Þjálfa rökhugsun 9. desember 2004 00:01 Mikil áhersla er á stærðfræðimenntun í finnskum grunnskóla og ýmis hjálpartæki notuð við að þjálfa rökhugsun og reikning. Elín Helga Þráinsdóttir, grunnskólakennari í Finnlandi, segir að ekki sé bara setið og reiknað í bókina heldur til dæmis notuð spil og þrívídd. Finnskir unglingar voru í fyrsta og öðru sæti í Pisa-könnuninni um daginn. "Finnar komust að því fyrir nokkrum árum að börnin stóðu ekki nógu vel að vígi og þá var kennsluaðferðum breytt. Bækurnar ganga mikið út á að þjálfa rökhugsun og leysa vandamálin, skilja af hverju tveir plús tveir eru fjórir. Það hefur skilað sér mjög vel," segir hún. Finnsk börn standa mjög vel í lestri, sérstaklega þau finnskumælandi. "Það er náttúrulega m.a. vegna þess að finnska er hljóðrétt mál. Stafirnir eru bornir fram nákvæmlega eins og þeir eiga að vera og orðin eru skrifuð nákvæmlega eins og þau eru sögð. Börnum er kennt að lesa í atkvæðum. Þegar þau velta fyrir sér hvernig orð er skrifað segja þau það upphátt. Átta ára sonur minn klappar sig í gegnum orðið til að finna út hvernig það skiptist í atkvæði. Áhersla er á bókmenntir og lestur. Með nýrri námskrá er svo farið að kenna 11 og 12 ára börnum eðlis- og efnafræði," segir Elín Helga. Finnskir grunnskólakennarar hafa fimm ára háskólanám að baki og eru þá með réttindi til að kenna 7-12 ára börnum. Kennarar í efsta stigi grunnskólans hafa sömu menntun og menntaskólakennarar, með háskólamenntun og uppeldis- og kennslufræði. Próf úr Kennaraháskóla Íslands gildir ekki í Finnlandi án þess að Elín Helga taki aukaeiningar í háskóla. Þó að hún geri það fær hún aðeins að kenna á neðsta stigi grunnskólans. Í vetur kennir hún samsettum bekk 9 og 10 ára barna í sænskumælandi skóla í Helsinki. Góður agi á börnum í Finnlandi. "Þetta er enginn heragi en börnin koma upp til hópa vel fram og gera það sem þau eiga að gera," segir hún. Innlent Menning Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Laufey á landinu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira
Mikil áhersla er á stærðfræðimenntun í finnskum grunnskóla og ýmis hjálpartæki notuð við að þjálfa rökhugsun og reikning. Elín Helga Þráinsdóttir, grunnskólakennari í Finnlandi, segir að ekki sé bara setið og reiknað í bókina heldur til dæmis notuð spil og þrívídd. Finnskir unglingar voru í fyrsta og öðru sæti í Pisa-könnuninni um daginn. "Finnar komust að því fyrir nokkrum árum að börnin stóðu ekki nógu vel að vígi og þá var kennsluaðferðum breytt. Bækurnar ganga mikið út á að þjálfa rökhugsun og leysa vandamálin, skilja af hverju tveir plús tveir eru fjórir. Það hefur skilað sér mjög vel," segir hún. Finnsk börn standa mjög vel í lestri, sérstaklega þau finnskumælandi. "Það er náttúrulega m.a. vegna þess að finnska er hljóðrétt mál. Stafirnir eru bornir fram nákvæmlega eins og þeir eiga að vera og orðin eru skrifuð nákvæmlega eins og þau eru sögð. Börnum er kennt að lesa í atkvæðum. Þegar þau velta fyrir sér hvernig orð er skrifað segja þau það upphátt. Átta ára sonur minn klappar sig í gegnum orðið til að finna út hvernig það skiptist í atkvæði. Áhersla er á bókmenntir og lestur. Með nýrri námskrá er svo farið að kenna 11 og 12 ára börnum eðlis- og efnafræði," segir Elín Helga. Finnskir grunnskólakennarar hafa fimm ára háskólanám að baki og eru þá með réttindi til að kenna 7-12 ára börnum. Kennarar í efsta stigi grunnskólans hafa sömu menntun og menntaskólakennarar, með háskólamenntun og uppeldis- og kennslufræði. Próf úr Kennaraháskóla Íslands gildir ekki í Finnlandi án þess að Elín Helga taki aukaeiningar í háskóla. Þó að hún geri það fær hún aðeins að kenna á neðsta stigi grunnskólans. Í vetur kennir hún samsettum bekk 9 og 10 ára barna í sænskumælandi skóla í Helsinki. Góður agi á börnum í Finnlandi. "Þetta er enginn heragi en börnin koma upp til hópa vel fram og gera það sem þau eiga að gera," segir hún.
Innlent Menning Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Laufey á landinu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira