Fleiri fréttir Harry Potter feigur Líkurnar á að skáldsagnapersónan Harry Potter lifi af í nýjustu bókinni eru hverfandi að mati veð-mangara. Talið er nær öruggt að Potter láti lífið í Dauðaköllunum og er illmennið Voldemort talinn líklegasti morðinginn. Margir hafa einnig veðjað á að Harry verði sjálfum sér að bana í því skyni að tortíma Voldemort. 29.12.2006 11:00 Dætur Stallones varasamar Bósar framtíðarinnar sem langar til þess að fara á fjörurnar við dætur Sylvesters Stallone, ættu að fara varlega í sakirnar. Pabbi gamli veit allt um bósa og hann ætlar að búa dætur sínar undir að taka á móti þeim. 29.12.2006 10:50 Gæðin tryggð á Grænu ljósi Ísleifur B. Þórhallsson hefur ákveðið að setja aukinn kraft í dreifingarfyrirtæki sitt Græna ljósið, sem sérhæfir sig í óháðum kvikmyndum. Á nýju ári stefnir hann á að sýna eina til tvær slíkar myndir í hverjum mánuði. 29.12.2006 10:30 Gaf ömmu sinni viagra Sjónvarpskokkurinn frægi Jamie Oliver er líka mikill brandarakarl að eigin sögn og nýtir jólagjafirnar til að ganga fram af fólki. Á síðustu jólum gaf hann ömmu sinni Viagra, eða því sem næst. Hann keypti viagra í apóteki en skipti bláu pillunum út fyrir Smarties. 29.12.2006 10:00 Fimm stjörnu útgáfutónleikar Í kvöld mun hiphop-hljómsveitin Forgotten Lores halda upp á útgáfu annarrar plötu sinnar, Frá heimsenda, með útgáfutónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum. Gleðskapurinn byrjar kl. 22.00 og munu Earmax og DJ Magic sjá um að koma mannskapnum í stuð, áður en kónarnir í Forgotten Lores stíga á svið. 29.12.2006 09:30 Fjórfaldur Sveinn í kvöld Tónleikarnir Hreinn JólaSveinn fara fram í Stúdentakjallaranum í kvöld. Þar verður bassaleikarinn Sveinn Helgi Halldórsson í nokkru aðalhlutverki því hann leikur með öllum fjórum hljómsveitunum sem fram koma. Sveinn er bassaleikari ekki óþekktari sveita en Ælu, Jan Mayen, Rými og Tokyo Megaplex. 29.12.2006 09:30 Eldur í trommum Eldur kom upp í trommusetti rokksveitarinnar Guns N"Roses á tónleikum í Los Angeles í síðustu viku. Eldurinn kviknaði í laginu November Rain. Talið er að neisti hafi komist í settið en auðveldlega tókst að slökkva eldinn og engum varð meint af. 29.12.2006 09:00 Stútur við stýrið Leikstjórinn Gus Van Sant sem þekktastur er fyrir kvikmyndina Good Will Hunting var tekinn af lögreglunni rétt fyrir jól. Gus var drukkinn undir stýri og hafði hvorki kveikt á framljósum bílsins né heldur virti hann stöðvunarskyldu. „Augu hans voru rauð og þrútin, hann var þvoglumæltur og lyktaði alveg hræðilega,“ sagði talsmaður lögreglunnar í Oregon, þar sem Van Sant var handtekinn. 29.12.2006 07:30 Lúðrar í Firðinum Jólatónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar eru í kvöld í Hafnarfjarðarkirkju og hefjast kl. 20. Á tónleikunum málmblásarakór og kvintett úr sveitinni leika verk eftir Bruckner, Gabrieli og Händel í bland við jólasálma. Stjórnandi lúðrasveitarinnar er Þorleikur Jóhannesson. 29.12.2006 07:30 Dulir um efnistök Skaupsins „Ég var bara í einu atriði, svona grínatriði,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon leikari, en mikil leynd hvílir yfir efnistökum og innihaldi Áramótaskaups Ríkissjónvarpsins. „Þetta er ekkert leggjast-í-gólfið fyndið atriði, en ég hef ekki séð nein önnur svo að ég veit ekkert. Ég bara mætti þarna klukkan tíu um morguninn og við Ilmur Kristjánsdóttir lékum hjón.“ 29.12.2006 06:00 Þorði ekki út úr húsi Söng- og leikkonan tindilfætta Jessica Simpson þjáðist af víðáttufælni eftir að hún skildi við eiginmann sinn Nick Lachey. Fjölskylda Jessicu óttaðist að hún myndi einangrast því þá sjaldan tókst að draga hana út fyrir hússins dyr fékk hún kvíðaköst. 28.12.2006 18:00 Vínarvalsar hljóma Það er komið að árlegum æsingi og eftirvæntingu hjá þeim þúsundum aðdáenda Vínartónlistar sem þyrpast í Háskólabíó á fyrstu viku nýja ársins og heyra Sinfóníuhljómsveit Íslands skella sér í sína árlegu Vínartónleika. Þeir verða þann 3.–6. janúar næstkomandi. Ekki duga færri en fernir tónleikar til að svala löngun Íslendinga í Vínartónlist í þetta sinn og ef litið er til reynslu fyrri ára má reikna með að uppselt verði á alla tónleikana. 28.12.2006 17:00 Uppselt á styrktartónleikana í kvöld Uppselt er á tónleikana til styrktar krabbameinssjúkum börnum sem fram fara í Háskólabíói í kvöld. Tónleikarnir eru árlegur viðburður og eru nú haldnir í áttunda skipti. Síðustu miðarnir seldust um hádegið í gær, en aldrei áður mun hafa orðið uppselt á tónleikana svo snemma. 28.12.2006 16:30 Tónleikahald á Þorláki Þorláksmessa er dagur hefða hjá mörgum landsmönnum. Fólk safnast saman til að borða skötu eða flykkist í bæinn um kvöldið til að versla síðustu jólagjöfina og njóta stemningarinnar. Hefð hefur einnig skapast fyrir ýmsum tónlistaruppákomum í höfuðborginni á Þorláksmessu. 28.12.2006 15:30 Köld slóð forsýnd í kvöld Þær Kristín Jónsdóttir og Guðrún Guðmundsdóttir duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þær unnu tvo miða á sérstaka gala forsýningu á stórmyndinni Köld slóð sem verður í Smárabíói í kvöld kl 18. 28.12.2006 15:08 Söngur á Valhúsahæð Jólatónleikar Sönghópsins Hljómeykis verða í kvöld kl. 20 í Seltjarnarneskirkju á Valhúsahæð. Á tónleikum mun Sönghópurinn Hljómeyki flytja jólasálma frá 15. og 16. öld en einnig tónlist tengda jólunum eftir tónskáld 20. og 21. aldar. 28.12.2006 15:00 Endurrómur upphafsins - Tvær stjörnur Metnaðarfull ljóðabók en mjög óþroskaður skáldskapur. Skáldið leitar hinstu raka og þráspyr sjálft sig um eðli veruleikans. 28.12.2006 14:30 Sendir þér steikina heim Þeim sem eru orðnir þreyttir á gourmet-veislum hátíðanna stendur ýmislegt annað til boða í kringum áramótin. Vefsíðan justeat.is gerir notendum sínum auðvelt að panta sér mat frá veitingahúsum í borginni, og býður jafnframt upp á heimsendingarþjónustu. 28.12.2006 14:00 Skáldað íslenskt sakamál Spennumyndin Köld slóð verður frumsýnd á morgun. Myndin er fyrsta kvikmynd leikstjórans Björns Brynjúlfs Björnssonar í fullri lengd en hún fjallar um blaðamann sem flækist óvænt í morðmál sem snertir fortíð hans. Björn samdi söguna en Kristinn Þórðarson skrifaði handritið og þeir félagar unnu verkið náið saman og tóku sér fjögur ár í handritsvinnuna. 28.12.2006 14:00 Rocky slær frá sér Þrátt fyrir hrakspár, háð og spott getur Sylvester Stallone vel við unað með gengi sjöttu myndarinnar um boxarann sjónumhrygga Rocky Balboa, sem ekki aðeins laðar fjöldann að heldur fær fína dóma ofan í kaupið. 28.12.2006 13:00 Sögur af konum - Ein stjarna Eru Selma og Hansa poppstjörnur? Selma var það vissulega. Báðar eru þær kraftmiklar söngkonur, ráða við blæbrigði í túlkun, geta auðveldlega tekist á við flutninginn í flóknum línum, falla ágætlega saman í tvísöng. Það safn sem hér er á ferðinni er sett saman á svipuðum nótum og diskur Ásgerðar Júníusdóttur fyrir fáum árum: lög kvenna við ljóð kvenna. Ekki slæm endurtekning á góðri hugmynd. 28.12.2006 12:30 Minning um James Brown James Brown - dægurlagasöngvari, hljómsveitarstjóri og áhugamaður um framgang og þróun tónlistar svartra Bandaríkjamanna um áratugaskeið, lést snemma á jóladag eftir hjartaáfall á Emory Crawford Long-sjúkrahúsinu í Atlanta. Brown var lagður inn á laugardag með lungnabólgu. 28.12.2006 12:00 Meistari í snörun Leikarinn Kiefer Sutherland, sem hefur farið á kostum í þáttaröðinni 24, varð tvívegis Bandaríkjameistari í kúrekasnörun árið 1998. Á þessum tíma hafði hann tekið sér frí frá kvikmyndaleik og ákvað að rifja upp gamla takta á hestbaki. 28.12.2006 11:45 Lyginni líkast Kvikmyndin Stranger Than Fiction með Will Ferell, Emmu Thompson og Dustin Hoffman í aðalhlutverkum verður frumsýnd hér á landi á nýársdag. Hér segir frá skattheimtumanninum Harold Cricket (Ferrell) hvers tilveru er kollvarpað þegar hann byrjar að heyra kvenmannsrödd lýsa öllum hans gjörðum í minnstu smáatriðum og til að bæta gráu ofan á svart lýsir hún því að dauði hans sé yfirvofandi. 28.12.2006 11:30 Kate Moss og Doherty gifta sig á morgun Líklegt er talið að fyrirsætan Kate Moss muni loksins ganga að eiga vandræðagemsann Pete Doherty í þessari viku. Breska blaðið Daily Mail greinir frá því að Doherty, sem er 27 ára, hafi sagt félögum sínum í hljómsveitinni Babyshambles að taka frá dag til að geta mætt í brúðkaupið. Hjónavígslan fer fram á borgarskrifstofunni í Fulham. 28.12.2006 11:00 Dætur hússins - Tvær stjörnur Thérése og Léonie hittast aftur eftir tuttugu ára aðskilnað. Mæður þeirra voru systur sem bjuggu undir sama þaki eftir að móðir Thérése veiktist af sjúkdómi sem dró hana á endanum til dauða. Þá var móðir Léonie þegar orðin ekkja. Ytri rammi sögunnar fjallar um þann tíma, einkum unglingsárin, áður en Thérése gengur í klaustur. Ekki þó þannig að þær rifji upp þann tíma, heldur gerir sögumaður það. 28.12.2006 10:30 Framtíð mannkyns í húfi Kvikmyndin Children of Men, eða Mannanna börn, með Clive Owen og Julianne Moore í aðalhlutverkum verður frumsýnd annað kvöld í Sambíóunum. Um er að ræða spennutrylli sem gerist í náinni framtíð, árið 2027 nánar tiltekið. 28.12.2006 10:00 Enginn saknar áramótaávarpsins „Ég hef ekki orðið var við þann söknuð,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri. Í stjórnartíð hans í Efstaleiti hefur hið umdeilda áramótaávarp verið lagt af og þykir sumum það miður. 28.12.2006 10:00 Trump er miiiikill ættjarðarvinur Auðkýfingurinn Donald Trump hefur höfðað mál á hendur bænum Palm Beach í Florida vegna stefnu sem hann fékk fyrir að hafa of stóran bandarískan fána við klúbb sem hann á í bænum. Trump krefst tíu milljóna dollara í skaðabætur. 28.12.2006 09:32 Ekki enn smitast af fálkaveikinni Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson vinna þessa dagana að heimildarmynd um samskipti manns og fálka í gegnum aldirnar. „Í meira en fjögur þúsund ár hefur maðurinn látið heillast af fálkum. 28.12.2006 09:30 Bubbi syngur með ungum rappara „Hann sýndi á sér skemmtilega hlið, það er engin spurning. Ég er allavega ánægður með útkomuna og býst við að þetta eigi eftir að vekja nokkra athygli," segir Sævar Daníel Kolandavelu, rapparinn Poetrix, sem fékk sjálfan Bubba Morthens til að syngja í einu lagi á væntanlegri plötu sinni. 28.12.2006 09:30 Berbrjósta í viðtali Það er erfitt að vera stjarna og vera stöðugt undir smásjá fjölmiðla, eins og Britney Spears fékk að reyna um daginn eftir að hún fór nærbuxnalaus á djamm-ið. Stjörnurnar þurfa yfirleitt að passa vel upp á klæðaburðinn, því eitthvað jafn venjulegt og smávægilegir svitablettir verða að heimsfréttum í þeirra tilfelli. 28.12.2006 09:00 Alvarlega hipp í Safni Haldið er áfram á þeirri braut sem Safn á Laugaveginum í Reykjavík lagði inn á fyrir nokkru að halda gerninga/sýningar í gluggum gamla Faco á Laugaveginum. Á morgun verður fluttur metnaðarfullur dansgjörningur Safns þar og verður aðeins fluttur einu sinni, kl. 18. 28.12.2006 08:30 Hemmi víkur fyrir Loga „Við erum ekki að blása af Hermann Gunnarsson og Í Sjöunda himni. Logi Bergmann Eiðsson og spurningaþáttur hans Meistarinn mæta til leiks í febrúar og taka við af þættinum,“ segir Heimir Jónasson, dagskrárstjóri Stöðvar 2. 28.12.2006 08:00 Bakkynjur - Þrjár stjörnur Gefum okkur að tvö þúsund og fimm hundruð ára leiktexti rati beint í hjarta okkar tíma, álitaefni um uppreisn kvenna gegn valdi karla gildi enn; ölvun og æði kvenna á opinberum svæðum við borgarmúrana eigi sér einhverja samsvörun í okkar tíðaranda; gamlir menn láti enn heillast af tískubylgjum og gangi á fjöll skreyttir blómum; sterkir valdsmenn láti heillast af ungum stæltum skrokkum karlmanna jafnt sem mjúkum línum þeirra óreyndu; í heimi okkar takist enn á sundrungaröfl lausungarinnar og ábyrg afstaða hlýðni og heilinda. 28.12.2006 00:01 Rowling afhjúpar titilinn Sjöunda og síðasta bókin um galdrastrákinn Harry Potter mun heita Harry Potter and the Deathly Hallows. Þykir titillinn vísa í myrkt umfjöllunarefni lokabókarinnar. Enn á eftir að finna íslenskan titil á bókina. 23.12.2006 11:45 Söknuður - 4 stjörnur Söknuður hefur að geyma nýjar upptökur af nokkrum af þekktustu lögum Jóhanns Helgasonar. Ágæt plata sem sýnir að Jóhann er ekki bara öndvegis lagasmiður. Hann er líka frábær söngvari. 22.12.2006 08:30 Surtsey er sjálfstætt ríki Margir þekkja Wikipedia, alfræðiorðabókina á netinu sem allir geta breytt og bætt upplýsingum í. Færri þekkja þó Uncyclopedia, Óalfræðibókina, sem allir geta breytt og bætt bulli í. 21.12.2006 17:00 Tarantino í tölvuna Leikurinn Reservoir Dogs er kominn út á Xbox og pc, en hann er algjörlega byggður á kvikmyndinni. Það hefur lengi verið siður að gera tövluleiki eftir kvikmyndum og kvikmyndir eftir tölvuleikjum. 21.12.2006 16:45 The Knife á toppnum Silent Shout með sænsku hljómsveitinni The Knife hefur verið valin besta plata ársins af bandarísku tónlistarsíðunni Pitchfork. 21.12.2006 16:30 Tinna teiknar femíníska jólasveina Tinna Kristjánsdóttir femínisti hefur teiknað myndir af öllum jólasveinunum sem birtast ein og ein á vef Femínistafélagsins þegar jólasveinarnir koma til byggða. Jólasveinarnir hennar Tinnu eru bleikklæddir femínistar og færa börnum og fullorðnum önnur skilaboð en þeir rauðu. 21.12.2006 16:15 Ullarhattarnir í jólaskapi Hljómsveitin Ullarhattarnir heldur sína árlegu Þorláksmessutónleika á Hótel Borg á laugardaginn. Sveitin samanstendur af þeim félögum Eyjólfi Kristjánssyni, Stefáni Hilmarssyni, Jóni Ólafssyni, Friðriki Sturlusyni og Jóhanni Hjörleifssyni. 21.12.2006 16:00 Úr ólíkum áttum Rithöfundar og fjármálaspekúlantar ætla að lesa upp úr bókmenntaverkum sínum í Anima galleríi í kvöld og annað kvöld og sætir það vissum tíðindum því ekki er algengt að slíkir leiði saman hesta sína. 21.12.2006 15:45 Vagga nýrrar tónlistar Íslenskir tónlistarmenn eru með böggum hildar því líkur eru á að tónleikar Shadow Parade, Dikta og Red Cup á Gauki á Stöng í kvöld verði þeir síðustu sem haldnir verða um langt skeið á þessum annálaða tónleikastað. 21.12.2006 15:30 Vildu hætta á toppnum Hljómsveitin Í svörtum fötum ætlar að hætta störfum eftir þrenna tónleika sem hún heldur á milli jóla og nýárs. 21.12.2006 15:15 Sjá næstu 50 fréttir
Harry Potter feigur Líkurnar á að skáldsagnapersónan Harry Potter lifi af í nýjustu bókinni eru hverfandi að mati veð-mangara. Talið er nær öruggt að Potter láti lífið í Dauðaköllunum og er illmennið Voldemort talinn líklegasti morðinginn. Margir hafa einnig veðjað á að Harry verði sjálfum sér að bana í því skyni að tortíma Voldemort. 29.12.2006 11:00
Dætur Stallones varasamar Bósar framtíðarinnar sem langar til þess að fara á fjörurnar við dætur Sylvesters Stallone, ættu að fara varlega í sakirnar. Pabbi gamli veit allt um bósa og hann ætlar að búa dætur sínar undir að taka á móti þeim. 29.12.2006 10:50
Gæðin tryggð á Grænu ljósi Ísleifur B. Þórhallsson hefur ákveðið að setja aukinn kraft í dreifingarfyrirtæki sitt Græna ljósið, sem sérhæfir sig í óháðum kvikmyndum. Á nýju ári stefnir hann á að sýna eina til tvær slíkar myndir í hverjum mánuði. 29.12.2006 10:30
Gaf ömmu sinni viagra Sjónvarpskokkurinn frægi Jamie Oliver er líka mikill brandarakarl að eigin sögn og nýtir jólagjafirnar til að ganga fram af fólki. Á síðustu jólum gaf hann ömmu sinni Viagra, eða því sem næst. Hann keypti viagra í apóteki en skipti bláu pillunum út fyrir Smarties. 29.12.2006 10:00
Fimm stjörnu útgáfutónleikar Í kvöld mun hiphop-hljómsveitin Forgotten Lores halda upp á útgáfu annarrar plötu sinnar, Frá heimsenda, með útgáfutónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum. Gleðskapurinn byrjar kl. 22.00 og munu Earmax og DJ Magic sjá um að koma mannskapnum í stuð, áður en kónarnir í Forgotten Lores stíga á svið. 29.12.2006 09:30
Fjórfaldur Sveinn í kvöld Tónleikarnir Hreinn JólaSveinn fara fram í Stúdentakjallaranum í kvöld. Þar verður bassaleikarinn Sveinn Helgi Halldórsson í nokkru aðalhlutverki því hann leikur með öllum fjórum hljómsveitunum sem fram koma. Sveinn er bassaleikari ekki óþekktari sveita en Ælu, Jan Mayen, Rými og Tokyo Megaplex. 29.12.2006 09:30
Eldur í trommum Eldur kom upp í trommusetti rokksveitarinnar Guns N"Roses á tónleikum í Los Angeles í síðustu viku. Eldurinn kviknaði í laginu November Rain. Talið er að neisti hafi komist í settið en auðveldlega tókst að slökkva eldinn og engum varð meint af. 29.12.2006 09:00
Stútur við stýrið Leikstjórinn Gus Van Sant sem þekktastur er fyrir kvikmyndina Good Will Hunting var tekinn af lögreglunni rétt fyrir jól. Gus var drukkinn undir stýri og hafði hvorki kveikt á framljósum bílsins né heldur virti hann stöðvunarskyldu. „Augu hans voru rauð og þrútin, hann var þvoglumæltur og lyktaði alveg hræðilega,“ sagði talsmaður lögreglunnar í Oregon, þar sem Van Sant var handtekinn. 29.12.2006 07:30
Lúðrar í Firðinum Jólatónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar eru í kvöld í Hafnarfjarðarkirkju og hefjast kl. 20. Á tónleikunum málmblásarakór og kvintett úr sveitinni leika verk eftir Bruckner, Gabrieli og Händel í bland við jólasálma. Stjórnandi lúðrasveitarinnar er Þorleikur Jóhannesson. 29.12.2006 07:30
Dulir um efnistök Skaupsins „Ég var bara í einu atriði, svona grínatriði,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon leikari, en mikil leynd hvílir yfir efnistökum og innihaldi Áramótaskaups Ríkissjónvarpsins. „Þetta er ekkert leggjast-í-gólfið fyndið atriði, en ég hef ekki séð nein önnur svo að ég veit ekkert. Ég bara mætti þarna klukkan tíu um morguninn og við Ilmur Kristjánsdóttir lékum hjón.“ 29.12.2006 06:00
Þorði ekki út úr húsi Söng- og leikkonan tindilfætta Jessica Simpson þjáðist af víðáttufælni eftir að hún skildi við eiginmann sinn Nick Lachey. Fjölskylda Jessicu óttaðist að hún myndi einangrast því þá sjaldan tókst að draga hana út fyrir hússins dyr fékk hún kvíðaköst. 28.12.2006 18:00
Vínarvalsar hljóma Það er komið að árlegum æsingi og eftirvæntingu hjá þeim þúsundum aðdáenda Vínartónlistar sem þyrpast í Háskólabíó á fyrstu viku nýja ársins og heyra Sinfóníuhljómsveit Íslands skella sér í sína árlegu Vínartónleika. Þeir verða þann 3.–6. janúar næstkomandi. Ekki duga færri en fernir tónleikar til að svala löngun Íslendinga í Vínartónlist í þetta sinn og ef litið er til reynslu fyrri ára má reikna með að uppselt verði á alla tónleikana. 28.12.2006 17:00
Uppselt á styrktartónleikana í kvöld Uppselt er á tónleikana til styrktar krabbameinssjúkum börnum sem fram fara í Háskólabíói í kvöld. Tónleikarnir eru árlegur viðburður og eru nú haldnir í áttunda skipti. Síðustu miðarnir seldust um hádegið í gær, en aldrei áður mun hafa orðið uppselt á tónleikana svo snemma. 28.12.2006 16:30
Tónleikahald á Þorláki Þorláksmessa er dagur hefða hjá mörgum landsmönnum. Fólk safnast saman til að borða skötu eða flykkist í bæinn um kvöldið til að versla síðustu jólagjöfina og njóta stemningarinnar. Hefð hefur einnig skapast fyrir ýmsum tónlistaruppákomum í höfuðborginni á Þorláksmessu. 28.12.2006 15:30
Köld slóð forsýnd í kvöld Þær Kristín Jónsdóttir og Guðrún Guðmundsdóttir duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þær unnu tvo miða á sérstaka gala forsýningu á stórmyndinni Köld slóð sem verður í Smárabíói í kvöld kl 18. 28.12.2006 15:08
Söngur á Valhúsahæð Jólatónleikar Sönghópsins Hljómeykis verða í kvöld kl. 20 í Seltjarnarneskirkju á Valhúsahæð. Á tónleikum mun Sönghópurinn Hljómeyki flytja jólasálma frá 15. og 16. öld en einnig tónlist tengda jólunum eftir tónskáld 20. og 21. aldar. 28.12.2006 15:00
Endurrómur upphafsins - Tvær stjörnur Metnaðarfull ljóðabók en mjög óþroskaður skáldskapur. Skáldið leitar hinstu raka og þráspyr sjálft sig um eðli veruleikans. 28.12.2006 14:30
Sendir þér steikina heim Þeim sem eru orðnir þreyttir á gourmet-veislum hátíðanna stendur ýmislegt annað til boða í kringum áramótin. Vefsíðan justeat.is gerir notendum sínum auðvelt að panta sér mat frá veitingahúsum í borginni, og býður jafnframt upp á heimsendingarþjónustu. 28.12.2006 14:00
Skáldað íslenskt sakamál Spennumyndin Köld slóð verður frumsýnd á morgun. Myndin er fyrsta kvikmynd leikstjórans Björns Brynjúlfs Björnssonar í fullri lengd en hún fjallar um blaðamann sem flækist óvænt í morðmál sem snertir fortíð hans. Björn samdi söguna en Kristinn Þórðarson skrifaði handritið og þeir félagar unnu verkið náið saman og tóku sér fjögur ár í handritsvinnuna. 28.12.2006 14:00
Rocky slær frá sér Þrátt fyrir hrakspár, háð og spott getur Sylvester Stallone vel við unað með gengi sjöttu myndarinnar um boxarann sjónumhrygga Rocky Balboa, sem ekki aðeins laðar fjöldann að heldur fær fína dóma ofan í kaupið. 28.12.2006 13:00
Sögur af konum - Ein stjarna Eru Selma og Hansa poppstjörnur? Selma var það vissulega. Báðar eru þær kraftmiklar söngkonur, ráða við blæbrigði í túlkun, geta auðveldlega tekist á við flutninginn í flóknum línum, falla ágætlega saman í tvísöng. Það safn sem hér er á ferðinni er sett saman á svipuðum nótum og diskur Ásgerðar Júníusdóttur fyrir fáum árum: lög kvenna við ljóð kvenna. Ekki slæm endurtekning á góðri hugmynd. 28.12.2006 12:30
Minning um James Brown James Brown - dægurlagasöngvari, hljómsveitarstjóri og áhugamaður um framgang og þróun tónlistar svartra Bandaríkjamanna um áratugaskeið, lést snemma á jóladag eftir hjartaáfall á Emory Crawford Long-sjúkrahúsinu í Atlanta. Brown var lagður inn á laugardag með lungnabólgu. 28.12.2006 12:00
Meistari í snörun Leikarinn Kiefer Sutherland, sem hefur farið á kostum í þáttaröðinni 24, varð tvívegis Bandaríkjameistari í kúrekasnörun árið 1998. Á þessum tíma hafði hann tekið sér frí frá kvikmyndaleik og ákvað að rifja upp gamla takta á hestbaki. 28.12.2006 11:45
Lyginni líkast Kvikmyndin Stranger Than Fiction með Will Ferell, Emmu Thompson og Dustin Hoffman í aðalhlutverkum verður frumsýnd hér á landi á nýársdag. Hér segir frá skattheimtumanninum Harold Cricket (Ferrell) hvers tilveru er kollvarpað þegar hann byrjar að heyra kvenmannsrödd lýsa öllum hans gjörðum í minnstu smáatriðum og til að bæta gráu ofan á svart lýsir hún því að dauði hans sé yfirvofandi. 28.12.2006 11:30
Kate Moss og Doherty gifta sig á morgun Líklegt er talið að fyrirsætan Kate Moss muni loksins ganga að eiga vandræðagemsann Pete Doherty í þessari viku. Breska blaðið Daily Mail greinir frá því að Doherty, sem er 27 ára, hafi sagt félögum sínum í hljómsveitinni Babyshambles að taka frá dag til að geta mætt í brúðkaupið. Hjónavígslan fer fram á borgarskrifstofunni í Fulham. 28.12.2006 11:00
Dætur hússins - Tvær stjörnur Thérése og Léonie hittast aftur eftir tuttugu ára aðskilnað. Mæður þeirra voru systur sem bjuggu undir sama þaki eftir að móðir Thérése veiktist af sjúkdómi sem dró hana á endanum til dauða. Þá var móðir Léonie þegar orðin ekkja. Ytri rammi sögunnar fjallar um þann tíma, einkum unglingsárin, áður en Thérése gengur í klaustur. Ekki þó þannig að þær rifji upp þann tíma, heldur gerir sögumaður það. 28.12.2006 10:30
Framtíð mannkyns í húfi Kvikmyndin Children of Men, eða Mannanna börn, með Clive Owen og Julianne Moore í aðalhlutverkum verður frumsýnd annað kvöld í Sambíóunum. Um er að ræða spennutrylli sem gerist í náinni framtíð, árið 2027 nánar tiltekið. 28.12.2006 10:00
Enginn saknar áramótaávarpsins „Ég hef ekki orðið var við þann söknuð,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri. Í stjórnartíð hans í Efstaleiti hefur hið umdeilda áramótaávarp verið lagt af og þykir sumum það miður. 28.12.2006 10:00
Trump er miiiikill ættjarðarvinur Auðkýfingurinn Donald Trump hefur höfðað mál á hendur bænum Palm Beach í Florida vegna stefnu sem hann fékk fyrir að hafa of stóran bandarískan fána við klúbb sem hann á í bænum. Trump krefst tíu milljóna dollara í skaðabætur. 28.12.2006 09:32
Ekki enn smitast af fálkaveikinni Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson vinna þessa dagana að heimildarmynd um samskipti manns og fálka í gegnum aldirnar. „Í meira en fjögur þúsund ár hefur maðurinn látið heillast af fálkum. 28.12.2006 09:30
Bubbi syngur með ungum rappara „Hann sýndi á sér skemmtilega hlið, það er engin spurning. Ég er allavega ánægður með útkomuna og býst við að þetta eigi eftir að vekja nokkra athygli," segir Sævar Daníel Kolandavelu, rapparinn Poetrix, sem fékk sjálfan Bubba Morthens til að syngja í einu lagi á væntanlegri plötu sinni. 28.12.2006 09:30
Berbrjósta í viðtali Það er erfitt að vera stjarna og vera stöðugt undir smásjá fjölmiðla, eins og Britney Spears fékk að reyna um daginn eftir að hún fór nærbuxnalaus á djamm-ið. Stjörnurnar þurfa yfirleitt að passa vel upp á klæðaburðinn, því eitthvað jafn venjulegt og smávægilegir svitablettir verða að heimsfréttum í þeirra tilfelli. 28.12.2006 09:00
Alvarlega hipp í Safni Haldið er áfram á þeirri braut sem Safn á Laugaveginum í Reykjavík lagði inn á fyrir nokkru að halda gerninga/sýningar í gluggum gamla Faco á Laugaveginum. Á morgun verður fluttur metnaðarfullur dansgjörningur Safns þar og verður aðeins fluttur einu sinni, kl. 18. 28.12.2006 08:30
Hemmi víkur fyrir Loga „Við erum ekki að blása af Hermann Gunnarsson og Í Sjöunda himni. Logi Bergmann Eiðsson og spurningaþáttur hans Meistarinn mæta til leiks í febrúar og taka við af þættinum,“ segir Heimir Jónasson, dagskrárstjóri Stöðvar 2. 28.12.2006 08:00
Bakkynjur - Þrjár stjörnur Gefum okkur að tvö þúsund og fimm hundruð ára leiktexti rati beint í hjarta okkar tíma, álitaefni um uppreisn kvenna gegn valdi karla gildi enn; ölvun og æði kvenna á opinberum svæðum við borgarmúrana eigi sér einhverja samsvörun í okkar tíðaranda; gamlir menn láti enn heillast af tískubylgjum og gangi á fjöll skreyttir blómum; sterkir valdsmenn láti heillast af ungum stæltum skrokkum karlmanna jafnt sem mjúkum línum þeirra óreyndu; í heimi okkar takist enn á sundrungaröfl lausungarinnar og ábyrg afstaða hlýðni og heilinda. 28.12.2006 00:01
Rowling afhjúpar titilinn Sjöunda og síðasta bókin um galdrastrákinn Harry Potter mun heita Harry Potter and the Deathly Hallows. Þykir titillinn vísa í myrkt umfjöllunarefni lokabókarinnar. Enn á eftir að finna íslenskan titil á bókina. 23.12.2006 11:45
Söknuður - 4 stjörnur Söknuður hefur að geyma nýjar upptökur af nokkrum af þekktustu lögum Jóhanns Helgasonar. Ágæt plata sem sýnir að Jóhann er ekki bara öndvegis lagasmiður. Hann er líka frábær söngvari. 22.12.2006 08:30
Surtsey er sjálfstætt ríki Margir þekkja Wikipedia, alfræðiorðabókina á netinu sem allir geta breytt og bætt upplýsingum í. Færri þekkja þó Uncyclopedia, Óalfræðibókina, sem allir geta breytt og bætt bulli í. 21.12.2006 17:00
Tarantino í tölvuna Leikurinn Reservoir Dogs er kominn út á Xbox og pc, en hann er algjörlega byggður á kvikmyndinni. Það hefur lengi verið siður að gera tövluleiki eftir kvikmyndum og kvikmyndir eftir tölvuleikjum. 21.12.2006 16:45
The Knife á toppnum Silent Shout með sænsku hljómsveitinni The Knife hefur verið valin besta plata ársins af bandarísku tónlistarsíðunni Pitchfork. 21.12.2006 16:30
Tinna teiknar femíníska jólasveina Tinna Kristjánsdóttir femínisti hefur teiknað myndir af öllum jólasveinunum sem birtast ein og ein á vef Femínistafélagsins þegar jólasveinarnir koma til byggða. Jólasveinarnir hennar Tinnu eru bleikklæddir femínistar og færa börnum og fullorðnum önnur skilaboð en þeir rauðu. 21.12.2006 16:15
Ullarhattarnir í jólaskapi Hljómsveitin Ullarhattarnir heldur sína árlegu Þorláksmessutónleika á Hótel Borg á laugardaginn. Sveitin samanstendur af þeim félögum Eyjólfi Kristjánssyni, Stefáni Hilmarssyni, Jóni Ólafssyni, Friðriki Sturlusyni og Jóhanni Hjörleifssyni. 21.12.2006 16:00
Úr ólíkum áttum Rithöfundar og fjármálaspekúlantar ætla að lesa upp úr bókmenntaverkum sínum í Anima galleríi í kvöld og annað kvöld og sætir það vissum tíðindum því ekki er algengt að slíkir leiði saman hesta sína. 21.12.2006 15:45
Vagga nýrrar tónlistar Íslenskir tónlistarmenn eru með böggum hildar því líkur eru á að tónleikar Shadow Parade, Dikta og Red Cup á Gauki á Stöng í kvöld verði þeir síðustu sem haldnir verða um langt skeið á þessum annálaða tónleikastað. 21.12.2006 15:30
Vildu hætta á toppnum Hljómsveitin Í svörtum fötum ætlar að hætta störfum eftir þrenna tónleika sem hún heldur á milli jóla og nýárs. 21.12.2006 15:15