Körfubolti

Áhorfendamet slegið þegar Warriors rúllaði yfir Spurs

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Nýtt áhorfendamet
Nýtt áhorfendamet vísir/Getty

Níu leikir fóru fram í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í gærkvöldi og nótt og var þar mikið um dýrðir að venju.

68.323 áhorfendur sáu San Antonio Spurs og Golden State Warriors eigast við í Alamodome höllinni í San Antonio og er það nýtt áhorfendamet í NBA deildarleik.

Alamodome höllin var heimavöllur San Antonio Spurs frá 1993-2002 en þá færði liðið sig um set í San Antonio. Ástæðan fyrir því að liðið lék í Alamodome var 50 ára afmæli félagsins en byrjað var að leika undir merkjum San Antonio Spurs árið 1973.

Skipar Alamodome stóran sess í sögu félagsins sem vann sinn fyrsta meistaratitil af fimm árið 1999.

Gestirnir frá Golden State voru hins vegar ekki í gjafastuði og unnu afar öruggan sigur, 113-144 þar sem Jordan Poole var stigahæstur af bekknum með 25 stig en átta leikmenn skoruðu meira en tíu stig í liði Warriors.

Denver Nuggets styrkti stöðu sína á toppi Vesturdeildarinnar með tólf stiga sigri á Los Angeles Clippers, 103-115 þar sem Jamal Murray gerði 24 stig en Nikola Jokic lék ekki með Nuggets í leiknum.

Úrslit kvöldsins

Detroit Pistons - New Orleans Pelicans 110-116

Indiana Pacers - Atlanta Hawks 111-113

Washington Wizards - New York Knicks 108-112

San Antonio Spurs - Golden State Warriors 113-144

Chicago Bulls - Oklahoma City Thunder 110-124

Minnesota Timberwolves - Phoenix Suns 121-116

Utah Jazz - Orlando Magic 112-108

Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 103-115

Sacramento Kings - Houston Rockets 139-114

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×