Fleiri fréttir

Jólin kláruðust á Egilsstöðum 6. janúar en þau eru ennþá í Njarðvík

Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var óvenju léttur í lund eftir 19 stiga tap hans manna gegn Njarðvík í kvöld í Subway-deild karla. Lokatölurnar gefa í raun alls ekki rétta mynd af leiknum en Hattarmenn náðu ítrekað að taka góð áhlaup á heimamenn og minnka muninn hressilega en náðu þó aldrei að brúa bilið fullkomlega.

„Skrýtið að vera kominn aftur inn í í­þrótta­hús í þeim til­gangi að taka þátt í körfu­bolta­leik“

Pavel Ermolinskij stýrir liði Tindastóls í fyrsta skipti á sínum þjálfaraferli er liðið sækir ÍR-inga heim í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Hann segist spenntur fyrir sínum fyrsta leik sem þjálfari, en viðurkennir að það hafi verið skrýtið að mæta inn í klefa hjá liðinu sem hann vann í úrslitaeinvígi síðasta vor.

Stærsti áfanginn sem er í boði á Íslandi

Pavel Ermolinskij segist alltaf hafa litið á Tindastól sem sinn helsta andstæðing á körfuboltavellinum, á sama tíma og hann hafi borið ómælda virðingu fyrir liðinu. Nú er hann fluttur í Skagafjörð og orðinn þjálfari í Síkinu þar sem alla dreymir um eitt og aðeins eitt; fyrsta Íslandsmeistaratitilinn. Það takmark er hið stærsta sem í boði er í íslensku íþróttalífi að mati Pavels.

ÍR vann loks leik | Öruggt hjá topp­liðinu

ÍR, botnlið Subway deildar kvenna í körfubolta, vann sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar það mætti Fjölni í kvöld. Þá vann topplið Keflavíkur öruggan tuttugu stiga sigur á Breiðabliki.

Umfjöllun: Haukar - Valur 61-71 | Þreyta í nýkrýndum bikar­meisturunum

Valur vann sterkan sigur á nýkringdum bikarmeisturunum Haukum í toppslag 16. umferðar Subway-deildar kvenna í kvöld. Leikurinn var jafn til að byrja með en ferskleiki og baráttugleði skiluðu Valskonum sigrinum á endanum eftir samhellda liðframmistöðu. Fer þá Valur upp að hlið Hauka í töflunni, lokatölur 71-61.

„Ör­lítið verri en Geor­ge skiptin og þar af leiðandi þau verstu á þessari öld“

Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í síðasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni að undanförnu. Farið var yfir baráttu Toronto Raptors og Atlanta Hawks, hvað Sacramento Kings ætti að gera á leikmannamarkaðnum, hvort það sé verðbólga í NBA og hversu ömurleg Rudy Gobert skiptin voru.

Jón Axel með tíu stig í sigri Pesaro

Jón Axel Guðmundsson átti fínan leik fyrir lið Pesaro í ítölsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í dag. Pesaro vann góðan tólf stiga útisigur á Givova Scafati. 

Risaleikur Tryggva í naumu tapi Zaragoza

Tryggvi Snær Hlinason var stigahæstur í liði Zaragoza sem tapaði naumlega gegn Tenerife eftir framlengdan leik í spænska körfuboltanum í kvöld.

Pavel nýr þjálfari Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóls gekk í dag frá samningi við Pavel Ermolinskij um að hann taki nú þegar við sem þjálfari meistaraflokks karla.

Semple á­fram í botn­bar­áttunni

Jordan Semple mun leika með Þór Þorlákshöfn út leiktíðina í Subway deild karla í körfubolta. Hann lék með KR fyrr á þessari leiktíð en var látinn fara þaðan fyrir ekki svo löngu síðan. Bæði lið eru í fallsæti deildarinnar sem stendur.

Nei eða Já: „Verðum eigin­­lega að fá Lakers inn í þetta“

Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var að venju á sínum stað í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins en þar er farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni í körfubolta. Að þessu sinni var farið yfir hvort Memphis Grizzlies ætti að gera eitthvað á leikmannamarkaðnum, hversu gott umspilið verður, hversu góður Nikola Jokić er að senda boltann og hvort Anthony Edwards á bjartari framtíð en LaMelo Ball.

Gott gengi Nets í hættu: Durant með tognað lið­band

Kevin Durant, stórstjarna Brooklyn Nets í NBA deildinni, er með tognað liðband í hægra hné og verður frá næstu vikurnar. Þetta setur gott gengi liðsins í hættu en það er sem stendur í 2. sæti Austurdeildar.

Sjá næstu 50 fréttir