Kári: „Fannst við ekkert spila frábærlega en við gerðum nóg“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. janúar 2023 18:49 Kári sækir hér gegn Hlyn Bæringssyni í leiknum í dag. Vísir/Hulda Margrét Kári Jónsson fyrirliði Vals fór fyrir sínum mönnum í dag þegar Valsmenn unnu sinn fyrsta bikarmeistaratitil í 32 ár. Kári var valinn maður leiksins, en hann var stigahæstur á vellinum með 22 stig, og bætti við 7 stoðsendingum og 4 fráköstum. Aðspurður sagði hann að honum hefði þó aldrei liðið neitt sérstaklega vel á vellinum í dag. „Eiginlega aldrei vel! Þetta var djöfulsins harka allan tímann og þeir gefast aldrei upp. En við sýndum það að við erum með stórt liðshjarta og vildum þetta ógeðslega mikið og unnum að lokum.“ Kári meiddist undir lok fyrri hálfleiks og var tvísýnt hvort hann gæti yfirhöfuð haldið áfram. Kári sagðist í raun ekki hafa hugmynd um hvort meiðslin væru alvarleg, hann hefði ekki haft neinn tíma til að vera meiddur. „Ég veit það ekki, við sjáum til á morgun. Þetta var vont núna en ég hafði ekki tíma í það, bara áfram gakk!“ Kári fór meiddur af velli í fyrri hálfleik sneri aftur eftir hlé.Vísir/Hulda Margrét Valsmenn eru með breiðan hóp og Kári sagði að allir sigrar hjá þeim þetta tímabilið væru liðssigrar, þar sem allir væru að berjast fyrir hvern annan. „Það eru allir sigrar hjá okkur þannig núna, þetta er allt orðið svona. Við gerum þetta saman, elskum að berjast fyrir hvern annan. Þannig fáum við orkuna, fáum gleðina. Þannig finnst okkur þetta skemmtilegast.“ Stjörnumenn eru með nokkuð afgerandi leikmenn í miðherjastöðunni, en þeir höfðu ekki mikil áhrif á leikinn í dag, eða hvað? „Jú það hafði eiginlega fullt af áhrifum. Þeir voru að taka helling af fráköstum og það mjög erfitt að vera að taka á þeim allt í teignum. En bara fullt kredit á þá, þeir gerðu mjög vel og flott „game plan“ hjá þeim eiginlega allan leikinn. „Respect“ á þá.“ Létu Valsmenn þetta kannski bara líta út fyrir að vera auðveld barátta í teignum? „Ég veit það ekki,“ – sagði Kári og hló. „Ég verð eiginlega að sjá þetta aftur. Mér fannst við ekkert spila frábærlega en við gerðum nóg.“ Já Valsmenn gerðu sannarlega nóg í þessum jafna og spennandi leik, og uppskáru sigur að lokum og bikarmeistaratitilinn. Valur VÍS-bikarinn Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
Aðspurður sagði hann að honum hefði þó aldrei liðið neitt sérstaklega vel á vellinum í dag. „Eiginlega aldrei vel! Þetta var djöfulsins harka allan tímann og þeir gefast aldrei upp. En við sýndum það að við erum með stórt liðshjarta og vildum þetta ógeðslega mikið og unnum að lokum.“ Kári meiddist undir lok fyrri hálfleiks og var tvísýnt hvort hann gæti yfirhöfuð haldið áfram. Kári sagðist í raun ekki hafa hugmynd um hvort meiðslin væru alvarleg, hann hefði ekki haft neinn tíma til að vera meiddur. „Ég veit það ekki, við sjáum til á morgun. Þetta var vont núna en ég hafði ekki tíma í það, bara áfram gakk!“ Kári fór meiddur af velli í fyrri hálfleik sneri aftur eftir hlé.Vísir/Hulda Margrét Valsmenn eru með breiðan hóp og Kári sagði að allir sigrar hjá þeim þetta tímabilið væru liðssigrar, þar sem allir væru að berjast fyrir hvern annan. „Það eru allir sigrar hjá okkur þannig núna, þetta er allt orðið svona. Við gerum þetta saman, elskum að berjast fyrir hvern annan. Þannig fáum við orkuna, fáum gleðina. Þannig finnst okkur þetta skemmtilegast.“ Stjörnumenn eru með nokkuð afgerandi leikmenn í miðherjastöðunni, en þeir höfðu ekki mikil áhrif á leikinn í dag, eða hvað? „Jú það hafði eiginlega fullt af áhrifum. Þeir voru að taka helling af fráköstum og það mjög erfitt að vera að taka á þeim allt í teignum. En bara fullt kredit á þá, þeir gerðu mjög vel og flott „game plan“ hjá þeim eiginlega allan leikinn. „Respect“ á þá.“ Létu Valsmenn þetta kannski bara líta út fyrir að vera auðveld barátta í teignum? „Ég veit það ekki,“ – sagði Kári og hló. „Ég verð eiginlega að sjá þetta aftur. Mér fannst við ekkert spila frábærlega en við gerðum nóg.“ Já Valsmenn gerðu sannarlega nóg í þessum jafna og spennandi leik, og uppskáru sigur að lokum og bikarmeistaratitilinn.
Valur VÍS-bikarinn Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira