Jól

Sálmur 93 - Í upphafi var orðið fyrst

Í upphafi var orðið fyrst, það orð var Guði hjá. Það játum vér um Jesú Krist, er jörðu fæddist á, er jörðu fæddist á. Hann var það lífsins ljósið bjart, er lýsir upp hvern mann, en svo var manna myrkrið svart, að meðtók það ei hann, að meðtók það ei hann. Hann kom til sinna, kom með frið, hann kom með líkn og náð, en þeir ei kannast vildu við síns vinar líknarráð, síns vinar líknarráð. En hver, sem tekur honum við og hýsir Drottin sinn, fær náð og sigur, sæmd og frið og síðast himininn, og síðast himininn. Já, Guðs son kom í heiminn hér og hann varð mönnum jafn, að Guðs börn aftur verðum vér og vegsömum hans nafn, og vegsömum hans nafn.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.