Fleiri fréttir

Málverkið í tísku

Nýlistasafnið, höfuðvígi tilrauna í íslenskri myndlist, opnar í dag faðm sinn fyrir málverkinu, hinu aldagamla formi myndrænnar tjáningar. Málverkið er viðfangsefni átta ungra listamanna frá Íslandi, Finnlandi, Sviss og Bandaríkjunum sem allir eiga það sameiginlegt að vinna dægurmenningu samtímans í þetta forna form.

Bassaleikarafaraldur við Grettisgötuna

"Þetta er alls ekki mér að kenna," segir Tómas Tómasson bassaleikari Stuðmanna en nú búa fjórir bassaleikarar við Grettisgötuna. Auk Tómasar eru þetta Egill Ólafsson Stuðmaður, Georg Hólm í Sigurrós og Baldvin Sigurðsson sem fyrrum gerði garðinn frægann með Baraflokknum.

Leynilögreglumaður eldar pylsusúpu á Ljósanótt

Ýmsir viðburðir Ljósanætur í Reykjanesbæ rata ekki í formlega dagskrá hátíðarinnar. Meðal þess er árleg súpu- og pylsugerð leynilögreglumannsins Lofts Kristjánssonar og konu hans Kristlaugar Maríu Sigurðardóttur rithöfundar. Þau hjónin gera um 50 lítra af súpunni og eiga von á fjölda fólks í mat.

Ronaldo í sundlaugarveislu með fimm vændiskonum

Forráðamenn Manchester United ætla að kalla sóknarmanninn Cristiano Ronaldo fyrir eftir að fregnir bárust af sundlaugarveislu sem hann hélt ásamt vinum sínum þar sem fimm vændiskonur komu í heimsókn. Þetta gerðist eftir fyrsta sigur United á Tottenham fyrr í vikunni.

Kórfélagar sungu í MH

Fyrrum meðlimir kórs Menntaskólans við Hamrahlíð komu fram á tónleikum á fimmtudagskvöld í tilefni þess að kórinn er fertugur á árinu. Einnig var um styrktartónleika að ræða því allur ágóði rennur í ferðasjóð kórsins, sem er á leiðinni til Kína.

Iðandi punktaform

Í dag er opnuð sýning á nýjum málverkum Aðalheiðar Valgeirsdóttur í gallery Turpentine Ingólfsstræti 5. Sýningin ber yfirskriftina „Vendipunktar“ sem vísar til viðfangsefnis verk­anna og vinnuaðferðar. Aðal­heiður notar punktatækni til að kanna hreyfingu í tíma og rúmi. Iðandi form og fletir svífa um á myndfletinum í leit að nýjum leiðum.

Fyrrum kærastinn reyndi við Paris

Elisha Cuthbert, fyrrum leikkona í sjónvarpsþáttunum 24, er hætt með kærastanum sínum. Sá heitir Sean Avery og er íshokkíleikmaður. Parið hefur verið saman frá árinu 2005 en áður var Elisha trúlofuð Trace Ayala, besta vini og viðskipta­félaga Justins Timber­lake.

Funheit ferðalög Magga og KK

„Ferðaplötur“ KK og Magga Eiríks hafa selst í um 28 þúsund eintökum. Þeir félagar fá afhenta gullplötu fyrir þá síðustu, Langferðalög, á lokatónleikum sínum í Salnum 13. september.

Law ekki ánægður með frammistöðu sína í Alfie

Á blaðamannfundi sem haldinn var fyrir kvikmyndahátíðina í Feneyjum sagði Jude Law að eftir á að hyggja hafi hann viljað breyta ýmsu við myndina sem er nútímaútgáfan af upprunalegu Alfie myndinni.

Clooney segist ekki vera veikur

Menn hafa velt vöngum yfir því undanfarið hvort hjartaknúsarinn George Clooney sé haldinn alvarlegum sjúkdómi. Leikarinn þykir hafa hríðhorast og náðust nýlega af myndir af honum á strönd í Ítalíu með innfallinn maga.

Mínar túttur eru ekta -Keira Knightley

Breska smástirnið Keira Knightley hefur tekið illa vangaveltum fjölmiðla um að brjóst hennar og aðrir mikilvægir líkamshlutar hafi verið stækkaðir í tölvu til þess að gera hana kynþokkafyllri. Knightley er líklega frægust fyrir leik sinn í sjóræningjamyndunum Pirates of the Caribbean með þeim Johnny Depp og Orlando Bloom.

Giuliani tók þrettán milljónir fyrir fyrirlestur hjá Símanum

Rudy Giuliani tók 200.000 Bandaríkjadali eða tæpar þrettán milljónir íslenskra króna fyrir fyrirlestur sem hann hélt á 100 ára afmæli Símans á síðasta ári. Giuliani, sem er fyrrum borgarstjóri New York borgar og núverandi frambjóðandi í forvali Repúblikana til bandarísku forsetakosninganna, hélt fyrirlestur um leiðtogahæfni í Borgarleikhúsinu þann 29. september síðastliðinn.

Allt að gerast hjá Britney

Tvö ný lög eru væntanleg með söngkonunni Britney Spears og hefur þeim báðum verið lekið út á netið. Fyrsta smáskífan ber nafnið Gimme More en hin Cold As Fire.Seinna lagið er í grófari kantinum og fjallar meðal annars um munnmök.

Harry segir Díönu hafa verið bestu mömmu í heimi

Harry prins hélt ræðu í minningarathöfn um Díönu móður sína sem fram fór í Guards Chapel í Lunúnum í dag. Hann sagði hana einfaldlega hafa verið bestu móður í heimi. Í ræðunni þar sem hann rifjar upp minningar sínar og bróður síns Williams segir hann móður þeirra hafa verið góðhjartaða, elskulega, jarðbundna og algörlega einstaka.

Camilla tíndi sveppi á meðan á undirbúningi fyrir minningarathöfn Díönu stóð

Breskir ljósmyndarar náðu myndum af Camillu Parker Bowles, eiginkonu Karls Bretaprins, tína sveppi í skógi nærri Balmoral, höll Elísabetar Englandsdrottningar í Skotlandi, á dögunum. Hún mun hafa farið þangað til að forðast sviðsljósið. Camilla gekk um skóginn í fylgd lífvarðar og tíndi sveppi í litla bastkörfu.

Dramatísk augnablik kistubera Díönu

Hermennirnir sem báru kistu Díönu prinsessu til grafar fyrir tíu árum þjálfuðu sig í marga daga til fyrir verkið. Kista Díönu var húðuð blýi að innan og því níðþung. Mennirnir átta voru sérvaldir til verksins. Í tvo daga æfðu þeir sig að ganga með kistu fyllta af sandpokum um þrjátíu metra leið yfir trébrú út á eyju í stöðuvatni á jörð fjölskyldu prinsessunnar í Althorp þar sem hún var jörðuð.

Kvöldsögur með Önnu Kristine

Fjölmiðlakonan Anna Kristine Magnúsdóttir fer af stað með nýjan þátt á Bylgjunni fimmtudaginn næstkomandi. Hugmyndin er að endurvekja Kvöldsögurnar sem voru vinsælar á Bylgjunni fyrir allmörgum árum.

Federline vill að Spears borgi lögfræðikostnað

Lögfræðingur Kevins Federline, fyrrverandi eiginmanns Britney Spears, hefur farið fram á það fyrir hönd Federline að Spears borgi lögfræðikostnað hans í skilnaðarmáli sem lauk í júlí á þessu ári.

Away From Her - Fjórar stjörnur

Söguþráðurinn er að mörgu leyti fyrirsjánlegur en það kemur ekki að sök því ekki er verið að elta einhverjar klisjur. Persónusköpunin er það sterk að það sem er fyrirsjánlegt verður samt aldrei ósannfærandi. Away from her er því þegar á heildina er litið góð mynd um manneskjur í erfiðum aðstæðum.

Britney bensínlaus á brókinni

Britney Spears heldur áfram þeirri viðleitni sinni að bera á sér afturendann. Hún var á leið í verslunarleiðangur á dögunum þegar bíllinn hennar varð bensínlaus. Britney dó ekki ráðalaus heldur fékk hún aðstoð frá lögreglu við að ýta blæjubensanum hennar á næstu bensínstöð.

Camilla í frí

Camilla Parker Bowles, kona Karls Bretaprins, hefur ákveðið að fara í frí til Skotlands á meðan minningarathöfn um Díönu prinsessu fer fram á morgun. Camilla mun halda þangað ásamt nokkrum nánum vinkonum sínum.

Gísli Marteinn er megakroppur með nýju hárgreiðsluna

Glöggir menn tóku eftir því á fundi í Ráðhúsinu í dag að Gísli Marteinn Baldursson er orðinn ansi hreint hárprúður. Aðspurður um hvort hann sé að fylgja tískustraumum segir Gísli að ef svo sé þá sé það algerlega ómeðvitað. "Ég gerði mér bara ekki grein fyrir því að ég væri orðinn svona síðhærður," segir hann í samtali við Vísi. Hann segist þó fagna því ef hann hafi óvart tollað í tískunni.

Ný smáskífa með Spears í næstu viku?

Mögulega er biðin á enda fyrir aðdáendur og aðra áhugasama um söngkonuna Britney Spears en þær sögur ganga fjöllum hærra að hún sé búin að gera nýja smáskífu sem jafnvel er von á í næstu viku.

Queen dúett á tónleikum til heiðurs Mandela

Þeir Brian May og Roger Taylor hafa boðað komu sína á tónleika sem haldnir verða í London á næsta ári í tilefni af 90 ára afmæli Nelsons Mandela. Ágóðinn af tónleikunum mun renna til 46664 HIV herferðar Mandela. May og Taylor gáfu stofnfé til herferðarinnar árið 2003 ásamt tónlistarmönnunum Dave Stewart og Bono.

Kommon strákar! Hvar er frumleikinn?

Stjórnarmenn 365, sem rekur meðal annars Vísi, fara troðnar slóðir þegar kemur að bílakaupum. Það kom berlega í ljós í dag þegar þeir mættu á stjórnarfund hjá fyrirtækinu í höfuðstöðvum þess í Skaftahlíðinni. Sjá mátti fimm Range Rover-bifreiðar, fjórar svartar og eina gráa, af flottustu gerð í röð við götuna og voru þar samankomnir bílar allra stjórnarmannanna fimm.

Samúel á skólabekk

Samúel Örn Erlingsson, fyrrverandi íþróttafréttamaður og varaþingmaður framsóknarflokksins, er á leiðinni í skóla. Samúel sem er kennari að mennt ætlar að klára háskólagráðu sem ekki var í boði þegar hann nam kennarann á sínum tíma. Samúel segist vera búin að ætla sér þetta í ein tuttugu ár en að nú hafi tækifæri gefist.

Knightley áberandi grönn á opnun kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum

Leikkonana Keira Knightley var viðstödd opnun kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í gær og var nýjasta mynd hennar Atonement opnunarmynd hátíðarinnar. Leikkonan vakti eins og gefur að skilja athygli á rauða dreglinum en mörgum brá þó í brún að sjá hversu grönn hún er orðin.

Wilson hættir við að leika í Tropic Thunder

Fregnir herma að Owen Wilson sem reyndi að fyrirfara sér á sunnudag sé hættur við að leika í nýjustu mynd sinni Tropic Thunder. Leikstjórinn Ben Stiller hefur samþykkt að hann dragi sig til baka en framleiðendur hjá Dreamworks pictures hafa ekkert viljað staðfesta.

Mel B í Dancing With The Stars

Kryddpían Melanie Brown, betur þekkt sem Mel B, mun taka þátt í næstu þáttaröð af hinum geysivinsæla sjónvarpsþætti Dancing With The Stars. Þátturinn er bandarísk útgáfa af breska þættinum Strictly Come Dancing sem Heather Mills, barnsmóðir bítilsins Paul McCartney, tók meðal annarra þátt í á síðasta ári.

Winehouse verður ekki viðstödd MTV tónlistarverðlaunahátíðina

Útgáfufyrirtæki Amy Winehouse hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að söngkonan muni ekki koma fram á MTV tónlistarverðlaunahátíðinni í næsta mánuði. Útgáfufyrirtækið, Universal Republic Records, hefur auk þess afboðað komu hennar á allar aðrar samkomur og tónleika sem búið var að bóka hana á.

Paltrow með eigin matreiðsluþátt

Leikkonan Gwyneth Paltrow ætlar að snúa baki við Hollywood um skeið og fara af stað með sinn eigin matreiðsluþátt. Paltrow sem er mjög áhugasöm um heilsusamlega matargerð mun auk þess yfirgefa unnusta sinn Chris Martin og börnin Apple og Moses til að ferðast um Spán ásamt kokkinum Mario Batali.

Britney bensínlaus

Það líður ekki sá dagur sem Britney Spears kemst ekki í fjölmiðla fyrir uppátæki sín. Nú síðast varð hún bensínlaus á miðri umferðargötu í Beverly Hills. Hún var með drengina sína tvo þá Sean Preston og Jayden James í aftursætinu þegar bíllinn drap á sér.

Jolie heimsækir flóttafólk í Írak og á Sýrlandi

Hollywoodleikkonan Angelina Jolie heimsótti flóttafólk og hermenn í Írak og á Sýrlandi í byrjun vikunnar. Jolie sem er sendiherra góðgerðarmála hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna dvaldi á svæðinu í tvo daga. Hún heimsótti flóttafólk sem dvelur sitt hvoru megin við landamærin og endaði ferðina á því að hitta bandaríska hermenn á svæðinu.

Owen tók inn heróín áður en hann reyndi sjálfvíg

Nýjustu fregnir herma að gamanleikarinn Owen Wilson hafi reynt að stytta sér aldur eftir þriggja daga samfellda fíkniefnaneyslu. Samkvæmt heimildum Daily mirror tók hann inn mikið magn af svokölluðu hillbilly heróíni sem er sagt ódýrt og mjög ávanabindandi. Efnið hefur dregið þúsundir bandaríkjamanna til dauða. Hann mun einnig hafa tekið inn amfetamín.

Stórstjörnur í spurningaþætti RÚV

„Sveitarfélögin eru í góðum gír og það ríkir mikil stemning í kringum þennan þátt,“ segir Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri RÚV, en nú styttist í að blásið verði til leiks í spurningakeppni sveitarfélaganna. „Liðin eru að mótast og það er kominn heildarmynd á þetta,“ bætir hann við en upptökur á þættinum fara fram í upptökuveri Sjónvarpsins þannig að allir sitja við sama borð.

Til Texas að hitta tengaforeldrana

Ungfrú Ísland, Jóhanna Vala Jónsdóttir, hefur í nógu að snúast þessa dagana. Auk þess að starfa sem flugfreyja hefur hún hafið undirbúning fyrir keppnina um titilinn Miss World sem fram fer í Kína. Í október ætlar hún til Texas í heilan mánuð og hefur aðeins tvær vikur til þess að pakka aftur ofan í tösku fyrir Kínaferðina.

Kann ekki að stilla útvarpið í nýja bílnum

Pálmi Haraldsson kaupsýslumaður er hamingjusamur eigandi glænýs Range Rover jeppa af gerðinni Supercharged. Bíllinn er ein 400 hestöfl og svartur á lit eins og allir fyrri bílar Pálma enda segist hana hafa bæði einfaldan og klassískan smekk.

Skemmti sér með þýskri snót

Leikarinn og hjartaknúsarinn Jude Law er ekki við eina fjölina felldur í kvennamálum því nýjasta vinkona hans er þýska fyrirsætan og leikkonan Susan Hoecke.

Nauðsynlegt að breyta til

Hugleikur Dagsson hyggst segja skilið við Íslendinga og Ísland í bili. Hann ætlar að flytjast búferlum til Amsterdam í Hollandi í október ásamt kærustu sinni Hrafnhildi Halldórsdóttur og veit ekki hvenær hann snýr tilbaka.

Lokadagur Bíódaga

Lokadagur Bíódaga Græna ljóssins í Regnboganum er í dag. Margar góðar myndir hafa verið sýndar á hátíðinni og í dag er síðasta tækifærið að sjá þær.

Vesturport stærst

Af sjálfstæðum hópum verður leikhópurinn Vesturport fyrirferðarmestur, bæði með sýningar á eigin vegum og í samstarfi við stærri leikhús: LR, LA og Þjóðleikhúsið.

Lögreglan segir að Owen Wilson hafi reynt sjálfsmorð

Lögreglan í Los Angeles hefur staðfest að Hollywood stjarnan Owen Wilson hafi reynt sjálfsmorð um síðustu helgi. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að óskað hafi verið eftir aðstoð á heimili leikarans vegna sjálfsmorðstilraunar. Ekki kemur fram í dagbókinni hver hringdi í lögregluna.

Sjá næstu 50 fréttir