Körfubolti

Aðeins rifist í Lögmáli leiksins í kvöld: „Tapiði leikjum strákar“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shai Gilgeous-Alexander er framtíðar stórstjarna Oklahoma City Thunder liðsins.
Shai Gilgeous-Alexander er framtíðar stórstjarna Oklahoma City Thunder liðsins. AP/Matt Slocum

NBA-þátturinn Lögmál leiksins er á dagskránni á Stöð 2 Sport 2 í kvöld eins og alla mánudaga en það hitnaði aðeins í kolunum hjá sérfræðingunum í þætti vikunnar.

Hörður Unnsteinsson hafði nefnilega sterka skoðun á því hvað lið Oklahoma City Thunder eigi að gera í NBA-deildinni í vetur en þeir eiga ekki mikla von um að komast í úrslitakeppnina.

Lögmál leiksins er frumsýnt á Stöð 2 Sport 2 klukkan 18.10 í dag.

„Ég skil ekki af hverju þeir eru að vinna körfuboltaleiki,“ sagði Hörður Unnsteinsson.

„Mér finnst það geggjað og þeir eru komnir með Shai (Gilgeous-Alexander),“ sagði Kjartan Atli Kjartansson.

„Látið Shai sitja núna, þetta er búið að vera gaman,“ sagði Hörður.

„Rólegur þarna, Shai er bara 24 ára gamall,“ skaut Sigurður Orri Kristjánsson inn í.

„Ég er að segja látið hann sitja út tímabilið. Tapiði leikjum strákar,“ sagði Hörður.

„Af hverju,“ spurði Kjartan Atli.

„Til þess að taka einn valrétt í viðbót,“ sagði Hörður en OKC hefur safnað að sér fjölda valrétta en Hörður vill samt fá einn í viðbót.

„ Shai Gilgeous-Alexander er 24 ára All-NBA leikmaður og þeir eru ekkert að fara láta hann sitja út tímabilið,“ sagði Sigurður Orri hneykslaður.

„Í alvöru talað strákar, hvað ætla þeir að fara að gera á þessu tímabili,“ spurði Hörður.

Það má heyra strákana rífast aðeins um forgangsröðun Thunder liðsins í vetur hér fyrir neðan.

Klippa: Lögmál leiksins: Umræða um OKC



Fleiri fréttir

Sjá meira


×