Fleiri fréttir K-Fed pabbi í fimmta sinn Kevin Federline er að verða pabbi aftur.Shar Jackson, sem K-Fed yfirgaf kasólétta að öðru barni þeirra fyrir Britney Spears, er gengin sjö vikur með þriðja barn þeirra skötuhjúa. Federline náði að barna Spears tvisvar á þeim tveimur árum sem þau voru gift. Jackson segir í samtali við Star tímaritið að hún voni að barnið verði til þess að sameina fjölskylduna á ný. 13.6.2007 13:05 Umboðsskrifstofan losar sig við Paris Hilton Það á ekki af Paris Hilton að ganga. Michael Donkis, talsmaður ,,The Endeavor" umboðsskrifstofunnar sagði að þeir hefðu losað sig við stjörnuna, en vildi ekki tjá sig frekar um málið. 13.6.2007 11:32 Dóttir O.J. Simpson mætir fyrir rétt Dóttur O.J. Simpson, hefur verið gert að mæta fyrir rétt. Fjölskylda Ron Goldmans, sem var myrtur ásamt fyrrum eiginkonu Simpson, reynir nú að fá öllum eintökum af bókinni "If I did it" eytt. Í þeirri bók lýsir Simpson því hvernig hann hefði borið sig að ef hann hefði myrt fyrrum eiginkonu sína og Goldman. Dóttir Simpsons er sögð vera yfirmaður fyrirtækisins sem á réttinn að bókinni. 13.6.2007 10:50 Áhrif mataræðis á krabbamein Prófessor Jane Plant flutti á dögunum fyrirlestur í Háskóla Íslands um áhrif mataræðis á brjóstakrabbamein og krabbamein í blöðruhálskirtli. „Ég kom á vegum Odds Benediktssonar, prófessors við Háskóla Íslands, til að flytja erindi um áhrif mataræðis á krabbamein,“ segir Jane Plant, prófessor í jarðefnafræði við Imperial College London 13.6.2007 06:00 Scorsese með Laxness á náttborðinu Bíófrömuðurinn Árni Samúelsson í Sambíóum var viðstaddur sérstaka frumsýningu heimildarmyndarinnar Shine a Light eftir Martin Scorsese í New York á mánudagskvöldinu. Þar fylgir leikstjórinn goðsagnakenndi rokkgoðunum í Rolling Stones eftir en allar helstu stórstjörnur Hollywood voru viðstaddar. 13.6.2007 06:00 Paris fékk kvíðaköst Nokkrir fjölmiðlar í Bandaríkjunum birtu í gær fréttir þess efnis að Paris Hilton þjáist af athyglisbrest, sem valdi heiftarlegum kvíðaköstum og þess vegna hafi henni verið veitt leyfi til að yfirgefa fangelsið eftir aðeins þriggja daga dvöl í síðustu viku. Sem kunnugt er var henni komið aftur fyrir á bak við lás og slá aðeins fáeinum klukkustundum síðar. Í millitíðinni mun hún hins vegar hafa fengið rétta meðferð við meininu, sem veldur því að hún unir sér nú ágætlega innan fangelsismúranna. 13.6.2007 06:00 Rassskellingum sýndur áhugi Eva Hauksdóttir í Nornabúðinni birti smáauglýsingu í Fréttablaðinu á föstudaginn sem vakti mikla athygli. Þar auglýsti hún eftir stæðilegum mönnum til að rassskella samráðsmenn olíufélaganna og gátu áhugasamir sent henni póst á eva@nornabudin.is. Eva hafði fengið mikil viðbrögð við auglýsingunni þegar Fréttablaðið náði tali af henni í veðurblíðunni en viðurkenndi að fáum hefði verið alvara. 13.6.2007 06:00 Fjölrammungar Hugleiks Bókin Ókei bæ! lítur helst út eins og vinaleg barnabók en þegar betur er að gáð er hér á ferðinni nýjasta sagnasafn Hugleiks Dagssonar. Bókin er í stærra broti en fyrri bækur höfundarins en sögurnar eru einnig flestar lengri en þó er um sama sagnastíl Hugleiks að ræða sem flestir hljóta nú að kannast við. 13.6.2007 06:00 Lífskraftur unglinga Í gær hófst námskeiðið Lífskraftur þriðja sumarið í röð en það eru hin kraftmiklu Arnar Grant og Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir sem standa að námskeiðinu. 13.6.2007 04:45 Fastagestir ekki kátir Heilsuræktarkóngurinn Björn Leifsson á í viðræðum við Reykjavíkurborg um hugsanlegan möguleika þess að byggja líkamsræktarstöð og 25 metra laug við Vesturbæjarlaugina. 13.6.2007 03:00 Ocean"s 13 vinsælust Framhaldsmyndin Ocean"s 13 var vinsælasta myndin í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Þénaði hún rúmlega 37 milljónir dollara í aðganseyri, jafnvirði rúmlega 2,3 milljarða króna. 13.6.2007 02:00 Mundar myndavél Tónlistarmaðurinn Lou Reed opnaði á dögunum ljósmyndasýningu í safni sem kennt er við Andy Warhol í Pittsburgh í Bandaríkjunum. Reed var áberandi í listaklíku þeirri sem tengdist Warhol, sem hafði mikil áhrif á störf og áherslur hljómsveitarinnar The Velvet Underground sem Reed starfaði með. Enn fremur kemur fram í sýningarskrá að Reed líti á Warhol sem sinn helsta lærimeistara. 13.6.2007 02:00 Til heiðurs Patró Hljómsveitin Þorpararnir hefur gefið út sína fyrstu plötu sem nefnist Þorpið: Ólíkir molar úr sömu skál. Meðlimir sveitarinnar eru brottfluttir Patreksfirðingar og vilja þeir með plötunni heiðra bernskubyggð sína. Þrír þeirra búa á höfuðborgarsvæðinu og þrír til viðbótar á Akureyri. 13.6.2007 02:00 Er ekki með svo stórt nef Ungur og tiltölulega óþekktur leikari, Víðir Guðmundsson, hefur verið ráðinn til að fara með hlutverk Gosa í samnefndum barnasöngleik sem sýndur verður á fjölum Borgarleikhússins í haust. 13.6.2007 02:00 Ólíkleg sviksemi ömmu Ólánsamur ungur maður var nýlega handtekinn í Þýskalandi fyrir að reyna að versla með fölsuðum seðli. Í frétt vefútgáfu dagblaðsins Der Spiegel kemur fram að pilturinn hafi orðið hvumsa því seðillinn var kominn frá ömmu stráksa sem sendi honum hann í tilefni þess að hann kláraði vorprófin. 13.6.2007 02:00 Erfitt fyrir Bruce Willis Leikarinn Bruce Willis segir að mikið hafi reynt á sig við gerð hasarmyndarinnar Die Hard 4.0. „Fyrir ári síðan þegar við byrjuðum að taka upp myndina var áhættuþátturinn mjög hár. Það eru miklar líkur á mistökum við gerð myndar eins og þessarar en þetta fór allt á besta veg,“ sagði Willis sem er 52 ára. 13.6.2007 02:00 Æft úti að kínverskum sið Bardagaíþróttin tai chi er í aukinni sókn hérlendis. Nokkrum sinnum í viku kemur hópur fíleflds fólks á öllum aldri saman í Heilsudrekanum í Skeifunni 3 til að iðka hina fornu bardagaíþrótt tai chi, afslappaðar og mjúkar hreyfingar, sem eru ætlaðar að koma á líkamlegu og andlegu jafnvægi. 13.6.2007 01:00 Hommarnir hefja leik í kvöld „Það er komin mikil tilhlökkun í hópinn. Það verður gott að geta spilað reglulega til að undirbúa sig sem best fyrir HM í haust,“ segir Hafsteinn Þórólfsson, leikmaður og talsmaður Strákafélagsins Styrmis, sem nánast eingöngu er skipað samkynhneigðum leikmönnum. 13.6.2007 00:00 Ný bók eftir Árna Ibsen Á stöku stað - með einnota myndavél, er titill nýrrar ljóðabókar eftir leikrita- og ljóðskáldið Árna Ibsen. Árni hafði gaman af því að ferðast og mögulega væri hann að leggja af stað í slíka ferð núna en það gerir hann þó ekki. 12.6.2007 23:27 Lífvörður Lohan sagði upp af öryggisástæðum Fyrrverandi lífvörður Lindsay Lohan hefur nú tekið það að sér að upplýsa heiminn um það nákvæmlega hversu langt leidd stjarnan unga var áður en hún fór í meðferð. Lífvörðurinn, hinn 48 ára Lee Weaver vann fyrir Lohan í tvö ár segist hafa hætt vegna þess að starfið væri of hættulegt. 12.6.2007 17:04 Bobby Brown óttast Osama Söngvarinn geðþekki, Bobby Brown, óttast um líf sitt eftir að hann komst að því að Osama Bin Laden vildi myrða hann og giftast Whitney Houston. Skötuhjúin Brown og Houston eru reyndar skilin eftir 17 ára stormasamt samband, en söngvarinn er enn sannfærður um að Bin Laden vilji sig feigan. 12.6.2007 16:01 Amy Winehouse lemur manninn sinn Sálarsöngkonan drykkfellda Amy Winehouse verður ofbeldishneigð við of mikla áfengisneyslu og ræðst oft á splunkunýjan eiginmann sinn Blake Fielder-Civil. Söngkonan viðurkennir að hún verði oft árásargjörn og segist nota nýja manninn sem boxpúða. 12.6.2007 15:32 George Michael langar í demantahauskúpu George Michael og kærastinn hans, Kenny Gross eru að spá í að kaupa sex milljarða hauskúpu eftir listamanninn Damien Hirst. Verkið, sem nefnist ,,For the Love Of God" er afsteypa úr platínu af hauskúpu frá átjándu öld. 12.6.2007 14:48 Biðin eftir Simpsons styttist Biðin eftir komu vinsælustu fjölskyldu heims á hvíta tjaldið styttist óðum, en myndin um Simpson fjölskylduna verður frumsýnd um allan heim þann 27. júlí næstkomandi. Til að auðvelda biðina, hefur verið gefið út kort af bænum og íbúum hans. 12.6.2007 11:51 Eltingarleikur við Vatnabuffalóa endar í árekstri Skoski stjörnukokkurinn Gordon Ramsey var á dögunum staddur á vatnabuffalóabúgarði í Skotlandi þar sem hann hugðist búa til mozzarellaost úr buffalóamjólk. Atriðið átti að vera hluti af sjónvarpsþætti Ramseys á Channel 4 ,,The F-word" 12.6.2007 10:56 Scorsese les Laxness og langar til Íslands Sérstök frumsýning á heimildarmynd Martin Scorseses ,,Shine A Light" um Rolling Stones var haldin í New York í gær. Árni Samúelsson forstjóri Sambíóanna var viðstaddur og náði tali af leikstjóranum í eftir sýninguna. 12.6.2007 10:31 Síðasti þáttur Sopranos sýndur í Bandaríkjunum ,,Hvað kemur fyrir Tony" var spurningin sem brann á áhorfendum þegar síðasti þáttur sjónvarpsþáttaseríunnar vinsælu var sýndur í Bandaríkjunum á sunnudagskvöldið. Eftir átta ár, 86 þætti, og ótal barsmíðar og morð hefur mafíuforinginn og sósíópatinn Tony Soprano öðlast sérstakan sess í hjörtum áhorfenda. ,,Persónan hefur dýpt sem er sjaldséð í mafíuforingjum, svo okkur langar að vita hvað kemur fyrir hann, alveg eins og okkur langar að vita hvað kemur fyrir Ralph frænda." sagði handritshöfundurinn Paul Chicklet við BBC. 12.6.2007 10:15 Erum óttalegir hálfvitar 12.6.2007 05:00 Enn einn angurvær Elvis 12.6.2007 04:00 Eyjan.is opnar innan skamms 12.6.2007 04:00 Logi og Svanhildur kaupa einbýlishús á Dalvík 12.6.2007 03:30 Bill leikur borgarstjóra 12.6.2007 03:00 Þrjátíu ára bið á enda 12.6.2007 02:30 Havnevik hitar upp 12.6.2007 02:00 Þurfti 29 metra til að taka á loft 12.6.2007 01:45 Heiðruð í London 12.6.2007 01:00 Skotleikur veldur ólgu innan kirkjunnar Enska þjóðkirkjan ætlar að rita bréf til tölvuleikjaframleiðandans Sony þar sem farið er fram á afsökunarbeiðni vegna tölvuleiks sem Sony framleiddi og settu á markað. Leikurinn, sem heitir Resistance: Fall of Man, er skotleikur og eitt sögusviða hans er innviði dómkirkjunnar í Manchester. 11.6.2007 17:46 Eddie Murphy skikkaður í faðernispróf Eddy Murphy þarf í dag að mæta fyrir rétt og gefa DNA sýni til að skera úr um hvort hann er faðir barns kryddpíunnar Mel B. Murphy hefur staðfastlega neitað því að vera faðir barnsins, hinnar tveggja mánaða gömlu Angel, og ekki viljað taka faðernispróf til að sanna mál sitt. 11.6.2007 14:36 Madeleine Svíaprinsessa 25 ára í dag Madeleine Svíaprinsessa verður 25 ára í dag. Prinsessan fagnar afmælinu í faðmi fjölskyldunnar í Drottningsholms höllinni í Stokkhólmi. Samkvæmt hefð verður boðið upp á heimabakaða jarðarberjaköku og Viktoría prinsessa syngur fyrir systur sína. Búist er við að samkvæmið verði rólegt, en prinsessan, sem hefur verið uppnefnd ,,partýprinsessan" hefur samkvæmt heimildum expressen.se skipulagt risaveislu í lok sumars. Hana heldur hún með bestu vinkonu sinni, sem líka er 25 ára og hafa þær boðið vel völdum hópi fyrirmenna í ,,50" ára afmæli sitt. 11.6.2007 14:14 Quentin Tarantino leikur í Sukiyaki-vestra Spagettívestrar eru alþekkir, en Sukiyaki - eftir þjóðarrétti japana - vestrar kannski minna. Quentin Tarantino ætlar að vera með í að breyta því , en hann leikur í japanski endurgerð af spagettívestraklassíkinni Django frá 1966. 11.6.2007 13:09 Eins og hvert annað hundsbit Tennis goðsögnin Björn Borg þarf að aflýsa fyrirhuguðum leik vegna hundsbits. Borg ætlaði að spila við Pat Cash í Liverpool á föstudaginn. Þau plön urðu að engu þegar læknar skipuðu honum að vera að heima að jafna sig á hundsbiti sem hann fékk þegar hann reyndi að stía í sundur Golden Retriever hundi sínum og Scheiferhundi. 11.6.2007 12:02 Hilton klárar dóm sinn á sjúkradeild Paris Hilton mun eyða afgangi dóms síns á sjúkradeildinni í L.A. county fangelsinu þangað sem hún var flutt á föstudaginn. Hilton hóf afplánun á dómi sínum fyrir að brjóta skilorð vegna ölvunaraksturs í Lynwood fangelsinu á sunnudaginn fyrir viku. Þar dvaldi hún í þrjá daga áður en hún var flutt í stofufangelsi vegna ótilgreindra heilsufarsástæðna. Michael Sauer, dómarinn í málinu, var síður en svo ánægður og skipaði tárvotu glamúrkvendinu aftur í fangelsi. 11.6.2007 11:05 Reyka vodki fær góða dóma ytra Reyka-vodki fær mjög góða dóma í umfjöllun á heimasíðu Monsters and Critics í Bandaríkjunum en sú síða sérhæfir sig í ýmiskonar alþjóðlegri gagnrýni og fréttaflutningi. Í stórum pistli sem birtist á síðunni er sagt að helsti styrkur Reyka-Vodka sé hversu „djarfur“ drykkurinn er, þrátt fyrir hans mjúku og fínu áferð. 11.6.2007 10:00 Opnar húðflúrstofu á Ísafirði „Myndlist er aðaláhugamálið mitt og ég hef verið að hanna tattú fyrir fólk í nokkur ár. En mig vantaði alltaf pening til að fara í myndlistarskóla svo ég dreif mig í húðflúrsnám í Bandaríkjunum. Ég er í raun að skapa mér atvinnu í myndlist,” segir Málfríður Sigrúnardóttir sem ætlar innan skamms að opna húðflúrstofu á Ísafirði. 11.6.2007 09:00 Kvikmyndar söngelska karlmenn Þorsteinn J. Vilhjálmsson er að leggja lokahönd á nýja mynd sem heitir The Boheminas. Myndin fjallar um félagsskap karla í Dublin sem hittast einu sinni í viku í þeim tilgangi að syngja hver fyrir annan. Félagsskapurinn var stofnaður árið 1897 og skipar um 150 manns, flesta á áttræðis eða níræðis aldri. 11.6.2007 08:30 Sjá næstu 50 fréttir
K-Fed pabbi í fimmta sinn Kevin Federline er að verða pabbi aftur.Shar Jackson, sem K-Fed yfirgaf kasólétta að öðru barni þeirra fyrir Britney Spears, er gengin sjö vikur með þriðja barn þeirra skötuhjúa. Federline náði að barna Spears tvisvar á þeim tveimur árum sem þau voru gift. Jackson segir í samtali við Star tímaritið að hún voni að barnið verði til þess að sameina fjölskylduna á ný. 13.6.2007 13:05
Umboðsskrifstofan losar sig við Paris Hilton Það á ekki af Paris Hilton að ganga. Michael Donkis, talsmaður ,,The Endeavor" umboðsskrifstofunnar sagði að þeir hefðu losað sig við stjörnuna, en vildi ekki tjá sig frekar um málið. 13.6.2007 11:32
Dóttir O.J. Simpson mætir fyrir rétt Dóttur O.J. Simpson, hefur verið gert að mæta fyrir rétt. Fjölskylda Ron Goldmans, sem var myrtur ásamt fyrrum eiginkonu Simpson, reynir nú að fá öllum eintökum af bókinni "If I did it" eytt. Í þeirri bók lýsir Simpson því hvernig hann hefði borið sig að ef hann hefði myrt fyrrum eiginkonu sína og Goldman. Dóttir Simpsons er sögð vera yfirmaður fyrirtækisins sem á réttinn að bókinni. 13.6.2007 10:50
Áhrif mataræðis á krabbamein Prófessor Jane Plant flutti á dögunum fyrirlestur í Háskóla Íslands um áhrif mataræðis á brjóstakrabbamein og krabbamein í blöðruhálskirtli. „Ég kom á vegum Odds Benediktssonar, prófessors við Háskóla Íslands, til að flytja erindi um áhrif mataræðis á krabbamein,“ segir Jane Plant, prófessor í jarðefnafræði við Imperial College London 13.6.2007 06:00
Scorsese með Laxness á náttborðinu Bíófrömuðurinn Árni Samúelsson í Sambíóum var viðstaddur sérstaka frumsýningu heimildarmyndarinnar Shine a Light eftir Martin Scorsese í New York á mánudagskvöldinu. Þar fylgir leikstjórinn goðsagnakenndi rokkgoðunum í Rolling Stones eftir en allar helstu stórstjörnur Hollywood voru viðstaddar. 13.6.2007 06:00
Paris fékk kvíðaköst Nokkrir fjölmiðlar í Bandaríkjunum birtu í gær fréttir þess efnis að Paris Hilton þjáist af athyglisbrest, sem valdi heiftarlegum kvíðaköstum og þess vegna hafi henni verið veitt leyfi til að yfirgefa fangelsið eftir aðeins þriggja daga dvöl í síðustu viku. Sem kunnugt er var henni komið aftur fyrir á bak við lás og slá aðeins fáeinum klukkustundum síðar. Í millitíðinni mun hún hins vegar hafa fengið rétta meðferð við meininu, sem veldur því að hún unir sér nú ágætlega innan fangelsismúranna. 13.6.2007 06:00
Rassskellingum sýndur áhugi Eva Hauksdóttir í Nornabúðinni birti smáauglýsingu í Fréttablaðinu á föstudaginn sem vakti mikla athygli. Þar auglýsti hún eftir stæðilegum mönnum til að rassskella samráðsmenn olíufélaganna og gátu áhugasamir sent henni póst á eva@nornabudin.is. Eva hafði fengið mikil viðbrögð við auglýsingunni þegar Fréttablaðið náði tali af henni í veðurblíðunni en viðurkenndi að fáum hefði verið alvara. 13.6.2007 06:00
Fjölrammungar Hugleiks Bókin Ókei bæ! lítur helst út eins og vinaleg barnabók en þegar betur er að gáð er hér á ferðinni nýjasta sagnasafn Hugleiks Dagssonar. Bókin er í stærra broti en fyrri bækur höfundarins en sögurnar eru einnig flestar lengri en þó er um sama sagnastíl Hugleiks að ræða sem flestir hljóta nú að kannast við. 13.6.2007 06:00
Lífskraftur unglinga Í gær hófst námskeiðið Lífskraftur þriðja sumarið í röð en það eru hin kraftmiklu Arnar Grant og Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir sem standa að námskeiðinu. 13.6.2007 04:45
Fastagestir ekki kátir Heilsuræktarkóngurinn Björn Leifsson á í viðræðum við Reykjavíkurborg um hugsanlegan möguleika þess að byggja líkamsræktarstöð og 25 metra laug við Vesturbæjarlaugina. 13.6.2007 03:00
Ocean"s 13 vinsælust Framhaldsmyndin Ocean"s 13 var vinsælasta myndin í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Þénaði hún rúmlega 37 milljónir dollara í aðganseyri, jafnvirði rúmlega 2,3 milljarða króna. 13.6.2007 02:00
Mundar myndavél Tónlistarmaðurinn Lou Reed opnaði á dögunum ljósmyndasýningu í safni sem kennt er við Andy Warhol í Pittsburgh í Bandaríkjunum. Reed var áberandi í listaklíku þeirri sem tengdist Warhol, sem hafði mikil áhrif á störf og áherslur hljómsveitarinnar The Velvet Underground sem Reed starfaði með. Enn fremur kemur fram í sýningarskrá að Reed líti á Warhol sem sinn helsta lærimeistara. 13.6.2007 02:00
Til heiðurs Patró Hljómsveitin Þorpararnir hefur gefið út sína fyrstu plötu sem nefnist Þorpið: Ólíkir molar úr sömu skál. Meðlimir sveitarinnar eru brottfluttir Patreksfirðingar og vilja þeir með plötunni heiðra bernskubyggð sína. Þrír þeirra búa á höfuðborgarsvæðinu og þrír til viðbótar á Akureyri. 13.6.2007 02:00
Er ekki með svo stórt nef Ungur og tiltölulega óþekktur leikari, Víðir Guðmundsson, hefur verið ráðinn til að fara með hlutverk Gosa í samnefndum barnasöngleik sem sýndur verður á fjölum Borgarleikhússins í haust. 13.6.2007 02:00
Ólíkleg sviksemi ömmu Ólánsamur ungur maður var nýlega handtekinn í Þýskalandi fyrir að reyna að versla með fölsuðum seðli. Í frétt vefútgáfu dagblaðsins Der Spiegel kemur fram að pilturinn hafi orðið hvumsa því seðillinn var kominn frá ömmu stráksa sem sendi honum hann í tilefni þess að hann kláraði vorprófin. 13.6.2007 02:00
Erfitt fyrir Bruce Willis Leikarinn Bruce Willis segir að mikið hafi reynt á sig við gerð hasarmyndarinnar Die Hard 4.0. „Fyrir ári síðan þegar við byrjuðum að taka upp myndina var áhættuþátturinn mjög hár. Það eru miklar líkur á mistökum við gerð myndar eins og þessarar en þetta fór allt á besta veg,“ sagði Willis sem er 52 ára. 13.6.2007 02:00
Æft úti að kínverskum sið Bardagaíþróttin tai chi er í aukinni sókn hérlendis. Nokkrum sinnum í viku kemur hópur fíleflds fólks á öllum aldri saman í Heilsudrekanum í Skeifunni 3 til að iðka hina fornu bardagaíþrótt tai chi, afslappaðar og mjúkar hreyfingar, sem eru ætlaðar að koma á líkamlegu og andlegu jafnvægi. 13.6.2007 01:00
Hommarnir hefja leik í kvöld „Það er komin mikil tilhlökkun í hópinn. Það verður gott að geta spilað reglulega til að undirbúa sig sem best fyrir HM í haust,“ segir Hafsteinn Þórólfsson, leikmaður og talsmaður Strákafélagsins Styrmis, sem nánast eingöngu er skipað samkynhneigðum leikmönnum. 13.6.2007 00:00
Ný bók eftir Árna Ibsen Á stöku stað - með einnota myndavél, er titill nýrrar ljóðabókar eftir leikrita- og ljóðskáldið Árna Ibsen. Árni hafði gaman af því að ferðast og mögulega væri hann að leggja af stað í slíka ferð núna en það gerir hann þó ekki. 12.6.2007 23:27
Lífvörður Lohan sagði upp af öryggisástæðum Fyrrverandi lífvörður Lindsay Lohan hefur nú tekið það að sér að upplýsa heiminn um það nákvæmlega hversu langt leidd stjarnan unga var áður en hún fór í meðferð. Lífvörðurinn, hinn 48 ára Lee Weaver vann fyrir Lohan í tvö ár segist hafa hætt vegna þess að starfið væri of hættulegt. 12.6.2007 17:04
Bobby Brown óttast Osama Söngvarinn geðþekki, Bobby Brown, óttast um líf sitt eftir að hann komst að því að Osama Bin Laden vildi myrða hann og giftast Whitney Houston. Skötuhjúin Brown og Houston eru reyndar skilin eftir 17 ára stormasamt samband, en söngvarinn er enn sannfærður um að Bin Laden vilji sig feigan. 12.6.2007 16:01
Amy Winehouse lemur manninn sinn Sálarsöngkonan drykkfellda Amy Winehouse verður ofbeldishneigð við of mikla áfengisneyslu og ræðst oft á splunkunýjan eiginmann sinn Blake Fielder-Civil. Söngkonan viðurkennir að hún verði oft árásargjörn og segist nota nýja manninn sem boxpúða. 12.6.2007 15:32
George Michael langar í demantahauskúpu George Michael og kærastinn hans, Kenny Gross eru að spá í að kaupa sex milljarða hauskúpu eftir listamanninn Damien Hirst. Verkið, sem nefnist ,,For the Love Of God" er afsteypa úr platínu af hauskúpu frá átjándu öld. 12.6.2007 14:48
Biðin eftir Simpsons styttist Biðin eftir komu vinsælustu fjölskyldu heims á hvíta tjaldið styttist óðum, en myndin um Simpson fjölskylduna verður frumsýnd um allan heim þann 27. júlí næstkomandi. Til að auðvelda biðina, hefur verið gefið út kort af bænum og íbúum hans. 12.6.2007 11:51
Eltingarleikur við Vatnabuffalóa endar í árekstri Skoski stjörnukokkurinn Gordon Ramsey var á dögunum staddur á vatnabuffalóabúgarði í Skotlandi þar sem hann hugðist búa til mozzarellaost úr buffalóamjólk. Atriðið átti að vera hluti af sjónvarpsþætti Ramseys á Channel 4 ,,The F-word" 12.6.2007 10:56
Scorsese les Laxness og langar til Íslands Sérstök frumsýning á heimildarmynd Martin Scorseses ,,Shine A Light" um Rolling Stones var haldin í New York í gær. Árni Samúelsson forstjóri Sambíóanna var viðstaddur og náði tali af leikstjóranum í eftir sýninguna. 12.6.2007 10:31
Síðasti þáttur Sopranos sýndur í Bandaríkjunum ,,Hvað kemur fyrir Tony" var spurningin sem brann á áhorfendum þegar síðasti þáttur sjónvarpsþáttaseríunnar vinsælu var sýndur í Bandaríkjunum á sunnudagskvöldið. Eftir átta ár, 86 þætti, og ótal barsmíðar og morð hefur mafíuforinginn og sósíópatinn Tony Soprano öðlast sérstakan sess í hjörtum áhorfenda. ,,Persónan hefur dýpt sem er sjaldséð í mafíuforingjum, svo okkur langar að vita hvað kemur fyrir hann, alveg eins og okkur langar að vita hvað kemur fyrir Ralph frænda." sagði handritshöfundurinn Paul Chicklet við BBC. 12.6.2007 10:15
Skotleikur veldur ólgu innan kirkjunnar Enska þjóðkirkjan ætlar að rita bréf til tölvuleikjaframleiðandans Sony þar sem farið er fram á afsökunarbeiðni vegna tölvuleiks sem Sony framleiddi og settu á markað. Leikurinn, sem heitir Resistance: Fall of Man, er skotleikur og eitt sögusviða hans er innviði dómkirkjunnar í Manchester. 11.6.2007 17:46
Eddie Murphy skikkaður í faðernispróf Eddy Murphy þarf í dag að mæta fyrir rétt og gefa DNA sýni til að skera úr um hvort hann er faðir barns kryddpíunnar Mel B. Murphy hefur staðfastlega neitað því að vera faðir barnsins, hinnar tveggja mánaða gömlu Angel, og ekki viljað taka faðernispróf til að sanna mál sitt. 11.6.2007 14:36
Madeleine Svíaprinsessa 25 ára í dag Madeleine Svíaprinsessa verður 25 ára í dag. Prinsessan fagnar afmælinu í faðmi fjölskyldunnar í Drottningsholms höllinni í Stokkhólmi. Samkvæmt hefð verður boðið upp á heimabakaða jarðarberjaköku og Viktoría prinsessa syngur fyrir systur sína. Búist er við að samkvæmið verði rólegt, en prinsessan, sem hefur verið uppnefnd ,,partýprinsessan" hefur samkvæmt heimildum expressen.se skipulagt risaveislu í lok sumars. Hana heldur hún með bestu vinkonu sinni, sem líka er 25 ára og hafa þær boðið vel völdum hópi fyrirmenna í ,,50" ára afmæli sitt. 11.6.2007 14:14
Quentin Tarantino leikur í Sukiyaki-vestra Spagettívestrar eru alþekkir, en Sukiyaki - eftir þjóðarrétti japana - vestrar kannski minna. Quentin Tarantino ætlar að vera með í að breyta því , en hann leikur í japanski endurgerð af spagettívestraklassíkinni Django frá 1966. 11.6.2007 13:09
Eins og hvert annað hundsbit Tennis goðsögnin Björn Borg þarf að aflýsa fyrirhuguðum leik vegna hundsbits. Borg ætlaði að spila við Pat Cash í Liverpool á föstudaginn. Þau plön urðu að engu þegar læknar skipuðu honum að vera að heima að jafna sig á hundsbiti sem hann fékk þegar hann reyndi að stía í sundur Golden Retriever hundi sínum og Scheiferhundi. 11.6.2007 12:02
Hilton klárar dóm sinn á sjúkradeild Paris Hilton mun eyða afgangi dóms síns á sjúkradeildinni í L.A. county fangelsinu þangað sem hún var flutt á föstudaginn. Hilton hóf afplánun á dómi sínum fyrir að brjóta skilorð vegna ölvunaraksturs í Lynwood fangelsinu á sunnudaginn fyrir viku. Þar dvaldi hún í þrjá daga áður en hún var flutt í stofufangelsi vegna ótilgreindra heilsufarsástæðna. Michael Sauer, dómarinn í málinu, var síður en svo ánægður og skipaði tárvotu glamúrkvendinu aftur í fangelsi. 11.6.2007 11:05
Reyka vodki fær góða dóma ytra Reyka-vodki fær mjög góða dóma í umfjöllun á heimasíðu Monsters and Critics í Bandaríkjunum en sú síða sérhæfir sig í ýmiskonar alþjóðlegri gagnrýni og fréttaflutningi. Í stórum pistli sem birtist á síðunni er sagt að helsti styrkur Reyka-Vodka sé hversu „djarfur“ drykkurinn er, þrátt fyrir hans mjúku og fínu áferð. 11.6.2007 10:00
Opnar húðflúrstofu á Ísafirði „Myndlist er aðaláhugamálið mitt og ég hef verið að hanna tattú fyrir fólk í nokkur ár. En mig vantaði alltaf pening til að fara í myndlistarskóla svo ég dreif mig í húðflúrsnám í Bandaríkjunum. Ég er í raun að skapa mér atvinnu í myndlist,” segir Málfríður Sigrúnardóttir sem ætlar innan skamms að opna húðflúrstofu á Ísafirði. 11.6.2007 09:00
Kvikmyndar söngelska karlmenn Þorsteinn J. Vilhjálmsson er að leggja lokahönd á nýja mynd sem heitir The Boheminas. Myndin fjallar um félagsskap karla í Dublin sem hittast einu sinni í viku í þeim tilgangi að syngja hver fyrir annan. Félagsskapurinn var stofnaður árið 1897 og skipar um 150 manns, flesta á áttræðis eða níræðis aldri. 11.6.2007 08:30