Körfubolti

Fyrrverandi leikmaður Lakers ætlar að verða dómari í NBA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Smush Parker í dómarabúningnum.
Smush Parker í dómarabúningnum.

Þótt Smush Parker hafi ekki spilað í NBA-deildinni í næstum fimmtán ár ætlar hann sér að komast aftur inn í deildina, þó í öðru hlutverki.

Parker 274 leiki í NBA á árunum 2002-08. Hann er þekktastur fyrir tímabilin sín tvö hjá Los Angeles Lakers þar sem hann lék meðal annars með Kobe Bryant heitnum. Þeir voru litlir vinir og Parker viðurkenndi að hafa viljandi sleppt því að gefa á Kobe. Að mati Bryants var Parker hins vegar afleitur liðsfélagi.

Parker lék sinn síðasta leik í NBA með Los Angeles Clippers vorið 2008. Eftir það fór hann á mikið flakk og lék víða þangað til hann lagði skóna á hilluna 2018. Parker lék meðal annars í Kína, Rússlandi, Venesúela og Króatíu.

Parker er þó ekki hættur afskiptum af körfubolta og ætlar nú að verða dómari.

Hinn 41 árs Parker stefnir hátt í dómgæslunni og ætlar að komast alla leið í NBA. Áhugavert verður að sjá hvort það takist enda fáheyrt að fyrrverandi NBA-leikmenn leggi fyrir sig dómgæslu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×