Innherji

Tvö prósent af fjárfestingum ríkisins voru græn

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm

Um tvö prósent af heildarfjárfestingu íslenska ríkisins geta talist til grænna fjárfestinga samkvæmt þröngri skilgreiningu á hugtakinu. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við svari Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanni Viðreisnar.

Ráðuneytið hefur í samráði við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið flokkað fjárfestingar ríkisins með tilliti til þess hvort þær teljist vera grænar og var stuðst við helstu alþjóðlegu staðla og leiðbeiningar.

Ef notuð er þröng afmörkun á grænum fjárfestingum gefa þessar tölur til kynna að þær hafi verið um 2,9 milljarðar króna árið 2021, eða nálægt 2 prósentum af heildarfjárfestingu.

Í svari ráðherra er hins vegar bent á að árlega sé umtalsverðum fjármunum varið til ýmissa verkefna sem teljast ekki beinlínis til fjárfestinga í fjárlögum og einnig til fjárfestinga sem flokkast þó ekki sem slíkar til grænna verkefna þótt þær séu grænar með óbeinum hætti.

Að slíkum verkefnum meðtöldum, en útgjöld vegna þeirra námu um 21,6 milljörðum króna, var græn fjárfesting alls um 24,4 milljarðar króna eða 20 prósent af heildarfjárfestingu íslenska ríkisins í fyrra.

Sem dæmi um verkefni sem falla undir þessa víðari afmörkun nefnir ráðuneytið uppbyggingu nýs landspítala, framlög til skógræktar og landgræðslu, og stafvæðingu opinberrar þjónustu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×