Lífið

Tyra fékk bónorð í beinni

Fyrirsætan Tyra Banks er ýmsu vön, en það kom henni þó á óvart að fá bónorð í beinni sjónvarpsútsendingu. Og það frá ættarhöfðingja í Nígeríu. Tyra var í spjallþætti Larrys King og þau voru að tala um holdarfar stjörnunnar, sem hefur verið eitthvað til umræðu í fjölmiðlum vestra undanfarið.

Meðan þau voru að spjalla fékk Larry King rafpóst frá Mbutu nokkrum, í Lagos í Nígeríu. Hann spurði af hverju Tyra væri að hafa áhyggjur af þyngd sinni, hann væri tilbúinn til að kvænast henni þegar í stað og gera hana að drottningu sinni.

Tyra var hissa á þessu tilboði, en hafði þó rænu á að þakka fyrir sig. Lét það fylgja að hún væri hæstánægð með þyngd sína. Hún mun hinsvegar ekki hafa áhuga á að verða drottning í Nígeríu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.