Fleiri fréttir

Búin að setja seríur í gluggana

„Þegar ég hugsa um eftirminnileg jól dettur mér fyrst í hug þegar ég var sirka 11 ára og við bjuggum í Los Angeles þá fékk ég alltaf svo mikla heimþrá á jólunum af því fyrir utan ljós og skreytingar er ekki mjög jólalegt þar," segir leikkonan Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir.

Lyktin af hangikjöti ómissandi partur af jólunum

„Þegar ég var yngri var það um leið og jólaserían var sett á svalirnar heima og það er ein af þeim hefðum sem ég hef haldið eftir að við konan fórum að búa að setja jólaseríu á svalahandriðið og konan býr alltaf til aðventukrans. Fyrsti í aðventu er því svona sá tímapunktur þar sem jólaundirbúningurinn hefst."

Jólahátíð í Kópavogi - myndir

Sannkölluð jólahátíð í Kópavogi var haldin í gær á Hálsatorgi í Kópavogi. Kópavogsbúum og öðrum gestum var meðal annars boðið að taka þátt í laufabrauðsbakstri, hlusta á jólasöngva, fræðast um jólaköttinn og tendra á jólaljósunum á vinarbæjarjólatré Kópavogsbúa. Eins og myndirnar sýna myndaðist sannkölluð fjölskyldustemning.

Mosfellingar gleðjast - myndir

Börn og fullorðnir glöddust yfir því að aðventan er nú gengin í garð og skein gleðin úr hverju andliti á laugardaginn þegar kveikt var á ljósunum á jólatré Mosfellinga á Miðbæjartorgi. Eins og meðfylgjandi myndir sýna var fjöldi saman kominn og voru jólalögin sungin háum rómi og dansað í kring um jólatréð.

Logi: Þakklátur að geta haldið jólin

„Blanda af snjó, jólatónlist, góðri lykt, skemmtilegu fólki, góðum mat og góðri stemningu kemur mér í gírinn," svarar Logi Geirsson handboltakappi spurður hvað kemur honum í jólagír. „Þessi hátíð er svo sannarlega fallegasta hátíð ársins. Bestu gjarfirnar í kringum tréð eru sameining og tengsl fjölskyldunnar. En eins og einhver snillingurinn sagði ; „At Christmas, all roads lead home."

Fær stærstu gjöf lífsins

Kjartan Sturluson á alls kyns fallegt skraut á jólatréð sitt. Þessi fagurkeri er líka um það bil að upplifa stórkostlegu jól lífs síns og mestu gjöfina fær hann sennilega rétt fyrir jól.

Sérskreyttar jólaístertur á hátíðaborðið

Það færist í vöxt að fjölskyldur og fyrirtæki panti sérskreytta jólaístertur fyrir jólaboðin og jólahlaðborðin. Persónulegar ístertur henta vel á jólahlaðborðið eða í útskriftarveisluna enda er ljúffengur ís kjörinn eftirréttur eftir góða máltíð.

Keypti sér jólaskraut úti í miðri eyðimörk

„Ég er mikil jólakerling og á ekki auðvelt með að benda á uppáhalds jólaskrautið mitt enda er ég annáluð fyrir að finna jólaskraut úti um allan heim," segir hjúkrunarfræðingurinn Ásdís Eckardt, sem hefur meðal annars afrekað það að kaupa jólaskraut í miðri eyðimörk í Ástralíu.

Arnar Grant: Bakar piparkökur og hlustar á jólalög

„Þar sem dóttir mín er tveggja og hálfs árs einkennist undirbúningur jólanna auðvitað mikið af því að kynna hana fyrir jólahátíðinni og öllu því sem henni fylgir," segir Arnar Grant líkamsræktarfrömuður. „Við erum dugleg að segja henni frá jólasveinunum, sýna henni öll jólaljósin og skreytingarnar, baka og skreyta piparkökur og hlusta á jólalög."

Jólabollar sem ylja og gleðja

Allir ættu að geta fundið fallegan jólabolla sem gleður og kætir í skammdeginu, hvort sem þeir eru litlir eða stórir, krúttlegir eða fágaðir.

Sjá næstu 50 fréttir