Fleiri fréttir

Góðir skór í íslenska slyddu

Íslenskt veðurfar er ólíkt því sem gerist í flestum öðrum löndum, himnarnir breytast á sekúndubroti og sól og slydda skiptast á.

Aðventuhátíð í faðmi fjalla

Að vera inni í Básum á björtu kvöldi þegar tunglið er fullt og trén skarta hvítu -- það er ævintýralegt. Þetta fengu þeir að upplifa sem fóru í árlega fjölskylduferð í Þórsmörk með Útivist fyrstu helgina í aðventu. Einstaka innipúki fékk að fljóta með

Síðasti þáttur 32 liða úrslita Idol stjörnuleitar

32 manna úrslitum í Idol stjörnuleit lýkur annað kvöld. Nú eru 6 stúlkur búnar að tryggja sér þátttökurétt í úrslitaþáttum Idol Stjörnuleitar 2 og því nokkur pressa á þeim tveimur strákum sem taka þátt annað kvöld.

Sjálfsnám á íslensku

Meginhluti Icelandic online, námskeiðs í íslensku sem ætlað er til sjálfsnáms á netinu, er á íslensku. Fyrir útlendinga sem enga íslensku kunna.

Þjálfa rökhugsun

Elín Helga Þráinsdóttir grunnskólakennari segir áherslu á að þjálfa rökhugsun og leysa vandamál í stærðfræðikennslunni í Finnlandi. Finnska sé hljóðrétt og því auðvelt að læra lestur. Góður agi sé á börnunum.

Flóttafólk fær 2.000 kr. á viku

Um síðustu áramót tók Reykjanesbær við umsjá fólks sem hér leitar hælis, en sú umsjá var áður á hendi Rauða kross Íslands. Við breytinguna var hætt að greiða flóttafólki vasapeninga, en þeirri ákvörðun var svo breytt aftur í haust eftir fjölmiðlaumfjöllun.

Flóttafólk og ofsóknir

Málefni flóttafólks og hælisleitenda verða rædd á opnu málþingi sem Mannréttindaskrifstofa Íslands, í samvinnu við Rauða kross Íslands, efnir til milli klukkan tólf og hálf tvö í dag í Norræna húsinu.

Marel styrkir grunnskóla

Fyrirtækið Marel styrkir kennslu í nýsköpun og raungreinum í grunnskólum Garðabæjar um 3,9 milljónir á næstu þremur árum.

Amazing Race á Íslandi

Tvö hundruð milljónir manna upplifa Ísland í allri sinni dýrð með augum ringlaðra ferðalanga á næstu vikum og mánuðum, þegar nýjasta þáttaröðin af Kapphlaupinu mikla, eða <em>Amazing Race</em>, verður sýnd um allan heim.  

Styrkur til barna

Árið 1875 voru ungar dömur fengnar til að prýða Austurvöllinn þar sem var verið að koma með styttu af Thorvaldsen. Samstarf stúlknanna gekk það vel að þær ákváðu að stofna líknarfélag sem fékk nafnið Thorvaldsenfélagið

Bókanir í París aukist um 35%

Farþegabókanir Icelandair í París hafa aukist um 35 prósent frá Íslandskynningunni í september að sögn starfsfólks fyrirtækisins í París. Icelandair í París gekkst fyrir markaðsátaki á sama tíma og menningarkynningin stóð yfir í september. Farþegabókanir tóku kipp og eru í september, október og nóvember um 35 prósent fleiri en í sömu mánuðum á síðasta ári.

Lambakjötið er mitt grænmeti

"Við erum að klára sauðfjárslátrun í þessari viku og næstu," segir Hermann Árnason, sláturhússtjóri SS á Selfossi, en á hans bæ stendur sláturtíðin yfir í hálft ár og hefur verið slátrað í hverri viku allt frá lokum júlí.

Björk með tvær Grammy-tilnefningar

Björk hlaut í gærkvöldi tvær tilnefningar til Grammy-verðlaunanna bandarísku. Hún var tilnefnd í flokknum besta frammistaða poppsöngkonu fyrir flutninginn á laginu „Oceania“ og fyrir bestu framsæknu plötuna, <em>Medúllu</em>. Hún var ekki eini Íslendingurinn sem var tilnefndur því Emilíana Torrirni var einnig tilnefnd fyrir lag sitt „Slow“.

Samningur um aldursmerkingar á tölvuleikjum

SMÁÍS (Samtök Myndrétthafa á Íslandi) og ISFE (Interactive Software Federation of Europe) hafa gert með sér samning, um að SMÁÍS verði aðili að PEGI, sem eru aldursmerkingar á tölvuleikjum. Allir nýir tölvuleikir verða merktir samkvæmt flokkunarkerfinu og er því ætlað að tryggja að ólögráða börn fari ekki í leiki sem eru ekki við hæfi þeirra aldurshóps.

Algjör fatafrík

"Ég er mikil fatafrík og á því sjaldan einhverja uppáhalds flík lengi," segir Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona. Regína heldur mikið upp á þessa kápu sem hún keypti í Vera Moda í Kaupmannahöfn. "Ég kol féll fyrir henni og hef gengið mikið í henni." Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir DV á fimmtudögum. <font face="Helv"></font>

Ég var hin konan

Þegar ég var barn þurfti ég að horfa upp á framhjáhald föður míns og þau sárindi sem þau ollu móður minni. Ég sór þess eið að slíkt myndi aldrei henda mig eða mína eigin fjölskyldu. En áður en ég vissi af var ég sjálf farin að bera stóran hlut ábyrgðar í að rústa lífi annarrar fjölskyldu, ég var hin konan. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir DV á fimmtudögum.

Fegurðardrottning með tvö börn

"Ég var löngu búin að ákveða nafnið, hafði verið með það lengi í höfðinu," segir Guðbjörg Hermannsdóttir fyrrverandi fegurðardrottning en hún eignaðist sitt annað barn þann 16. júlí síðastliðinn. Drengurinn hefur fengið nafnið Leonard Thorstensen en fyrir á Guðbjörg dótturina Kleópötru. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir DV á fimmtudögum.

Matselja tekin útlitslega í gegn

"Mér veitti ekkert af þessu og allir í kringum mig eru rosalega ánægðir," segir Klara Sigurbjörnsdóttir sem rekur kaffihús sem þáði allsherjar klössun hjá Hönnu Kristínu Didriksen, Oddný Z hárgreiðslukonu, Ingigerði Guðmundsdóttur tannlækni og Guðrúnu S. Stefánsdóttur verslunarstjóra í Park. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir DV á fimmtudögum.

Inga Lind býður í heimsókn

"Ég á marga uppáhaldsstaði hér á heimilinu en ætli ég eyði ekki mestum tíma í eldhúsinu," segir Inga Lind Karlsdóttir umsjónamaður morgunþáttarins Íslands í bítið. Inga Lind býr í stóru fallegu húsi á fjórum pöllum á Arnarnesinu ásamt eiginmanni sínum og fjórum börnum. Tímaritið <strong>Magasín </strong>fylgir DV á fimmtudögum.

Algengustu fantasíur kvenna

<strong>1. Fantasíur um makann</strong> Flestar konur fantasía um hluti sem þær hafa gert eða væru til í að prófa með makanum. Svo virðist sem raunhæfar fantasíur séu stundum meira æsandi en þær óraunhæfu. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir DV á fimmtudögum.

Loksins aftur tvö ein

Elsku Ragga Við erum hjón á mjög skemmtilegum aldri, rétt komin niður brekkuna handan við 45 árin. Við erum loksins orðin tvö ein á heimilinu efitir gengdarlaust barnauppeldi síðustu tuttugu árin. Nú langar okkur að fara að gefa aðeins í  aftur... Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir DV á fimmtudögum.

Er botox hættulegt?

Nýjasta tískuæðið í fegurðaraðgerðum vestanhafs eru svokallaðar botox sprautur. Flestir læknar telja botox hættulaust svo lengi sem það er notað í litlum skömmtum en margar konur virðast ekki geta hætt eftir að þær hafa prófað. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir DV á fimmtudögum.

Ertu ánægð með þig?

Samkvæmt nýrri rannsókn virðast konur tíu sinnum óánægðari með líkama sinn en karlmenn. Konur halda að þær séu of feitar þegar þær eru virkilega heilbrigðar og í réttri þyngd. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir DV á fimmtudögum.

Julia Roberts launahæst

Leikkonan Julia Roberts er launahæst kynsystra sinna í Hollywood. Hún fær allt að 1300 milljónir króna fyrir hverja mynd sem hún leikur í og stendur því nærri jafnfætis þeim Tom Cruise og nafna hans Hanks, sem eru hæstlaunaðir karlkynsleikara í Hollywood.

Köttur fékk MBA-gráðu

Colan Nolby er kominn með MBA-gráðu án þess að hafa nokkurn tíma gengið í skóla. Colan er sex ára köttur í eigu rannsóknarlögreglumanns í Harrisburg í Pennsylvaníu.

Vänskä stjórnandi ársins

Osmo Vänskä, finnski hljómsveitarstjórinn sem stýrir Sinfóníuhljómsveit Íslands á hátíðartónleikum hljómsveitarinnar í kvöld, var á dögunum valinn hljómsveitarstjóri ársins af bandaríska tónlistartímaritinu Musical America.

Dagreykingamönnum fækkar mjög

Innan við fimmtungur Íslendinga á aldrinum 15-89 ára reykja daglega samkvæmt niðurstöðum þriggja kannana á tóbaksnotkun hér á landi sem lýðheilsustöð hefur látið taka saman. Til samanburðar reyktu um 30% fólks á þessum aldri daglega fyrir tólf árum síðan. Í aldurshópnum 30-40 ára reykja helmingi færri nú en árið 1992.

Díana vildi stinga af með lífverði

Díana Bretaprinsessa féll fyrir lífverði sínum og vildi stinga af með honum, aðeins fjórum árum eftir að hún gekk í hjónaband með Karli Bretaprins. Þetta kemur fram á gamallri myndbandsupptöku með prinsessunni sem var sýnd á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC í gær.

Ferskt og hollt fyrir barnið

Meðal þess fræðsluefnis sem foreldrum er rétt á heilsugæslustöðinni er bæklingur sem heitir Næring ungbarna og þar er farið vel og ítarlega yfir það hvað er óhætt að gefa barninu á ýmsum aldursskeiðum og hvers það þarfnast. 

Gengur og hjólar á milli staða

"Ég er svo heppin að eiga ekki bíl þannig að ég geng mjög mikið. Það er minn ferðamáti - að ganga og hjóla. Það er mjög praktísk leið til að komast á milli staða og alls ekki meðvituð hollustuhreyfing en ákaflega hressandi," segir Guðfríður Lilja og hlær dátt. 

Súkkulaðisígarettur

Súkkulaðisígarettur eru tiltölulega hættulausar í hófi og á hátíðlegum stundum eins og á jólum!

Þroskasaga graslauks

<strong>Erla Huld Sigurðardóttir</strong> sýnir  leirlist og myndlist í Listagjánni í Bæjar- og héraðsbókasafninu á Selfossi í desember.  Sýningin nefnist <strong>Trú, von og kærleikur</strong>.  Verkin eru unnin út frá þroskasögu graslauks.  Byrjað var á málverkunum sem eru akrýlmyndir og leirverkin unnin út frá þeim.

Faithfull hætt við tónleikaferðina

Söngkonan Marianne Faithfull hefur hætt við tónleikaferð sína sem hún hóf hér á landi 11. nóvember síðastliðinn. Henni leið illa skömmu áður en hún átti að stíga á svið í Mílanó á Ítalíu og svo leið yfir hana. Læknar komust að þeirri niðurstöðu að hún stríddi við ofþreytu í kjölfar þess að hún lék í sjötíu og fimm sýningum á leikritinu <em>The Black Rider</em> í San Francisco.

1.400 hitaeininga ofurborgari

Á sama tíma og hver skyndibitakeðjan á fætur annarri er farin að tala um heilnæmari skyndibita en áður hafa stjórnendur Hardees farið þveröfuga leið til að auka sölu sína. Nýjustu afurðina kalla þeir Thickburger, sá er tvöfaldur hamborgari sem inniheldur 1.420 hitaeiningar og 107 grömm af fitu.

Fatnaður og skór í eitt ár

Einstætt foreldri með eitt barn undir sjö ára aldri og 150 þúsund í tekjur á mánuði græðir 163 þúsund krónur á skattabreytingum ríkisstjórnarinnar þegar þær verða komnar að fullu til framkvæmda árið 2007. </font />

Sýður á sumarhúsaeigendum

Sumarhúsaeigendur vilja fá að eiga lögheimili í húsum sínum en það vilja sveitarfélögin ekki því þá þurfa þau að veita kostnaðarsama þjónustu. Eigendur sumarhúsa telja hins vegar að tími sé kominn til að þeir fái eitthvað fyrir gjöldin sem á þá eru lögð

Öruggasta öldurhús í heimi

Öryggisgæslan í kjölfar 11. september hefur fallið misvel í kramið hjá almenningi. Kráareigandi í Berlín nýtur hins vegar góðs af eftirlitinu.

Morgunblaðið ekki dýragarður

Íslensku bókmenntaverðlaunin gera ekkert fyrir bókmenntirnar segir Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, sem hefur sent frá sér bókina<em> Málsvörn og minningar</em>. Hann segir að mikilvægt hafi verið að slíta pólitísk tengsl blaðsins en ekki hafi verið ætlunin að breyta því í dýragarð allra landsmanna.

Stórsöngvari á heimavelli

Kristján Jóhannsson söngvari var staddur í sínum gamla heimabæ síðast liðinn föstudag og áritaði nýja diskinn sinn, Portami Via, í verslun Hagkaups og á Glerártorgi.

Hótel miðborg Reykjavík

Fyrir nokkrum árum var eitt hótel í hjarta miðborgar Reykjavíkur auk tveggja í næsta nágrenni. Hugmyndir voru uppi um að loka því og breyta í skrifstofur. Síðan hafa fimm bæst í hópinn, tvö eru í byggingu og eitt á teikniborðinu. 343 hótelherbergi eru í miðborginni, 160 bætast við á næsta ári og hugsanlega 200 til viðbótar innan fárra ára. </font /></b />

Sátt við hækkun gjalda

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hækka áfengisgjald á sterkt vín og tóbaksgjald um sjö prósent. Edda Sigurjónsdóttir ljósmyndari segist ekki sjá neitt sérstakt að því að þessi gjöld séu hækkuð. "Mér finnst þetta bara allt í lagi því bæði áfengi og tóbak eru heilsuspillandi."

Lauklaga kúplar í Leynimýri

"Það er allt mjög gott að frétta," segir Ksenia Ólafsson, talsmaður Trúfélags rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi, en félagið hefur fengið vilyrði fyrir lóð undir kirkju sína í svonefndri Leynimýri í Öskjuhlíð. "Þetta er mjög spennandi, mér finnst þetta einn besti staðurinn í Reykjavík og hentar okkur mjög vel."

Ungfrú Perú er fegurst

Fegursta kona heims kemur í ár frá Perú. Ungfrú Perú bar sigur úr bítum þegar hin árlega ungfrú heimur, eða miss World, fór fram í Kína í gær. Íslenskar fegurðardrottningar áttu lengi vel góðu gengi að fagna í þessari keppni, en á síðar árum hefur farið lítið fyrir íslenskri fegurð á verðlaunapallinum.

Maðurinn með píanóið

Kristinn Leifsson er yngsti píanóstillari landsins en segist samt vera nokkuð gamall í faginu.

Sjá næstu 50 fréttir