Jólin kláruðust á Egilsstöðum 6. janúar en þau eru ennþá í Njarðvík Siggeir F. Ævarsson skrifar 19. janúar 2023 21:19 Viðar Örn Hafsteinsson á hliðarlínunni. Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var óvenju léttur í lund eftir 19 stiga tap hans manna gegn Njarðvík í kvöld í Subway-deild karla. Lokatölurnar gefa í raun alls ekki rétta mynd af leiknum en Hattarmenn náðu ítrekað að taka góð áhlaup á heimamenn og minnka muninn hressilega en náðu þó aldrei að brúa bilið fullkomlega. „Já við fengum þrjá galopna þrista þegar það voru 2-3 mínútur eftir til að koma þessu niður í einhver 5-6 stig. Svo settu þeir ansi mikið í lokin, en þetta er bara ofboðslega gott Njarðvíkurlið. Skjóta boltanum svakalega vel, eru 50 og eitthvað prósent í dag. Þeir eru bara betri en við hérna í dag en frammistaðan hjá okkur að mörgu leyti bara ágæt þrátt fyrir að við töpum með 19 stigum. Ég held að ég hafi ekki oft sagt þetta!“ Jákvæðnin alltaf í fyrirrúmi hjá Viðari, sem sagðist geta tekið margt jákvætt útúr þessum leik þrátt fyrir tap. „Það var margt gott í þessu, engin spurning. Aulalegir tapaðir boltar inn á milli sem gefa þeim auðveldar körfur sem við þurfum auðvitað að „kötta“ í burtu og hefur nú kannski ekki verið mikið um hjá okkur. Oft bara fínn varnarleikur hjá okkur þar sem þeir setja erfið skot, en líka stundum opin skot í hornunum sem við ætluðum einhvern veginn bara að pikka. Við getum ekki stoppað allt í svona ofboðslega öflugu liði. Bara kredit á þá, frábært sóknarlið. Þeir voru bara betri og þess vegna unnu þeir.“ Án þess að vilja verja öllu viðtalinu í að láta Viðar tala um andstæðingana, þá spurði blaðamaður hann samt út í þessa breidd sem Njarðvík hefur á að skipa. Það er erfitt að eiga við hana í hröðum leik eins og þessum. „Já það er mikil dýpt. Þeir rótera hérna inná einhverjum 11 köllum. Elías Pálsson kemur inn og það er ekkert hægt að fara af honum. Rasio setur tvo þrista og eitthvað. Jólin kláruðust á Egilsstöðum 6. janúar en þau eru ennþá í Njarðvík. Ég held að þeir ættu að fara að taka snúrurnar úr sambandi.“ Subway-deild karla Höttur UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Höttur 109-90 | Njarðvíkingar unnu þúsundasta leikinn Í þúsundasta leik sínum í efstu deild unnu Njarðvíkingar góðan 19 stiga sigur gegn nýliðum Hattar, 109-90. 19. janúar 2023 19:54 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira
„Já við fengum þrjá galopna þrista þegar það voru 2-3 mínútur eftir til að koma þessu niður í einhver 5-6 stig. Svo settu þeir ansi mikið í lokin, en þetta er bara ofboðslega gott Njarðvíkurlið. Skjóta boltanum svakalega vel, eru 50 og eitthvað prósent í dag. Þeir eru bara betri en við hérna í dag en frammistaðan hjá okkur að mörgu leyti bara ágæt þrátt fyrir að við töpum með 19 stigum. Ég held að ég hafi ekki oft sagt þetta!“ Jákvæðnin alltaf í fyrirrúmi hjá Viðari, sem sagðist geta tekið margt jákvætt útúr þessum leik þrátt fyrir tap. „Það var margt gott í þessu, engin spurning. Aulalegir tapaðir boltar inn á milli sem gefa þeim auðveldar körfur sem við þurfum auðvitað að „kötta“ í burtu og hefur nú kannski ekki verið mikið um hjá okkur. Oft bara fínn varnarleikur hjá okkur þar sem þeir setja erfið skot, en líka stundum opin skot í hornunum sem við ætluðum einhvern veginn bara að pikka. Við getum ekki stoppað allt í svona ofboðslega öflugu liði. Bara kredit á þá, frábært sóknarlið. Þeir voru bara betri og þess vegna unnu þeir.“ Án þess að vilja verja öllu viðtalinu í að láta Viðar tala um andstæðingana, þá spurði blaðamaður hann samt út í þessa breidd sem Njarðvík hefur á að skipa. Það er erfitt að eiga við hana í hröðum leik eins og þessum. „Já það er mikil dýpt. Þeir rótera hérna inná einhverjum 11 köllum. Elías Pálsson kemur inn og það er ekkert hægt að fara af honum. Rasio setur tvo þrista og eitthvað. Jólin kláruðust á Egilsstöðum 6. janúar en þau eru ennþá í Njarðvík. Ég held að þeir ættu að fara að taka snúrurnar úr sambandi.“
Subway-deild karla Höttur UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Höttur 109-90 | Njarðvíkingar unnu þúsundasta leikinn Í þúsundasta leik sínum í efstu deild unnu Njarðvíkingar góðan 19 stiga sigur gegn nýliðum Hattar, 109-90. 19. janúar 2023 19:54 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Höttur 109-90 | Njarðvíkingar unnu þúsundasta leikinn Í þúsundasta leik sínum í efstu deild unnu Njarðvíkingar góðan 19 stiga sigur gegn nýliðum Hattar, 109-90. 19. janúar 2023 19:54