Körfubolti

„Skrýtið að vera kominn aftur inn í í­þrótta­hús í þeim til­gangi að taka þátt í körfu­bolta­leik“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Pavel Ermolinskij er spenntur fyrir sínum fyrsta leik sem þjálfari Tindastóls.
Pavel Ermolinskij er spenntur fyrir sínum fyrsta leik sem þjálfari Tindastóls. Vísir/Stöð 2 Sport

Pavel Ermolinskij stýrir liði Tindastóls í fyrsta skipti á sínum þjálfaraferli er liðið sækir ÍR-inga heim í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Hann segist spenntur fyrir sínum fyrsta leik sem þjálfari, en viðurkennir að það hafi verið skrýtið að mæta inn í klefa hjá liðinu sem hann vann í úrslitaeinvígi síðasta vor.

„Það er bara gott held ég,“ sagði Pavel aðspurður um spennustigið fyrir leikinn.

„Það er kannski bara svolítið skrýtið að vera kominn aftur inn í íþróttahús í þeim tilgangi að taka þátt í körfuboltaleik. Hins vegar er ég náttúrulega ekki að fara að spila sem gerir þetta aðeins auðveldara. Nú þarf ég bara að treysta á aðra þannig að spennustigið mitt er bara þægilegt eins og er.“

Pavel segir að þjálfaraverkefnið leggist vel í sig og að þessi stutti tími sem hann hafi fengið með Tindastólsliðinu hafi verið góður tími. Hann segir það þó hafa verið skrýtna tilfinningu að ganga inn í klefa hjá liðinu sem hann vann í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í körfubolta síðasta vor.

„Ég passaði mig á að gera smá grín að þessu. Það þarf að viðurkenna þetta því þetta gerðist og þetta er auðvitað smá skrýtið auðvitað. En ég held að það sé bara til marks um hversu góðir og samviskusamir piltar þetta eru og ástæðan fyrir því að ég vildi gera þetta.“

„Tilfinningin sem ég hafði fyrir Tindastól og Sauðárkróki var að einhverjir svona hlutir eru ekki vandamál þarna. Þetta eru bara þannig karakterar og þannig persónur að það var enginn að spá í svona smáatriðum. Þetta eru strákar sem eru viljugir og duglegir þannig að þeir eru ekkert að pæla í svona hlutum,“ sagði Pavel, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Pavel fyrir leik Tindastóls og ÍR

Leikur ÍR og Tindastóls hefst klukkan 19:15 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×