Fleiri fréttir

Árið á verðbréfamarkaði – raðirnar þéttar

Undangengin útboð og öflugar nýskráningar og markvissar umbætur hafa átt helstan þátt því að við erum komin á þennan stað, bæði hvað varðar FTSE flokkunina og aukinn áhuga á markaðnum að öðru leyti. Til að við getum gert enn betur sem og aukið líkur á að færa okkur ofar í gæðaflokkun bæði hjá FTSE og MSCI verður að eiga sér stað áframhaldandi samtal við markaðsaðila og stjórnvöld um markaðsumbætur, sem meðal annars krefjast laga- og reglugerðabreytinga.

Ingibjörg og eigendur Eskju kaupa Hótel Selfoss

Hið nýstofnaða eignarhaldsfélag JAE, sem er meðal annars í eigu Ingibjargar Pálmadóttur fjárfestis og eigenda útgerðarfyrirtækisins Eskju, hefur gengið frá kaupum á Hótel Selfoss. Áður hafði sama félag fyrr á árinu einnig eignast Hótel Vestmannaeyjar.

Varanlega breyttur heimur

Þeir sem halda að heimurinn verði aftur eins og áður var, ef á einhvern ótrúlegan hátt tekst að stöðva stríðsrekstur Rússa í Úkraínu og í kjölfarið hleypa landinu aftur í viðskipti við hinn vestræna heim, gætu þurft að endurskoða þær væntingar sínar. Varanlegar breytingar á heimshagkerfinu eru komnar af stað. Þriggja áratuga hagvaxtarskeiði sem einkenndist af lágri verðbólgu og ódýru fjármagni er lokið. Nýr veruleiki blasir við.

Vinnum saman að framförum

Gleymum því ekki að stjórnvöld í öðrum ríkjum vinna stöðugt að umbótum til að efla samkeppnishæfni. Með því að gera ekkert þá drögumst við aftur úr. Þær umbætur sem hafa átt sér stað á síðustu árum efla okkur nú á óvissutímum og gera hagkerfið betur í stakk búið að takast á við áföll. Öflugur og framsækinn iðnaður sem skapar verðmæti á óvissutímum er forsenda þess að Ísland verði áfram í fremstu röð.

Auk­inn á­hug­i á nor­ræn­u sjón­varps­efn­i en snarp­ar verð­hækk­an­ir mik­il á­skor­un

Framleiðslufyrirtækið Glassriver, sem meðal annars hefur framleitt Venjulegt fólk og Svörtu sanda, vinnur verkefni nokkur ár fram í tímann. Það gerir til dæmis kostnaðar- og fjármögnunaráætlanir fyrir sjónvarpsverkefni eitt til fjögur ár fram tímann. Þess vegna hafa snarpar verðhækkanir á árinu verið virkilega mikil áskorun. Þetta segir Andri Ómarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

LSR fyrsti af stóru lífeyrissjóðunum sem fjárfestir í Alvotech

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) var í hópi innlendra fjárfesta, ásamt meðal annars þremur öðrum lífeyrissjóðum, sem komu að fjármögnun á líftæknilyfjafyrirtækinu Alvotech fyrr í þessum mánuði með kaupum á skuldabréfum sem eru breytanleg í almenn hlutabréf að einu ári liðnu, samkvæmt heimildum Innherja. Á meðal þriggja langsamlega stærstu lífeyrissjóða landsins – LSR, LIVE og Gildis – er LSR fyrsti sjóðurinn sem kemur að fjármögnun á Alvotech en það er í dag orðið verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni.

Brú yfir óvissutíma

Það blasir við hverjum sem sjá vill að Samtök atvinnulífsins geta ekki samið um aðrar og meiri launahækkanir en felast í þegar gerðum samningum. Í því myndi felast trúnaðarbrot gagnvart verkalýðsfélögunum sem þegar hafa samið og starfa um allt land en ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Vonast er til að verkalýðsfélög sem enn hafa ekki samið muni viðurkenna þessa óumflýjanlegu staðreynd.

Áforma að ganga inn í tilboð PT Capital og stækka stöðu sína í Arctic Adventures

Fjárfestingafélagið PT Capital frá Alaska, sem er meðal annars stór hluthafi í Nova og Keahótelum, hefur gert tilboð í eignarhlut þriggja hluthafa í Arctic Adventures, samanlagt tæplega helmingshlut. Aðrir hluthafar í félaginu stefna hins vegar að því að nýta sér forkaupsrétt og ganga inn í tilboð PT Capital og þannig stækka umtalsvert við eignarhlut sinn í íslenska ferðaþjónustufyrirtækinu.

Evrópa þarf orkubandalag

Allt frá innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar hefur verið einkar athyglisvert fyrir fjölmiðla og stefnusmiði að fylgjast með æðisgengnu kapphlaupi Evrópu við að aðlaga orkumarkaði og tegnda innviði að nýjum veruleika alþjóðastjórnmála. Varla einn dagur hefur liðið án þess að athugasemdir og vangaveltur um vandamál Evrópu flæði um dægurmálaumræðuna. En þrátt fyrir það er Evrópusambandið ekki nálægt því að hafa smíðað raunhæfa orkustefnu til framtíðar.

Árið í ár var eitt það mest krefj­and­i í 30 ára sögu Dom­in­o‘s á Ís­land­i

Árið í ár var eitt það mest krefjandi í 30 ára sögu Domino‘s á Íslandi. Kostnaðarhækkanir voru líklega þær mestu frá því eftir hrun árið 2008, segir Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Áskoranir ársins fólust einna helst í því að finna jafnvægi í rekstri í gegnum mikinn aukinn launakostnað fyrri hluta árs og verulega hækkanir á öllum innkaupum beint í kjölfarið,“ segir hann.

Tækifærin bíða

Um leið og opinberum starfsmönnum fjölgar nánast stjórnlaust fá þeir kjarabætur sem eru mun ríflegri en á almenna markaðnum. Fyrirtæki verða æ oftar fyrir því að geta ekki keppt við hið opinbera varðandi laun eða starfsaðstæður, sérstaklega þegar um sérfræðinga og millistjórnendur er að ræða. Þetta er öfugþróun, sem verður að sporna gegn á nýju ári þegar hið opinbera sezt á ný að samningaborði með stéttarfélögum opinberra starfsmanna. Ekkert hagkerfi getur staðið undir því að hið opinbera sé leiðandi í launa- og kjaraþróun.

Árslisti Innherja - síðari hluti

Viðburðaríkt ár er að baki og því við hæfi að líta um öxl. Innherji lætur sitt ekki eftir sitja í þeim efnum og hefur tekið saman árslistann 2022 um atburði, ummæli og athafnir sem ekki mega falla í gleymsku.

Sagan endurtekur sig – tíu lærdómar

Fáir munu sakna ársins 2022. Það skilgreindist af faraldri sem ílengdist, hröðun loftslagsbreytinga, hækkandi verðbólgu og minni hagvexti. En einna helst skilgreindist árið af þeim kostnaðarsömu átökum sem brutust út í Evrópu og áhyggjum af hugsanlegum, vopnuðum átökum í Asíu.

Versl­un gekk vel á seinn­i hlut­a ár­sins, seg­ir for­stjór­i S4S

Pétur Þór Halldórsson, forstjóri S4S sem rekur meðal annars verslanirnar Air, Ellingsen og Steinar Waage, segir að verslun hafi gengið vel á seinni hluta ársins og í aðdraganda jóla. Á árinu sem er að líða opnaði verslunarsamstæðan nýja verslun á Vínlandsleið sem heitir S4S tæki sem selur meðal annars vélsleða, fjórhjól og buggy bíla.

Ekki tjaldað til einnar nætur í íslenskum áliðnaði

Ríkissjóður hefur verulegar tekjur af ETS-kerfinu, viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir, þar sem ríkið fær úthlutað heimildum sem kallast á við útgjöld stóriðjunnar. Þó að útfærslan hafi ekki verið þannig hér á landi, þá er hugsunin með ETS-kerfinu er sú, að tekjur ríkja af kerfinu renni aftur til atvinnulífsins í formi styrkja til loftslagsvænna verkefna. Ekki er því lagt upp með að þetta sé bein skattlagning heldur að stjórnvöld og atvinnulíf leggist á eitt við að leysa loftslagsvandann.

Árslisti Innherja - fyrri hluti

Viðburðaríkt ár er að baki og því við hæfi að líta um öxl. Innherji lætur sitt ekki eftir sitja í þeim efnum og hefur tekið saman árslistann 2022 um atburði, ummæli og athafnir sem ekki mega falla í gleymsku. 

Rekið hótel í þrjá ára­tugi og aldrei verið jafn erfitt að finna starfs­fólk og í ár

Stærsta áskorunin fyrir fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu eftir Covid-19 heimsfaraldurinn var að fá starfsfólk í þann fjölda starfa sem reksturinn kallar á. „Ég og mín fjölskylda höfum verið í þessum rekstri í þrjá áratugi og sjaldan eða aldrei reynst jafn erfitt að finna fólk til starfa og í ár,“ segir Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Center hotels og formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu.

Efst í huga við áramót

Þrátt fyrir lækkun bankaskattsins eru sérstakir skattar á fjármálafyrirtæki enn miklu hærri en í nágrannalöndunum. Verkefni stjórnvalda ætti fremur að vera að halda áfram lækkun þessara sérstöku skatta en að hækka þá á ný. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi þess að íslensk fjármálafyrirtæki búi ekki við auknar álögur, hvort sem er í formi skatta eða reglna, sem skekkir samkeppnishæfni þeirra.

Blóm­a­skeið er fram­undan í fjar­skipt­um með frek­ar­i snjall­væð­ing­u

Með frekari snjallvæðingu telur Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, að blómaskeið sé framundan í fjarskiptum. „Tækifærin eru svo sannarlega til staðar hjá okkur með sterka innviði og með þeim miklu breytingum sem hafa verið undanfarið á fjarskiptamarkaðnum. Nova er sterkt innviðafyrirtæki og það er spennandi og skemmtilegt ár fram undan,“ segir hún. 

Að loknum heimsfaraldri

Það sem skipti sköpum við að leiða fyrirtækin og samfélagið allt í gegn um þetta sérstaka tímabil voru þær margháttuðu stuðningsaðgerðir sem stjórnvöld innleiddu og voru flestar unnar í nánu samstarfi við hagsmunasamtök í atvinnulífinu. Ekki er neinum vafa undirorpið að þær aðgerðir breyttu miklu og má endlaust velta því fyrir sér hver staðan væri núna í hagkerfi landsins ef ekki hefði verið gripið til þessara aðgerða.

Controlant hyggst flytja höfuðstöðvar sínar í heilsubyggð í Garðabæ

Íslenska tæknifyrirtækið Controlant, sem hefur gegnt lykilhlutverki í dreifingu og geymslu bóluefnaskammta gegn Covid-19 fyrir Pfizer, hefur undirritað viljayfirlýsingu um að flytja framtíðarhöfuðstöðvar sínar í nýja heilsubyggð sem félagið Arnarland hyggst reisa í Garðabæ við Arnarnesháls. Það er á mörkum Garðabæjar og Kópavogs, steinsnar frá íþróttahúsinu Fífunni.

Hampiðjan fer í vísitöluna First North 25 við upphaf nýs árs

Hampiðjan mun fara í vísitöluna First North 25 við upphaf nýs árs. Um er að ræða vísitölu þeirra fyrirtækja sem eru stærst og mest viðskipti er með á Nasdaq First North og First North Premier mörkuðunum á Norðurlöndunum. Þau lönd sem tilheyra þessum mörkuðum eru Danmörk, Finnland, Ísland og Svíþjóð.

Tím­a­b­und­­ið bak­sl­ag í verð­b­ólg­u­hj­öðn­­un var við­bú­ið

Stjórnmálamenn munu ekki hefja nýtt ár á að skora Hagstofuna á að breyta því hvernig vísitala neysluverðs er samsett. Það er vegna þess að vísitalan án húsnæðis hækkaði meira á milli mánaða í desember en sú sem inniheldur húsnæði. Nokkuð ljóst er að innlend fyrirtæki standa frammi fyrir miklum kostnaðarhækkunum þökk sé nýundirrituðum kjarasamningum sem gætu aukið innlendan verðbólguþrýsting á komandi mánuðum.

Al­vot­ech færist nær því að fá markaðs­leyfi fyrir stærsta lyf sitt í Banda­ríkjunum

Bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) hefur lokið umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir líftæknilyfjahliðstæðu með útskiptileika við gigtarlyfið Humira í háum styrk, sem er mest selda lyf í heimi, og staðfest að framlögð gögn íslenska félagsins sýni fram á að allar kröfur séu uppfylltar. Veiting markaðsleyfis í Bandaríkjunum er nú háð fullnægjandi niðurstöðu endurúttektar eftirlitsins á framleiðsluaðstöðu fyrirtækisins í Reykjavík.

Vanguard komið í hóp tíu stærstu hluthafa Íslandsbanka

Sjóðir í stýringu bandaríska félagsins Vanguard bættu verulega við eignarhlut sinn í Íslandsbanka undir lok síðustu viku þegar þeir fjárfestu í bankanum samtímis því að fram fór önnur uppfærsla á íslenska markaðinum í flokk nýmarkaðsríkja hjá vísitölufyrirtækinu FTSE Russell. Vanguard er núna á meðal tíu stærsta hluthafa Íslandsbanka.

Sjóðastýringarrisinn Vanguard tvöfaldar stöðu sína í Arion banka

Bandaríska sjóðastýringarfélagið Vanguard fjárfesti í Arion banka fyrir liðlega 2,5 milljarða króna í sérstöku lokunaruppboði sem fór fram síðasta föstudag samhliða öðrum áfanga við uppfærslu íslenska markaðarins í flokk nýmarkaðsríkja. Vanguard er núna langsamlega stærsti einstaki erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Arion.

ESB samþykkir verðþak á jarðgasi

Samþykkt hefur verið innan Evrópusambandsins að innleiða verðþak á jarðgasi frá og með 15.febrúar næstkomandi. Verðþakið felur í sér að óheimilt er að greiða hærra verð en 180 evrur fyrir megavattstundina í meira en þrjá daga í röð.

Lífeyrissjóðir farnir að horfa til Alvotech eftir 1,6 milljarða kaup á víkjandi bréfum

Að minnsta kosti þrír íslenskir lífeyrissjóðir komu að fjármögnun á líftæknilyfjafyrirtækinu Alvotech í liðinni viku með kaupum á skuldabréfum fyrir tæplega tvo milljarða sem eru breytanleg í almenn hlutabréf að rúmlega einu ári liðnu. Áður hafði Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, sem var jafnframt í hópi þeirra sjóða sem tóku þátt í nýafstöðnu skuldabréfaútboði, fram að því verið eini lífeyrissjóðurinn hér á landi sem hafði fjárfest í eigin nafni í Alvotech.

Hættir hjá ACRO og fer yfir til Kviku banka

Sigurður Hreiðar Jónsson, sem hefur starfað í markaðsviðskiptum ACRO verðbréfa undanfarin fimm ár, hefur látið af störfum hjá félaginu en hann er jafnframt einn af hluthöfum þess. Mun hann hafa ráðið sig yfir til Kviku banka, samkvæmt upplýsingum Innherja.

Sveifl­ur á mark­að­i ekki „jafn ýkt­ar“ núna og í fyrst­u upp­færsl­u FTSE Rus­sell

Önnur uppfærsla íslenska hlutabréfamarkaðarins í flokk nýmarkaðsríkja hjá FTSE Russell gekk betur á föstudaginn en sú fyrsta hinn 16. september. Talsvert færri erlendir fjárfestar seldu hlutabréf sín nú en þá. Þetta herma heimildir Innherja. Flest félögin sem voru í vísitölumenginu lækkuðu engu að síður á föstudaginn. Möguleg má það rekja til þess að erlendir markaðir hafa farið lækkandi að undanförnu og íslensk hlutabréf hafa fylgt þeirri þróun, að mati viðmælanda Innherja.

Tekist á um verðþak á gasi innan ESB

Í dag kemur í ljós hvort orkumálaráðherrar Evrópusambandsins nái samstöðu um verðþak á gasi innan álfunnar á komandi ári. Skiptar skoðanir eru meðal aðildarríkja Evrópusambandsins um hvar verðþakið eigi að liggja, á meðan aðrir eru mótfallnir því að innleiða verðþak yfir höfuð.

Stað­festir um­deildar breytingar sem hækka líf­eyris­réttindi elstu hópa mest

Breytingar á samþykktum Gildis um áunnin lífeyrisréttindi, sem hækka mest hjá þeim elstir eru, hafa verið staðfestar af fjármála- og efnahagsráðuneytinu en þær byggja á nýjum forsendum um lengri lífaldur sem hefur aukið skuldbindingar sjóðsins. Þannig hækka áunnin réttindi 67 ára og eldri auk örorku- og makalífeyrisþega frá áramótum um 10,5 prósent borið saman við aðeins rúmlega eitt prósent hjá yngstu árgöngum. Tryggingastærðfræðingur hafði áður skorað á ráðuneytið að synja lífeyrissjóðum staðfestingu á því sem hann kallaði „fordæmalausum“ umreikningi lífeyrisréttinda sem bryti „gróflega á eignarétti yngri sjóðfélaga.“

Of mikil svartsýni?

Nouriel Roubini heldur því fram að alþjóðahagkerfið fljóti nú í átt að „efnahags-, fjármála- og skuldakreppu án fordæma í kjölfar hallareksturs, óhóflegrar lántöku og skuldsetningar síðastliðinna áratuga.“ Hefur hann rétt fyrir sér?

Algalíf skráð á markað eftir tvö ár

Líftæknifyrirtækið Algalíf stefnir á skráningu á markað 2025. Þá var Baldur Stefánsson, framkvæmdastjóri og einn eiganda ráðgjafafyrirtækisins Hamrar Capital Partners, kjörinn stjórnarformaður Algalífs.

Norðmenn flýja auðlegðarskatt

Norskt stóreignafólk færir nú lögheimili sitt frá Noregi í unnvörpum í kjölfar nýsamþykktra breytinga á skattalögum þar í landi. Samkvæmt lögunum verður lagður skattur á hreina eign umfram því sem nemur um 25 milljónum íslenskra króna.

Í vasa hvers?

Það er ekki rétt, sem virðist hafa verið gefið í skyn, að aukinn húsnæðisstuðningur renni nær beint og óskipt í vasa leigusala. Þó húsaleiga geti vissulega tekið hækkun á sama tíma og húsnæðisbætur hækka eru fjölmargir aðrir þætti sem hafa áhrif bæði til lækkunar á hækkunar. Myndin er ekki eins svarthvít og gefið er til kynna.

Nýtt skipulag „auki líkur á rekstrarbata“ og metur Sýn 27% yfir markaðsgengi

Hagræðingaraðgerðir og breytingar á skipulagi Sýnar hafa mikil jákvæð áhrif á verðmat félagsins til hækkunar, að sögn hlutabréfagreinenda. Hann telur að nýtt skipulag, sem geri upplýsingagjöf skýrari og auðveldi kennitölusamanburð við önnur fjarskiptafyrirtæki, muni „skerpa fókus stjórnenda og auka líkur á rekstrarbata“ í náinni framtíð.

Um­samdar kaup­hækkanir sagðar meiri en góðu hófi gegnir

Stjórnendur sem Innherji ræddi við eru sammála um að ánægjulegt sé að lending hafi náðst í kjaraviðræðum. Hins vegar séu umfang kauphækkana í einhverjum tilfellum umfram þeirra væntingar og þær ekki til þess fallnar að auka verðstöðugleika. Forstjóri Húsasmiðjunnar segir að samningarnir muni kosta rekstur fyrirtækisins hundruð milljóna á næsta ári.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.