Fleiri fréttir

Sænska netverslunin Boozt fjárfestir í Dropp á Íslandi

Boozt, stærsta netverslunin á Norðurlöndunum, hefur bæst við hluthafahóp íslenska fyrirtækisins Dropp, sem býður upp á afhendingu á vörum netverslana, eftir að hafa tekið þátt í nýlegri hlutafjáraukningu. Eftir fjárfestinguna tók Hermann Haraldsson, forstjóri Boozt, sæti í stjórn Dropp.

Leggur til að Sigríður komi inn í stjórn Haga í stað Katrínar Olgu

Tilnefningarnefnd Haga hefur lagt til að Sigríður Olgeirsdóttir, stjórnarmaður í Opnum kerfum og varamaður í bankaráði Landsbankans, verði kjörin ný inn í stjórn smásölurisans á aðalfundi félagsins sem fer fram 1. júní næstkomandi. Að öðru leyti mælir nefndin með því að stjórn Haga verði óbreytt.

Upplýsingaóreiða í Efstaleiti

Á fréttastofu Ríkisútvarpsins hvíla ríkari skyldur en á öðrum fjölmiðlum. Ástæðan er sú að tilvist stofnunarinnar, sem starfar í samkeppni við aðra miðla og er rekin með skattfé, er byggð á því að hún hafi eitthvað fram að færa, til dæmis hvað varðar gæði og fagleg vinnubrögð, umfram einkamarkaðinn.

Benedikt Egill ráðinn framkvæmdastjóri LOGOS

Benedikt Egill Árnason, lögmaður og einn eigenda LOGOS lögmannsþjónustu, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Tekur hann við af Þórólfi Jónssyni, lögmanni, sem hefur gegnt starfinu síðastliðin þrjú ár en mun nú einbeita sér alfarið að lögmannsstörfum hjá félaginu.

Ari og Magnús Ármann koma nýir í stjórn Stoða

Breytingar voru gerðar á stjórn Stoða á aðalfundi fjárfestingafélagsins fyrr í þessum mánuði þegar þeir Ari Fenger, forstjóri 1912 og formaður Viðskiptaráðs, og Magnús Ármann, fjárfestir, voru kjörnir sem nýir stjórnarmenn.

Benedikt verður tryggingastærðfræðingur Gildis

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, hefur verið ráðinn til að sinna verkefnum tengdum tryggingastærðfræði hjá Gildi lífeyrissjóði en þetta kemur fram í nýbirtri ársskýrslu sjóðsins.

Þaulsætnir embættismenn í íslenskri stjórnsýslu

Innherji greindi frá því í síðustu viku að forstjórar Fjarskiptastofu og Samkeppniseftirlitsins hefðu setið lengur í embætti en gengur og gerist á Norðurlöndum. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu hefur setið í 20 ár, mun lengur en norrænir starfsbræður hans, og það sama gildir um Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, sem hefur stýrt stofnuninni í nærri 17 ár.

Kristján snýr aftur til Kviku banka

Mikið var um hrókeringar í bankakerfinu á síðustu dögum fyrir páska þegar að tveir lykilstjórnendur í Arion banka og Kviku sögðu upp störfum til að taka við stjórnartaumunum í SKEL fjárfestingafélagi.

Að lepja upp gífuryrði frá samtökum úti í bæ

Íslandsdeild Transparency International hefur litla sem enga vigt í umræðu um spillingu. Til að nefna dæmi er vert rifja að samtökin sendu frá sér tilkynningu í fyrra þar sem fullyrt var að Ísland hefði fallið niður á svonefndum spillingarvísitölulista og átti það að vera mikið áhyggjuefni. 

Guðni stýrir einum stærsta banka Katars

Íslenski bankamaðurinn Guðni Aðalsteinsson, sem var á meðal stjórnenda Kaupþings banka þangað til hann féll haustið 2008, hefur verið ráðinn tímabundið sem forstjóri Doha Bank, sem er einn stærsti bankinn í Katar.

Sjá næstu 50 fréttir