Fleiri fréttir

Sidekick íhugar að fá innlenda fjárfesta inn í hluthafahópinn

Heilsutæknifyrirtækið Sidekick Health, sem hefur nýlega lokið umfangsmikilli fjármögnunarumferð sem var leidd af erlendum vísissjóðum, hefur til skoðunar að fá innlenda fjárfestum inn í hluthafahópinn á næstunni samkvæmt heimildum Innherja. 

Misráðnu ríkisútgjöldin sem aldrei urðu

Himinn og haf skilja að ástandið á vinnumarkaðinum í dag og það sem var í byrjun árs 2021. Samkvæmt mælingu Vinnumálastofnunar í júní mældist atvinnuleysi einungis 3,3 prósent en til samanburðar nam það 11,6 prósentum í janúar á síðasta ári. Atvinnustig hefur til allrar hamingju batnað mun hraðar en nokkurn gat órað fyrir þegar hagkerfið var í djúpri lægð.

Verðlagning Vísis við samruna inn í Síldarvinnslunna

Forsvarsmenn Vísis og Síldarvinnslunnar virðast hafa náð lendingu um verð sem tekur bæði tillit til rekstrarvirðis fyrirtækisins, sem er töluvert lægra en upplausnarvirði aflaheimilda Vísis, og verðmætis aflaheimilda. Ef til vill er hér komin uppskrift að verðlagningu óskráðra sjávarútvegsfyrirtækja í þeirri samrunahrinu sem þarf að eiga sér stað á næstu árum.

Lands­bankinn vill keppa við Salt­Pay og Ra­pyd í greiðslu­miðlun

Landsbankinn vinnur markvisst að því, samkvæmt heimildum Innherja, að fara í samkeppni við SaltPay og sameinað fyrirtæki Valitors og Rapyd á sviði greiðslumiðlunar. Gangi áform bankans eftir verður hann þriðji nýi keppinauturinn á markaðinum ásamt Kviku banka og Sýn.

Laun forstjóra OR hafa hækkað um 28 prósent frá 2018

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, fékk staðfesta launahækkun í lok síðasta mánaðar þegar stjórn orkufyrirtækisins samþykkti tillögu starfskjaranefndar um að hækka laun Bjarna um 5,5 prósent frá 1. janúar 2022.

Controlant fengið 24 milljarða greidda fyrirfram frá lyfjarisanum Pfizer

Íslenska hátæknifyrirtækið Controlant, sem hefur gegnt lykilhlutverki í dreifingu og geymslu bóluefnaskammta gegn Covid-19 fyrir Pfizer, er með samkomulag við bandaríska lyfjarisann sem hefur tryggt félaginu verulegar fyrirfram innheimtar tekjur. Í árslok 2021 námu slíkar tekjur tengdar samningum við Pfizer um 174 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 24 milljarða íslenskra króna, og koma þær að mestu inn í reksturinn á þessu ári og því næsta.

Síldarvinnslan kaupir útgerðarfyrirtækið Vísi fyrir meira en 30 milljarða

Síldarvinnslan í Neskaupstað, eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, hefur náð samkomulagi um að kaupa allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Kaupverð hlutafjár er 20 milljarðar króna en að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda Vísis, sem nema um 11 milljörðum, er heildarkaupverðið um 31 milljarður króna.

Bætt við sig í Íslandsbanka fyrir um 17 milljarða á þremur mánuðum

Átta af helstu lífeyrissjóðum landsins, sem eiga það allir sammerkt að fara í dag með meira en eins prósenta hlut í Íslandsbanka, hafa stækkað eignarhlut sinn í bankanum um samanlagt liðlega þriðjung frá því að útboði ríkissjóðs lauk í mars á þessu ári. Sömu lífeyrissjóðir eiga nú samtals tæplega 28 prósenta hlut í Íslandsbanka en fyrir rétt rúmlega þremur mánuðum nam eignarhluturinn um 21 prósenti.

Vitundarvakning um hagsmuni stjórnarmanna

Allt frá því að tilnefningarnefndum var komið á fót í Kauphöllinni um miðjan síðasta áratug hafa nefndirnar einblínt á að meta frambjóðendur til stjórna út frá þekkingu þeirra og reynslu. Tilnefningar hafa svo tekið mið af því að farsælast sé að hafa mikla breidd í stjórn fyrirtækis þannig að hver stjórnarmaður komi með eitthvað að borðinu. Það er gott og gilt enda hlýtur að felast eitthvað virði í því að komast hjá of mikilli einsleitni í stjórnum.

DNB mælir með kaupum í Alvotech og verðmetur félagið á 700 milljarða

Hlutafé íslenska líftæknilyfjafyrirtækisins Alvotech, sem var skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi í liðnum mánuði, er metið á rúmlega 5,1 milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 700 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi, samkvæmt nýju verðmati.

Tækni­risi kaupir ís­lenska ný­sköpunar­fyrir­tækið Sling

Bandaríska fyrirtækið Toast, sem heldur úti stafrænum vettvang fyrir veitingastaði og er skráð í kauphöllinni í New York, hefur keypt íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling, sem hefur þróað hugbúnað fyrir vinnustaði þar sem unnið er á vöktum.

Hætta á launaskriði hefur aukist, segir peningastefnunefnd Seðlabankans

Einn nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, Gylfi Zoega hagfræðiprófessor, vildi hækka meginvexti bankans um 1,25 prósentur – úr 3,75 prósentum í 5 prósent – á vaxtaákvörðunarfundi nefndarinnar í síðasta mánuði. Niðurstaðan var hins vegar sú, sem allir nefndarmenn studdu, að vextir voru hækkaðir um 1 prósentu að tillögu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra.

Elkem lagði íslenska ríkið í deilu um vaxtagjöld

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi úrskurð ríkisskattstjóra um að vaxtagreiðslur á láni sem Elkem á Íslandi fékk frá norska móðurfélaginu væru ekki frádráttarbærar frá skatti.

Lífeyrissjóðir ryðja sér aftur til rúms á lánamarkaði

Heimili landsins tóku óverðtryggð lán fyrir samtals 100 milljarða króna frá byrjun þessa árs til loka maí. Samkvæmt nýjum tölum Seðlabanka Íslands um eignir lífeyrissjóða nam hlutdeild sjóðanna þriðjungi – ný og óverðtryggð útlán sjóðanna námu 32 milljörðum á tímabilinu – en bankarnir voru með tvo þriðju af markaðinum.

Sigurður seldi í Bláa lóninu með um þriggja milljarða hagnaði

Sigurður Arngrímsson, fjárfestir og einn af stærri hluthöfum Bláa lónsins um árabil í gegnum eignarhaldsfélagið Saffron Holding, hagnaðist um 2,93 milljarða króna þegar hann losaði um allan eignarhlut sinn í ferðaþjónustufyrirtækinu í september í fyrra.

SKE segir Ardian að kaupin á Mílu fari ekki skilyrðislaust í gegn

Samkeppniseftirlitið hefur gert fulltrúum franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian grein fyrir því að kaup fyrirtækisins á Mílu verði sett skilyrði til að draga úr þeim neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem eftirlitsstofnunin telur að kaupin muni hafa í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 

Ráðandi eigandi Íslenskra verðbréfa stækkar við hlut sinn

Eignarhaldsfélagið Björg Capital, sem hefur verið langsamlega stærsti hluthafi Íslenskra verðbréfa (ÍV) með helmingshlut allt frá sameiningu ÍV og Viðskiptahússins um mitt árið 2019, hefur að undanförnu keypt út suma af minni hluthöfum verðbréfafyrirtækisins og fer núna með um 63,5 prósenta eignarhlut.

Innri endurskoðandi Kviku ráðinn yfir til Arion banka

Anna Sif Jónsdóttir, sem hefur verið innri endurskoðandi Kviku banka í nærri áratug, hefur söðlað um og ráðið sig yfir til Arion banka. Þar mun hún gegna starfi forstöðumanns innri endurskoðunar Arion banka, samkvæmt upplýsingum Innherja.

Vísir að bólu á íbúðamarkaði og vaxandi líkur á leiðréttingu

Það var mat fjármálastöðugleikanefndar að vísir að eignabólu á íbúðamarkaði geti verið til staðar og hafa aukist líkur á stöðnun eða leiðréttingu raunverðs íbúða. Þetta kom fram í fundargerð fjármálastöðugleika frá síðasta fundi nefndarinnar um miðjan júní.  

Ísland fært upp í flokk nýmarkaða hjá FTSE í þremur áföngum

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn mun færast að fullu upp í flokk nýmarkaðsríkja (e. Secondary Emerging Markets) hjá alþjóðlega vísitölufyrirtækinu FTSE Russell í þremur jafn stórum skrefum á tímabilinu frá september næstkomandi og til marsmánaðar á næsta ári.

Viska fer af stað með fyrsta raf­mynta­sjóðinn

Viska Digital Assets, nýtt félag sem leggur áherslu á fjárfestingar í rafmyntum, hefur gengið frá 500 milljóna króna fjármögnun á fyrsta sjóði félagsins. Hann er jafnframt fyrsti íslenski fagfjárfestasjóðurinn sem sérhæfir sig í rafmyntum og Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Visku, segir í samtali við Innherja að miklar lækkanir á mörkuðum hafi skapað tækifæri sem teymið á bak við Visku sé tilbúið að grípa.

Flosi hættir hjá Starfsgreinasambandinu

Flosi Eiríksson, sem hefur verið framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands (SGS) frá árinu 2018, lætur af störfum hjá samtökunum skömmu áður en formlegar viðræður við Samtök atvinnulífsins um nýja kjarasamninga á almennum vinnumarkaði hefjast en þeir verða lausir 1. nóvember næstkomandi.

Tvö prósent af fjárfestingum ríkisins voru græn

Um tvö prósent af heildarfjárfestingu íslenska ríkisins geta talist til grænna fjárfestinga samkvæmt þröngri skilgreiningu á hugtakinu. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við svari Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanni Viðreisnar.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.