Fleiri fréttir

Hryllingspar fjölgar sér

Leikkonan Helena Bonham Carter og leikstjórinn Tim Burton eignuðust litla stúlku síðdegis á laugardag. Þetta er annað barn hjónanna, en þau eiga fyrir fjögurra ára son.

Ólöf Arnalds slær í gegn erlendis

Geisladiskur Ólafar Arnalds, Við og Við sem kom út í Evrópu í haust hefur verið að fá góða dóma í erlendu pressunni. Danir virðast vera sérstaklega hrifnir og umfjöllun um diskinn hefur birst í öllum stærstu tónlistarblöðunum. Soundvenue tímaritið segir tónlistina "sanna og snerti mann djúpt". Undertoner hrósar diskinum og hann fær 4,5 af 6: "Mjög sterk plata".

Pete Doherty selur leyndarmál sín og Kate

Það er dýrt að næra heróínfíkn. Þetta veit Pete Doherty manna best. Hann hefur þó fundið nýjar og kannski-ekki-svo frumlegar leiðir til að ná sér í aur. Poppstjarnan og sukkarinn ætlar að segja frá sambandi sínu við Kate Moss í smáatriðum í nýrri heimildarmynd. Fyrir viðtalið fær hann litlar sex milljónir, sem ættu að duga fyrir dópi í viku eða tvær.

Nýjasta myndband Britney á netinu

Britney Spears hefur ekki verið upp á sitt besta þetta árið. Þúsundir mynda hafa náðst af söngkonunni utan við sig, nærbuxnalausri, rakandi af sér hárið, keyrandi yfir á rauðu ljósi og berjandi paparassa. Í myndbandinu við nýjustu smáskífu hennar, Piece of me, ræðst stjarnan fallna einmitt á paparassaherinn sem fylgir henni í hvert fótmál.

Sarkozy nær sér í ofurfyrirsætu

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands sem skildi við konu sína seint í október hefur fundið ástina á ný að því er frönsk götublöð sögðu í gær. Þar var fullyrt að nýja ástin í lífi forsetans væri Carla Bruni, fyrrverandi ofurfyrirsæta frá Ítalíu, en vel fór á með þeim á laugardaginn þegar þau brugðu sér í Euro Disney garðinn fyrir utan París.

Reese Witherspoon komin með nýjan kall

Þeir sem til þekkja segja að fyrrum næstum því tengdadóttir Íslands, Reese Witherspoon, sé að slá sér upp með stórleikaranum Vince Vaughn

Íþróttakryddið tilbúin í barneignir

Mel C eða Sporty Spice eins og hún er gjarnan kölluð er sú eina af kryddpíunum sem ekki hefur eignast barn. En nú heyrast raddir um að kryddpían sé tilbúin í barneignir.

Þegar andlát ber að höndum

Í dag var vefurinn Andlat.is opnaður formlega. Vefurinn er hugsaður sem alhliða vettvangur til þess að aðstoða þegar andlát ber að höndum. Einkunnarorð vefsins er "Við erum hér fyrir þig".

Sjálfstæðir listamenn halda útgáfuhátíð

Á miðvikudaginn halda 5 listamenn sameiginlega útgáfuhátíð í Lídó hallveigarstíg 1. Listamennirnir eiga allir það sameiginlegt að gefa sjálfir út plötur sínar nú fyrir jól.

Vill grömm frekar en Grammy

Djammglaða söngstjarnan Amy Winehouse er tilnefnd til 6 Grammy verðlauna fyrir frammistöðu sína á söngsviðinu. Hún segist þó frekar vilja 6 grömm en Grammy.

Aðdáendur Spice Girls fúlir

Stúlknasveitin Spice Girls heldur sína fyrstu tónleika í London í mörg ár nú á sunnudaginn. Stelpurnar hafa byrjað í Bandaríkjunum en nú er komið að Bretlandi.

Lohan á beinu brautinni

Leikkonan Lindsay Lohan hringdi óvænt inn í útvarpsþátt í Las Vegas í gær. Þar lenti hún í yfirheyrslu hjá stjórnendum þáttarins sem brá heldur betur í brún þegar Lindsay var komin á línuna.

Beckham ekki með sokk í brókunum

Síðan David Beckham sat fyrir á nærbuxunum einum fata fyrir Armani hafa margir velt fyrir sér hvort strákurinn hafi verið með sokk í klofinu. Breskir fjölmiðlar hafa nú komist til botns í þessu máli eftir að hafa spurt eiginkonu kappans.

Borat með sokk í nærbuxunum, ekki Beckham

Sacha Baron Cohen hefur aldrei verið feiminn við að sýna vöxtinn. Eins og sannaðist best á neongrænum sundbol sem alter-egóið hans, Borat, gekk mikið í.

Eiríkur fær ananas í jólamatinn

,,Ég fékk konuna í afmælisgjöf." segir Eiríkur Jónsson blaðamaður, sem giftist sinni heittelskuðu, Petrínu Sæunni Úlfarsdóttur þann 21. ágúst síðastliðinn. Þau fara á mánudaginn til Karabíska hafsins í brúðkaupsferð.

Boot Camp styrkir Mæðrastyrksnefnd

Líkamsræktarstöðin Boot Camp ætlar að leggja lóð sitt á vogarskálarnar til að gera jólin gleðileg hjá þeim 1800 fjölskyldum sem reiknað er með að leiti til Mæðrastyrksnefndar í ár.

Giftu sig á rómantískri strönd í Ástralíu

Hjónin Magnús Rúnar Magnússon og Elsa Karen Jónasdóttir voru búin að velta ýmsum staðsetningum fyrir sér þegar þegar þau ákváðu að gifta sig á ástralskri strönd.

Stjörnufans á styrktatónleikum fyrir krabbameinssjúk börn

Rjómi íslenskra tónlistamanna kemur saman í Háskólabíói sunnudaginn þrítugasta desember á árvissum tónleikum til styrktar krabbameinssjúkra barna. Þetta er í níunda sinn sem tónleikarnir eru haldir, og hefur dagskráin sjaldan verið glæsilegri.

Cher alvarlega veik

Vinir og fjölskylda Cher hafa miklar áhyggjur af heilsu hennar. Söngkonan er með sjúkdóm í maga, en enginn veit nákvæmlega hvað amar að henni. Ástandið er þó svo alvarlegt, að hún hefur leitað til evrópskra sérfræðinga til að fá bót meina sinna.

Kisa fauk á stofuglugga

Óveðrið fer ekki betur með ferfætlinga en fólk og það eru ekki bara gámar og koparþök sem takast á loft í veðurhamnum.

Flugfreyjur Ryanair afklæðast fyrir gott málefni

Þá sem dreymir að vita hvað leynist undir siðsömum drögtum flugfreyja sem sýna farþegum hvernig þeir skuli bera sig að hrapi flugvélin í hafið geta nú fengið forvitni sinni svalað. Í nýju dagatali frá írska lággjaldaflugfélaginu Ryanair, skreyta hvern mánuð fáklæddar freyjur í hinum ýmsu stellingum í og við flugvélar. Fjöldi karlflugþjóna vinnur hjá félaginu en ekkert karlkyns rataði þó í dagatalið.

Naomi fékk aftur skapofsakast

Tískudrottningin Naomi Campell fékk enn eitt skapofsakastið í vikunni að loknum tónleikum Led Zeppelin.

Jólasveiflan í Bústaðarkirkju

Undurfagrir tónar óma á Jólasveiflu, tónleikum kórs Bústaðarkirkju, sem hófust klukkan átta í kvöld. Á tónleikunum syngur kórinn nokkrar af vinsælustu jólaperlunum, ásamt Stefáni Hilmarssyni, undir stjórn Renata Isan. Þórir Úlfarsson leikur á píanó, Friðrik Sturluson á bassa og Jóhann Hjörleifsson á trommur.

Geiri á Goldfinger býður ritstjórum í útgáfupartý

Ásgeir Þór Davíðsson, betur þekktur sem Geiri á Goldfinger virðist ekki ætla að dvelja við illindi sín gegn Birtingi. Meiðyrðamál Geira gegn ritstjórum og blaðamönnum Vikunnar og Ísafoldar var tekið fyrir í héraðsdómi í gær.

Britney skrópar

Britney Spears mætti ekki fyrir rétt í gær þegar hún átti að bera vitni í forræðismáli hennar og Kevins Federline. Í þetta sinn bar hún við veikindum, og sagðist vera of kvíðin til að mæta.

Óttast að sæði valdi bólum

Frönsk fyrirsæta segir að Tony Parker, maður Evu Longoriu, hafi haldið framhjá eiginkonunni aðþrengdu með sér. Hún heldur því fram að Parker hafi verið pirraður á því að Eva væri ekki hrifin af ákveðnum kynlífathöfnum.

Gillz í formannsstól Framsóknar

Bloggarinn Jón Guðmundsson liggur ekki á skoðunum sínum um menn og málefni. Í færslu í síðustu viku lýsir hann yfir aðdáun sinni á Gillzenegger, sem hann segir sjálfumglaðan ljósabekkjafíkil, sem minni sig á Jónas frá Hriflu. Hann segir að Jónas, líkt og Gillzenegger, hafi verið framsóknarmaður sem var aldrei feiminn við að láta í ljós skoðanir sínar.

Næsta Sex and the City mynd í burðarliðnum

Þegar er farið að undirbúa framhald kvikmyndarinnar um vinkonurnar í Sex and the City. Tökum á fyrri myndinnni er nýlokið. Framleiðendur hennar svo sannfærðir um að hún verði vinsæl að þeir eru þegar farnið að vinna að handriti þeirrar næstu, að því er heimildamaður breska blaðsins Mail on Sunday hermir. Allir leikararnir eru með ákvæði í samningi sínum um að taka þátt í framhaldsmynd, og þetta hyggjast framleiðendurnir nýta. Þeir sjá fyrir sér að gera minnst þrjár myndir um stöllurnar.

Vann heitan pott fyrir bestu myndina

Sigurvegarinn í heitapottaleik Poulsen og Vísis er fundinn. Dómnefnd þótti mynd Sjafnar Ólafsdóttur í Kóngsbakka í Reykjavík bera af. Hún hlýtur að verðalaunum glæsilegan heitapott frá Poulsen.

Tvíburar á leiðinni hjá J-Lo

Jennifer Lopes gaf orðrómi um að hún eigi von á tvíburum byr undir báða vængi á dögunum, þegar hún keypti samstæða barnagalla með áletrununum ,,prins" og ,,Prinsessa".

Britney Spears ætti að drepa sig

Tyra Banks vandaði Britney Spears ekki kveðjurnar á dögunum. Módelmamman var stödd í einkasamkvæmi og var í hrókasamræðum við vin sinn. Nærstaddir komust ekki hjá því að heyra hvaða skoðun hún hefði á söngkonunni.

Tekur 45 pillur á dag

Leikkonan Hilary Swank hefur sagt frá því að hún taki 45 heilsupillur á dag. Leikkonan tekur mikið af vítamínum og fær hún sér extra mikið þegar “hún þarf að muna mikið af línum”.

Ljóð tónum skreytt

Ljóðskáldin Sigurður Pálsson og Óskar Árni Óskarsson lesa upp og kynna nýjar tónskreyttar ljóðaútgáfur í bókaversluninni Iðu, Lækjargötu 2a, í kvöld kl. 20.30. Auk þeirra kemur saxófónleikarinn Jóel Pálsson fram og leggur til tónskreytingar.

Brá við að heyra af framhjáhaldinu

„Ég ætla að skila kveðju til geðhjúkrunarfræðings á Landspítalanum, sem er farin að ríða kallinum mínum og er búin að eyðileggja allt fyrir mér," sagði kona ein sem hringdi inn í Reykjavík síðdegis í dag.

Erlendur stefnir á Íslandsmet

Allt stefnir í Íslandsmet í sölu á nýrri bók Arnaldar Indriðasonar um rannsóknarlögreglumanninn Erlend Sveinsson í ár.

Jennifer Garner og Ben Affleck eru óþolandi nágrannar

Útvarpsmaðurinn geðþekki, Howard Stern er alveg að fá nóg af nágrönnum sínum, leikaraparinu Jennifer Garner og Ben Affleck. Hann segir að þau hafi sett plágu á húsið sitt í New York, þar sem þau dvelja tímabundið meðan Garner leikur í ,,Cyrano de Bergerac" á Broadway.

Sjá næstu 50 fréttir