Lífið

Stefnir í alvöru fangelsi

Lane Garrison
Lane Garrison

Bandaríki leikarinn Lane Garrison á yfir höfði sér alvarlegar ákærur, eftir að lögreglan upplýsti að hann hefði bæði verið undir áhrifum eiturlyfja og áfengism, þegar hann ók Landrover jeppa sínum á tré í byrjun desember. Sautján ára piltur lét lífið í slysinu, en auk þess voru í jeppanum tvær fimmtán ára stúlkur, sem slösuðust mikið.

Lane Garrison leikur eitt aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Prison Break, eða Flóttinn úr fangelsinu. Ef ákærur lögreglunnar standast má hann eiga von á að fara í alvöru fangelsi.

Eitt af því sem mikið er spurt um vestanhafs er hvað hinn 26 ára gamli leikari var að gera með þessa unglinga í jeppa sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.