Körfubolti

Ein besta körfu­bolta­konan með mynda­gátu á Twitter sem margir reyna að ráða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Breanna Stewart lyfti hér heimsbikarnum með liðsfélögum sínum í október en hún er fyrirliði bandaríska körfuboltalandsliðsins.
Breanna Stewart lyfti hér heimsbikarnum með liðsfélögum sínum í október en hún er fyrirliði bandaríska körfuboltalandsliðsins. Getty/Matt King

Bandaríska körfuboltakonan Breanna Stewart stríddi aðeins aðdáendum sínum með því að setja inn mjög sérstaka færslu á Twitter. Hún er fyrirliði bandaríska landsliðsins og eitt stærsta nafnið í kvennakörfuboltaheiminum.

Stewart spilar með Seattle Storm liðinu og hefur fjórum sinnum verið valin í úrvalslið WNBA-deildarinnar á fyrstu sex tímabilum hennar í deildinni þar á meðal á þeim þremur síðustu.

Hún var einnig valin ein af 25 bestu körfuboltakonum WNBA sögunnar árið 2021 en hún hafði verið valin mikilvægasti leikmaður deildarinnar 2018 og var valin besti leikmaður lokaúrslitanna í bæði skiptin sem hún varð WNBA-meistari með Seattle.

Margir urðu því mjög forvitnir þegar hún ákvað að senda aðdáendum sínum duld skilaboð á samfélagsmiðlum.

Stewart setti nefnilega inn alls kyns tákn í einni röð án þess að útskýra það neitt. Þessa myndagátu má sjá hér fyrir neðan. Nú er bara að sjá hvort einhverjir af lesendum Vísis geti ráðið í þetta hjá henni.

Stewart hefur unnið tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu og þrisvar orðið heimsmeistari.

Á síðustu leiktíð hennar í WNBA-deildinni var hún með 21,8 stig, 7,6 fráköst og 2,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hún hefur skorað yfir tuttugu stig að meðaltali á öllum WNBA-ferlinum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×