Fleiri fréttir Mick Jagger þarf hvíld Mick Jagger, söngvara Rolling Stones, hefur verið ráðlagt að taka sér fjögurra daga hvíld á milli tónleika til að hvíla rödd sína. 2.11.2006 13:15 Ný mynd um Che Bandaríski leikstjórinn Steven Soderbergh ætlar að gera tvær myndir um argentíska byltingaleiðtogann Che Guevara. Reiknað er með að Benico del Toro leiki Che en aðrir leikarar sem hafa verið nefndir til sögunnar eru Javier Bardem, Frank Potente og Benjamin Bratt. 2.11.2006 13:00 Næsta Who-plata Fyrstu dómar tóku að birtast í gær um nýjan disk bresku hljómsveitarinnar Who en hann ber yfirskriftina Endless Wire og er fyrsta safn nýsmíða sem kemur frá hljómsveitinni í 24 ár. Raunar eru aðeins tveir af upphaflegu hljómsveitarmönnunum á lífi, Keith Moon og John Entwhistle eru báðir látnir og verður engu kennt um ótímabært andlát þeirra en ofneyslu áfengis og annarra vímuefna. 2.11.2006 12:45 Cruz vill fá Kidman Svo gæti farið að Nicole Kidman og Penelope Cruz, fyrrverandi konur Toms Cruise, leiki saman í næstu mynd spænska leikstjórans Pedros Almodovar. 2.11.2006 12:30 Vandlátir valda ólgu „Við vissum að það yrðu viðbrögð við þessu en okkur datt ekki í hug að þau yrðu svona sterk,“ segir Þórunn Högnadóttir, einn umsjónarmanna lífstílsþáttarins Innlit/útlit sem sýndur er á Skjá einum. 2.11.2006 12:30 Píanó Lennons sýnt Popparinn George Michael ætlar að lána píanó sitt sem var í eigu Johns Lennons á sýningu gegn stríði sem verður haldin í Dallas í Bandaríkjunum. Skipuleggjandi hennar er félagi Michaels, Kenny Goss. 2.11.2006 12:15 Ritstjóri Kerrang! hrósar Airwaves Ritstjóri tímaritsins Kerrang!, Paul Brannigan, er hæstánægður með nýafstaðna Iceland Airwaves-hátíð. „Það skemmtilegasta við hátíðina var að sjá heimasveitirnar sem maður hefur aldrei heyrt um fara á kostum á litlum stöðum fyrir framan vini sína,“ sagði Brannigan. „Tónlistin er einlæg og raunveruleg, sem er nokkuð sem þú finnur ekki í borgum eins og London, New York eða Los Angeles.“ 2.11.2006 11:45 Ryan hélt framhjá Reese í Texas Nú hafa nýjar upplýsingar borist varðandi skilnað leikaranna Ryans Phillippe og Reese Witherspoon sem var gerður opinber í vikunni. Phillippe á að hafa haldið framhjá Witherspoon með samleikkonu sinni, Abby Cornish. 2.11.2006 11:30 Segist vera í Spice Girls Fótboltafrúin og fyrrverandi kryddstúlkan Victoria Beckham segist hafa sagt sonum sínum að hún væri ennþá í stúlknasveitinni Spice Girls. Victoria segir að synirnir þrír hafi ekki haft hugmynd um hvað mamma gerði áður en hún átti þá svo hún ákvað að sýna þeim kvikmyndina Spice Girls: The movie. 2.11.2006 11:00 Baggalútur með rautt nef Í kvöld verður frumflutt nýtt lag Baggalúts, Brostu, sem þeir félagar sömdu í tilefni af Degi rauða nefsins sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, stendur fyrir þann 1. desember. „Við leituðum til þeirra Baggalútsmanna sem tóku strax vel í hugmyndina. 2.11.2006 10:50 Stendur undir væntingum Magga Stína syngur Megas hefur að geyma ellefu lög og texta eftir Megas í flutningi Möggu Stínu og hljómsveitar sem er skipuð þeim Kristni H. Árnasyni gítarleikara, Þórði Högnasyni kontrabassaleikara, Herði Bragasyni hljómborðsleikara og Matthíasi Hemstock slagverksleikara. 2.11.2006 10:30 Touch spilar á Akureyri Hljómsveitin Touch, sem gefur á næstunni út glænýja plötu, spilar í Oddvitahúsinu á Akureyri föstudags- og laugardagskvöld. Sveitin hitaði upp fyrir Bloodhound Gang í Höllinni í september og ætlar sér að vera dugleg við spilamennsku á næstunni. Nýjasta lag Touch, Fucking hypocrites, er nýkomið út og hefur fengið góðar viðtökur. Þeir sem vilja nálgast fleiri upplýsingar um sveitina geta kíkt á myspace.com/touchtheband. 2.11.2006 10:00 Um álfuna ríkir óvissa ein Á laugardag verður opnuð í Hafnarhúsi - Listasafni Reykjavíkur sýning á bandarískri samtímalist - verk þeirra yngstu í bandarísku listalífi munu ryðjast inn í skynfæri gesta þar næstu vikur og hætta á að fólk láti sér bregða. 2.11.2006 09:30 Úlfar langeygur eftir langreyð Úlfar Eysteinsson veitingamaður hefur til margs að hlakka. Ekki aðeins er verið að gera upp sögufræga byggingu við Baldursgötu sem hýsir listagallerí hans heldur bíður hann óþreyjufullur eftir að geta boðið upp á langreyði á veitingastað sínum Þremur frökkum. 2.11.2006 09:00 Útgáfu fagnað Forlagið Nýhil heldur útgáfufagnað í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld þar sem þrír höfundar munu lesa úr splúnkunýjum skáldsögum sínum. 2.11.2006 08:30 Þriðja plata My Chemical Romance Bandaríska hljómsveitin My Chemical Romance hefur gefið út sína þriðju plötu, sem nefnist The Black Parade. My Chemical Romance var stofnuð í New Jersey árið 2001 af þeim Gerard Way, Mikey Way, Bob Bryar, Frank Iero, og Ray Toro. Síðasta plata sveitarinnar, Three Cheers for Sweet Revenge, seldist í tveimur milljónum eintaka og kom sveitinni rækilega á kortið. 2.11.2006 08:00 Ævisaga Guðmundar Finnbogasonar er komin út Frá sál til sálar er heiti bókar sem komin er út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi eftir Jörgen Pind sálfræðing. Ritið fjallar um ævi og verk Guðmundar Finnbogasonar sálfræðings, en það er nýlunda að hann sé kenndur við það starfsheiti, lengst af var hann þekktur í íslensku menningarlífi sem landsbókavörður. 1.11.2006 19:00 Þriðja táknið í Evrópu 1.11.2006 18:30 Tók upp á Írlandi Will.i.am, meðlimur Black Eyed Peas, tók nýverið upp nokkur lög með popparanum Michael Jackson á Írlandi. Verður þau væntanlega að finna á næstu plötu Jacksons sem kemur út á næsta ári. 1.11.2006 18:00 Stjörnurnar styðja Paul Vinir og kunningjar Pauls McCartney, Heather Mills eða jafnvel Lindu heitinnar McCartney spretta nú upp eins og gorkúlur til að lýsa yfir stuðningi við sinn mann. 1.11.2006 17:30 Snertir furðulítið Framsetning bókarinnar bendir til að sögumaður hafi færst of mikið í fang. Þrátt fyrir að fjalla um einhverja hryllilegustu atburði seinni tíma snertir Ein til frásagnar furðulítið við lesandanum. 1.11.2006 16:30 Sameinaðir Bítlar Platan Love með Bítlunum kemur út þann 20. nóvember. Á plötunni er að finna lög sem Sir George Martin, sem var upptökustjóri Bítlanna, og sonur hans Giles endurhljóðblönduðu fyrir sýninguna Cirque du Soleil í Las Vegas. 1.11.2006 16:30 Sjö ára hjónabandi Reese og Ryan lokið Óskarsverðlaunaleikkonan Reese Witherspoon og eiginmaður hennar til sjö ára, leikarinn Ryan Phillippe, hafa ákveðið að skilja. 1.11.2006 16:30 Samdi við Universal Sacha Baron Cohen, maðurinn á bak við Borat og Ali G, hefur skrifað undir tæplega þriggja milljarða samning við Universal um að fyrirtækið framleiði og eignist dreifingarréttinn að næstu mynd hans. Verður hún byggð á samkynhneigðu tískulöggunni Bruno sem gerði garðinn frægan í þáttunum Ali G. 1.11.2006 16:00 Pönkuð ástarsaga í Austurbæ Tvær einmana sálir hittast á bar. Þær hata allt og alla en komast ekki hjá því að falla hvor fyrir annarri. Það er ekki að spyrja að ástinni. Leikritið Danny and the deep Blue Sea ferðast frá Lundúnum yfir í Norðurmýri Reykjavíkur og verður frumsýnt annað kvöld. 1.11.2006 15:45 Mínus tekur upp nýja plötu í LA Strákarnir í rokksveitinni Mínus halda á vit ævintýranna síðar í mánuðinum. Þeir taka upp næstu plötu sína í Los Angeles undir stjórn mannsins sem tók upp síðustu plötur Tool og Queens of the Stone Age. "Við förum út 27. nóvember og verðum í tvær vikur í Borg englanna, Los Angeles,“ segir Kári Sturluson, umboðsmaður hljómsveitarinnar Mínuss um fyrirhugaðar upptökur á næstu plötu hljómsveitarinnar. 1.11.2006 15:30 Leikur tónsmíðar Lars Jansson Stórsveit Reykjavíkur heldur aðra tónleika sína á þessu starfsári í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld kl. 20.30. Tónskáld kvöldsins, stjórnandi og einleikari á píanó er sænski tónlistarmaðurinn Lars Jansson. 1.11.2006 14:45 Kvöld söngvaskálda Efnt verður til söngvaskáldakvölds á veitingastaðnum Domo í Þingholtsstræti í kvöld. Þar munu tónskáld, textahöfundar og flytjendur ólíkra kynslóða skiptast á að prufukeyra nýtt frumsamið efni og síðan verður efnt til spunatíðar þar sem Eyþór Gunnarsson, Einar Scheving, Óskar Guðjónsson og Róbert Þórhallsson annast undir- eða meðleik. 1.11.2006 14:30 Hinn heilagi Megas Tónlistarkonan Magga Stína hefur gefið út plötuna Magga Stína syngur Megas. Magga Stína segir að platan hafi legið í loftinu síðan hún söng Megasarlagið Fílahirðirinn frá Súrín á afmælistónleikum Megasar í Austurbæ á síðasta ári. Eftir að lagið fór að hljóma í útvarpinu hlaut það fádæma viðtökur og varð það Möggu Stínu hvatning til að taka upp fleiri lög eftir meistarann. 1.11.2006 13:30 Listaháskólinn vill þagga niður umdeilt atvik „Mér finnst þetta persónulega ógeðfellt miðað við það sem ég hef lesið og heyrt um atriðið og ég sé engan tilgang með þessu,“ segir Randver Þorláksson, formaður félags íslenskra leikara, um gjörning sem framkvæmdur var í Fræði og framkvæmd, námi sem er hluti af námi í leiklistardeild Listaháskóla Íslands. 1.11.2006 13:15 Fyrsta sinn í níu ár Poppkóngurinn Michael Jackson mun koma í fyrsta skiptið fram í Bretlandi í níu ár á World Music Awards sem haldið verður í Lundúnum í næsta mánuði. Jackson mun taka þar á móti demantaverðlaunum en þau eru gefin tónlistarmönnum sem hafa selt meira en 100 milljónir platna á ferlinum. 1.11.2006 12:30 Fulltrúar Íslands í ham Boðið var upp á rokktónlist frá núverandi og fyrrverandi nýlendum Dana á tónlistarhátíð á Norðuratlantshafsbryggju í Kaupmannahöfn á laugardagskvöld. Það kom í hlut hljómsveitarinnar Ham að kynna íslenskt rokk fyrir tónleikagestum og tókst það vel. 1.11.2006 12:00 Friðrik Ómar sneri niður ölvaðan ofbeldismann Söngvararnir Friðrik Ómar Hjörleifsson og Guðrún Gunnarsdóttir lentu í heldur betur óþægilegri uppákomu þegar þau komu fram á árshátíð hjá Lyfjum og heilsu á Nordica um síðustu helgi. 1.11.2006 11:00 Brúðkaup á felustað Mussolinis Miklar vangaveltur hafa verið yfir meintu brúðkaupi stjörnuparsins Tom Cruise og Katie Holmes. Nú hefur verið staðfest að parið muni gifta sig á Ítalíu en ekki í húsi leikarans George Clooney við Como-vatn eins og fjölmiðlar voru búnir að greina frá. Holmes mun hafa fundið lúxushótel við Gardavatn og búið er að panta staðinn fyrir stjörnubrúðkaupið, sem fer fram 17. nóvember næstkomandi. 1.11.2006 09:00 Brian Jonestown Massacre til Íslands Bandaríska rokksveitin Brian Jonestown Massacre heldur tónleika á Nasa þann 29. nóvember næstkomandi. Forsprakki sveitarinnar, Anton Newcombe, hefur tvívegis komið hingað til lands og hefur lengi staðið til að hljómsveit hans myndi spila hér. Hjálpar þar til vinskapur hans við liðsmenn Singapore Sling, sem hafa spilað með hljómsveitinni á tónleikum erlendis. 1.11.2006 08:00 Glöggt er gests augað Við Íslendingar höfum óendanlegan áhuga á okkur sjálfum og þar með á viðhorfi annarra til okkar. Viðfangsefni sýningarinnar Best í heimi eru samskipti Íslendinga við útlendinga þar sem flett er ofan af ýmiss konar fordómum, látalátum og heimóttarskap. Þarna er á ferðinni meinfyndið verk sem samanstendur af stuttum þáttum eða frásögnum af fólki sem fléttast saman. Fjörið hefst og endar í flugvél en persónurnar eru allra landa farþegar og auðvitað séríslensk áhöfn sem kallar fram ófáar brosviprur hjá þurrlyndustu þjóðernissinnum. 1.11.2006 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Mick Jagger þarf hvíld Mick Jagger, söngvara Rolling Stones, hefur verið ráðlagt að taka sér fjögurra daga hvíld á milli tónleika til að hvíla rödd sína. 2.11.2006 13:15
Ný mynd um Che Bandaríski leikstjórinn Steven Soderbergh ætlar að gera tvær myndir um argentíska byltingaleiðtogann Che Guevara. Reiknað er með að Benico del Toro leiki Che en aðrir leikarar sem hafa verið nefndir til sögunnar eru Javier Bardem, Frank Potente og Benjamin Bratt. 2.11.2006 13:00
Næsta Who-plata Fyrstu dómar tóku að birtast í gær um nýjan disk bresku hljómsveitarinnar Who en hann ber yfirskriftina Endless Wire og er fyrsta safn nýsmíða sem kemur frá hljómsveitinni í 24 ár. Raunar eru aðeins tveir af upphaflegu hljómsveitarmönnunum á lífi, Keith Moon og John Entwhistle eru báðir látnir og verður engu kennt um ótímabært andlát þeirra en ofneyslu áfengis og annarra vímuefna. 2.11.2006 12:45
Cruz vill fá Kidman Svo gæti farið að Nicole Kidman og Penelope Cruz, fyrrverandi konur Toms Cruise, leiki saman í næstu mynd spænska leikstjórans Pedros Almodovar. 2.11.2006 12:30
Vandlátir valda ólgu „Við vissum að það yrðu viðbrögð við þessu en okkur datt ekki í hug að þau yrðu svona sterk,“ segir Þórunn Högnadóttir, einn umsjónarmanna lífstílsþáttarins Innlit/útlit sem sýndur er á Skjá einum. 2.11.2006 12:30
Píanó Lennons sýnt Popparinn George Michael ætlar að lána píanó sitt sem var í eigu Johns Lennons á sýningu gegn stríði sem verður haldin í Dallas í Bandaríkjunum. Skipuleggjandi hennar er félagi Michaels, Kenny Goss. 2.11.2006 12:15
Ritstjóri Kerrang! hrósar Airwaves Ritstjóri tímaritsins Kerrang!, Paul Brannigan, er hæstánægður með nýafstaðna Iceland Airwaves-hátíð. „Það skemmtilegasta við hátíðina var að sjá heimasveitirnar sem maður hefur aldrei heyrt um fara á kostum á litlum stöðum fyrir framan vini sína,“ sagði Brannigan. „Tónlistin er einlæg og raunveruleg, sem er nokkuð sem þú finnur ekki í borgum eins og London, New York eða Los Angeles.“ 2.11.2006 11:45
Ryan hélt framhjá Reese í Texas Nú hafa nýjar upplýsingar borist varðandi skilnað leikaranna Ryans Phillippe og Reese Witherspoon sem var gerður opinber í vikunni. Phillippe á að hafa haldið framhjá Witherspoon með samleikkonu sinni, Abby Cornish. 2.11.2006 11:30
Segist vera í Spice Girls Fótboltafrúin og fyrrverandi kryddstúlkan Victoria Beckham segist hafa sagt sonum sínum að hún væri ennþá í stúlknasveitinni Spice Girls. Victoria segir að synirnir þrír hafi ekki haft hugmynd um hvað mamma gerði áður en hún átti þá svo hún ákvað að sýna þeim kvikmyndina Spice Girls: The movie. 2.11.2006 11:00
Baggalútur með rautt nef Í kvöld verður frumflutt nýtt lag Baggalúts, Brostu, sem þeir félagar sömdu í tilefni af Degi rauða nefsins sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, stendur fyrir þann 1. desember. „Við leituðum til þeirra Baggalútsmanna sem tóku strax vel í hugmyndina. 2.11.2006 10:50
Stendur undir væntingum Magga Stína syngur Megas hefur að geyma ellefu lög og texta eftir Megas í flutningi Möggu Stínu og hljómsveitar sem er skipuð þeim Kristni H. Árnasyni gítarleikara, Þórði Högnasyni kontrabassaleikara, Herði Bragasyni hljómborðsleikara og Matthíasi Hemstock slagverksleikara. 2.11.2006 10:30
Touch spilar á Akureyri Hljómsveitin Touch, sem gefur á næstunni út glænýja plötu, spilar í Oddvitahúsinu á Akureyri föstudags- og laugardagskvöld. Sveitin hitaði upp fyrir Bloodhound Gang í Höllinni í september og ætlar sér að vera dugleg við spilamennsku á næstunni. Nýjasta lag Touch, Fucking hypocrites, er nýkomið út og hefur fengið góðar viðtökur. Þeir sem vilja nálgast fleiri upplýsingar um sveitina geta kíkt á myspace.com/touchtheband. 2.11.2006 10:00
Um álfuna ríkir óvissa ein Á laugardag verður opnuð í Hafnarhúsi - Listasafni Reykjavíkur sýning á bandarískri samtímalist - verk þeirra yngstu í bandarísku listalífi munu ryðjast inn í skynfæri gesta þar næstu vikur og hætta á að fólk láti sér bregða. 2.11.2006 09:30
Úlfar langeygur eftir langreyð Úlfar Eysteinsson veitingamaður hefur til margs að hlakka. Ekki aðeins er verið að gera upp sögufræga byggingu við Baldursgötu sem hýsir listagallerí hans heldur bíður hann óþreyjufullur eftir að geta boðið upp á langreyði á veitingastað sínum Þremur frökkum. 2.11.2006 09:00
Útgáfu fagnað Forlagið Nýhil heldur útgáfufagnað í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld þar sem þrír höfundar munu lesa úr splúnkunýjum skáldsögum sínum. 2.11.2006 08:30
Þriðja plata My Chemical Romance Bandaríska hljómsveitin My Chemical Romance hefur gefið út sína þriðju plötu, sem nefnist The Black Parade. My Chemical Romance var stofnuð í New Jersey árið 2001 af þeim Gerard Way, Mikey Way, Bob Bryar, Frank Iero, og Ray Toro. Síðasta plata sveitarinnar, Three Cheers for Sweet Revenge, seldist í tveimur milljónum eintaka og kom sveitinni rækilega á kortið. 2.11.2006 08:00
Ævisaga Guðmundar Finnbogasonar er komin út Frá sál til sálar er heiti bókar sem komin er út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi eftir Jörgen Pind sálfræðing. Ritið fjallar um ævi og verk Guðmundar Finnbogasonar sálfræðings, en það er nýlunda að hann sé kenndur við það starfsheiti, lengst af var hann þekktur í íslensku menningarlífi sem landsbókavörður. 1.11.2006 19:00
Tók upp á Írlandi Will.i.am, meðlimur Black Eyed Peas, tók nýverið upp nokkur lög með popparanum Michael Jackson á Írlandi. Verður þau væntanlega að finna á næstu plötu Jacksons sem kemur út á næsta ári. 1.11.2006 18:00
Stjörnurnar styðja Paul Vinir og kunningjar Pauls McCartney, Heather Mills eða jafnvel Lindu heitinnar McCartney spretta nú upp eins og gorkúlur til að lýsa yfir stuðningi við sinn mann. 1.11.2006 17:30
Snertir furðulítið Framsetning bókarinnar bendir til að sögumaður hafi færst of mikið í fang. Þrátt fyrir að fjalla um einhverja hryllilegustu atburði seinni tíma snertir Ein til frásagnar furðulítið við lesandanum. 1.11.2006 16:30
Sameinaðir Bítlar Platan Love með Bítlunum kemur út þann 20. nóvember. Á plötunni er að finna lög sem Sir George Martin, sem var upptökustjóri Bítlanna, og sonur hans Giles endurhljóðblönduðu fyrir sýninguna Cirque du Soleil í Las Vegas. 1.11.2006 16:30
Sjö ára hjónabandi Reese og Ryan lokið Óskarsverðlaunaleikkonan Reese Witherspoon og eiginmaður hennar til sjö ára, leikarinn Ryan Phillippe, hafa ákveðið að skilja. 1.11.2006 16:30
Samdi við Universal Sacha Baron Cohen, maðurinn á bak við Borat og Ali G, hefur skrifað undir tæplega þriggja milljarða samning við Universal um að fyrirtækið framleiði og eignist dreifingarréttinn að næstu mynd hans. Verður hún byggð á samkynhneigðu tískulöggunni Bruno sem gerði garðinn frægan í þáttunum Ali G. 1.11.2006 16:00
Pönkuð ástarsaga í Austurbæ Tvær einmana sálir hittast á bar. Þær hata allt og alla en komast ekki hjá því að falla hvor fyrir annarri. Það er ekki að spyrja að ástinni. Leikritið Danny and the deep Blue Sea ferðast frá Lundúnum yfir í Norðurmýri Reykjavíkur og verður frumsýnt annað kvöld. 1.11.2006 15:45
Mínus tekur upp nýja plötu í LA Strákarnir í rokksveitinni Mínus halda á vit ævintýranna síðar í mánuðinum. Þeir taka upp næstu plötu sína í Los Angeles undir stjórn mannsins sem tók upp síðustu plötur Tool og Queens of the Stone Age. "Við förum út 27. nóvember og verðum í tvær vikur í Borg englanna, Los Angeles,“ segir Kári Sturluson, umboðsmaður hljómsveitarinnar Mínuss um fyrirhugaðar upptökur á næstu plötu hljómsveitarinnar. 1.11.2006 15:30
Leikur tónsmíðar Lars Jansson Stórsveit Reykjavíkur heldur aðra tónleika sína á þessu starfsári í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld kl. 20.30. Tónskáld kvöldsins, stjórnandi og einleikari á píanó er sænski tónlistarmaðurinn Lars Jansson. 1.11.2006 14:45
Kvöld söngvaskálda Efnt verður til söngvaskáldakvölds á veitingastaðnum Domo í Þingholtsstræti í kvöld. Þar munu tónskáld, textahöfundar og flytjendur ólíkra kynslóða skiptast á að prufukeyra nýtt frumsamið efni og síðan verður efnt til spunatíðar þar sem Eyþór Gunnarsson, Einar Scheving, Óskar Guðjónsson og Róbert Þórhallsson annast undir- eða meðleik. 1.11.2006 14:30
Hinn heilagi Megas Tónlistarkonan Magga Stína hefur gefið út plötuna Magga Stína syngur Megas. Magga Stína segir að platan hafi legið í loftinu síðan hún söng Megasarlagið Fílahirðirinn frá Súrín á afmælistónleikum Megasar í Austurbæ á síðasta ári. Eftir að lagið fór að hljóma í útvarpinu hlaut það fádæma viðtökur og varð það Möggu Stínu hvatning til að taka upp fleiri lög eftir meistarann. 1.11.2006 13:30
Listaháskólinn vill þagga niður umdeilt atvik „Mér finnst þetta persónulega ógeðfellt miðað við það sem ég hef lesið og heyrt um atriðið og ég sé engan tilgang með þessu,“ segir Randver Þorláksson, formaður félags íslenskra leikara, um gjörning sem framkvæmdur var í Fræði og framkvæmd, námi sem er hluti af námi í leiklistardeild Listaháskóla Íslands. 1.11.2006 13:15
Fyrsta sinn í níu ár Poppkóngurinn Michael Jackson mun koma í fyrsta skiptið fram í Bretlandi í níu ár á World Music Awards sem haldið verður í Lundúnum í næsta mánuði. Jackson mun taka þar á móti demantaverðlaunum en þau eru gefin tónlistarmönnum sem hafa selt meira en 100 milljónir platna á ferlinum. 1.11.2006 12:30
Fulltrúar Íslands í ham Boðið var upp á rokktónlist frá núverandi og fyrrverandi nýlendum Dana á tónlistarhátíð á Norðuratlantshafsbryggju í Kaupmannahöfn á laugardagskvöld. Það kom í hlut hljómsveitarinnar Ham að kynna íslenskt rokk fyrir tónleikagestum og tókst það vel. 1.11.2006 12:00
Friðrik Ómar sneri niður ölvaðan ofbeldismann Söngvararnir Friðrik Ómar Hjörleifsson og Guðrún Gunnarsdóttir lentu í heldur betur óþægilegri uppákomu þegar þau komu fram á árshátíð hjá Lyfjum og heilsu á Nordica um síðustu helgi. 1.11.2006 11:00
Brúðkaup á felustað Mussolinis Miklar vangaveltur hafa verið yfir meintu brúðkaupi stjörnuparsins Tom Cruise og Katie Holmes. Nú hefur verið staðfest að parið muni gifta sig á Ítalíu en ekki í húsi leikarans George Clooney við Como-vatn eins og fjölmiðlar voru búnir að greina frá. Holmes mun hafa fundið lúxushótel við Gardavatn og búið er að panta staðinn fyrir stjörnubrúðkaupið, sem fer fram 17. nóvember næstkomandi. 1.11.2006 09:00
Brian Jonestown Massacre til Íslands Bandaríska rokksveitin Brian Jonestown Massacre heldur tónleika á Nasa þann 29. nóvember næstkomandi. Forsprakki sveitarinnar, Anton Newcombe, hefur tvívegis komið hingað til lands og hefur lengi staðið til að hljómsveit hans myndi spila hér. Hjálpar þar til vinskapur hans við liðsmenn Singapore Sling, sem hafa spilað með hljómsveitinni á tónleikum erlendis. 1.11.2006 08:00
Glöggt er gests augað Við Íslendingar höfum óendanlegan áhuga á okkur sjálfum og þar með á viðhorfi annarra til okkar. Viðfangsefni sýningarinnar Best í heimi eru samskipti Íslendinga við útlendinga þar sem flett er ofan af ýmiss konar fordómum, látalátum og heimóttarskap. Þarna er á ferðinni meinfyndið verk sem samanstendur af stuttum þáttum eða frásögnum af fólki sem fléttast saman. Fjörið hefst og endar í flugvél en persónurnar eru allra landa farþegar og auðvitað séríslensk áhöfn sem kallar fram ófáar brosviprur hjá þurrlyndustu þjóðernissinnum. 1.11.2006 00:01