Fleiri fréttir

Með 70 grafir í bakgarðinum

Serbneskur maður vill breyta heimili sínu í kirkju þar sem fjöldi nágranna hans og vina eru grafnir í bakgarðinum. Fyrir tíu árum sótti Dragan Djordjevic frá þorpinu Grbavce um leyfi til að skrá garðinn sinn sem kirkjugarð svo hann gæti jarðað móður sína þar, en hún var þá nýlátin. Næsti kirkjugarður var of langt í burtu.

Anna Nicole Smith vildi deyja

Skömmu fyrir andlát sitt sagði fyrirsætan Anna Nicole Smith vinkonu sinni að lífið væri að buga sig. „Ég get ekki haldið áfram, lífið er að drepa mig,“ sagði Anna grátandi í símtali. Hún var undir áhrifum fjölda lyfja en mikil lyfjaneysla hafði sett sitt mark á hana. Anna hringdi í vinkonu sína skömmu eftir að hún kom á hótelið í Flórída þar sem hún lést 48 klukkustundum síðar.

Breiðavík eftir harmleikinn

„Við vissum að þarna hefði ofbeldi átt sér stað, en ekki að það var kynferðislegt," segir Guðný Halldórsdóttir leikstjóri um Breiðavíkurmálið.

Fréttir af fólki

Söngkonan Celine Dion ætlar að flytja lagið I Knew I Loved You á næstu óskarsverðlaunahátíð, sem verður haldin í Los Angeles 25. febrúar. Lagið er tileinkað ítalska tónskáldinu Ennio Morricone, sem fær afhentan heiðursóskar á hátíðinni.

Frítt í Róm

Hljómsveitin Genesis ætlar að halda ókeypis tónleika fyrir rúmlega 400 þúsund aðdáendur á fornum tónleikastað í Róm hinn 14. júlí. Þetta verða lokatónleikar sveitarinnar á fyrstu tónleikaferð sinni í fimmtán ár. Vegna tónleikanna í Róm þurfti Genesis að fresta tónleikum sínum í Austurríki og Tékklandi.

Gifting á Hawaii

Tvær af stjörnum sjónvarpsþáttarins vinsæla Lost, þau Dominic Monaghan og Evangeline Lilly, ætla að gifta sig í júlí. Monaghan, sem leikur Charlie, og Lilly, sem leikur Kate, hafa átt í ástarsambandi undanfarin misseri og vilja nú ganga upp að altarinu. Athöfnin verður látlaus og mun fara fram á meðan þau eru í sumarfríi frá tökum á Lost. Athöfnin fer fram á Hawaii, þar sem ástarblossinn á milli þeirra kviknaði við tökur á þættinum.

Glaðir gestir á önugri Önnu

Tölvuteiknaða stuttmyndin Anna og skapsveiflurnar var forsýnd í Smárabíói fyrir fullum sal á fimmtudag. Góður rómur var gerður að myndinni og ekki annað að heyra en áhorfendur létu ólundina í Önnu sér vel líka.

Íslenskt æði í Þrándheimi

„Þeir eru alveg til í þetta rokk, Norðmenn eru ekki eins leiðinlegir og ég bjóst við," segir Valdimar Jóhannsson, bassaleikari hljómsveitarinnar Reykjavík! Valdimar var staddur á norsku tónlistarhátíðinni by:Larm í Þrándheimi um helgina en Íslendingar voru afar áberandi á hátíðinni. Auk Reykjavíkur! spiluðu Lay Low og Últra Mega Teknóbandið Stefán á hátíðinni um helgina.

Langar að ættleiða

Jessicu Simpson langar að feta í fótspor Angelinu Jolie og ættleiða börn. Í viðtali við breska tímaritið Star sagðist söngkonan vilja eignast stóra fjölskyldu, en að hún óttaðist að hún gæti ekki afborið fæðingu oftar en einu sinni. „Mig langar í þrjú börn, en ég veit ekki hvort ég get fætt þrisvar.

MTV-hátíð handan við hornið í Reykjavík

„Þetta er á síðustu metrunum en betur má ef duga skal," segir Björn Steinbekk tónleikahaldari, en nú hillir undir það að verðlaunaafhending MTV-sjónvarpsstöðvarinnar verði haldin í höfuðborginni, annað hvort árið 2009 eða 2010.

Sáttir við Prince

Rokksveitin Foo Fighters er ánægð með ákvörðun Prince um að syngja lag hennar Best of You í hálfleik á úrslitaleik bandarísku NFL-deildarinnar í fótbolta, Super Bowl hinn 4. febrúar.

Til minja um Leg

Hljómsveitin Flís er um þessar mundir að leggja lokahönd á nýja plötu sem hefur að geyma tónlist við söngleikinn Leg sem verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu 8. mars.

Dixie Chics með fimm Grammy-verðlaun

Bandaríska stelpusveitasöngvagrúppan Dixie Chics varð sigursælust á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt. Þær fóru heim með fimm verðlaun, þar af verðlaun fyrir plötu ársins, lag ársins og smáskífu ársins. Þá var Carrie Underwood valin nýliði ársins. Nokkrir góðkunningjar fóru heim með Grammy verðlaun, þeirra á meðal Bob Dylan, Tony Bennet og Stevie Wonder.

The Queen sigursæl á Bafta

Drottningin, eða The Queen var valin besta mynd síðasta árs á Bafta-verðlaunahátíð bresku kvikmyndaakademíunnar sem afhent voru í gærkvöldi, þá var Helen Mirren sem lék titilhlutverkið í sömu mynd valin leikkona ársins.

Tvöföld tímamót Carminu

Kammerkórinn Carmina tekur þátt í virtri endurreisnar- og barokktónlistarhátíð í Svíþjóð á komandi sumri og heldur þá í sína fyrstu utanlandsferð. Fram undan eru einnig tímamótatónleikar í Kristskirkju. Kórinn var stofnaður fyrir aðeins þremur árum og Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarfræðingur og listrænn stjórnandi hópsins, útskýrir að því sé þetta mikill heiður fyrir félaga hans.

Þrjú nöfn bætast við

Þrjú nöfn frá Skandinavíu hafa bæst við þá sem koma fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í byrjun júlí. Thomas Dybdahl, sem spilar kassagítartónlist í anda Neil Young og Jeff Buckley, hefur skráð sig til leiks auk hljómsveitarinnar 120 Days frá Noregi og Dúné frá Danmörku. Áður höfðu hljómsveitirnar The Who og Red Hot Chili Peppers boðað komu sína auk Bjarkar Guðmundsdóttur. Verða þetta einu tónleikar Bjarkar á Norðurlöndunum í sumar.

Fjórflétta send heim

Fjórflétta, sönghópur Páls Óskars, þurfti að kveðja X-Factor á föstudagskvöldið eftir æsispennandi símakosningu á þriðja úrslitakvöldinu í Vetrargarðinum. Eftir að atkvæðagreiðslu lauk var ljóst að Jóhanna, úr hópi yngri þátttakenda undir stjórn Ellýar, og Fjórflétta hefðu hlotið fæst atkvæði. Því kom það í hlutverk Einars Bárðarsonar að velja þann sem myndi ljúka keppni á þriðja úrslitakvöldinu. Eftir erfiðar vangaveltur ákvað Einar að Fjórflétta ætti frá að hverfa.

Norah þótti of feit

Söngkonan Norah Jones var ekki ánægð með fyrstu kynni sín af Hollywood. Norah hefur nú leikið í sinni fyrstu kvikmynd, My Blueberry, og henni leist ekki á blikuna þegar henni var skipað að grennast fyrir hlutverk sitt.

Átta ár eru ágætis törn

Bjarni Daníelsson lætur af störfum sem óperustjóri Íslensku óperunnar í lok þessa starfsárs í júní næstkomandi.

Klassískur dulbúningur

Tónlist leikur stórt hlutverk í teiknimyndinni Önnu og skapsveiflunum, sem frumsýnd var á föstudag, enda verkið upphaflega samið til að vekja áhuga barna og unglinga á klassískri tónlist. Bergsteinn Sigurðsson ræddi við handritshöfundinn Sjón og tónskáldið Julian Nott en þeir sömdu verkið saman.

Þrjár sýningar á einum degi

„Þetta verður svolítill sprettur. Það er spurning hvort maður þurfi ekki að útvega sér þyrlu. Það er annað hvort það eða að láta klóna sig,“ segir Orri Huginn Ágústsson, leikari, sem fer með hlutverk í hvorki meira né minna en þremur sýningum í dag og er uppselt á þær allar.

Vilja framhald

Viðræður eru hafnar á milli breska grínistans Sacha Baron Cohen og kvikmyndaframleiðandans 20th Century Fox um að gera framhald af gamanmyndinni vinsælu, Borat.

Sá fyrir stækkun álvers í 35 ára gamalli teiknimyndasögu

„Vegna frétta um stækkun ÍSÁL (lesið LÁSÍ aftur á bak) og það að færa þurfi veginn, mundi ég eftir teiknimyndasögu sem ég teiknaði í Spegilinn í 7. tölublað árið 1971 sem ég kallaði „Velkomin til LÁSÍ"," segir Jón Axel Egilsson kvikmyndagerðarmaður.

Police snúa aftur

Liðsmenn hljómsveitarinnar The Police hafa tilkynnt að þeir hyggist koma saman aftur í tilefni af 30 ára afmæli sveitarinnar. Sting, söngvari The Police, segir á heimasíðu sinni að um 20 hörðum aðdáendum verði boðið á æfingu sveitarinnar sem haldin verður á tónleikastaðnum Whisky A Go Go á mánudaginn.

Lýðræðið nema hvað?

ReykjavíkurAkademían, félag sjálfstætt starfandi fræðimanna, gengst fyrir hádegisfundaröð um lýðræði og sam-félag nú í aðdraganda kosninganna. Yfirskrift fundanna er „Lýðræði hvað?“ og verður þar rætt á gagnrýninn máta um ýmis brýn samfélags- og lýðræðismál.

Kjaftshögg fyrir þjóðina

Breiðavíkur-málið á hug þjóðarinnar um þessar mundir. Fyrir þrjátíu árum kom út bók sem varpaði einstöku ljósi á dvölina þar en var stungið undir stól af þjóðinni.

Grafík á Miðbakka

Það er velkunnugt leyndarmál að félagsskapurinn Íslensk grafík rekur lítið safn, sölu og sýningarsal, í Hafgnarhúsinu á Miðbakkanum í gömlu höfninni í Reykjavík. Þar eru gjarnan uppi sýningar á verkum félagsmanna og gesta þeirra og þar er nú sýning á ljósmyndaverkum Soffíu Gísladóttur.

Anna and the Moods - fjórar stjörnur

Sagan um Önnu og skapsveiflurnar er blessunarlega laus við klassískan boðskap flestra teiknimynda enda er hlutverk hennar ekki að hvetja áhorfendur sína til að vera trúir sjálfum sér, trúa á mátt kærleikans eða vináttunnar heldur er þarna á ferð lítil saga um stórt og algengt vandamál.

Rasismi - Hvað ber að gera?

Í ljósi aukins fylgis frjálslynda flokksins veltir Haukur Már Helgason fyrir sér hvernig rasismi birtist á hliðarlínum orðræðunnar og hvað beri að gera.

Hanna Björk talar frá Teheran: Á slóðum Alexander mikla

Ég gleymi stundum hvað Íran er ævafornt land, hvað menningin er rík og fáguð og hvað gamla Persía var mikið heimsveldi áður, þegar hún náði yfir öll Mið-Austurlönd, hluta af Afríku og alla leið til Indlands. 4000 ára saga þessa lands skiptist í mörg tímabil velmegunar og hnignunar, þrjú heimsveldi Persíu, konungsveldi og klerkaveldi.

Þekkir þú myndefnið?

Ljósmyndadeild Minjasafnsins á Akureyri státar af safnkosti upp á 2,5 milljónir mynda. Margar myndanna eru óþekktar og nú óskar Minjasafnið eftir aðstoð almennings við að koma nafni á andlit og heiti á hús og önnur mannvirki.

Sjöttu sýningunni fagnað

Fossar, lækir og lænur, álar, vötn og aurar eru einkennandi fyrir sýninguna, sem nefnist Landbrot. Stendur hún yfir til fjórða mars.

Tugmilljóna samningur Silvíu og Frímanns

„Já, við erum að bjóða til veislu í hvalveiðiskipinu Eldingu í dag. Með kampavínsglas í annarri og hvalrengi í hinni,” segir Jakob Frímann Magnússon hljómplötuútgefeandi með meiru. Klukkan ellefu í dag siglir hvalveiðiskip úr Reykjavíkurhöfn með frítt föruneyti.

Stóru laxarnir synda í kringum Latabæ

„Þetta er auðvitað alveg frábært. Við vorum í skýjunum í fyrra þegar Julianna Rose Mauriello var tilnefnd. Við bjuggumst ekkert frekar við því að þetta gæti endurtekið sig,“ segir Kjartan Már Kjartansson, upplýsingafulltrúi Latabæjar, en Magnús Scheving og Jonathan Judge voru á miðvikudaginn tilnefndir til Emmy-verðlaunanna fyrir leikstjórn Latabæjarþáttanna.

Úr sveppunum í sollinn

„Ég ætla að gera sem allra minnst. Laga klósettaðstöðuna og gera barinn huggulegri. En ég ætla að reyna að halda sama andanum. Halda í gamla kúnna og fá helst aðra nýrri,“ segir Ragnar Kristinn Kristjánsson fyrrverandi Flúðasveppagreifi. Hann hefur nú keypt sér Næsta bar við Ingólfsstræti.

Noel gagnrýnir U2

Hinn kjaftfori gítarleikari bresku hljómsveitarinnar Oasis, Noel Gallagher, heldur áfram að hrella aðra tónlistarmenn og nú er það Bono, söngvari U2, sem verður að þola árásir hans. Gallagher segist vera kominn með nóg af hljómsveitum sem einbeiti sér að pólitík í stað þess að spila bestu lögin sín á tónleikum fyrir aðdáendur.

Af skurðstofunni í Kauphöllina

Ingunn Wernersdóttir er fædd árið 1964, næstyngst fimm systkina og fékk smjörþefinn af viðskiptalífinu í heimreiðinni en faðir hennar er Werner Rasmusson, einn af mest áberandi karakterum atvinnulífsins hér á árum áður. Werner er lyfjafræðingur að mennt og starfaði hann á árum áður í ýmsum apótekum auk Pharmaco og var framkvæmdastjóri fyrirtækisins í mörg ár og síðar stjórnarformaður.

Skrautlegt líf Playboy-kanínu

Fyrrverandi Playboy-kanínan Anna Nicole Smith lést á fimmtudagskvöldið. Hún fannst látin á Seminole Hard Rock Casino sem staðsett er rétt fyrir utan Miami.

Miðjarðarhafsför í Þjóðleikhúsinu

Þjóðleikhúsið æfir nú af fullum krafti leikritið Hálsfesti Helenu eftir margverðlaunaðan kanadískan höfund, Carole Fréchette. Verkið gerist á okkar tímum fyrir botni Miðjarðarhafs og er í stuttu máli stefnumót vestrænna viðhorfa við þau austrænu, séð með augum aðalpersónunnar Helenu sem kemur úr norðri.

Leyndardómar leynifélaganna

María Reyndal var í leynifélagi þegar hún var lítil í Norðurmýrinni – Hreiðrinu. Vinirnir hittust í bílskúrsbakherbergi og funduðu og voru með það á hreinu að aragrúi eldri kvenna sem fór um Norðurmýrina á þessum árum með túrbana og sólgleraugu á björtum dögum væru líka í leynifélagi.

Gæðastrætis minnst

Margir Íslendingar eiga góðar minningar um molana úr Gæðastræti en það skrjáfandi góðgæti kenna flestir við Mackintosh.

Tækjamanía og takmörkuð not

Listamennirnir Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson opna sýningar í Kling og Bang Galleríi í dag.

Fréttir af fólki

Kevin Costner og eiginkona hans Christine Baumgartner eiga von á sínu fyrsta barni saman. Eru þau vitaskuld mjög spennt og geta varla beðið eftir frumburðinum. Costner kvæntist Christine í september árið 2004.

Sjá næstu 50 fréttir