KR og Njarðvík spila bæði sinn þúsundasta leik í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2023 16:31 KR og Njarðvík hafa mæst oft enda einu liðin sem hafa verið með í úrvalsdeild frá því að hún var stofnuð. Vísir/Bára Dröfn Subway deild karla í körfubolta fer aftur af stað í kvöld eftir hlé vegna bikarúrslitavikunnar og þar ná tvö félög í deildinni sögulegum áfanga. Njarðvík og KR hafa bæði verið í úrvalsdeild karla allt síðan hún var stofnuð haustið 1978. Körfuboltáhugamaðurinn og tölfræðingurinn Rúnar Birgir Gíslason benti á það á Twitter að bæði félögin munu spila sinn þúsundasta leik í úrvalsdeild í kvöld. Var að reka augun í það að í þriðja sæti í deildarkeppninni er Keflavík. Keflavík mun spila sinn 900. leik á föstudag— Runar B Gislason (@rungis75) January 17, 2023 Njarðvíkingar mæta Hetti klukkan 18.15 og verða því aðeins á undan í þúsundasta leikinn en klukkan 19.15 bætast KR-ingar í hópinn þegar þeir taka á móti Breiðabliki. Njarðvíkingar hafa unnið 698 leiki af þessum 999 eða 69,9 prósent leikjanna en KR-ingar hafa unnið 626 af 999 eða 62,7 prósent sinna leikja. Njarðvíkingar gætu því fljótlega orðið fyrsta félagið til að vinna sjö hundruð leiki í úrvalsdeild en auk KR (626) þá hafa aðeins Keflvíkingar (630) náð að vinna yfir sex hundruð leiki síðan úrvalsdeildin var stofnuð. Keflvíkingar spila líka sögulegan leik í þessari umferð því leikur liðsins á móti Stjörnunni annað kvöld verður leikur númer níu hundruð hjá þeim í úrvalsdeild karla. Flestir leikir í úrvalsdeild karla (frá 1978/79) 1. Njarðvík 999 1. KR 999 3. Keflavík 899 4. ÍR 857 5. Grindavík 819 6. Haukar 789 7. Tindastóll 759 8. Valur 669 9. Skallagrímur 516 10. Þór Ak. 511 11. Snæfell 510 12. Stjarnan 363 13. Þór Þorl. 297 Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Fyrst leikur Njarðvíkur og Hattar klukkan 18.15 og svo leikur Þór Þorlákshafnar og Hauka klukkan 20.15. Strax á eftir verða svo Subway tilþrifin á dagskrá þar sem farið verður yfir alla leiki kvöldsins. Á morgun eru síðan tvær beinar útsendingar og svo Subway Körfuboltakvöld í kjölfarið. Subway-deild karla KR UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður: „Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna“ Sport Enginn fær að klæðast fimmu Beckenbauer hjá Bayern Fótbolti „Kane minnir mig stundum á Brynjar Þór Björnsson“ Sport Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Körfubolti Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn Körfubolti „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfubolti Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, íshokkí og Lögmál leiksins Sport Sverrir og félagar að blanda sér í toppbaráttuna Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ Sjá meira
Njarðvík og KR hafa bæði verið í úrvalsdeild karla allt síðan hún var stofnuð haustið 1978. Körfuboltáhugamaðurinn og tölfræðingurinn Rúnar Birgir Gíslason benti á það á Twitter að bæði félögin munu spila sinn þúsundasta leik í úrvalsdeild í kvöld. Var að reka augun í það að í þriðja sæti í deildarkeppninni er Keflavík. Keflavík mun spila sinn 900. leik á föstudag— Runar B Gislason (@rungis75) January 17, 2023 Njarðvíkingar mæta Hetti klukkan 18.15 og verða því aðeins á undan í þúsundasta leikinn en klukkan 19.15 bætast KR-ingar í hópinn þegar þeir taka á móti Breiðabliki. Njarðvíkingar hafa unnið 698 leiki af þessum 999 eða 69,9 prósent leikjanna en KR-ingar hafa unnið 626 af 999 eða 62,7 prósent sinna leikja. Njarðvíkingar gætu því fljótlega orðið fyrsta félagið til að vinna sjö hundruð leiki í úrvalsdeild en auk KR (626) þá hafa aðeins Keflvíkingar (630) náð að vinna yfir sex hundruð leiki síðan úrvalsdeildin var stofnuð. Keflvíkingar spila líka sögulegan leik í þessari umferð því leikur liðsins á móti Stjörnunni annað kvöld verður leikur númer níu hundruð hjá þeim í úrvalsdeild karla. Flestir leikir í úrvalsdeild karla (frá 1978/79) 1. Njarðvík 999 1. KR 999 3. Keflavík 899 4. ÍR 857 5. Grindavík 819 6. Haukar 789 7. Tindastóll 759 8. Valur 669 9. Skallagrímur 516 10. Þór Ak. 511 11. Snæfell 510 12. Stjarnan 363 13. Þór Þorl. 297 Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Fyrst leikur Njarðvíkur og Hattar klukkan 18.15 og svo leikur Þór Þorlákshafnar og Hauka klukkan 20.15. Strax á eftir verða svo Subway tilþrifin á dagskrá þar sem farið verður yfir alla leiki kvöldsins. Á morgun eru síðan tvær beinar útsendingar og svo Subway Körfuboltakvöld í kjölfarið.
Flestir leikir í úrvalsdeild karla (frá 1978/79) 1. Njarðvík 999 1. KR 999 3. Keflavík 899 4. ÍR 857 5. Grindavík 819 6. Haukar 789 7. Tindastóll 759 8. Valur 669 9. Skallagrímur 516 10. Þór Ak. 511 11. Snæfell 510 12. Stjarnan 363 13. Þór Þorl. 297
Subway-deild karla KR UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður: „Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna“ Sport Enginn fær að klæðast fimmu Beckenbauer hjá Bayern Fótbolti „Kane minnir mig stundum á Brynjar Þór Björnsson“ Sport Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Körfubolti Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn Körfubolti „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfubolti Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, íshokkí og Lögmál leiksins Sport Sverrir og félagar að blanda sér í toppbaráttuna Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ Sjá meira
Kolbeinn enn ósigraður: „Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna“ Sport
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Körfubolti
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu
Kolbeinn enn ósigraður: „Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna“ Sport
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Körfubolti