Lífið

Martröð golfarans

Wang þjáist að tímabundnu minnisleysi og man ekki eftir að hafa slegið holu í höggi.
Wang þjáist að tímabundnu minnisleysi og man ekki eftir að hafa slegið holu í höggi.

Tævanskur golfari missti minnið eftir að hitta holu í höggi á golfvelli í Taiwan. Wang sem er fimmtugur var í golfi með vinum sínum í borginni Xinzu þegar þetta gerðist. Vinur Wangs sem var með honum sagði að boltinn hefði flogið og fallið beint ofan í holuna, sem er venjuleg þriggja para hola.

Wang var fyrst yfir sig glaður, en þegar vinir hans náðu í boltann og komu til að óska honum til hamingju, fundu þeir hann muldrandi upp á hól: "Af hverju er ég hérna?"

Hann var samstundis sendur á sjúkrahús og segir dagblaðið Taiwan News að læknar hafi greint hann með óminni eða tímabundið minnisleysi. Eftir nokkurra klukkustunda hvíld fékk Wang mest af minninu aftur, en árangur hans á golfvellinum kom ekki aftur.

Viku sienna þegar Wang heimsótti lækninn, mundi hann enn ekkert eftir því að hafa slegið holu í höggi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.