétt í auglýsingum. Örstutt er síðan að öldur lægði vegna sögusagna um að David Beckham hefði notið aðstoðar uppvöðlaðs sokks í auglýsingaherferð fyrir Armani nærföt. Nú kemur það svo í ljós að meira að segja fallegasti maður í heimi sleppur ekki undan nærgöngulum pennum grafíkeranna. 22.1.2008 12:39 Jack Nicholson lendir illa í reykingabanni Ellismellurinn Jack Nicholson er væntanlega ekki hrifinn af reykingabanni á veitingastöðum. Leikarinn brá sér út af veitingastað í Þýskalandi til að njóta líkkistunaglans undir beru lofti. Hann fékk hinsvegar engan frið til þess, en heill her aðdáenda birtist og heimtaði eiginhandaráritanir. 22.1.2008 11:27 Myndband af Amy Winehouse að reykja krakk Amy Winehouse virðist endanlega vera farin út af sporinu. Breska blaðið The Sun sendi blaðamann út af örkinni vopnaðan falinni myndavél, og náði myndum af söngdívunni þar sem hún reykir krakk og sýgur alsæluduft og kókaín í nefið. Þá talar hún á einum stað um það að hún sé nýbúin að skella í sig sex valíum töflum til að ná sér niður. 22.1.2008 11:12 Lohan og Murphy taka Razzie verðlaunin Razzie-verðlaunaafhendingin er framundan í Hollywood en það eru verðlaun sem veitt eru fyrir það versta sem kemur frá Hollywood. Þau Lindsay Lohan og Eddie Murphy hafa hlotið flestar tilnefningar að þessu sinni. Lohan fyrir leik sinn í myndinni I noe Who Killed Me og Murphy fyrir leik sinn í Norbit. 22.1.2008 09:26 Lindsay og Murphy langverst Kvikmynd Lindsay Lohan, I Know Who Killed Me, hefur verið tilnefnd til níu Razzie-verðlauna en myndin Norbit með Eddie Murphy hlaut átta tilnefningar. 22.1.2008 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Angelina ber tvíbura undir belti Angelina Jolie á von á tvíburum eftir því sem breska blaðið the Sun greinir frá. Það fjölgar því í krakkaskaranum á heimili þeirra Jolie og Brad Pitt en fyrir eiga þau fjögur börn, þar af eru þrjú ættleidd. 26.1.2008 15:59
Kanína fannst á Kópavogsbraut Kanína fannst á Kópavogsbraut í Kópavogi í morgun. Stúlkan sem fann hana óskaði liðsinnis Vísis við að hafa uppi á eigandanum. Sá sem saknar kanínunnar sinnar getur haft samband í síma: 866 2403. Bréf stúlkunnar fer hér á eftir: 26.1.2008 14:25
Oprah og Barbara berjast um viðtal við foreldra Madeleine Spjallþáttadrottningarnar Oprah Winfrey og Barbara Walters berjast nú hatrammlega um réttinn til að tala við foreldra Madeleine McCann litlu stúlkunnar sem rænt var í Portúgal síðastliðið vor. Kate og Gerry McCann, sem sjálf eru grunuð í málinu, hafa hins vegar ekki ákveðið hvort þau fari yfirleitt í viðtal vegna málsins. Talið er að hjónin fái um milljón pund, eða um 130 milljónir íslenskra króna fyrir viðtalið. 26.1.2008 11:58
Þorrablót Stjörnunnar: Hljómsveitin veðurteppt í Köben Nú stendur yfir Þorrablót Stjörnunnar í íþróttamiðstöðinni Ásgarði í Garðabæ. Átta hundruð manns eru þar mættir í mat en engin hljómsveit hefur látið sjá sig. 25.1.2008 21:18
Ellý og stelpurnar spá fyrir Ólafi F og Birni Inga Mér finnst er þáttur sem sýndur er á ÍNN á tveggja klukkustunda fresti allan sólarhringinn. Þátturinn hefur vakið mikla athygli enda eru stjórnendurnir eldhressar stúlkur sem eru með allt á hreinu. 25.1.2008 21:00
Ashley Cole skaut framhjá eiginkonunni Bakvörðurinn knái Ashley Cole hjá Chelsea hélt framhjá Cheryl eiginkonu sinni eftir villt kvöld á djamminu. Bresk ljóska segist hafa eytt nótt með kappanum. 25.1.2008 19:30
Eftirhermufans hjá Loga Logi í beinni verður undirlagður af eftirhermum í kvöld. Logi Bergmann fær úrvalalið eftirherma í þáttinn til sín í kvöld, og munu hermikrákur á borð við Hjálmar Hjálmars, Jóhannes Kristjáns, Freyr Eyjólfsson, Jóhann Sigurðsson, Ómar Ragnarsson og fleiri apa eftir landskunnum einstaklingum. 25.1.2008 16:28
Tölvan dó á versta degi ársins Breski vísindamaðurinn Cliff Arnall reiknaði það út að mánudagurinn 21. janúar yrði versti dagur ársins 2008. Sjónvarpskonan og rithöfundurinn Sirrý getur skrifað undir það. „Hlutabréf féllu, borgarstjórnin féll og tölvan mín hrundi" segir Sirrý, en þar sem hún sat við skriftir á nýrri bók sinni um Örlagadaga byrjaði tölvan að gefa frá sér torkennileg hljóð, urg og surg. Hún náði að slökkva á tölvunni áður en óhljóðin ágerðust, en þegar kom að því að kveikja á henni aftur vönduðust málin. 25.1.2008 15:23
Tommy fastur í annað sinn - á Reykjanesbraut Það á ekki af rokkaranum Tommy Lee að ganga. Vél hans var í morgun snúið til Egilsstaða vegna aftakaveðurs í Keflavík. Rétt fyrir hádegi lagði vélin aftur af stað til Keflavíkur, og lenti í þetta skiptið. Vandræðin eru þó ekki búin, en vegna aftakaveðurs í morgun yfirgaf fjöldi fólks fasta bíla sína á Reykjanesbrautinni. Rokkarinn vansvefta hefur því nú setið fastur á Reykjanesbrautinni í hálftíma. 25.1.2008 14:28
Fór á skíðum í vinnuna Sírnir Einarsson, grafíker á Stöð 2, labbar vanalega í vinnuna. En í morgun ákvað hann hins vegar að fara á gönguskíðunum þar sem viðraði einkar vel til skíðaiðkunar. Gönguferðin í Skaftahlíðina tekur vanalega um 10 mínútur, en á skíðunum var hann helmingi fljótari. 25.1.2008 14:27
Íslenskt veður og Perez Hilton á sömu síðu Íslensk Bloggsíða, The Iceland Weather Report, eftir Öldu Sigmundardóttur, hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna Boggheimsins, The Bloggies, sem besta evrópska bloggsíðan. Síðan er þar með komin á blað með mörgum af fjölsóttustu bloggsíðum heims, á borð við PerezHilton, TMZ, dooce, boingboing, GoFugYourself og Instapundit sem sumar hverjar fá mörg hundruð þúsund heimsóknir á dag. 25.1.2008 13:20
Magnús Geir tekur við Borgarleikhúsinu Stjórn Borgarleikhússins ákvað á fundi í morgun að ráða Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, í stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins í stað Guðjóns Pedersen sem lætur af störfum eftir átta ára valdatíð næsta haust. 25.1.2008 13:06
LA - Egilsstaðir - Reykjavík Ofurpartýinu með Tommy Lee og DJ Aero á Nasa í kvöld virðist borgið. Tommy þurfti að lenda á Egilsstöðum í morgun, vegna veðurs í Keflavík. Hann slapp þaðan fyrir skemmstu rétt í tæka tíð áður en útsendarar fréttastofanna náðu í skottið á honum. Rokkarinn er væntanlegur til Reykjavíkur upp úr hádegi, og ætti því að ná að leggja sig aðeins fyrir partýið í kvöld. 25.1.2008 11:25
Prison Break fer ekki í verkfall á Íslandi Ekki verður gert sýningarhlé á þáttaröðinni Prison Break hér á landi. Allt benti til að gera þyrfti hlé á sýningum þessa vinsælu spennuþátta sökum verkfalls handritshöfunda í Bandaríkjunum, en nú er ljóst að ekki þarf að koma til þess. 25.1.2008 10:25
Amy farin í meðferð Söngkonan Amy Winehouse skellti sér í meðferð í gærdag en hún hefur sem kunnugt er átt við mikið fíkniefnavandamál að stríða. Af þessum sökum hefur hún aflýst fyrirhuguðum tónleikum sínum um helgina. Hún hyggst þó vera orðin hressari fyrir Grammy verðlaunahátíðina í næsta mánuði, þar sem hún er tilnefnd til sex verðlauna. 25.1.2008 10:15
Strax aftur ólétt! Hver man ekki eftir Beverly Hills 90120 þar sem ljóskan Tori Spelling lék við hvern sinn fingur. Nú í mars verður Liam sonur hennar eins árs, en stúlkan er strax aftur ólétt. 24.1.2008 20:57
Bond leitar hefnda í nýju myndinni Nýjasta myndin um spæjarann kynþokkafulla, James Bond, mun bera nafnið Quantum of Solace. Nafnið og söguþráðurinn var kynntur við hátíðlega athöfn í Pinewood kvikmyndaverinu í dag. 24.1.2008 17:11
Beckham á heimsmet í losun koltvísýrings Sagt er að David Beckham hafi hættulegasta hægri fót í heimi. Það þó ekki einungis leðurtuðrur á fótboltavelli sem þurfa að óttast Beckham. Ísbirnir á norðurhveli gætu líka haft sitthvað út á hann að setja. 24.1.2008 15:15
Björk aflýsir tónleikum Björk aflýsti í dag fyrirhuguðum tónleikum sínum á Big Day Out tónlistarhátíðinni í Sidney á morgun. Læknir ráðlagði söngkonunni eindregið að hvíla raddböndin, en þau munu hafa verið bólgin eftir tónleika sem hún hélt í óperuhúsinu í Sidney í gær. 24.1.2008 14:20
Mjórri en Victoria Beckham Eva Longoria veit sem er að einfaldasta leiðin til að virðast grennri er að standa við hliðina á einhverjum sem er stærri en maður sjálfur. Að velja Victoriu Beckham til verksins er hinsvegar ekki á hvers manns færi. 24.1.2008 13:04
Pabbi Amy fluttur inn til hennar Mitch, pabbi Amy Winehouse, er fluttur inn til hennar til að reyna að halda henni frá eiturlyfjaneytandi vinum sínum. Eftir að myndir birtust á dögunum af söngkonunni að reykja krakk reyndi fjölskylda hennar árangurslaust að fá hana til að fara í meðferð. Pabbinn er hinsvegar sannfærður um að Amy eigi eftir að drepa sig á neyslunni, og fór því þessa leið. 24.1.2008 12:34
Seinni hluti Íslandsþáttar Daily Show Seinni hluti Íslandsþáttar The Daily Show er kominn á netið. Þeir sem vilja sjá hvernig ævintýri Jasons Jones fara, og hvort honum tekst að lokum að sjanghæja Herdísi Sigurgrímsdóttur til Írak geta gert það hér. 24.1.2008 12:24
Íbúð Heath leit „eðlilega“ út Bráðaliðar sem komu fyrstir að heimili Heath Ledger í gær sögðu við yfirheyrslur hjá lögreglu að ekkert í íbúðinni hefði bent til eiturlyfjanotkunar. Upprúllaður 20 dollara seðill fannst á heimilinu, en við prófanir á honum fundust engin ólögleg efni. Þá sögðu bráðaliðarnir að lyfjaglösin sem fundust hefðu flest verið næstum full. 24.1.2008 11:04
Frægur fatahönnuður hannar nýja búninga fyrir Icelandair Nýir einkennisbúningar fyrir flugfreyjur, flugmenn og flugstjóra Icelandair eru væntanlegir fyrir augu Íslendinga á næstu mánuðum 24.1.2008 10:19
CCP margfaldar kúnnahóp sinn Tölvuleikurinn EVE online verður í næsta mánuði settur í sölu á vefsíðunni steamgames.com en síðan er einn helsti dreifingaraðili á PC-leikjum í heiminum og er meðal annars framleiðandi Counter Strike, eins vinsælasta net-tölvuleikjar heims. 24.1.2008 00:01
„Ég hafði mikla trú á Heath Ledger“ Krufning á líki leikarans Heath Ledger leiddi orsök fráfalls hans ekki í ljós. Fleiri próf þarf að framkvæma og niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en eftir tíu daga. 23.1.2008 21:54
Daily Show segir Íslandi að kenna að ekkert gengur í Írak The Daily Show er með það á hreinu hvers vegna stríðið í Írak hefur ekki verið unnið. Í þætti sem sýndur var á Comedy Central í gær fer fréttamaður þáttarins, Jason Jones út af örkinni til að kanna hversvegna stríðsreksturinn tekur jafn langan tíma og raun ber vitni. Og kemst að niðurstöðu. 23.1.2008 16:58
Paparassinn vill hjónaband, Britney vill barn Adnan Ghalib, paparassi og kærasti Britney Spears í var ekki lengi að jafna sig eftir að eiginkona hans skilaði inn skilnaðarpappírunum í gærmorgun. 23.1.2008 15:54
Kravitz kynsveltur í þrjú ár Söngvarinn og kyntröllið Lenny Kravitz segist ekki hafa stundað kynlíf í þrjú ár. Kravitz, sem hingað til hefur ekki verið þekktur fyrir að vera neinn kórdrengur, sagði í viðtali við Maxims tímaritið að hann væri að spara sig fyrir hjónaband. 23.1.2008 14:20
Opna - nýtt bókaforlag hefur göngu sína Nýtt forlag, Bókaútgáfan Opna, hefur hafið göngu sína. Stofnendur eru Guðrún Magnúsdóttir og Sigurður Svavarsson. Þau hafa í meira en 20 ár starfað við alla þætti bókaútgáfu, allt frá hugmynd til prentaðrar bókar. 23.1.2008 13:56
Hrafninn er ánægður með nýjan meirihluta Ingvi Hrafn Jónnson sjónvarpsstjóri ÍNN er afar glaður með nýjan meirihluta í borginni. „Ég hef ekki orðið svona glaður síðan sjálfstæðisflokkurinn komst til valda í síðustu kosningum og raunar er ég enn glaðari núna því borgarstjórastóllinn hafði verið þýfi í 102 daga og nú er búið að skila honum aftur," segir hann og bætir við: „Hrafninn er glaður." 23.1.2008 13:24
Mennsku BDSM gæludýri hent út úr strætó BDSM pari í smábænum Dewsbury á Englandi var heldur brugðið er það ætlaði sér að taka strætisvagn í bænum. Maðurinn var með kærustu sína í hundaól og bandi og þegar þau ætluðu um borð í vagninn bannaði bílstjórinn þeim það með þeim orðum að hundar væru ekki leyfðir í vagninum. Parinu brá nokkuð og starði forviða á bílstjórann sem þá öskraði. „Já aðgangur er bannaður fyrir bjána og hunda eins og ykkur“. Parið hefur kvartað undan framkomu bílstjórans við bæjaryfirvöld. 23.1.2008 12:04
Heath Ledger 1979-2008 Heath Ledger var ein af skærustu ungu stjörnum Hollywood, og átti að baki fjölda vel metinna kvikmynda. Hann þótti jafnvígur á dramatík og gamanmyndir, var talinn líklegur til frekari afreka á kvikmyndasviðinu. Dauði hans 23.1.2008 11:12
Bílstjóri Díönu var á perunni Í rannsókn þeirri sem nú stendur yfir á dauða Díönu prinsesssu í París fyrir áratug síðan hefur komið í ljós að bílstjórinn Henri Paul hafði drukkið að minnsta kosti átta einfalda drykki, eða sem nemur einni flösku af rauðvíni, áður en ökuferð hans með prinsessuna og kærasta hennar Dodi Fayed hófst. Áður hefur því verið haldið fram að hann hefði aðeins drukkið tvo einfalda drykki. Rannsóknin er að tilstuðlan föður Dodis, Mohammed al Fayed sem ætíð hefur haldið því fram að Díana og Dodi hafi verið myrt. 23.1.2008 09:38
Heath Ledger látinn Hollywood stjarnan Heath Ledger er látinn aðeins 28 ára að aldri. Heath sem er fæddur og uppalinn í Ástralíu fannst látnn á heimili sínu í gærdag og er talið að hann hafi tekið inn of stóran skammt af svefnlyfjum. Vinir hans segja að Heath hafi verið mjög þunglyndur að undanförnu. Heath á að baki tuttugu kvikmyndir en þekktastur er hann fyrir leik sinn í myndinni Brokeback Mountain en fyrir það hlutverk var hann tilnefndur til Óskarsverðlaun. Og hann leikur jókerinn í nýjustu Batman-myndinni sem sýnd verður bráðlega. 23.1.2008 09:16
Stjarnan úr Brokeback Mountain dáin Leikarinn Heath Ledger sem tilnefndur var til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Brokeback Mountain er dáinn. 22.1.2008 22:16
Oprah brjáluð út í dr. Phil Heimsókn sjónvarpssálans dr. Phil til Britney Spears á spítalann virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Foreldrar Britney og samtök sálfræðinga hafa fordæmt afskiptasemina, og nú bætist sjálf Oprah, spjallþáttadrottningin sjálf í hópinn. Hún mun að sögn pressunnar vestanhafs vera komin með algerlega nóg af skjólstæðingi sínum, sem henni finnst hafa staðið sig illa í málinu. 22.1.2008 17:25
Halda tónlistahátíð til að mótmæla niðurrifi miðbæjarhúsa Hundruðir íslenskra tónlistamanna ætla að koma saman á Sirkus helgina 25. til 27. janúar til að mótmæla þeim yfirgangi og skeytingarleysi sem þeir segja að felist í því að verktakar kaupi sögufræg upp hús í miðbænum og láti þau svo víkja fyrir verslunarkjörnum að hætti úthverfanna. 22.1.2008 16:16
There Will be Blood og No Country for Old Men með flestar tilnefningar Kvikmyndirnar There Will be Blood og No Country for Old Men urðu hlutskarpastar þegar tilnefningar til Óskarsverðlauna voru kynntar í dag. Þær hlutu átta tilnefningar hvor, þar á meðal fyrir bestu mynd, handrit og leikstjórn. Atonement fékk sjö tilnefningar, Michael Clayton sex og Juno fjórar, en allar eru þessar myndir tilnefndar sem besta kvikmyndin. 22.1.2008 14:59
Fágætt tækifæri til að sitja í leðursætum Jacksons Rolls Royce Michaels Jacksons getur orðið þinn fyrir spottprís, hundrað tuttugu og fimm þúsund dollara, eða rétt tæpar 8,4 milljónir. 22.1.2008 13:15
Brad Pitt með kvenmannsmitti í japönskum gallabuxum Svo virðist sem ekki sé allt satt og rétt í auglýsingum. Örstutt er síðan að öldur lægði vegna sögusagna um að David Beckham hefði notið aðstoðar uppvöðlaðs sokks í auglýsingaherferð fyrir Armani nærföt. Nú kemur það svo í ljós að meira að segja fallegasti maður í heimi sleppur ekki undan nærgöngulum pennum grafíkeranna. 22.1.2008 12:39
Jack Nicholson lendir illa í reykingabanni Ellismellurinn Jack Nicholson er væntanlega ekki hrifinn af reykingabanni á veitingastöðum. Leikarinn brá sér út af veitingastað í Þýskalandi til að njóta líkkistunaglans undir beru lofti. Hann fékk hinsvegar engan frið til þess, en heill her aðdáenda birtist og heimtaði eiginhandaráritanir. 22.1.2008 11:27
Myndband af Amy Winehouse að reykja krakk Amy Winehouse virðist endanlega vera farin út af sporinu. Breska blaðið The Sun sendi blaðamann út af örkinni vopnaðan falinni myndavél, og náði myndum af söngdívunni þar sem hún reykir krakk og sýgur alsæluduft og kókaín í nefið. Þá talar hún á einum stað um það að hún sé nýbúin að skella í sig sex valíum töflum til að ná sér niður. 22.1.2008 11:12
Lohan og Murphy taka Razzie verðlaunin Razzie-verðlaunaafhendingin er framundan í Hollywood en það eru verðlaun sem veitt eru fyrir það versta sem kemur frá Hollywood. Þau Lindsay Lohan og Eddie Murphy hafa hlotið flestar tilnefningar að þessu sinni. Lohan fyrir leik sinn í myndinni I noe Who Killed Me og Murphy fyrir leik sinn í Norbit. 22.1.2008 09:26
Lindsay og Murphy langverst Kvikmynd Lindsay Lohan, I Know Who Killed Me, hefur verið tilnefnd til níu Razzie-verðlauna en myndin Norbit með Eddie Murphy hlaut átta tilnefningar. 22.1.2008 00:01