Jól

Sálmur 83 - Dýrð sé Guði' í hæstu hæðum

Dýrð sé Guði' í hæstum hæðum, himinn syngur fögrum hljóm. Mannkyn, hrært í innstum æðum, undir tak með lofsöngs róm. Allt Guðs speki, miskunn, mátt mikli, göfgi, prísi hátt. Dýrð sé Guði' í hæstum hæðum. Hrósi jörð hans ástargæðum. Ef þú ekki undrast, maður, ástar Drottins vermist yl og í auðmýkt gjörist glaður, Guðs svo elsku finnir til. hversu máttu' hans mildi þá maklegt þakkaroffur tjá og með engla lofsöng lýsa líkn vors Drottins, þakka' og prísa. Dýrð sé Guði' í hæstum hæðum, hann gaf soninn föllnum mér. Mannkyn hrært í innstum æðum, aldrei gleym því veitti' hann þér. Almátt, speki' og elsku þá allt mitt líf víðfrægja má, uns ég Guði' á himnahæðum hef upp lof með englakvæðum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×