Fleiri fréttir Jude Law er með nýrri kærustu Jude Law er kominn með nýja kærustu. Nýja konan er bandarísk, fædd í San Francisco og heitir Kim Hersov. Hún á tvö börn og starfar sem blaðamaður í London hjá tímaritinu Harper's Bazaar. Þau sáust nýlega saman í fríi á Indlandi, hann með myndavél, hún með sólhatt. Vinur leikarans segir þau hafa hist fyrir tveimur mánuðum og sambandið hafi þróast í rólegheitum síðan. 19.4.2007 23:16 Tími kryddjurtanna nálgast Nú er mál að fara að huga að matjurtagarðinum, ef einhverrar uppskeru á að vera að vænta í sumar. Svava Rafnsdóttir, garðyrkjufræðingur hjá Blómavali, á ráð undir rifi hverju hvað varðar kryddjurtir. 19.4.2007 17:00 Til heiðurs merkisberunum Djasshátíð Garðabæjar hefst í dag og stendur fram á laugardag. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en hún heppnaðist með afbrigðum vel í fyrra. 19.4.2007 16:00 Stórafmæli á Seltjarnarnesi „Það eru nú að vísu 42 ár síðan ég byrjaði, sagan nær aðeins lengra aftur,“ segir Garðar Guðmundsson, stofnandi Íþróttafélagsins Gróttu á Seltjarnarnesi. 40 ár eru liðin frá stofnun félagsins um þessar mundir og verður afmælinu fagnað með hátíðardagskrá í Íþróttahúsi Seltjarnarness í dag. 19.4.2007 15:00 Sígauni með sinfóníunni Guðný Guðmundsdóttir hefur verið konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands í rúm þrjátíu ár. Sjálf segist hún ekki hafa tölu á þeim tónleikum þar sem hún hefur leikið einleik með sveitinni enda er hún ekkert upptekin af því að telja. 19.4.2007 14:30 Óvænt samstaða myndast innan leikarastéttarinnar „Þetta er rétt og þessi samstaða er vægast stórkostleg,“ segir Randver Þorláksson, formaður Félags íslenskra leikara, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þó nokkuð margir ungir leikarar hafnað hlutverkum í sjónvarpsþáttaröðinni Pressu vegna ósættis um launamál. 19.4.2007 14:30 Ólöf og félagar leggja í hann Tónleikaferð þeirra Ólafar Arnalds, Lay Low og Péturs Ben um landið hefst í kvöld. Fyrstu tónleikarnir eru á Egilsstöðum. 19.4.2007 14:00 Matreiðir af miklum móð Leikarinn Orri Huginn Ágústsson stundar eldamennsku eins og aðrir stunda golf. Hann sótti grillið inn í skúr fyrir mánuði. 19.4.2007 13:30 Modest Mouse: We Were Dead Before the Ship Even Sank - þrjár stjörnur We Were Dead Before the Ship Even Sank hér getur ekki verið um að ræða nokkra aðra sveit en Modest Mouse. Fyrsta lagið, March Into the Sea, er líka eins Modest Mouse-legt og lag getur hugsast orðið. Annað lagið, Dashboard, er síðan kennimerki hinnar nýju Modest Mouse sem er allt í einu farin að semja slagara sem fá ofspilun í útvarpi. Flott upphaf á plötu og sannar strax að Modest Mouse er eðalsveit. En síðan kárnar gamanið. 19.4.2007 13:00 Fullnaðarsigur Skerjafjarðarskáldsins Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins hefur Kristján Hreinsson Skerjafjarðarskáld unnið fullnaðarsigur í deilu sinni og Sveins Rúnars Sigurðsonar vegna Eurovsion-lagsins Valentine‘s Lost. 19.4.2007 12:30 Rautt kjöt orsök brjóstakrabbameins Tengsl eru talin vera á milli neyslu unnins rauðs kjöts og brjóstakrabbameins. 19.4.2007 12:00 Fransmenn og fjölskyldufjör Borgarbókasafnið fagnar Viku bókarinnar með fjölbreyttri dagskrá um alla borg. Í dag verður til dæmis efnt til fjölskylduhátíða á vegum safnsins í Árbæ og Grafarvogi auk þess sem heilmikið verður um að vera í Grófarhúsinu við Tryggvagötu. 19.4.2007 12:00 Ferry biðst afsökunar Söngvarinn Bryan Ferry hefur beðist afsökunar á jákvæðum ummælum sínum um nasista. Ferry sagði í viðtali að valdatími nasista væri „hreint frábær“. 19.4.2007 12:00 Hvað á barnið að borða? Hinn 7. maí næstkomandi fer fram námskeið í Heilsuhúsinu um hvernig á að útbúa einfaldan en næringarríkan mat fyrir börn frá sex mánaða aldri. Farið verður yfir á hvaða fæðutegundum er gott að byrja og hvenær. 19.4.2007 11:00 Dularfullar skepnur Kómedíuleikhúsið frumsýnir einleikinn Skrímsli í Baldurshaga á Bíldudal í dag. Mun þetta vera í annað sinn sem atvinnnuleikhús frumsýnir á Bíldudal, en áður hefur Kómedíuleikhúsið frumsýnt þar einleikinn um Mugg. 19.4.2007 11:00 FBI í jákvæðu ljósi hvíta tjaldsins Fáar stofnanir eru jafn samofnar bandarísku þjóðlífi og alríkislögreglan, FBI, og Hollywood hefur löngum hrifist af FBI þótt lítið sé um gagnrýni á hana. 19.4.2007 11:00 Bubbi og Tolli undir merkjum Kaupþings Bræðurnir Tolli og Bubbi Morthens halda til Lúxemborgar í byrjun maí, þar sem þeir verða með listviðburði á vegum Kaupþings. „Ég er að fara að halda sýningu í einhverju menningarsetri þarna, sem mig minnir að heiti Le Moulin. Þetta er gamalt klaustur sem var síðar notað sem fangelsi. 19.4.2007 10:00 Á heimshornaflakki Nýstofnaður Kvennakór Háskóla Íslands heldur tónleika í hátíðarsal skólans í dag og fagnar þar sumardeginum fyrsta með gleði og söng. 19.4.2007 09:00 Aldrei fór ég suður á allra vörum Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður sem fram fór á Ísafirði um páskahelgina hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana. „Það voru tíu eða ellefu erlendir blaðamenn hér á hátíðinni. Breskir, bandarískir, þýskir og einhverjir frá Skandinavíu líka,“ segir Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, einn aðalskipuleggjandi hátíðarinnar. 19.4.2007 09:00 Etanól ekki heilsusamlegra Bifreiðar knúnar af etanóli eru ekki endilega betri fyrir heilsuna. Bifreiðar drifnar áfram af etanóli gætu haft verri áhrif á heilsu manna en þær sem ganga fyrir bensíni. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn Stanford-háskóla í Kaliforníu sem greint er frá á fréttavef BBC. 19.4.2007 08:00 Naomi svarar ekki símtölum MTV Tónlistarsjónvarpsstöðin MTV hafði ráðgert að gera raunveruleikaþátt um ofurfyrirsætuna Naomi Campbell. Átti þáttaröðin að heita ,,The Minion” sem út mætti leggja á íslensku sem ,,Skósveinninn.” Tökur á þáttunum áttu að hefjast síðustu helgi en ekkert varð úr þeim. 18.4.2007 12:46 Paris berar barminn Sögusagnir um að hótelerfinginn Paris Hilton hafi látið bæta í barm sinn hafa verið á kreiki undanfarið en barmur hennar þykir hafa stækkað umtalsvert. Virðist Paris ekki par sátt með þessar sögusagnir og til að kveða þær niður hefur hún ekki hikað við að sýna vinum og kunningjum brjóst sín. 18.4.2007 12:42 Niðurskurðarhnífnum beitt hjá Sony Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur látið í veðri vaka að hann ætli að fækka í starfsliði sínu í Evrópu. Verði það raunin getur svo farið að 160 manns verði sagt upp störfum. Forsvarsmenn Sony segja hagræðingu í Evrópuhluta fyrirtækisins ekki tengjast dræmri sölu á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá fyrirtækinu, sem kom út í enda síðasta mánaðar. 18.4.2007 09:30 GTA: Vice City Stories - Þrjár stjörnur Annar GTA-leikurinn sem kemur upphaflega út fyrir PSP og er fluttur yfir á PlayStation 2. Kemur ekki með neitt nýtt til borðsins, en það sleppur því borðið var alveg ágætt fyrir. Ódýr. 18.4.2007 09:00 Britney rekur umboðsmann sinn og stefnir á endurkomu í tónlistinni Söngkonan þekkta, Britney Spears, er byrjuð að reyna að endurvekja tónlistarferil sinn. Hún er ekki einungis byrjuð að taka upp tónlist í hljóðveri og fara í danstíma, heldur rak hún umboðsmann sinn til nokkurra mánaða, Larry Rudolph, síðasta föstudag. 17.4.2007 14:27 Nicole Richie komin með gömlu hárgreiðsluna Simple Life leikkonan Nicole Richie er enn og aftur búin að breyta um hárgreiðslu. Undanfarið hefur hún verið með brúnleitt sítt hár en hún hefur prófað alla litaflóruna, ljóst, rautt og brúnt. Á laugardag skartaði Nicole nýrri greiðslu, en þó ekki svo nýrri. 17.4.2007 12:41 Salma Hayek segir konur ekki eiga að flýtja sér Salma Hayek á von á sínu fyrsta barni en leikkonan er fertug að aldri. Þykir leikkonunni að konur ættu ekki að vera að flýta sér að eignast börn, ef þær séu ekki tilbúnar að takast á við móðurhlutverkið. 17.4.2007 12:30 Breska þjóðin í öngum sínum eftir sambandsslit Vilhjálms prins Það er engum blöðum um það að fletta að stærsta fréttin í Bretlandi um helgina voru sambandsslit Kate Middleton og Vilhjálms prins. The Sun greindi fyrst allra frá því á laugardaginn. Breska pressan fór síðan hamförum í gær þar sem hvert og eitt einasta blað var með sína útgáfu af ástarsorginni. 17.4.2007 10:00 Prófaður í hlutverk í næstu Harry Potter-mynd "Þetta er allt á mjög viðkvæmu stigi en er vissulega spennandi og magnað ef af verður," segir Jón Páll Eyjólfsson, leikari og leikstjóri, sem er nýkominn heim frá Englandi þar sem hann fór í prufur fyrir næstu Harry Potter-mynd. Um er að ræða Harry Potter og Blendingsprinsinn " sjöttu kvikmyndina um ævintýri galdramannsins unga sem kemur fyrir sjónir almennings á næsta ári. 17.4.2007 07:00 Vill fá hlutverk í Harry Potter „Á þessu stigi fær maður bara að sjá búta úr handritinu og það hvílir mikil leynd yfir þessu öllu saman,“ segir Jón Páll Eyjólfsson leikari sem prófaður hefur verið fyrir hlutverk í sjöttu myndinni um Harry Potter. Sú heitir Harry Potter og Blendingsprinsinn og verður frumsýnd á næsta ári. Ekki fæst uppgefið um hvaða hlutverk er að ræða. 17.4.2007 06:00 Daði heldur húmorísku striki sínu Daði Guðbjörnsson opnaði sýningu á akvarellmyndum í Baksal Gallerís Foldar við Rauðarárstíg um helgina. Sýninguna nefnir listamaðurinn Myndir landsins. Daði hefur haldið sínu striki og þróað með sér persónulegan stíl þar sem pensillinn, grunnformin og síðast en ekki síst húmor listamannsins kemur glöggt fram. Myndirnar á sýningunni eru allar unnar með akvarellutækni á þessu ári og því síðasta. 16.4.2007 15:50 Jenna Jameson veldur aðdáendum vonbrigðum Klámmyndaleikkonan Jenna Jameson stendur í nú erfiðum skilnaði við eiginmann sinn Jay Grdina. Tekur skilnaðurinn svo á leikkonuna að það er farið að hafa áhrif á líf hennar. Er hún farin að hegða sér ófagmannlega og bregðast aðdáendum sínum. Að auki hefur hún lést umtalsvert undanfarið. 16.4.2007 15:04 Umsóknarferli hljómsveita og listamanna hafið Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, sem haldin verður í miðborg Reykjavíkur í níunda sinn daganna 17. til 21. október, eru byrjaðir að taka við umsóknum frá innlendum hljómsveitum og listamönnum sem vilja koma fram á hátíðinni. Líkt og undanfarin ár munu yfir eitt hundrað íslenskir flytjendur koma fram á Airwaves 2007. 16.4.2007 14:59 Segir Jackson vera fyrirmyndar föður Jamie Foster Brown, útgefandi tímaritsins Sister 2 Sister, segir poppkónginn Michael Jackson vera frábæran föður en Jamie ferðaðist með Michael og börnum hans í síðasta mánuði. 16.4.2007 14:07 Grey’s stjarnan Patric Dempsey um föðurhlutverkið Grey’s Anatomy stjarnan Patric Dempsey er þriggja barna faðir. Hann eignaðist tvíburadrengi fyrir 10 vikum en fyrir átti hann fjögurra ára stúlkuna Talula með konu sinni, Jillian. Segir Patric drengina vera mjög ólíkar persónur. 16.4.2007 13:07 Björk í Saturday Night Live á laugardaginn Björk Guðmundsdóttir kemur fram í sjónvarpsþættinum Saturday Night Live næstkomandi laugardag, 21. apríl. Þetta verður í þriðja skiptið sem Björk kemur fram í þessum vinsæla grín og skemmtiþætti á NBC sjónvarpstöðinni. Kynnir þáttarins þar sem Björk flytur efni af nýrri plötu sinni, Volta, verður Scarlett Johansson. 16.4.2007 10:59 Portman kemur nakin fram Leikkonan Natalie Portman hefur fallist á að leika í kvikmyndinni Goya‘s Ghosts en ákvörðunin reyndist henni erfið þar eð hún þarf að fækka fötum í kvikmyndinni. 16.4.2007 10:30 Misráðin Simpson-talsetning „Ég held að þetta verði eitthvað hálf útvatnað og það er ekki gáfulegt að láta misgóða íslenska leikara klæmast á þessu,“ segir Steinn Ármann Magnússon, spurður um hvernig honum lítist á íslenska talsetningu Simpsons-kvikmyndarinnar. 16.4.2007 10:15 Angurværð og spé Söngkonan Sesselja Kristjánsdóttir heldur tónleika ásamt Guðríði St. Sigurðardóttur í TÍBRÁ, tónleikaröð Kópavogs í Salnum annað kvöld. 16.4.2007 10:00 Fjölbreytileiki í fyrirrúmi Óhefðbundna ísfirska fegurðarsamkeppnin Óbeisluð fegurð fer fram á miðvikudagskvöld, og stendur undirbúningur nú sem hæst. „Þetta eru fjórtán keppendur á öllum aldri, eins og við vildum hafa það," sagði Matthildur Helgadóttir, einn skipuleggjandi keppninnar. 16.4.2007 09:45 Gersemar gærdagsins Víðavangsleikhús er ekki kunnuglegt hugtak í íslensku leikhúslífi en í kvöld má svala forvitni sinni og kynnast slíku í Þjóðleikhúsinu. Franski leikhópurinn Turak er staddur hér á landi á vegum franska menningarvorsins Pourquoi pas? en forsprakki hans Michel Laubu er þekktur leikhúsmaður á meginlandinu. 16.4.2007 09:30 Góðar myndir í boði í dag Annað eins framboð á fínum heimildarmyndum þekkist vart utan hátíða. Það er dagur heimildarmyndarinnar í dag. 16.4.2007 09:15 Tónleikar: Peter Bjorn and John - fjórar stjörnur Það var þétt setinn bekkurinn á Nasa á föstudagskvöldið þegar sænska hljómsveitin Peter Bjorn and John steig á stokk. Steinþór Helgi Arnsteinsson var mættur á staðinn. 16.4.2007 09:00 Hver var Freyja? Ingunn Ásdísardóttir, þjóðfræðingur og þýðandi heldur fyrirlestrar á vegum Snorrastofu í Reykholti á morgun. Ingunn fjallar þar um ímynd og hlutverk Freyju í norrænni heiðni og kallar erindi sitt „Hver var Freyja?“ 16.4.2007 08:45 Með Biblíur í kassavís Samkvæmt vef Mannlífs var Gunnar Þorsteinsson, oftast kenndur við Krossinn, sagður vera farinn að hamstra Biblíur en hann hefur ekki farið leynt með andúð sína á nýrri þýðingu bókarinnar sem væntanleg er á næstu misserum. 16.4.2007 08:30 Sjá næstu 50 fréttir
Jude Law er með nýrri kærustu Jude Law er kominn með nýja kærustu. Nýja konan er bandarísk, fædd í San Francisco og heitir Kim Hersov. Hún á tvö börn og starfar sem blaðamaður í London hjá tímaritinu Harper's Bazaar. Þau sáust nýlega saman í fríi á Indlandi, hann með myndavél, hún með sólhatt. Vinur leikarans segir þau hafa hist fyrir tveimur mánuðum og sambandið hafi þróast í rólegheitum síðan. 19.4.2007 23:16
Tími kryddjurtanna nálgast Nú er mál að fara að huga að matjurtagarðinum, ef einhverrar uppskeru á að vera að vænta í sumar. Svava Rafnsdóttir, garðyrkjufræðingur hjá Blómavali, á ráð undir rifi hverju hvað varðar kryddjurtir. 19.4.2007 17:00
Til heiðurs merkisberunum Djasshátíð Garðabæjar hefst í dag og stendur fram á laugardag. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en hún heppnaðist með afbrigðum vel í fyrra. 19.4.2007 16:00
Stórafmæli á Seltjarnarnesi „Það eru nú að vísu 42 ár síðan ég byrjaði, sagan nær aðeins lengra aftur,“ segir Garðar Guðmundsson, stofnandi Íþróttafélagsins Gróttu á Seltjarnarnesi. 40 ár eru liðin frá stofnun félagsins um þessar mundir og verður afmælinu fagnað með hátíðardagskrá í Íþróttahúsi Seltjarnarness í dag. 19.4.2007 15:00
Sígauni með sinfóníunni Guðný Guðmundsdóttir hefur verið konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands í rúm þrjátíu ár. Sjálf segist hún ekki hafa tölu á þeim tónleikum þar sem hún hefur leikið einleik með sveitinni enda er hún ekkert upptekin af því að telja. 19.4.2007 14:30
Óvænt samstaða myndast innan leikarastéttarinnar „Þetta er rétt og þessi samstaða er vægast stórkostleg,“ segir Randver Þorláksson, formaður Félags íslenskra leikara, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þó nokkuð margir ungir leikarar hafnað hlutverkum í sjónvarpsþáttaröðinni Pressu vegna ósættis um launamál. 19.4.2007 14:30
Ólöf og félagar leggja í hann Tónleikaferð þeirra Ólafar Arnalds, Lay Low og Péturs Ben um landið hefst í kvöld. Fyrstu tónleikarnir eru á Egilsstöðum. 19.4.2007 14:00
Matreiðir af miklum móð Leikarinn Orri Huginn Ágústsson stundar eldamennsku eins og aðrir stunda golf. Hann sótti grillið inn í skúr fyrir mánuði. 19.4.2007 13:30
Modest Mouse: We Were Dead Before the Ship Even Sank - þrjár stjörnur We Were Dead Before the Ship Even Sank hér getur ekki verið um að ræða nokkra aðra sveit en Modest Mouse. Fyrsta lagið, March Into the Sea, er líka eins Modest Mouse-legt og lag getur hugsast orðið. Annað lagið, Dashboard, er síðan kennimerki hinnar nýju Modest Mouse sem er allt í einu farin að semja slagara sem fá ofspilun í útvarpi. Flott upphaf á plötu og sannar strax að Modest Mouse er eðalsveit. En síðan kárnar gamanið. 19.4.2007 13:00
Fullnaðarsigur Skerjafjarðarskáldsins Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins hefur Kristján Hreinsson Skerjafjarðarskáld unnið fullnaðarsigur í deilu sinni og Sveins Rúnars Sigurðsonar vegna Eurovsion-lagsins Valentine‘s Lost. 19.4.2007 12:30
Rautt kjöt orsök brjóstakrabbameins Tengsl eru talin vera á milli neyslu unnins rauðs kjöts og brjóstakrabbameins. 19.4.2007 12:00
Fransmenn og fjölskyldufjör Borgarbókasafnið fagnar Viku bókarinnar með fjölbreyttri dagskrá um alla borg. Í dag verður til dæmis efnt til fjölskylduhátíða á vegum safnsins í Árbæ og Grafarvogi auk þess sem heilmikið verður um að vera í Grófarhúsinu við Tryggvagötu. 19.4.2007 12:00
Ferry biðst afsökunar Söngvarinn Bryan Ferry hefur beðist afsökunar á jákvæðum ummælum sínum um nasista. Ferry sagði í viðtali að valdatími nasista væri „hreint frábær“. 19.4.2007 12:00
Hvað á barnið að borða? Hinn 7. maí næstkomandi fer fram námskeið í Heilsuhúsinu um hvernig á að útbúa einfaldan en næringarríkan mat fyrir börn frá sex mánaða aldri. Farið verður yfir á hvaða fæðutegundum er gott að byrja og hvenær. 19.4.2007 11:00
Dularfullar skepnur Kómedíuleikhúsið frumsýnir einleikinn Skrímsli í Baldurshaga á Bíldudal í dag. Mun þetta vera í annað sinn sem atvinnnuleikhús frumsýnir á Bíldudal, en áður hefur Kómedíuleikhúsið frumsýnt þar einleikinn um Mugg. 19.4.2007 11:00
FBI í jákvæðu ljósi hvíta tjaldsins Fáar stofnanir eru jafn samofnar bandarísku þjóðlífi og alríkislögreglan, FBI, og Hollywood hefur löngum hrifist af FBI þótt lítið sé um gagnrýni á hana. 19.4.2007 11:00
Bubbi og Tolli undir merkjum Kaupþings Bræðurnir Tolli og Bubbi Morthens halda til Lúxemborgar í byrjun maí, þar sem þeir verða með listviðburði á vegum Kaupþings. „Ég er að fara að halda sýningu í einhverju menningarsetri þarna, sem mig minnir að heiti Le Moulin. Þetta er gamalt klaustur sem var síðar notað sem fangelsi. 19.4.2007 10:00
Á heimshornaflakki Nýstofnaður Kvennakór Háskóla Íslands heldur tónleika í hátíðarsal skólans í dag og fagnar þar sumardeginum fyrsta með gleði og söng. 19.4.2007 09:00
Aldrei fór ég suður á allra vörum Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður sem fram fór á Ísafirði um páskahelgina hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana. „Það voru tíu eða ellefu erlendir blaðamenn hér á hátíðinni. Breskir, bandarískir, þýskir og einhverjir frá Skandinavíu líka,“ segir Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, einn aðalskipuleggjandi hátíðarinnar. 19.4.2007 09:00
Etanól ekki heilsusamlegra Bifreiðar knúnar af etanóli eru ekki endilega betri fyrir heilsuna. Bifreiðar drifnar áfram af etanóli gætu haft verri áhrif á heilsu manna en þær sem ganga fyrir bensíni. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn Stanford-háskóla í Kaliforníu sem greint er frá á fréttavef BBC. 19.4.2007 08:00
Naomi svarar ekki símtölum MTV Tónlistarsjónvarpsstöðin MTV hafði ráðgert að gera raunveruleikaþátt um ofurfyrirsætuna Naomi Campbell. Átti þáttaröðin að heita ,,The Minion” sem út mætti leggja á íslensku sem ,,Skósveinninn.” Tökur á þáttunum áttu að hefjast síðustu helgi en ekkert varð úr þeim. 18.4.2007 12:46
Paris berar barminn Sögusagnir um að hótelerfinginn Paris Hilton hafi látið bæta í barm sinn hafa verið á kreiki undanfarið en barmur hennar þykir hafa stækkað umtalsvert. Virðist Paris ekki par sátt með þessar sögusagnir og til að kveða þær niður hefur hún ekki hikað við að sýna vinum og kunningjum brjóst sín. 18.4.2007 12:42
Niðurskurðarhnífnum beitt hjá Sony Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur látið í veðri vaka að hann ætli að fækka í starfsliði sínu í Evrópu. Verði það raunin getur svo farið að 160 manns verði sagt upp störfum. Forsvarsmenn Sony segja hagræðingu í Evrópuhluta fyrirtækisins ekki tengjast dræmri sölu á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá fyrirtækinu, sem kom út í enda síðasta mánaðar. 18.4.2007 09:30
GTA: Vice City Stories - Þrjár stjörnur Annar GTA-leikurinn sem kemur upphaflega út fyrir PSP og er fluttur yfir á PlayStation 2. Kemur ekki með neitt nýtt til borðsins, en það sleppur því borðið var alveg ágætt fyrir. Ódýr. 18.4.2007 09:00
Britney rekur umboðsmann sinn og stefnir á endurkomu í tónlistinni Söngkonan þekkta, Britney Spears, er byrjuð að reyna að endurvekja tónlistarferil sinn. Hún er ekki einungis byrjuð að taka upp tónlist í hljóðveri og fara í danstíma, heldur rak hún umboðsmann sinn til nokkurra mánaða, Larry Rudolph, síðasta föstudag. 17.4.2007 14:27
Nicole Richie komin með gömlu hárgreiðsluna Simple Life leikkonan Nicole Richie er enn og aftur búin að breyta um hárgreiðslu. Undanfarið hefur hún verið með brúnleitt sítt hár en hún hefur prófað alla litaflóruna, ljóst, rautt og brúnt. Á laugardag skartaði Nicole nýrri greiðslu, en þó ekki svo nýrri. 17.4.2007 12:41
Salma Hayek segir konur ekki eiga að flýtja sér Salma Hayek á von á sínu fyrsta barni en leikkonan er fertug að aldri. Þykir leikkonunni að konur ættu ekki að vera að flýta sér að eignast börn, ef þær séu ekki tilbúnar að takast á við móðurhlutverkið. 17.4.2007 12:30
Breska þjóðin í öngum sínum eftir sambandsslit Vilhjálms prins Það er engum blöðum um það að fletta að stærsta fréttin í Bretlandi um helgina voru sambandsslit Kate Middleton og Vilhjálms prins. The Sun greindi fyrst allra frá því á laugardaginn. Breska pressan fór síðan hamförum í gær þar sem hvert og eitt einasta blað var með sína útgáfu af ástarsorginni. 17.4.2007 10:00
Prófaður í hlutverk í næstu Harry Potter-mynd "Þetta er allt á mjög viðkvæmu stigi en er vissulega spennandi og magnað ef af verður," segir Jón Páll Eyjólfsson, leikari og leikstjóri, sem er nýkominn heim frá Englandi þar sem hann fór í prufur fyrir næstu Harry Potter-mynd. Um er að ræða Harry Potter og Blendingsprinsinn " sjöttu kvikmyndina um ævintýri galdramannsins unga sem kemur fyrir sjónir almennings á næsta ári. 17.4.2007 07:00
Vill fá hlutverk í Harry Potter „Á þessu stigi fær maður bara að sjá búta úr handritinu og það hvílir mikil leynd yfir þessu öllu saman,“ segir Jón Páll Eyjólfsson leikari sem prófaður hefur verið fyrir hlutverk í sjöttu myndinni um Harry Potter. Sú heitir Harry Potter og Blendingsprinsinn og verður frumsýnd á næsta ári. Ekki fæst uppgefið um hvaða hlutverk er að ræða. 17.4.2007 06:00
Daði heldur húmorísku striki sínu Daði Guðbjörnsson opnaði sýningu á akvarellmyndum í Baksal Gallerís Foldar við Rauðarárstíg um helgina. Sýninguna nefnir listamaðurinn Myndir landsins. Daði hefur haldið sínu striki og þróað með sér persónulegan stíl þar sem pensillinn, grunnformin og síðast en ekki síst húmor listamannsins kemur glöggt fram. Myndirnar á sýningunni eru allar unnar með akvarellutækni á þessu ári og því síðasta. 16.4.2007 15:50
Jenna Jameson veldur aðdáendum vonbrigðum Klámmyndaleikkonan Jenna Jameson stendur í nú erfiðum skilnaði við eiginmann sinn Jay Grdina. Tekur skilnaðurinn svo á leikkonuna að það er farið að hafa áhrif á líf hennar. Er hún farin að hegða sér ófagmannlega og bregðast aðdáendum sínum. Að auki hefur hún lést umtalsvert undanfarið. 16.4.2007 15:04
Umsóknarferli hljómsveita og listamanna hafið Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, sem haldin verður í miðborg Reykjavíkur í níunda sinn daganna 17. til 21. október, eru byrjaðir að taka við umsóknum frá innlendum hljómsveitum og listamönnum sem vilja koma fram á hátíðinni. Líkt og undanfarin ár munu yfir eitt hundrað íslenskir flytjendur koma fram á Airwaves 2007. 16.4.2007 14:59
Segir Jackson vera fyrirmyndar föður Jamie Foster Brown, útgefandi tímaritsins Sister 2 Sister, segir poppkónginn Michael Jackson vera frábæran föður en Jamie ferðaðist með Michael og börnum hans í síðasta mánuði. 16.4.2007 14:07
Grey’s stjarnan Patric Dempsey um föðurhlutverkið Grey’s Anatomy stjarnan Patric Dempsey er þriggja barna faðir. Hann eignaðist tvíburadrengi fyrir 10 vikum en fyrir átti hann fjögurra ára stúlkuna Talula með konu sinni, Jillian. Segir Patric drengina vera mjög ólíkar persónur. 16.4.2007 13:07
Björk í Saturday Night Live á laugardaginn Björk Guðmundsdóttir kemur fram í sjónvarpsþættinum Saturday Night Live næstkomandi laugardag, 21. apríl. Þetta verður í þriðja skiptið sem Björk kemur fram í þessum vinsæla grín og skemmtiþætti á NBC sjónvarpstöðinni. Kynnir þáttarins þar sem Björk flytur efni af nýrri plötu sinni, Volta, verður Scarlett Johansson. 16.4.2007 10:59
Portman kemur nakin fram Leikkonan Natalie Portman hefur fallist á að leika í kvikmyndinni Goya‘s Ghosts en ákvörðunin reyndist henni erfið þar eð hún þarf að fækka fötum í kvikmyndinni. 16.4.2007 10:30
Misráðin Simpson-talsetning „Ég held að þetta verði eitthvað hálf útvatnað og það er ekki gáfulegt að láta misgóða íslenska leikara klæmast á þessu,“ segir Steinn Ármann Magnússon, spurður um hvernig honum lítist á íslenska talsetningu Simpsons-kvikmyndarinnar. 16.4.2007 10:15
Angurværð og spé Söngkonan Sesselja Kristjánsdóttir heldur tónleika ásamt Guðríði St. Sigurðardóttur í TÍBRÁ, tónleikaröð Kópavogs í Salnum annað kvöld. 16.4.2007 10:00
Fjölbreytileiki í fyrirrúmi Óhefðbundna ísfirska fegurðarsamkeppnin Óbeisluð fegurð fer fram á miðvikudagskvöld, og stendur undirbúningur nú sem hæst. „Þetta eru fjórtán keppendur á öllum aldri, eins og við vildum hafa það," sagði Matthildur Helgadóttir, einn skipuleggjandi keppninnar. 16.4.2007 09:45
Gersemar gærdagsins Víðavangsleikhús er ekki kunnuglegt hugtak í íslensku leikhúslífi en í kvöld má svala forvitni sinni og kynnast slíku í Þjóðleikhúsinu. Franski leikhópurinn Turak er staddur hér á landi á vegum franska menningarvorsins Pourquoi pas? en forsprakki hans Michel Laubu er þekktur leikhúsmaður á meginlandinu. 16.4.2007 09:30
Góðar myndir í boði í dag Annað eins framboð á fínum heimildarmyndum þekkist vart utan hátíða. Það er dagur heimildarmyndarinnar í dag. 16.4.2007 09:15
Tónleikar: Peter Bjorn and John - fjórar stjörnur Það var þétt setinn bekkurinn á Nasa á föstudagskvöldið þegar sænska hljómsveitin Peter Bjorn and John steig á stokk. Steinþór Helgi Arnsteinsson var mættur á staðinn. 16.4.2007 09:00
Hver var Freyja? Ingunn Ásdísardóttir, þjóðfræðingur og þýðandi heldur fyrirlestrar á vegum Snorrastofu í Reykholti á morgun. Ingunn fjallar þar um ímynd og hlutverk Freyju í norrænni heiðni og kallar erindi sitt „Hver var Freyja?“ 16.4.2007 08:45
Með Biblíur í kassavís Samkvæmt vef Mannlífs var Gunnar Þorsteinsson, oftast kenndur við Krossinn, sagður vera farinn að hamstra Biblíur en hann hefur ekki farið leynt með andúð sína á nýrri þýðingu bókarinnar sem væntanleg er á næstu misserum. 16.4.2007 08:30