„Skrýtið að vera kominn aftur inn í íþróttahús í þeim tilgangi að taka þátt í körfuboltaleik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. janúar 2023 19:03 Pavel Ermolinskij er spenntur fyrir sínum fyrsta leik sem þjálfari Tindastóls. Vísir/Stöð 2 Sport Pavel Ermolinskij stýrir liði Tindastóls í fyrsta skipti á sínum þjálfaraferli er liðið sækir ÍR-inga heim í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Hann segist spenntur fyrir sínum fyrsta leik sem þjálfari, en viðurkennir að það hafi verið skrýtið að mæta inn í klefa hjá liðinu sem hann vann í úrslitaeinvígi síðasta vor. „Það er bara gott held ég,“ sagði Pavel aðspurður um spennustigið fyrir leikinn. „Það er kannski bara svolítið skrýtið að vera kominn aftur inn í íþróttahús í þeim tilgangi að taka þátt í körfuboltaleik. Hins vegar er ég náttúrulega ekki að fara að spila sem gerir þetta aðeins auðveldara. Nú þarf ég bara að treysta á aðra þannig að spennustigið mitt er bara þægilegt eins og er.“ Pavel segir að þjálfaraverkefnið leggist vel í sig og að þessi stutti tími sem hann hafi fengið með Tindastólsliðinu hafi verið góður tími. Hann segir það þó hafa verið skrýtna tilfinningu að ganga inn í klefa hjá liðinu sem hann vann í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í körfubolta síðasta vor. „Ég passaði mig á að gera smá grín að þessu. Það þarf að viðurkenna þetta því þetta gerðist og þetta er auðvitað smá skrýtið auðvitað. En ég held að það sé bara til marks um hversu góðir og samviskusamir piltar þetta eru og ástæðan fyrir því að ég vildi gera þetta.“ „Tilfinningin sem ég hafði fyrir Tindastól og Sauðárkróki var að einhverjir svona hlutir eru ekki vandamál þarna. Þetta eru bara þannig karakterar og þannig persónur að það var enginn að spá í svona smáatriðum. Þetta eru strákar sem eru viljugir og duglegir þannig að þeir eru ekkert að pæla í svona hlutum,“ sagði Pavel, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pavel fyrir leik Tindastóls og ÍR Leikur ÍR og Tindastóls hefst klukkan 19:15 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Subway-deild karla Tindastóll ÍR Tengdar fréttir Í beinni: ÍR - Tindastóll | Fyrsti leikur Pavels Pavel Ermolinskij stýrir Tindastóli í fyrsta sinn gegn ÍR í Skógarselinu. Breiðhyltingar eru í harðri fallbaráttu en Stólarnir um miðja deild. 19. janúar 2023 18:30 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
„Það er bara gott held ég,“ sagði Pavel aðspurður um spennustigið fyrir leikinn. „Það er kannski bara svolítið skrýtið að vera kominn aftur inn í íþróttahús í þeim tilgangi að taka þátt í körfuboltaleik. Hins vegar er ég náttúrulega ekki að fara að spila sem gerir þetta aðeins auðveldara. Nú þarf ég bara að treysta á aðra þannig að spennustigið mitt er bara þægilegt eins og er.“ Pavel segir að þjálfaraverkefnið leggist vel í sig og að þessi stutti tími sem hann hafi fengið með Tindastólsliðinu hafi verið góður tími. Hann segir það þó hafa verið skrýtna tilfinningu að ganga inn í klefa hjá liðinu sem hann vann í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í körfubolta síðasta vor. „Ég passaði mig á að gera smá grín að þessu. Það þarf að viðurkenna þetta því þetta gerðist og þetta er auðvitað smá skrýtið auðvitað. En ég held að það sé bara til marks um hversu góðir og samviskusamir piltar þetta eru og ástæðan fyrir því að ég vildi gera þetta.“ „Tilfinningin sem ég hafði fyrir Tindastól og Sauðárkróki var að einhverjir svona hlutir eru ekki vandamál þarna. Þetta eru bara þannig karakterar og þannig persónur að það var enginn að spá í svona smáatriðum. Þetta eru strákar sem eru viljugir og duglegir þannig að þeir eru ekkert að pæla í svona hlutum,“ sagði Pavel, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pavel fyrir leik Tindastóls og ÍR Leikur ÍR og Tindastóls hefst klukkan 19:15 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Subway-deild karla Tindastóll ÍR Tengdar fréttir Í beinni: ÍR - Tindastóll | Fyrsti leikur Pavels Pavel Ermolinskij stýrir Tindastóli í fyrsta sinn gegn ÍR í Skógarselinu. Breiðhyltingar eru í harðri fallbaráttu en Stólarnir um miðja deild. 19. janúar 2023 18:30 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Í beinni: ÍR - Tindastóll | Fyrsti leikur Pavels Pavel Ermolinskij stýrir Tindastóli í fyrsta sinn gegn ÍR í Skógarselinu. Breiðhyltingar eru í harðri fallbaráttu en Stólarnir um miðja deild. 19. janúar 2023 18:30