Lífið

Ótrúleg lífsreynslusaga

Immaculée Ilibagiza
Heimsækir Ísland og kynnir bók sína Ein til frásagnar.
Immaculée Ilibagiza Heimsækir Ísland og kynnir bók sína Ein til frásagnar.

Rúandski rithöfundurinn Immaculée Ilibagiza er væntanlegur hingað til lands í tilefni af útkomu bókarinnar Ein til frásagnar. Í bók þeirri er rakin saga hennar og ótrúleg lífsreynsla af þjóðarmorðunum í heimalandi hennar árið 1994.

Fjölskylda Ilibagiza var miskunnarlaust brytjuð niður í útrýmingarherferð Hútúa á hendur Tútsum en morðæði stóð yfir í landinu í þrjá mánuði og kostaði nærri eina milljón landsmanna lífið. Ilibagiza lifði blóðbaðið af því í 91 dag sat hún ásamt sjö öðrum konum þögul í hnipri í þröngri baðher­bergis­kytru sóknarprests nokkurs meðan hundruð morðingja með sveðjur á lofti leituðu þeirra.

Immaculée býr nú í Bandaríkjunum ásamt manni sínum og tveimur börnum. Hún starfar fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Bandaríkjunum og hefur sett á laggirnar stofnun til að hlúa að þeim sem þjást af völdum þjóðarmorða og styrjalda.

Forlagið JPV gefur út sögu Ilibagiza en þýðandi hennar er Karl Emil Gunnarsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.