Lífið

Ryan hélt framhjá Reese í Texas

Witherspoon neitar að hlusta á afsökunarbeiðnir Phillippes vegna framhjáhaldsins og vill tafarlausan skilnað.
Witherspoon neitar að hlusta á afsökunarbeiðnir Phillippes vegna framhjáhaldsins og vill tafarlausan skilnað.

Nú hafa nýjar upplýsingar borist varðandi skilnað leikaranna Ryans Phillippe og Reese Witherspoon sem var gerður opinber í vikunni. Phillippe á að hafa haldið framhjá Witherspoon með samleikkonu sinni, Abby Cornish.

Þau leika saman í kvikmyndinni „Stop Loss“ en Abby er þekkt áströlsk leikkona. Framhjáhaldið átti sér stað á meðan tökur stóðu í Texas og segjast sjónarvottar meðal annars hafa séð þau tvö saman úti að borða, samkvæmt blaðinu National Enquirer.

Phillippe var gripinn glóðvolgur þegar Witherspoon komst í tölvupóst hans og las þar bréf stílað á Abby sem innihélt ástaryfirlýsingar. Hún mun hafa tafarlaust sett sig í samband við stjörnulögfræðinginn Robert Kaufman þrátt fyrir afsökunarbeiðni Phillippes.

Hjónakornin voru gift í sjö ár og var samband þeirra talið með þeim traustari i Hollywood. Ekki er þetta þó í fyrsta sinn sem kvæntir leikarar falla fyrir mótleikkonum sínum og þykja það tíðar fréttir í Los Angeles. Þekktasta dæmið eru Brad Pitt og Angelina Jolie en þau kynntust við tökur á myndinni „Mr. and Mrs.Smith“ á meðan Pitt var enn kvæntur Jennifer Aniston.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.